Þjóðólfur - 07.01.1898, Blaðsíða 4
8
að batna, meltingin varð betri og taugarnar
styrktust. Eg get þess vegna af eigin reynslu
mælt mið bitter þessum, og er viss um, að
hún verður með tímanum albata, ef hún
heldur áfram að neyta þessa ágæta meðals.
Kollabæ í Fljótshlíð 26. júní 1897.
Loptur Loptsson.
Við undirritaðir, sem höfum þekkt konu
Lopts Loptssonar mörg ár og séð hana þjást
af áðurgreindum veikindum, getum upp á æru
og samvizku vottað, að það sem sagt er í
ofangreindu vottorði um hin góðu áhrif þessa
heimsfræga Kína Lífs-Elixírs, er fullkomlega
samkvæmt sannleikanum.
Bárður Sigurðsson. Þorgeir Gitðnason.
fyrv. bóndi á Kollabæ* bóndi í Stöðlakoti.
Kína-Lífs-^Elixirinn fæst hjá flestum
kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá htnn
ekta Kína-Lífs-Elixir, eru kaupendur beðnir að
líta vel eptir því, að Vj_P’ standi á flöskun-
um í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji
með glas í hendi, og firmanafnið Valdemaj
Petersen, Frederikshavn, Danmark.
Þakkarávarp.
Þegar Sunnlendingar, sem eptir voru á Aust-
fjörðum þetta ár, komu með strandferðaskipinu
Hjálmari, voru Stafneshjónin Hákon Eyjólfsson
og Guðrún Eyvindsdóttir fengin til að tjá okkur
þá sorgarfregn,að Stefán sonur okkar:f: heíði drukkn-
að á Norðfirði 20. september þ. á. Gerðu þau
það með þeirri nákvæmni, og lipurð, sem þeim
er lagin. Auk þess gáfu þau okkur 30 kr. i pen-
:!:Stefán var fæddur í Fuglavik 22. júlí 1870.
hann var einn eptir lifandi af 8 börnum okkar,
6 sonum og 2 dætrum, og því hin eina ellistoð
okkar, sem bæði erum orðin heilsulítil að vonum,
komin hátt á sjötugs aldur. §tundaði hann okk-
ur sem bezt mátti verða, og berum við þetta sár>
meðan lifum.
J. J. & R. R.
ingum, og sögðu okkur að leita sín, þegar okkur
lægi á, sem meira er vert en margir peningar.
Einnig hafa fleiri orðið til að rétta okkur hjálp-
arhönd, þar á meðal Runólfur Jónsson íFuglavík
10 kr., Loptur Guðmundsson, Akurhúsum 4 kr., og
ókunnur maður 1 kr. 50 a. Öllum þessum gef-
endum og öllum öðrum, sem tekið hafa þátt í
þessari sorg okkar, biðjum við góðan guð að launa
af ríkdómi náðar sinnar, þegar þeim mest á liggur.
Glaumbæ á Miðnesi 20. desember 1897.
Jón Jónsson, Ragnhildur Runólfsdóttir.
Skrifstofa lífsábyrgðarfélagsins STAR
er á Skólavörðustíg 11, opin á hverjum virk-
um degi kl. 12—1 og 5—6 e. m.
Allir œttu að tryggja líf sitt!
í haust var mér dreginn svartur lambhrút-
ur með mínu marki: hálftaf’fr. hægra, heilhamrað
vinstra, en lambhrút þennan á eg ekki. Réttur
eigandi gefi sig fram.
Guðmundur Ögmundsson,
Efribrú 1 Grímsnesi.
Ekta anilínlitir m 7? p+
i- 5 "c fást hvergi eins góðir og ódýrir eins og
í verzlun p
o3 Sturlu Jónssonar 5
■ Aðalstræti Nr. 14. r+
w
•J!4!lui[iu'B B4>ia
í verzlun B, H, Bjarnason
fást ávalt Rakhm'far, allskonar Skæri, Vasa-
hnífar, Pappírshnífar og smíðatól, sem allt er
komið beina leið frá hinni heimsfrægu
Eskilstunaverksmiðju.
Eins og mörgum mun þegar vera kunnugt,
ekki hvað sízt af þeim mörgu heiðursverð-
launum, sem verksmiðja þessi hefur unnið í
hinum ýmsu löndum fyrir framúrskarandi
gæði og bit á varningi sínum, þá kemst
annara þjóða varningur ekki í nokkurn sam-
jöfnuð við þennan, eins og bezt má marka af
því, að góðir smiðir bæði hér (sbr. neðan-
ritað vottorð) ogý annarsstaðar, kaupa ekki
annara þjóða verkfæri, svo framarlega, sem
þeir geta fengið þau frá Eskilstuna.
Síðastliðið sumar fékk Eskilstuna gull-
medalíu á »Kunst- og Industriudstillingen« í
Stokkhólmi, sem er sú 7. í röðinni, er þessi
verksmiðja hefur þegið.
* * * * *
Oss undirskrifuðum, sem höfum keypt spor-
járn og hefiltannir frá hr. B. H. Bjarnason f
Reykjavík, tilbúin af Eskilstuna-verksmiðju, er
ánægja að lýsa því yfir, að vér álítum þessi smíða-
tól töluvert betri en samkynja verkfæri, er hingað
til hafa flutzt. — Með tilliti til gæðanna, þá er
verðið hjá hr. B. H. Bjarnason á þessum smíða-
tólum líka mjög sanngjarnt.
Reykjavík i ágúst 1897.
