Þjóðólfur - 11.02.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.02.1898, Blaðsíða 4
3* er fram í sækir, að eigi yrði það á margra utan- félagsmanna færi, að skella hinum beztu úr hans hóp t. d. í verðlaunagllmum, en það gæti aptur orðið til þess, að í sveitum mynduðust samskon- ar glímufélög meðal ungra manna til samkeppni við höfuðstaðinn, og gæti úr því orðið alvarlegt „turniment" meðal hinna fræknustu úr hinum ýmsu félögum með verðlaunaveitingum, alveg eins og tíðkast meðal ýmsra iþróttafélaga erlendis. En hér þekkist ekkert þess konar, enn sem komið er. Vonandi, að þess verði samt eigi svo langt að bíða, að ýms íþróttamót verði haldin hér. Davíð Östlund, trúboðinn norski, hélt fyr- irlestur í Iðnaðarmannahúsinu 6. þ. m. um „trú og kenning sjöunda dags aðventistanna" fyrir fjölda áheyrenda af öllum stéttum. Talaði hann á íslenzku og þótti mælast furðu vel. Gerði hann skýrt og skipulega grein fyrir höfuðatriðum kenningarinnar, er hann studdi við orð biblíunn- ar, sem adventistar leggja til grundvallar fyrir kenningu sinni, þótt þeir hafi annan skilning á ýmsum atriðum, en Lúterstrúarmenn og aðrir kristnir kirkjuflokkar. Hr. Östlund skýrði hóg- værlega og ofstækislaust frá skoðunum sínum, sagðist alls ekki aðhyllast þessa almennu formúlu í trúarjátningunum: „Vér fyrirdæmum" (þ. e. þá sem aðra trú hafa), vér værum allir að leitasann- leikans, og beittum kröptum vorum til að finna hann. Fyrir sitt leyti kvaðst hann vera fullkom- lega sannfærður um, að kenning sin væri rétt, en kvaðst ekki áfella neinn, þótt hann hefði aðra skoðun um það. Otto Wathne á Seyðisfirði hefur nú fengið hjá bæjarstjórn Reykjavíkur, útmælda lóð undir hús í Kleppslandareign, og mun ætla sér, að reka síldarveiði í stórum stýl hér inn í vogunum, Er því ekki ólíklegt, að hann sjálfur flytji sig búferl- um hingað til bæjarins og munu Sunnlendingar bjóða hann vel kominn, því að jafnmikill dugn- aðar- og framkvæmdarmaður, sem hr. Wathne mundi eitthvað láta til sín taka. Hjónavígsla. í gær voru gefin saman í heilagt hjónaband: Ditlev Thomsen kaupmaður og ungfrú Agústa Hallgrímsdóttir (biskups). — Brúðkaupsveizlan haldin í Iðnaðarmannahúsinu. Hænsnabygrg fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Reyktur lax fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Hattar, Húfur, Waterproof-Kápur, Regn- hlífar og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Kartöflur, Laukur, Syltetau, Sardínur, Kjöt, Ananas, nýkomið í verzlun. Sturlu Jónssonar. Farfi allskonar, kítti, rúðugler gott og í stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía ný- komið með „Laura" í verzlun Sturlu Jónssonar. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst bezt- ur og ódýrastur í verzlun Sturlu Jónssonar. Jurtapottar af ýmsum stærðiun komu nú með „Laura" til verzlunar Sturlu Jónssonar. Borð- og gólfvaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Harðfiskur, saltfiskur, skata, keila, ög blautt tros, fæst í verslun Sturlu Jónssonar. Hvalur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Rónir Og órónir sjóvetlingar keýpt- ir hæðsta verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Brjóstsykur, ótal tegundir, hvergi jafn ódýr í stórkaupum sem í verzlun Sturlu Jónsson Fiður fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Ostur, allskonar tegundir nýkomnar f verzlun Sturlu Jónssonar. Hollenzkir vindlar og hollenzkt reyk- tóbak (2 sfjörnur) ásamt ýmsum öðrum teg- undum af tóbaki eru nýl. komnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Hús til sðlu við Vesturgötu í Rvík., vel býggt, og vandað. Því fylgir kálgarður og pakk- hús. Húsið er innréttað fyrir tvær familíur. Tvö eldhús útaf fyrir sig, 2 herbergi niðri og 2 her- bergi á lopti fyrir hvora familíu. Góðir borg- unarskilmálar. Semja skal sem fyrst við Helga Teitsson, (hafnsögumann). Kol og Steinolía fást bezt og ódýr- ust hjá Ásgeir Sigurðssyni. Frimefki. Munið eptir, að enginn gefur meira fyr- ir íslenzk frímerki en Ólafur Sveinsson gullsmiður, Rvík. Leiðarvísír til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Öllum þeim, sem heiðruðu jarðarför mannsins míns sál. B. Oddssonar og glöddu mig á ýmsan hátt, votta eg mitt innilegasta þakklæti og bið guð að Iauna þeim það. Garðhúsum, 5. febr. 1898. I»uríður Eyjólfsdlóttir. