Þjóðólfur - 01.02.1898, Side 2

Þjóðólfur - 01.02.1898, Side 2
22 Austurríki og Ungverjaland: Róstur miklar urðu á þinginu í Austurríki í vetur, lenti í slagsmálum, og brúkuðu menn jafn- vel hnífa, og tók stjórnin loks það ráð, að láta IOO Iögregluþjóna ryðja þingið, og var versti óeirðarseggurinn, Wolfi tekinn fastur. Ut af þessu varð Badeni ráðaneytisforseti svo óvinsæll, að hann varð að segja af sér, en í hans stað kom barón Gautch — FranKen- thurn. Þrátt fyrir allar þessar róstur tókst þó á endanum að fá skilmálann milli Austurrík- is og Ungverjalands framlengdan um eitt ár. — Þess má geta, að læknir einn í Wien þyk- ist hafa fundið ráð til þess, að menn geti ráðið því sjálfir, hvort þeir geti heldur dreng eða stúlku af sér, og standi það í sambandi við mataræðið. Ekki hefur hann skýrt nákvæm- ar frá því enn þá. RÚSSland: Sendiherranum íParís, Mohr- enheim, hefur verið vikið frá embætti, en Urussoff nokkur settur í hans stað. Mohr- enheim er 73 ára gamall og fluttist til Par: ísar frá Kaupmannahöfn 1884; honum er mest þakkað sambandið milli Frakka og Rússa, og hann kallaður faðir þess. ítalía: Rudini og ráðaneyti hans sagði af sér 6. f. m., en hann var beðinn að mynda nýtt, og tókst það 14. s. m., en valtur er hann talinn í sessi: — A Sikiley voru 64 ræn- ingjar teknir fastir í vetur, og var foringi þeirra ríkur og mikils metinn kaupmaður einn, riddari af ítölsku krónuorðunni; meðal þess trantaralýðs voru prestar, dómarar og aðrir heldri menn, og er það gott dæmi þess, hve allt gengur á tréfótum þar í landi. Spánn: Alltaf gengur í sama baslinu á Kuba, og þó gerir stjórnin allt, sem hún getur, til þess að koma lagi á. Weyler hers- höfðingi kom aptur þaðan til Madrid með miklum gauragangi, en stjórnin hefur ákveð- ið að hefja lögsókn gegn honum, þrátt fyrir það, að æzta herstjórnin þóttist ekkert sak- næmt við hann finna. I SvÍSS var nýr forseti kosinn 16. f. m.; hann er úr flokki frjálslyndra manna, og heit- ir Ruífy. Astralía: Um 20. nóv. f. á. æddi vest- anrok mikið yfir norðvesturhluta Victoríu- fylkis, og flutti óhemju af ryki með sér; fjöldi bæja eyðilögðust, og varð mannatjón mikið; að eins í einum smábæ var skaðinn metinn 900,000 kr. I einni af aðalgötunum í Melbourne kom upp eldur svo mikill, að slíks þekkja menn ekki dæmi þar í álfu. Alls er skaðinn metinn 18 miljónir króna. Það sorglega slys vildi til hér aðfanga- dagskveldið síðast, að stud. mag. Þorlákur Jónsson, frá Gautlöndum drukknaði; líkið fannst á jóladaginn. Eptir því, sem næst verður komizt, hefur Þorlákur sál., er var einn á gangi fram með „Kalkbrænderihófn- inni“ á Austurbrú, hrasað og dottið út af hafnarbryggjunni, en hann var ósyndur. — Hann var jarðsunginn á gamlársdag af séra Júlíusi Þórðarsyni, sein hér var þá dagana. Þorlákur sál. var uppeldissonur dr. Gríms Thomsens. Hann var mjög vel búinn, bæði að gáfum og mannkostum, og munu allir þeir, sem nokkur viðskipti höfðu af honum, sakna hans, en einkum munu vinir hans og kunningjar harma