Þjóðólfur - 25.02.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.02.1898, Blaðsíða 3
39 ekki einasta þeim til gagns og sóma, heldur einn- ig til heilla fyrir allt landið, og það munu allir gera, en flestir munu fráhverfir svo ósanngjarnri kröfu, að leggja niður blómlegan skóla og af- henda öðru sveitarfélagi eignir hans, enda munu margir þeirrar skoðunar, að það að mörgu leyti sé heillavænlegt að setja ekki alla kvennaskóla landsins í kaupstað. Einu sinni heyrði eg merka stúlku segja, sem verið hafði bæðiíYtri-Ey og í Reykjavíkað læra, að hún gæti lært meira á einum vetri í Ytri-Ey, en tveimur í Reykjavík, og hvað lcostnað snerti, gæti húnveriðtvo vetur í Ytri-Ey fyrir minnipen- inga, en einn í Reykjavík. Það er einkennilegt, að veita því eptirtekt, hve margar stúlkur sem lært hafa á Ytri-Ey, hafa orðið kennslukonur; nú t. d. eru báðar forstöðu- konurnar fyrir norðlenzku kvennaskólunum nem- endur frá Ytri-Ey, og munurn við báðar telja okk- ar aðalmenntun þaðan komna. Urn leið og eg rita þessar línur viðvíkjandi Eyjarskóla, vil eg nefna, hverjar eru meðkennar- ar mínir hér við skólann, og eru það Kristín Jóns- dóttir og Guðrún Jóhannsdóttir, báðar vel að sér til munns og handa, áhugasamar og lægnar að kenna. Enn fremur kennir Jórunn Þórðardóttir karlmannsfatasaum; hún er sérlega vel að sér og duglegur kennari í þeirri grein. Síðastliðið surnar var Kristín Jónsdóttirá hús- stjórnarskólanum J Reykjavík, og' næsta suArar siglir hún til Kaupmannahafnar til að vera þar á sumarskólum fyrir kennara og leggur þar fyrir sig bæði bóklegt og verklegt nám. Guðrún Jóhanns- dóttir verður í hússtjórnarskólanum næsta sumar. Þessar 3 kennslukonur verða allar hinar sömu að vetri, en eg verð hér að eins til vorsins og kem- nr þá ný forstöðukona og mun síðar auglýst, hver þann starfa tekst á hendur. Þær stúlkur, er hugsa til að sækja um skól- ann næsta vetúr, geta sótt um hann til formanns kvennaskólanefndarinnar Arna Þorkelssonar á Geitisskarði. Yfir allan skólatímann frá 1. okt. til 14. maí, borgar hver stúlka með sér 120 krón- ur. Efnilegar og greindar stúlkur, sem vilja afla sér gagnlegrar menntunar, bæði til munns og handa, ættu helzt að vera eigi skemur en tvo vetur, og taka þátt í öllum námsgreinum I. og II. deildar skólans. Yfir sumarið geta þær, sem ekki fara heim til sín. fengið kaupavinnu á góð- um bæjum og með því unnið sér inn talsvert upp í skólakostnac) sinn. Það er hentugt fyrir stúlkur að hafa með sér saumavélar, ef þær eiga þær; málbönd, fatakrít og sniðapappír fæst á skólan- um, ásamt efni til bannyrða og ritföng og bækur til munnlega námsins. Ytri-Ey í januar 1898. Guðrím Jónsdóttir. ,,ísafold“ og „Þjóðviljinn ungi“. Nú eru þrotin öll heiðarleg röksemda- og sóknargögn, ísafoldar og „Þjóðviljans unga“ í stjórnarskrármálinu. Nú geta þau ekki varið lengur sína apturhalds-dánarflugu með öðru en þefillu saurkasti og rógburði á mótstöðumenn sína. Með óumræðilegum fögnuði sleikir nú „Isafold", — þetta víxlaða málgagn hins svarta höfuðpaura apturhalds- og þróttleysis- andans í sjálfstjórnarmáli