Þjóðólfur - 28.01.1898, Síða 2

Þjóðólfur - 28.01.1898, Síða 2
i8 Ef útgerðarmenn legðu allir saman, fengju sjer stórt pakkhús til þess að láta vinna í, fengju mann, sem vel kynni til þess- ara starfa, sem sæi um viðgerðina og gerðu svo þeim stýrimönnum og skipstjórum sín- um, er skorti verklega æfingu að skyldu að vinna að viðgerðinni undir tilsögn hans og eptir hans fyrirsögn, þá væri strax nokkuð stig stigið til þess, að bæja úr einu af þvf, sem skipstjóraefnum vorum er áfátt í; það gæti líka orðið talsverður sparnaður fyrir út- gerðarmenn, því að með því móti fengju þeir talsverðan vinnukrapt ókeypis, því að eigi virðist ósanngjarnt að leggja óæfðum mönn- um þá byrði á herðar, að vinna að þessu kauplaust; slíkt tíðkast um alla þá, er eitt- hvert starf læra, enda mun borga sig vel fyr- ir þá síðar, því að vitanlega verða þeir þeim mun útgengilegri, sem meiri trygging er fyr- hj að þeir séu eigi að öllu fákunnandi í verk- legum efnum. Utgerðarmenn ættu að fara varlega í þessar sakir og heimta ekki of mikið af mönn- unum, fyr en þeir hafa fengið þá verklegu þekkingu, sem er einhlít til þess að fullnægja þeim kröfum, sem heimtaðar verða af þeim, því eg er fullviss um, að megnið af þeim skipstjórum, sem nú eru, standa eins vel í stöðu sinni og útgerðarmennirnir. Reykjavlk 24/i—98. K. P. Bjarnason. Hnupl úr ,Kringsjá‘. Með því að eg er einn þeirra, sem kaupi og les norska tímaritið »Kringsjá“, þá verð eg að segja, að eg kann því mjög illa, að sjá þýddar greinar úr því tímariti í sumum Reykjavíkurblöðunum, án þess minnzt sé eirm orði á, að gremarnar séu teknar eþtir þessu riti. Þetta kalla eg undarlega aðferð og í rauninni öldungis ósæmilega gagnvart út- gefanda tímaritsins. Það er sjálfsögð kurt- eisisskylda þýðendanna gagnvart honum og tímaritinu, að láta þess getið, hvaðan þýð- ingarnar séu teknar, því að það eflir út- breiðslu ritsins. Þessi ritþjófnaður, er svo mætti kalla, er reyndar optast fóðraður með því, að vitnað er í ýms ensk og amerísk tímarit, t. d. „Contemporary Rewiew", „Fort- nightly Rewiew", „Forum", „American Rewi- ew“ o. s. frv., jafnvel í frakknesk tímarit, al- veg eins og greinarnar séu beinlínis þýddar úr þessum tímaritum, þótt vitanlegt sé, að þýðendurnir hafi aldrei haft þessi tímarit handa á milli(!!), heldur að eins ágrip „Kring- sjár", er auðvitað vitnar í heimildir sínar. Það er því þetta Kringsjárágrip á aðra hönd, sem þýtt er optast nálega orðrétt, en látið heita, að það sé tekið á fyrstu hönd eptir frumheimildunum. Það á víst að vera eitt- hvað fínna og merkilegra að þykjast snúa þessu úr ensku eða frakknesku(!!), heldur en úr dönsku. Stundum er alls ekki vitnað í heimildarrit „Kringsjár", og koma þá grein- arnar, eins og hver önnur speki frá eigin brjósti þýðendanna, og það er heldur eigi sem viðkunnanlegast fyrir þá, er áður hafa lesið sömu ritgerðirnar í „Kringsjá". Það er einkum „ísáfold", sem hvað ept- ir annað hefur gert sig seka í þessu hlægi- lega hnupli úr „Kringsjá", og „ísland" einn- ig allopt. Önnur blöð hafa optast farið sam- vizkusamlega að ráði sínu gagnvart heimild sinni. Eg hef vakið máls á þessu til athugun- ar fyrir blaðaútgefendur, svo að þeir sjái, að menn veita þessu „humbuggi" þeirra eptir- tekt, því að „Kringsjá" er útbreidd hér á landi, og flytur margar góðar og fróðlegar ritgerðir, er ættu að verða sem flestum kunn- ar. Það hefur víst enginn á móti því, að slíkar greinar séu þýddar í blöðunum. En „þeim heiður, sem heiður