Þjóðólfur - 04.02.1898, Síða 2

Þjóðólfur - 04.02.1898, Síða 2
s6 igelse af«x) pólitík dr. (Valtýs) Guðmundssonar og og mér kom ekki heldur til hugar, að veraámóti henni. Mér finnst dr. (Valtýr) Guðmundsson eiga þakkir skildar fyrir það, að hann við þetta tæki- færi fræddi að mun meðal annars danska stjörn- málamenn um helztu atriðin í stjórnardeilu Islend- inga. Dönum er ekki vanþörf á upplýsingum í þessu máli. Fyrsta ' skilyrði samkomulags er, að menn skilji hvorir aðra. Væri ríkisþinginu ljós ágreiningurinn milli alþingis Islendinga og ráð- gjafa Islands, mundi ríkisþingið ef til vill geta greitt fyrir því, að hin margra ára stjórnarbarátta yrði á enda kljáð. Þá yrði líklega álitið, að þess gerðist engin þörf vegna hagsmuna Danmerkur, að neita alþingi Islendinga og ráðgjafa þess um sjálfstæð og full ráð, bæði í löggjöf og umboðs- stjórn, að þvf, er kemur til sérmdla Islands. Að minnsta kosti mundu menn geta sannfærzt um, að hér væri engin hætta búin hagsmunum Dana, ef unnið væri að málinu af góðum hug á báðar hliðar. Eg þarf ekki að taka það fram, að Dön- um er vel til Islands og Islendinga. ’ Hins vegar væri æskilegt, að Danir hefðu meiri áhuga á ís- lenzkum málum og þekktu þau dálítið betur en nú gerist. En ætli Islendingum sjálftim sé þar ekki að nokkru leyti um að kenna? Kaupmannahöfn, io. jan. 1898. Virðingarfyllst. Octavius Hansen. * * * Jafnvel þótt hinn mikilsvirti greinarhöf. láti hér mjög varlega skoðanir sínar í ljósi, þá ber grein þessi þó ljósan vott um, að hann er algerlega samdóma því, að sérmái íslands eigi að losast úr ríkisráðinu, sem var aðalágreiningsatriðið í sumar millum Valtýs- liðanna og meiri hluta neðri deildar. Og skýrara en hann gerir, getur hann ekki tek- ið það fram, að hann hafi verið andstæður Valtýsfrumvarpinu, þótt hann á bóginn vilji auðsjáanlega ekki teljast til neins ákveðins fiokks í þessu máli. Dr. Valtýr getur að minnsta kosti eigi talið hann á sínu bandi, eins og hann gerði beinlínis í fundarskýrsl- unni góðu í „Isafold" 1. des. f. á. Ritstj. Til »ísafoldar« hefur fréttaritari Þjóð- ólfs i Kaupm.höfn sent oss svo látandi á- varp, ds. 16. f. m: „í 85. tölubl. sínu frá fyrra ári segir „ísafold", að fréttagreinar Þjóðólfs frá Khöfn séu ekkert annað en fjarstæður, sem eingöngu birtist mönnum í draumi . , “ og enn frem- ur að í greininni „Valtýskan í Höfn“ —56. tbl. Þjóðólfs f. á. r— sé „mestallt sem þar er haft eptir dönskum ræðumönnum, þver- öfugt við það, sem þeir hafi sagt , . . “ Fyrri tilvitnunin mun yfir höfuð eiga við „útlendar fréttir" Þjóðólfs, en bendi ísa- fold á eina einustu fjarstœðu i þeim. — Hvað viðvíkur síðari tilvitnuninni, þá er hún jafnmikil fjarstæða, og hin fyrri, og ef þörf gerist, þá mun hægt að koma með vottorð fyrir því, »Fróðlegt væri að vita", segir ísaf., »hver skrifi um stjórnmál í Þjóðólfi", en skyldi ekki lesendum Isafoldar þykja eins fróðlegt að fá að vita, hver ritað hafi fund- arskýrsluna frá stúdentasamkundunni í ísaf. 1. f. m. Engum manni hér blandast hugur um það, að dr. Valtýr sé sjálfur höfundur- inn, og skyldi nokkrum heilvita og óvilhöll- I) Þessari setningu snýr „Ísafold" þannig: »Eg lét þess tkki getið, að eg féllist á«. Ojæja. Það var nú Kka óþarfi að snúa þessu rétt. Viss- ara að draga dálítið úr því(!!), svo að fundarskýrsl- an 1. des. yrði ekki eins bjáleit. Vottorð þau, sem dr. Valtýr hefur sargað út úr þeim Trier og Rörd’am, eru harla lítilfjörleg og eigi mikið á þeim að græða í þessu sambandi. Ritstj. um manni blandast hugur um það, hverjum hann heldur eigi að trúa, fréttaritara Þjóðólfs, sem engan persónulegan ávinning hefur af því, að rangherma neitt í því máli, eða sjálf- um höfuðpauranum fyrir þessu frumvarps- klúðri. — Annars lítur