íslendinga, — illkvitnis- og rógburðarfroðuna úr „Þjóðvilj- anum unga“. Þegar Skúli Thoroddsen getur ekki lengur klórað yfir þjóðinni augljósan mótsagn^r-hringlanda sinn og apturhvarf í stjórnarskrármálinu á síðasta þingi, er hann lét brjóstmylking „ísafoldar" tæla sig á ref- ilstigu, reynir hann að draga sér betri og staðfastari menn niður í saurinn og ata þá eins svarta og hann sjálfur er í augum allra einbeittra sjálfstjórnarmanna vorra. Af því að hann, þessi mikli þjóðvilja-hetja, var ekki sterkari á sveliinu en svo, að hann féll um kefli dönsku stjórnarinnar, sem var skotið að fótum þingmanna í laumi, fer hann að reyna að telja mönnum trú um, að komið hafi snúningur á fleiri, sem hafi ekki látið það uppskátt. Hann ber þau ósannindi á I. þm. Eyfirðinga, að hann hafi ekki að eins verið undir niðri hlynntur veiði- brellum Valtýs framan af þinginu, heldur einnig að hann af óhreinum hvötum, sem ritstjóri Þjóðviljans þekkir máske honum fremur, hafi snúizt úr Valtýsliði (sem I. þm. Eyf, aldrei var við riðinn) og aðhyllst „rík- isráðsfleyginn". Ritstjórinn bcr honum á brýn, að hann sem framsögumaður nefr.dar- innar í stjórnarskrármálinu í neðri deild hafi fyrst framan af þingi verið að verja rangan málstað og, talað þvert um hug sinn, er hann barðist gegn Valtýsfrumvarpinu, af því að Skúli sjálfur skrifaði nafn sitt undir ann- að, en hann sjálfur vildi halda fram. Slíkt illgirnisbrigzl munu , menn kunna að meta eptir verðleikum, ekki sízt þeir, sem þekktu skoðanir 1. þm. Eyfirðinga frá því fyrsta, að hann kom til þings í sumar leið, hve fastur hann var frá því fyrsta gegn Valtýskunni og á því, að ákvæðið um lausn ráðgjafans Seldar óskilakíndur í Húnavatnssýslu haustið 1897. I Vindhælishr. Hv. sauður 1. v: mark: markl. stýft af horn h. — sn.rif. a. biti fr. v. — gimbur 1. v. — sýlt, br. a. h. lögg fr. v. — lamb — stýft, gagnfj. h. sýlt, stig a. v. — lamb — sn. fr. gagnb. h. stýft v. lamb — heilrif. biti fr. h. tvíst. fr. v. — lamb — blaðst. fr? h. sýlt, fj.fr. v. Gr. lamb — hamrað h Bólstaðarhlíðarhr: Flekk. sauður 1. v. mark: blaðst a. stig fr. h. stýft v. — — 1. v. — sn. a. h. spotta ör v. Hv. ær 1. v. — miðhl. stig fr. h. tvíst. fr. stig a. v. hornm: miðhl. gagnb. h. tvíst fr.biti a. v. brm: S. H. — lamb — sýlt gagnb h. blaðst. fr. v. — lamb — sn.rif. a. gagnb. h. stýft hálft fr, biti a. v. — lamb — hvatt h. hálftaf a. biti fr. v. Svínavatnshr. úr ríkisraðinu væri ómissandi. „Isafold" og »Þjóðviljinn“ hafa þannig ausið moldum hið framliðna barnfóstur sitt. Sómasamleg og snyrtimannleg var útförin. Þrautseigju og þoli þeirra vinanna, Bjarnar og Skúla, mun verða lengi viðbrugðið. Þeir munu uú haldast í hendur, kempurnar, tilað kæfa allar frelsishreyfingar Islendinga í sjálf- stjórnaráttina, allar frjálsar hugsanir og sjálf- stæðisþrá hinnar upprennandi kynslóðar, eins og þeir hafa sýnt Ijósan vottinn með háð- glósum sínum um sjálfstæðan og hugsandi vilja ungu, íslenzku nemendanna í Kaupmanna- höfn, sem allir eiga að hanga viljaláusir apt- an í ísfirzku-Isafoldar „klíkunni«. Eg man það, að Skúli Thoroddsen söng við annan