þar góðan, tryggan og vandaðan dreng. Hann var á 28. aldursári (f. 21. ágúst 1870), en útskrifaður úr skóla 1889 með I. einkunn. Viðauki. Nýjustu fregnir eptir ensk- um blöðum frá 16--20. f. m., herm'a viðsjár allmiklar í Asíu út af því, að Englendingar ætluðu að lána Kína 12 miljónir pd. sterl. með 4°/o vöxtum í 50 ár, svo að Kínverjar gætu greitt Japönum herkostnaðinn, er þeir áttu að greiða samkvæmt friðarskilmálunum. Sem skilyrði fyrir veitingu lánsins kröfðust Englendingar jafnframt, að Kfnverjar opnuðu fyrir þeim 3 verzlunarhafnir, að Birmajárn- brautin yrði lengd gegn um Yunam, og að Kínverjar skuldbindi sig til, að láta enga aðra þjóð, ná fótfestu neinstaðar í Bláárdaln- um. Þessa skilmála vildu Rússar og Þjóð- verjar eigi samþykkja en Japansmenn fylgja Englendingum. Var sagt, að Þjóðverjar hefðu þegar tekið eina höfn þar eystra, og að Rússar létu einnig ófriðlega. Hvað úr þessu verður er ekki unnt að segja, en fyr eða síðar verður líklega austræna málið, og öll sú flækja, það tundurefni, sem spreng- ir samkomulag stórveldanna, og er þá von hrikalegra aðfara og stórra tíðinda. Póstskipið ,Laura‘ kom hingað í fyrra dag. Með því kom Tryggvi Gunnars- son, bankastjóri, Einar Helgason jarðyrkju- fræðingur, og þýzkur kaupmaður, Rumohr, frá Hamborg, viðskiptamaður Björns kaupm. Kristjánssonar. Dr. jur. Hans Krticzka, fríherra von Jaden, er hingað kom næstliðið sumar og lesendur Þjóðólfs munu kannast við, hélt fyrirlestur um ísland (og Færeyjar) í vísinda- mannafélaginu í Vínarborg 20. des. f. á, Skýrði hann þar frá ferð sinni og dvölinni hér, förinni til Geysis og Gullfoss, er hann nefnir Niagara Islands, enn fremur frá för sinni til Krísuvíkurnámanna, þjóðminningar- deginum 2. ágúst o. fl. Jafnframt hafði hann til sýnis ýmsa íslenzka muni, sýnishorn ai íslenzkum búningum o. s. frv , til skýringar ræðu sinni og þótti áheyrendunum mikils vert um það. Dr. Jaden fór mjög lofsamleg- um orðum um landsmerin, og kvað þá yfirleitt vel menntaða og mjög siðprúða, einkum íbúa höfuðstaðarins, er enn væru óspilltir af hin- um miður hollu áhrifum stórþjóðamenningar- innar. Ljúka austurrísk blöð lofsorði áfyrir- lesturinn, er bæði hafi verið mjög fróðlegur og áheyrilegur. Aðra fregn um dr. Jaden, er mörgum mun eigi þykja ón>erkari, hefur Þjóðólfur að flytja að þessu sinni og hún er sú, að snemma í des. f. á. brá hann sér til Kaupmannahafn- ar og trúlofaðist þar ungfrú Ástu Pétursson, dóttur Péturs Péturssonar bæjargjaldkera hér í bænum og frú Önnu Vigfúsdóttur (sýslu- manns Thorarensen). Hún sigldi héðan til Hafnar næstl. sumar, en áður höfðu þau kynnzt hér í Reykjavík, er hann var hér. Er þetta hið eina dæmi þess, að austurrísk- ur eða þýzkur aðalsmaður hafi fastnað sér íslenzka stúlku. Fyrir hönd kunningja dr. Jadens hér í bænum leyfir Þjóðólfur sér að flytja honum og unnustu hans einlægar ham- ingjuóskir. Hann hefur líklega sízt grunað, að skemmtiferð hans hingað til lands mundi verða svo þýðingarmikil fyrir hann, sem raun hefur