Þjóðólfur - 07.01.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.01.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. janúar 1898. Nr. 2. Þ j ó Q ó 1 f u r 1898 50. árgangur Kemur út einusinni og stundum tvisvar í viku. 60 tölublöð á ári. Kostaf aðeins 4 kr. (erlendis 5 kr. Borg- ist fyfir miðjan júlí. Skilvísir kaupendur fá einhverja aukaþókn- un á 5° ára afmœli blaðsins 5. nóv. þ. á. Munið því eptir að panta þennan áigang blaðsins í tíma. Pania má fyrsta ársfjórðung blaðsins sér- staklega (15 fölublöð) en senda verður þá 1 kr. í þeningum fyrirfram, því að annars er fönfíinin eigi tekin til greina. Einnig má á sama hátt þanta hálfan árgang blaðsins (til júníloka), ef 2 kr. eru borgaðar fyrirfram. ——_* N'ýlJ? lcaiipendui? gefi sig fram sem allra fyrst. Eptiriaunafúlgan. Ein aðalbreytingin, sem varð á stjórnar- fari voru með stjórnarskránni 1874 var sú, að vér fengum fjárráðin að mestu leyti í vorar hendur. Og þetta var svo þýðingar- mikið atriði, að á því grundvallast aðallega all- ar verulegustu framfarir vorar síðan 1874. Þó eru fjárráð vor mjög takmörkuð í eigin- legum skilningi, því að það er að eins í fjárlögunum, sem vér getum neytt þessa valds í fullum mæli, ineðan stjórnin hlítir eigi þeim ráðum að beita oss gerræði og synja fjárlögunum'staðfestingar, eins ogsumir„föð- urlandsvinir" hafa eggjað hana á og frægt er orðið. Fyrir utan svið fjárlaganna sjálfra tak- markast fjárráð vor af hinum aðila löggjaf- arvaldsins, konunginum. Vér getum að eins spornað við því, að nýjum álögum sé dembt á oss, en vér getum hvorki varið fé voru til þarflegra stofnana, er stjórninni eru ógeðfelld- ar, né fengið afnumdar ósanngjarnar, eldri álögur, er stjórnin vill halda dauðahaldi í, það er að segja, ef vér getum ekki komið þeim að í fjárlögunum, heldur að eins í sérstökum lagafrumvörpum. Það er fullkunnugt, hversu stjórnin hefur harðlega neitað ýmsum lagafrumvörpum, er hafa haft í för með sér aukin útgjöld fyrir landssjóð, útgjöld, sem vér fúslega höfum viljað greiða til eflingar framfara vorra. Ljósast dæmi þess er lagaskólinn og þver- höfðaskapur stjórnarinnar í því máli. Það virðist þó sannarlega nokkuð hart, að danska stjórnin sé ávallt að spila einskonar forsjón fyrir oss íslendinga sem óvita. Vér hirðum ekkert um hina „föðurleguhandleiðslu" hennar á oss, að því er fjármál snertir. En auðvitað er það ekki eingöngu hin fjárhagslega hlið málanna, sem verður þeim að fótakefli hjá stjórninni, þótt hún veifi opt þeirri ástæðu, að þetta og þetta sé ofdýrt, of kostnaðar- samt fyrir oss(!!) • Að því er lagaskólann t. d. snertir hefur annað verið meir til fyrir- stöðu í raun og veru, eins og fullkunnúgt er. Þess mætti vænta, að sú stjórn, er þyk- ist láta sér umhugað um fjárhag landssjóðs, gerði það sem í hennar valdi stæði til að létta óeðlilegar og ósanngjarnar byrðar, er á landssjóði hvíla. En því fer svo fjarri, að stjórnin geri nokkuð í þá átt, að hún er öldungis ófáanleg til að hrófla við slíku. Hin föðurlega umhyggja hennar fyrir landinu verður þá optast nær harla létt á metunum, ef einhver óskabörn hennar eiga annarsvegar hlut að máli. Þetta hefur komið ljósast fram í eptirlaunamálinu. íslenzka þjóðin hefur hvað eptir annað krafizt þess eindregið, að annaðhvort yrðu eptirlaun embættismanna afnumin með öllu, eða þá að minnsta kosti lælfkuð svo, að farg þetta yrði eigi eins til- finnanlegt á þjóðinni, eins og það er. Þing- ið fyrir sitt leyti hefur þó ekki treyst sér til að halda fram fullu afnámi eptirlaunanna, heldur valið hina leiðina, að leitast við að lækka þau hóflega. En þessar ályktanir þingsins hafa mætt svo beinharðri mótspyrnu hjá stjórninni, að örfá mál hafa verið rekin öfug aptur frá henni með