út fyrir, að doktornum hafi fundizt til um ræðu Boga vinar síns, þar sem hann í gremju sinni fer persónulega að bregða honum um það, að honum sé stirt um dönskufia. Þó að dr. Valtýr í það sinn talaði nokkurn veginn skiljanlega, þá er hon- hm það ekki þakkandi, þar sem hann las fyrirlestur sinn upp af blöðum, en annars ferst honum ekki að vera að skúta aðra menn út fyrir það, að þeir tali ekki vel dönsku, hún er ekki svo burðug hans eigin danska, að minnsta kosti er svo sagt hér, að Scaveniusi hafi ekki þótt mikið tilhennar koma hér um árið “. Ný Iög. Staðfesting á 14 lagafrumvörpum alþingis kom nú með skipinu, og eru þau öll lítt markverð : 5 löggildingar verzlunarstaða (Grafar- nes við Grundarfjörð, Fjörður í Múlahreppi, Haga- nesvík, Hjalteyri og Hallgeirsey), og 2 um stækk- un verzlunarlóða (á Eskifirði og Nesi í Norðfirði). Hinn helmingurinn er: 8. Um brúargerð á Örn- ólfsdalsá. 9. Um brýrnar á Skjálfandafljóti. 10. Um umsjón og fjárhald nokkurra landssjóðskirkna, er fengnar séu söfnuðunum í hendur. 11. Lækk. un á fjárgreiðslum Hólmaprestakalls. 12. Breyting á alþýðustyrktarsjóðslögunum. 13. Breyting á reglu- gerð 3. maí 1743 m. fl. (um að gjald stúdenta til bókasafns lærðaskólans renni í Bræðrasjóð). 14. Viðauki við sóttvarnarlög 17. des. 1875, (að Pat- reksfjörður og Seyðisfjörður skuli vera meðal sótt- varnarhafna). Strandferðabátar sameinaða gufuskipa- félagsins eiga að hefja göngu sína frá Reykjavík annar 15. apríl austur og norður um land til Ak- ureyrar, og hinn 16. apríl vestur og norður um land til sama staðar, og snúa þeir svo aptur frá Akureyri sömu leið til baka. Ferðir vestanbáts- ins eru 6, og 30 viðkomustaðir, en austanbátsins 7 og viðkomustaðirnir 25. Þá er hér viðbætast svo strandferðir stóru skipanna, og ýms önnur aukaslcip (Egill, Asgeir Ásgeirsson, kaupfélagaskip- in, Reykjavíkin o. m. fl., auk landpóstanna þá mun verða breinn óþarfi, að kveina um samgöngu- vandræði. Látinn er 5. f. m. að heimili sínu í Edina- borg Robert D. Slimon kaupmaður, sem mörgum Islendingum er kunnur að nafni, sakir fjárkaupa og hrossakaupa hér áður fyr. Ha'nn var sjötugur að aldri. Umhverfis landiö. Ferðasöguágtip zptir .S Jj) (Framh.). Kl. 11 f. h., vorum við fyrir austan Mýrdals- sand, var þá komið moldrok á sandinn, svo illa sá til láglendis, þó var hiti og bjartviðri; it/2 tíma sást því lítið annað en haf og hájöklar. Á þessari leið gerðu jökulvötnin sjóinn skolhvítan. Kl. 3 e. h. vorum við undir Öræfajökli, datt þá á logn og ofsahiti um 22°. R., hvarf því allt mold- rok af, og sá ágætlega til jökulsins og fjallaran- ans vestur af honum. Eins og kunnugt er, er jök- ullinn hæsta fjall á íslandi, enda sýndist mér hann afar hár og hrikalegur. Fáir liafa orðið til að ganga upp í Öræfajökul og eru Ijósar sagnir urn að eins 2, Svein Pálsson, og hafði hann komist alla leið upp á Knapp, það er næst hæsti tindur- inn, og Englendingurinn F. W. W. Howell, 1890; komst hann alla íeið upp á Hvanndalahnjúk, það er hæsta strýtan, hafði för sú verið ilí og torsótt vegna bratta og jökulgljúfra.— Þegar aústur fyrir jökulinn kom, fór að»hvessa á móti. Illa sást til bæja á landí, enda fórum við i1/^ mílu frá því. Þegar suður fyrir jökulinn kemur, er ekkert gras, allt kolsvartir sándar frá fjalli og fram í sjó; er útsjónin því mjög daufleg. — Á miðjum Breiða- merkursandi er bærinn Tvísker, beggjamegin við hann eru biksvartir sandar svo langt, sem augað eygir, að eins lítill grasblettur, þar sem túnið er, og sýnist mesta furða, að þar geti verið manna- byggð. — Fyrir austan Breiðamerkursand liggja 3 eyðisker gróðurlaus um */» mflu frá landi, og eru þau kennd við Hrolllaug landnámsmann, son Rögnvaldar Mærajarls. —• Kl. 6 e. m. var komið