Þorkell Gíslason, Otti Guðmundsson.
Gunnar Gunnarsson, Bjarni Jónsson,
Jóhann F. Egilsson.
Kartöfli&r
fást enn í verzlun
B. H. Bjarnason.
íslenzkt smjör og Hangíkjöt
fæst í verzlun
B. H. Bjarnason.
Allskonar Matvara, Kaffi og allsk. sykur.
er ódýrast i verzlun
B. H. Bjarnason.
Koi og Steisiolía. fást bezt og ódýr-
ust hjá
Ásgeir Sigurðssyni.
Alþýðufyrirlestr ar
Stúdentafélagsins.
Sunnudaginn 9. þ. m. kl. 6 síðdegis talar
BjatmJónsson, cand. mag. Ræðan heitir:
VERÐI LJÓS!
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes-Þorsteinsson, cand. theol,
Prentsmiðja Dagskrár.
gætuð þó að minnsta kosti beðið nokkrar bænir, áður en þér
deyið“. Um leið og hann sagði þetta, glotti hann og gekk síð-
an að skáp, sem var í einu horninu á herberginu, tók þaðan
litla ’tunnu og tókst með nokkrum erfiðismunum að koma henni
upp á borðið. Hann reisti hana upp á endann, tók af henni
lokið og sýndi mér, hvað í henni var.
„Það er púður" sagði hann, og stakk hendinni niður í tunn-
una og lét púðurkornin renna á millum fingra sér; síðan fór hann
aptur að skápnum, tók þar upp kerti og stakk því niður í púðr-
ið í tunnunni, en lét þó nokkuð af því standa upp úr og kveikti
síðan.
„Sjáið þér, þetta er ekki svo fráleit hugmynd", Sagði hann frá
sér numinn af fögnuði. „Það getur logað á kertinu hér
um bil hálfa klukkustund; á meðan getið þér skemmt yður
við að horfa á ljósið sífellt nálgast púðrið og þegar það er
komið niður að því, þá óska eg yður góðrar ferðar".
Hann fór síðan út með djöfullegum hlátri og rétt á eptir
heyrði eg, að útidyrunum var skellt í lás; nú var hann kominn
út á götuna og eg var einn eptir og horfðist í augu við dauð-
ann. Ljósið brann hægt og hægt, og sérhver hreyfing á því
niður á við færði mig nær og nær glötuninni og eg gat ekki
komið í veg fyrir það.
Eg brauzt um í böndunum, svo að nærri lá, að æðar mín-
ar skærust á þeim, en allt var árangurslaust; eg gat ekki kall-
að á hjálp, því að eg átti örðugt með að anda vegna keflisins, sem
hann hafði stungið upp í mig, en hálfu örðugra að kalla. Stór-
ir svitadropar drupu af enni mér, er eg lá þarna nær dauða en
lífi og horfði á ljósið, sem ávallt lækkaði, unz loks einungis
hálfur þumlungur aðskildi mig frá dauðanum.
Þessar fáu mínútur svifu mér í hug allskonar endurminn-
ingar, sem juku hræðslu mína, öll verk mín, bæði góð og ill, allir
atburðir, sem eg hafði verið riðinn við, allt þetta stóð mér svo
ljóslega fyrir hugskotssjónum, svo sem það hefði borið við þann
sama dag. Allar hugsanir mínar festust við þessar endurminn-
ingar svo sem af töfrum og eg gat ekki losnað við þær. Allt
í einu virtist mér eitthvað hreyfast úti við gluggann og eins og maðuf,
sem er að drukkna, þrífur í hálmstrá, þannig horfði eg nú í þá
átt í von um, að ef til vill gæti jeg vænzt þaðan einhverrar
hjálpar, en — það var einungis náttfiðrildi, sem var á gluggan-
um og eg lét augun örmagna aptur. Hversu kynlegt, sent
það virðist, þá var það þó þetta lítilfjörlega dýr, sem bjargaðí
mér. Það hafði komið inn um póstgatið og flaug nokkrar sekúnd-
ur um hingað og þangað, unz það loks laðaðist að Ijósinu og
sveimaði örlitla stund umhverfis brennandi kveikinn og flaug síð-
an beint inn í Ijósið, svo sem þessi dýr eru vön. Náttfiðrildið missti
lífið af þessu heimskulega flani, en líf mitt var frelsað, því að
þegar dýrið flaug inn í ljósið, slokknaði það, einmitt þá er a&
því var komið að kvikna í púðrinu.
Þessi óvæntafrelsun frá vísumdauðahafði þau áhrifáhinarofreyndu
taugar mínar,að eg féll í öngvit og þegar eg raknaði við var tekið að bi rta.
Eg rykkti í böndin með n ýju afli og tókst loks að kippa hringnum út úr
veggnum. Eg datt örmagna á gólfið, en þó tókst mér loks að skríða upp að
glugganumogkalla áhjálp,og litlusíðar var egleystur úr þessari prísund.
Blað fannst á gólfinu, sem hjálpaði til þess að finna mann-
inn, sem hafði ætlað að myrða mig á svo voðalegan hátt. Það
\ar prentaður rniði og á honum stóð nafn á húsi einu í einni
af undirborgum Parísarborgar, en þegar eg fór þangað, kom
það í ljós, að það var geðveikraspítali. Þegar eg lýsti mannin-
um nákvæmlega, var mér sagt, að hann hefði verið þar,
en hefði tekizt að sleppa þaðan og horfið gersamlega. Hann