heyrir". Það á fyrst og fremst að geta þeirrar heimildar, sem greinin er þýdd eptir, um leið og þess er getið, hvar greinin hafi verið birt upp- haflega. Eg ætlast alls ekki til þess, að blaða- menn vitni til heimilda við hvað eina, er þeir þýða í blöð sín, því að það væri hrein- asti óþarfi og ætti opt ekki við, en þá er langar ritgerðir eru þýddar úr jafnmerku tímariti, sem „Kringsjá", þá er ekki rétt að laumast þegjandi fram hjá' því, en flagga í þess stað upp á „mont" eða „stáss" að eins með frumheimildunum á fyrstu hönd (þ. e. enskum, amerískum og frakkneskum tímarit- um), er menn vita með vissu, að þýðendurn- ir hafa alls ekki séð. Það er einhvernveg- inn svo hégómlegt og naglalegt, eða réttara ,sagt auðvirðilegt hnupl, sem ekki ætti að eiga sér stað. Einn af lesendum » Kringsj'ár«. Athgr. Höf. hefur alveg rétt að mæla í því, að það er mjög óviðurkvæmilegt, eink- um gagnvart útgefanda „Kringsjár" að láta þess alls ekki getið, þá er langar greinar eru þýddar, nær orðréttar úr tímaritinu. Vér vit- um einnig, að útg. hefur beinlínis kvartað yf- ir því opinberlega, aðsumnorskblöð gerðu sig sek í sama atferli, og hefur mælzt til, að blaða- útgetendur væru svo kurteisir og samvizku- samir, að láta tímaritið njóta þess heiðurs, sem það ætti. Þá væri þeim guðvelkomið, að nota það, eins og þeir vildu. Að því er Þjóðólf snertir, þá getur hann ekkert tekið til sín af því sem sagt er í of- anritaðri grein, með því að hann hefur aldr- ei laumazt fram hjá „Kringsjá", þá er un> þýðingar úr henni hefur verið að ræða. Ritstj. Hversvegna fólk giptist. Eptir Arna Garborg. Þeir menn, sem allt vilja sanna með tölum segja að 15 af hundraði hverju karlá og kvenna, giptist af því, að það er skotið hvert í öðru, 5%, þar sem kærleikurinn sé að eins annars vegar, 50% sakir peninga eða upphefðar og 30%> af öðrum á- stæðum. Hvort þessu er þannig variðveit eg ekki. En hitt veit ég með vissu, að margur piparsveinn með peninga á kistubotninum, hefur kvongazt aðeins til að storka erfingjunum, sem biðu þess, að karl- inn hrykki upp af. Piparsveinn nokkur, er matreiddi sjálfur handa sér, og varð ávallt í mestu vandræðum með leif- arnar, kvongaðist til þess að fá einhvern til að éta brauðskorpurnar. Rithöfundur einn segir frá öðrum, erkvongaðist ekkjutil að „eignast gamla bátinn hennar«, og einn piparsveinn kvongaðist af því “að það var svo kalt að sofa einn í rúmi". Annar kvongaðist til þess að »spara sængurfötin«, og hinn þriðji, eptir því sem hann sagði til að reyna, »hvernig það væri". Gamall maður, sem hafði allmargar syndir á samvizkunni gagnvart kvennþjóðinni, kvongað- ist loks einni unnustunni »til þess að afplána við þessa einu, það sem hann hefði brotið gegn hin- um« ivlargar nýfermdar telpur gipta sig af því, að þeim „þykir gaman að verða hin fyrsta jafnaldra sinna til þess að fá frúartitilinn". Ung kaupstaðarstúlka nokkur gat enga aðra ástæðu haft fyrir giptingu sinni en þá, »að það yrði svo skemmtilegt að fá nýjan silkikjól«. Ekkja tómthúsmanns nokkurs gekk í heilagt hjónaband sakir þess „að það var svo erfitt að afla eldiviðar á vetrum, er hún var alein", og ekkja óðalsbónda nokkurs sagði blátt áfram, „að hún giptist vinnumanninum sínum, eingöngu sakir þess, „að það væri svo illt að hafa hemil á vinnuhjú- unum nú á dögum". Ekkjumaður nokkur kvongaðist af eintóm- um misskilnirigi. Hann lá sjúkur, og hugaði sjálf- um sér eigi líf. Svo kvongaðist hann barnaþjón- ustunni, til þess að hún skyldi