á orðið. Þingrof heyrist nú ekki nefnt á nafn. Er því útséð um, að nokkurt aukaþing verði að sumri, svo að þar hafa illa brugðizt vonir Valtýs og Isafoldar, sem stóð á því fastara en fótunum I haust, að eigi væri loku slcot- ið fyrir aukaþing að sumri. En eigi er ó- hugsandi, að stjórnin leysi upp þingið og boði til nýrra kosninga í vor, en þá kemur þingið ekki saman fyr en 1899. Frá Höfn er skrifað 14. f. m. „Valtýr er hér nú alveg pólitiskt dauð- ur maður, hvað sem verður á íslandi. Em. bættismennirnir í íslenzka ráðaneytinu eru honum og harðlega mótfallnir. Eg held að eiginlega fylgi nú honum enginn, tveir voru þeir upphaflega, G. F., og G. E. Bogi Melstcð hefur á prjónunum flugrit móti Valtý. Oct- avius Hansen mufí Vera að hugsa um að gera fyrirspurn til Rumps í landsþinginu, hverju það sæti, að hann hafi farið að semja hér við ómerkilegan mann og ganga fram hjá landshöfðingja". Embættaveiting. Vopnafjarðar- lœknishérað er veitt settum lækni Jóni Jóns- syni (frá Hjarðarholti). Læknalögunum frá síðasta alþingi hefur venð synjað staðfestingar af stjórninni, aðallega sakir hinnar litlu niðurfærslu á ept- launum lækna (sem enn hafa ekki fast em- bætti), er þetta frumvarp fór fram á. Hún rættist því furðanlega fljótt spá vor í 3. tbl. Þjóðólfs, að þessi niðurfærsla mundi verða þyrnir í augum stjórnarinnar, og frumvarpinu til falls. Það má segja um hana, að ekki bregður mær vana sínum. Hún stendur jafn- an heiðarlega á verði fyrir embættismenn okkar í framtíðinni, blessunin sú arna. Ekki vantar það. Um landssjóð er henni minna annt. Hvað landshöfðingi hefur lagt til mál- anna vita menn ekki, fyr en það birtist í Stjórnartíðindunum. — Eins og vænta mátti, hefur stjórnin einnig enn einu sinni synjað hinu almenna eptirlaunafrumvarpi staðfestingar. Það er svo sem hver silkihúfan upp af ann- ari þeim megin. Verzlun P. C. Knudtzon í Hafn- arfirði hefur stórkaupmaður Friðrik Fischer keypt, með öllum útistandandi skuldum hennar. Verzlun Knudtzons í Reykjavík og Keflavík hafði áður verið steypt saman við Hafnarfjarðarverzlunina. Umhverfis landið. Ferðasöguágtiþ eptir .S J.T) Kl. 12 á hádegi 4. ágúst i8g6 slst til Vestu, þar sem hún brunaði inn á Reykjavíkurhöfn, og virtist mér skipið all snoturt tilsýndar. Með fyrsta bátnum, er í land kom, frétti eg, að skipið ætti að fara kl. 4—7 e. m, Tók eg því plögg mín saman hið bráðasta og var kominn á skip kl. 4. Kl. 7V2 fór Vesta útaf höfninni; 15 farþeg- ar höfðu tekið sér far með skipinu, sumir til Aust- fjarða og aðrir til norðurhafnanna, en 2 lögðu á T) Höf. er beðinn afsökunar á, að þetta ágrip hefur beðið nokkuð lengi byrjar hjá útg. blaðsins. En frásögnin hefur eigi misst gildi sitt við það, því að hún sýnir jafnan það sem hún á að sýna, að greindir og eptirtektasamir alþýðumenn hafa fullt eins næma tilfinningu fyrir fegurð náttúr- unnar, og því sem fyrir augun ber, eins og marg- ir hinna svokölluðu menntamanna. Ritstj. *

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.