blíðalogn og rjómasléttur sjór, útsjón hin bezta upp að austurbrún Vatnajökuls og Heinabergs- jökuls, sem allt sýnist ein jökul samhengja, eins sáum við til Almannaskarðs, það er milli Horna- fjarðar og Lóns. Undan Mýrunum vorum við kl. 8. e. m. og sást illa ti! sléttlendis, því ströndin er hér lág, enda var að detta á okkur svartaþoka, sem er þar mjög tíð. 6. ágúst kl. 4 um morguninn, var þokunni létt nokkuð, og kl. 5V2 f. m. fórum við fyrir utan mynnið á Fáskrúðsfirði. Þar er fjallstrókur afarhár og einkennilegur. Strókur þessi er kallaður Skrúð- ur. Þar átti risinn að hafa búið, er hyllti prests- dótturina frá Hólmum í Reyðarfirði, og hefur Jón Ólafsson skáld kveðið um það mjög fallegt viki- vakakvæði. Þegar inn í fjörðinn kemur, er öll útsjón mjög stórfengleg, kolsvört háfjöll beggjavegna og skerst fjörðurinn inn á milli þeirra. Þegar lengra kemur inn klofnar fjörðurinn í tvennt, Reyðar- fjörður til suðvesturs, en Eskifjörður til norð- vesturs; inn á hann fórum við, og lögðumst á höfnina kl. 6 f. h. Eg fór í land á Eskifirði og litaðist þar um. Kaupstaðurinn er fremur Ktill og hús hálf léleg, flest eru þau með pappaþaki. Frí- kirkjuhúsið skoðaði eg og er það fremur snoturt. A móti kaupstaðnum gnæfir Hólmatindur við himin, en bak við kaupstaðinn eru háfjöll með litlu undirlendi, og í kringum kaupstaðinn er mjög ógrösugt. Kl. 10 f. h. fórum við útaf höfninni, og átti Vesta fi|l!t í fangi með að snúa sér við sökum þrengsla. Djúp er hér mikið, enda skriðum við rétt með landi. — Nú var komið bjart og gott veður og kaldakorn á móti. Sá vel til byggðar við fjörðinn. Þegar dregur út undir fjarðarmynn- ið verður undirlendið grösugra, blasa þar við 2 bæir mjög reisulegir og eru þeir sitt hvoru meg- in fjarðarins og heita þeir Karlsskáli og Vattar- nes. Á þeim fyrnefnda býr Eiríkur ríki. Allur fjörðurinn var hér fullur af bátum, sem voru að1 leggja og taka lóðir slnar og virtist líf og fjör f öllu. Kl. 11V2 f. m. fór »Vesta« fram hjá Gerjii, austasta hluta landsins. Gerpir er afarhár og sæbrattur fjallshnúkur; niður af brúninni steypt- ust þráxlbeinar fossbunur. Allt bjargið er sett ým- islegum málmlitar-myndum, er koma fram við hin ýmsu efni þess. (Frh.). Séra Júlíus Þórðarson, sem nú dvelur í Noregi og mun ætla sér að ílengjastþar, hefur nokkr- um sinnum prédikað á íslenzku í Kristjaníu, og eru norsku lýðmálsmennirnir (»Maalstrævere«) mjög hrifnir af, að heyra ræður fluttar á hreinni norrænu, enda er það fyrir þeirra tilstilli, að séra Júlíus flytur þessar prédikanir einmitt á íslenzku, og er að sjá, sem þessu verði haldið fram að minnsta kosti í vetur, því að talað er um, að láta prenta nokkra íslenzka sálma og guðspjallatexta til notkunar við guðsþjónustu þessa, svo að fólli geti fylgzt betur með, því að þótt bændamálið norska, er lýðmálsmennirnir vilja hefja til vegs og virðingar, sé allsvipað íslenzkunni, þá fer þó munurinn eigi svo lítill, einkum í framburði. Að- almálgagn lýðmálsmannanna er blaðið „Den 17. Maí“, er Árni Garborg og Rasmus Steinsvik gefa út í Kristjaníu. í því blaði (7. des. f. á) er dá- lítill greinarstúfur um hina fyrstu íslenzku guðs- þjónustu séra Júlíusar, sunnudaginn 5. des., og sagt að þar hafi verið troðfullt hús. Eru taldir ýmsir heldri ménn, cr þar hafi verið viðstaddir: (A. C. Bang biskup, BIix háslíólakennari, Jakob Sverdrup ráðgjafi o. fl.j. Séra Júlíus er kallaður „alvarlegur, góðlegur maður", og „snjall og fjör- ugur prédikari". Á undan prédikun var sung- inn sálmur séra Matthíasar „Faðir andanna". Um sj'álfa prédikunina segir blaðið: í fyrstu létu orð- in ókunnuglega í eyrum manna, dálítið svipað ensku. En smátt og smátt tóku menn að fylgjast

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.