annast börnin bet- ur að honum liðnum. En skömmu eptir veizluna batnaði honum til fulls, og varð að láta við svo búið standa. Nafnkennd kona, er giptist til þess að komast burtu úr foreldrahúsum, er sjálfsagt hvorki hin fyrsta eða síðasta, erhefur gipt sig afþeim ástæð- um. Gömul kona, er var elsk að hundum, og missti uppáhaldshundinn sinn, giptist dýralækninum, er haft hafði hundinn til lækninga, »svo að hún gæti haft einhvern til að tala við um hinn ástkæra fram- liðna« eptir því sem hún sagði. Ung stiílka, er átti 5 systur gipti sig til að losna við nöldrið úr pabba sínum, í hvert skipti, sem hann varð að láta af hendi peninga fyrir 6 kápur, 6 hatta, 6 kjóla o. s. frv, Margir hafa gipzt sáróánægðir, sumir til þess að gera pabba og mömmu til hæfis og sumir aC þakklátssemi. Og margir eru þeir, sem hafa kvong- ast »til að hefna sín«. Þá er sú, er þeir hafa ver- ið skotnir í, hefur brugðið heiti sínu, hafa þeir orð- ið svo gramir yfir þessum svikum, að þeir hafa kvongazt einhverri hinni fyrstu, er orðið hefur á vegi þeirra, til að storka binni. Yngissveinn nokkur kvongaðist til þess að fá einhvern til »að jagast við«, og fríð stúlka gipt- ist til þess að losna við alla biðlana. Tveir bræð- ur höfðu kvongazt sinni systurinni hvor, og svo kvongaðist 3. bróðirinn 3. systurinni, af því að honum „þótti fara betur á því". Eins og menn þegar hafa séð lítið sýnishorn af geta hjúskaparástæðurnar verið margvíslegar. Eptirmæli. Hinn 2. desember f. á. andaðist að heimili sínu, Kotvelli í Hvolhreppi, merkismaðurinn Guðmund- ur Stemsson, 87 ára. fæddur á Skeiði í Landeyjum 26. október 1810. Foreldrar hans voru Steinn bóndi Jónsson, Steinssonar á Skeiði og kona hans, Þur- íður Magnúsdóttir. Móðir Steins á Skeiði var Kat- rín Nikulásdóttir frá Rauðnefsstöðum, Eyvinds- sonar, duggusmiðs. Var hún þrígipt og bað sjálf allra bænda sinna. — Guðmundur heit. ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hann réðst vinnumaður til Sigurðar prests Thorarensens á Stórólfshvoli. Giptist hann þaðan árið 1838 Ast- ríði Guðbrandsdóttur, Halldórssonar frá Sámsstöð- um, er verið hafði þar þjónustustúlka í 10 ár. Byrj- uðu þau búskap á Eystra Kirkjubæ, við lítil efni, en urðu að flytja j^aðan eptir 2 ár að Stóra Mos- hvoli; þaðan fluttu þau að Brekkum í Hvolhreppi og svo að Kotvelli árið 1858. Bjúggu þau hjón þar, þangað til Magnús sonur þeirra tók við jörð- inni 1877. Lifðu þau í farsælu hjónabandi 43 ár, þartil kona hans lézt 1881. Af 9 börnum, er þau eignuðust, komust 6 upp, og eru 3 þeirra enn á lífi: Steinn, óðalsbóndi á Minna-Hofi, Ástríður, kona Guðmundar bóksala á Eyrarbakka og Magn- ús, breppsnefndaioddviti á Kotvelli. Heimili þeirra hjóna var fyrirmynd að trúrækni, siðprýði og gest- risni, enda blessuðust efni þeirra svo, þrátt fyrir alhxukla ómegð af börnum þeirra og fósturbörnum, að þau voru fremur veitandi, en þurfandi, og réttu mörgum bágstöddum fúsa hjálparhönd, enda voru þau virt og elskuð af þeim, sem þau þekktu. Guðmundur sál. var hreppstjóri í Hvolhreppi í 6 ár; fórst honum það vel úr hendi, eins og ann- að. Hann var barna- og dýravinur og reiðmaður góður á yngri árum, fjör- og gleðimaður, fróður um margt og skemtinn. Er það sjaldgæft, að svo gamlir mennj fylgist jafn vel með tímanum og hafi eins lifandi áhuga á frelsi og framförum þjóðar- innar, sem hann. Lét hann lesa sér öll íslenzk dagblöð og nýjar bækur eptir að hann missti sjón-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.