meiri alvöru og harðneskju, en einmitt frumvörp alþingis um eptirlaunalækkunina. Þar birtist þessi dæma- lausa umhyggja fyrir komandi embættis- mannakynslóð, sem muni, ef til vill, fara á hreppinn, ef eptirlaunin lækka, eða engir fáist til að sækja um embættin með svo litlum eptirlaunum(l). Það er helzt hætt- ast við því, að hörgull verði á embættaum- sækjendum sakir þess — eða hitt þó heldur. Jafnvel þótt eptirlaun væru alls engin tnundi eptirsóknin ekki verða minni en nú. Slíkt þarf því ekki að óttast. Vér erum þvert á móti sannfærðir um, að landið fengi betri, árvakrari og duglegri embættismenn, ef ept- irlaunin væru afnumin með öllu. Að lækka þau til mikilla muna — að undanteknum eptir- launum prestanna, sem ekki eru of há — er svo sjálfsagt, að um það ættu ekki að vera skiptar skoðanir. Það er sjálfsagt, að senda stjórninni frumvarp um það frá hverju þingi. Menn þurfa ekki að vera myrkfælnir við aukaþing, þótt slíkt frumvarp sé samþykkt hvað eptir annað, svo að þar ætti ekki að eiga sér stað sami heybrókarhátturinn, eins og komið hefur fram í stjórnarskrárbaráttu vorri, þjóðinni til minnkunar og ófarnaðar um langan aldur. Á næstliðnum 8 árum (1890—97) hefur eptirlaunaupphæðin numið 40—47,000 kr. á ári, og síðan 1874 höfum vér borgað um eina miljón króna tii uppgjafa-embættis- manna og embættismannaekkna. Það er dá- lagleg upphæð. Hefðu eptirlaunin verið helmingi lægri, hefðum vér getað variðhálfri miljón króna til ýmsra þarflegra fyrirtækja á þessu tímabili, eða þá átt nú hálfri miljón meira í viðlagasjóði auk vaxta. (Framh.). R itdómu r. Sagan af Þuríði formanni og Kambsráns- mónnum. Gerðu svo vel, Þjóðólfur minn, og berðu góðvini mínum, Brynjúlfi hinum spaka, kveðju mína og kæra þökk fyrir sögu þessa. Er það mitt álit, að betur samin frásaga fyrir flestra hluta sakir finnist ekki í fréttablöðum vorum, þrátt fyrir smámunasemi, mælgi og nokkurskonar baðstofulega einfeldni á sum- um stöðum, sem eg mest kenni efninu og samvizkusemi höfundarins. Kölluðu Róm- verjar þann galla: in meliorem þartem þeccare (d: að láta gallana í betri áttina benda, þ. e. þegar höfundi gengur gott til.) Það er sann- leiksást og gjörhygli höf. á meðferð efnisins, sem honum gengur til að láta nál. engra smá- muna ógetið og tilfærá heimild og sögumann að hégóma. Brynjúlfur er listamaður; hefur honum hér í einu tekizt að gefa frásögn sinni hinn sanna, íslenzka alþýðublæ og um leið að hitta hið rétta hóf, sem er listamannsins ein- kenni, eða hinn rétti realismus. Hvernig er hannf Hann fylgir réttu hófi í því, að lýsa lífinu, eins og það er, (eins og hann sem listamaður og sannleiksvinur sér það) og þræð- ir hlutlaust mitt á milli öfganna, Ijóss og skugga, en kostar þó kapps um að gleyma engu, svo að þá sé myndin skýrari en áður. því listamaðurinn býður meira en frásögn. í »stýl« hans, orðvali og einkum í því and- ans eða hjartans smákryddi, sem lesarinn, hafi hann minnsta listasmekk, finnur í hverri línu, án þess hann eigi orð yfir, liggur listin. Og þó er annað meira í Brynjúlfs einföldu ritlist, sem eg virði og elska, það er veglyndi hans og spaka mannúð, þó leynt fari. Hann dæmir ekki dólga sína eptir forskript, og lýsir ekki mönnum — þó svo kunni stund- um að sýnast — eins og menn lýsa sauð- kindum eða hrossum; hin almennustu lýs- ingarorð viðhefur hann að vísu og fer aldrei út í frálausar hugleiðingar, eða lætur sín sjálfs við getið, en hann lætur lesarann þó fáhreinni og dýpri lífsskoðanir, en samtíðin hafði eða alþýðan hefur — svo henni sé sjálfri ljóst. Hann er fjarri því að fegra illvirki Kambs- ræningjanna, en hann gleymir ckki að skoða þá, sem eðlilegar manneskjur og syni' og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.