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 30 og hélt að eptir nokkrar sekúndur væri úti um allt, því hún efaðist ekki um, að hann mundimyrða hana, undir eins og hann væri kominn upp. Hið fyrsta, sem sást af Kulp, var ákaflega beinastór hönd, sem hann þreif með í brúnina á loptsgatinu; rétt við fæturna á Meg lá gömul og digur trékylfa; hún þreif hana ósjálfrátt, án þess að hugsa nokkuð um það, og lamdi af öllu afli á hendina á Kulp. Hann rak upp hljóð af sárs- auka og reiði og datt ásamt stólunum niður á gólfið með ógur- legu skurki; hann stóð upp undir eins og sór, að hann skyldi drepa Meg, en einmitt þegar hann var að reisa aptur standpall sinn kom Dick með fagnaðarópi út úr herbergi Davíðs með peningakassann í hendinni; jafn vel nú var Kulp einna fúsastur að hefna sín', því að hann kenndi mjög tii í hendinni, en Dick stökk niður stigann rneð kassann undir hendinni og Kulp óttað- ist, að hann myndi ef til vill flýja nteð peningana, ef hann flýtti sér ekki að ná í hann; hann hætti því fyrst um sinn að hyggja á hefndir og flýtti sér á eptir Dick, en formælti Meg voðalega um leið, Bragð hennar hafði heppnazt, af því að Dick grunaði ekki neitt; vegna þess hve kassinn var þungur hugsaðist honum ekki að opna hann, en Meg vissi, að þetta var að eins lítill frestur, þeir mundu ekki fara langt, áður en þeir rannsökuðu herfang sitt og þegar þeir þá kæmust aðraun um,að þeirhefðu verið blekkt- ir mundu þeir snúa við og — vei henni, ef þeir fyndu hana þarna, þegar þeir kæmu aptur! Hún varð fyrir hvern mun að komast út úr húsinu og flýja.yfir akrana. Hún var enga stund að ná í stigann, komast niður og út á stéttina. Eptir nokkrar mínútur átti næfurlestin að ^ioma en — æ! hún átti ekki að staðnæmast við Birkwood. Þá kom Meg gott ráð í hug, hún ætlaði að hengja upp rauða 31 ljóskerið, sem táknar, að brautin sé ekki í lagi og stöðva þannig lestina; í þessu ástandi fannst henni, að hún hefði næga ástæðu til að gera það. Meg var eins og sært dýr, elt af veiðimönnum. Hún sá það mundi vera gagnslaust að flýja, því að þeir mundu ná henni, er hún væri komin fáein skref áleiðis; mótspyrna gat heldur ekki komið til greina, því hvernig gat hún, veslings stúlkan, varið sig gegn tveimur ræningjum? Það virtist ekki annað vera tiltækilegt en falla á kné og biðja guð að stytta þessar hörm- ungastundir sínar. A meðan hún var að hugsa um þetta, varð hún vör við hljóðið í næturlestinni, sem nálgaðist —■ að 5 mín- útum liðnum mundi hún fá hjálp. Hún stóð enn þá rétt hjá merkjastönginni, en undir eins sneri hún sér við og hljóp, þrátt fyrir það hvað fötin seinkuðu fyrir henni, upp járnstigann, hærra og hærra og állt upp í topp, þangað til hún loks hné örmagna niður á hina litlu rist, sem var rétt undir lömpunum til þess að hægt væri að hreinsa þá og kveikja á þeim, þó maður væri niðri. Kulp rak upp skellihlátur. En hvað þessi stelpa hlýtur að vera vitlaus að ganga svona í gildruna. Nú sleppur hún ekki frá mér og eg mun bæði taka peningana og líf hennar, svo sannarlega sem eg heiti Kulp!« »Ekki líf hennar, Kulp — ekki líf hennar, láttu veslings stúlkuna sleppa, þegar þú ert búinn að ná peningunum«- »Haltu kjapti, Dick Carradus*, sagði Kulp óðslega, „ef hún hefði limlest fingur þína, eins og mína, þá mundir þú vera jafn ákafur að hefna þín og þar að auki" bætti hann við, »mun hún segja til okkar og við munum verða handteknir — nei, eg vil ekkert hálfverk í því, sem eg geri«I „En hún hefur peningana, ef til vill, alls ekki á sér»„

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.