tón hérna um árið, er hann var að bregða námsbróður sínum Páli Briem um, að honum væri úr minni liðnar ræður þeirra og heit á pólitisku fundunum þeirra í Þyrnirunnanum í Höfn. Þá voru ekki orð og ráð íslenzku nemandanna í Höfn, fyrir hans sjónum, geip eitt og fleipur. Vilhj. Jónsson. Reykjavík 25. febr. H. Th. A. Thomsens verzlun cr 40 ára í dag, og um leið heldur eigandi hennar 40 ára afmæli sitt, sem elzti verzlunarborgari bæjarins. Hefur „gamli Thomsen" jafnan komið fram sem heið- virður og dugandi borgari, og er því skylt að minnast hans, Styrktar- og sjúkrasjóður verzlun- armannafélagsins sendi honum með síðasta skipi skrautritað ávarp í minningar- og þakklætisskyni. Mælt er að viðsjár nokkrar séu nú meðal út- gerðarmanna annars vegar og skipstjóra og há- seta hins vegar, og vilja hverjir um sigsinnskæk- il toga, eins og eðlilegt er. Samt er vonandi, að allt semjist friðsamlega, enda mun sundurlynd- ið ekki eiga sér svo djúpar rætur. 21. þ. m. hélt útgerðármannafélagið fund á „Hotel Island" í samfleyttar 10 klukkustundir eða lengur, (frá kl. 5 e. h. til kl. 3 um nóttina) og má af því marka, að þar hefur verið um margt og mikið að ræða. Annars er alveg tíðindalaust hér í bænum um þessar mundir, veðuráttan stirð og hettusóttin enn að »visitera« hjá bæjarbúum. Nýleg sjóstígvél fást keypthjá undirskrifuðum fyrir hálfvirði. Árni Jóhannesson, bókbindari. Hv. ær, mark: stúfrif. í hálft fr. biti a. h. stúfri — lamb í hálft fr. biti a. v. sneitt fr. h. — lamb — hvatt h. — lamb — tvíst. a. lögg fr. h. sýlt v. —■ lamb — sn. fj. fr. h. hálftaf fr. v. Sv. lamb — sýlt biti a. h. sýlt biti a. v. Gr. iamb — heilr. biti fr. h. sn.rif. fr. fj. a. v. Sv. sauður 1. Torfalœkjarhr. v. mark: sýlt h. tvírif. í stúf v. Hv. ær 3- v. — stýfthálft a. biti fr. h. — hrútur 1. sn. fr.biti a. v. brm: S.8. v. — hálftaf a. h. miðhl. í — lamb sn. a. v. — heilrif. h. hálftaf fr. v. — lamb — sýlt h. blaðst. a. v. — lamb - tvíst. a. h. blaðst. a. v. Gr. lamb sýltlögg a. h. blaðst. a. v. Hv.lamb — geirstýft h. sýlt í hálft — lamb fr. v. heilrif. gagnbit. h. biti a. v. — lamb stýft hálft a. biti fr. h. sn. fr. biti a. v Sveinsstadahr. Hv. lamb mark: hvatrif. h. sn. fr. fj. a. v. — lamb hófr. a. h. sýlt fj. fr. v. — lamb — sýlt í hamar h. blaðst. a. v. hornm: stúfrif. h. hamrað v. — lamb tvíst. fr. stig a. h., 2 fj. a. v Ashr. Hv. sauður 2. V. mark: sn.rif. a. gagnb. h. miðhl. í sn. a. gagnb. v. — hrútur I. V. — markl. h. hamrað v. Hv. ær I. V. — tvíst. fr. iiangfj. a. h. blaðst. fr. hangfj. a. v. — ær I. V. — tvíst. og biti a. h. hálftaf fr. fj. a. v. — ær I. V. — sn. fr. gagnb. h. sýlt í hálftaf a. v. hornm: miðhl. h. hálft a. fj. fr. v. — ær 2. V. tvíst. a. h. blaðst. a. v. brm: H. 7. — sauður 1. V. — 2 göt h. 2 göt v. hornm: sýlt fj. a. h. sn. a. v. — lamb — stýft hálft fr. biti a. h. sýlt í hálft fr. i bit. a. v. — lamb — hvatth.stúfrif. íhálftfr.v. — lamb — fj. og biti fr.h. sýlt fj. fr. v. — lamb — blaðstfr. fj. a. h. biti fr.v. — lamb — hangfj. a. h. stýft gat v. — lamb — markl. h. hvatr. v. — lamb — tvírif. í stúf, gagnb. h. blaðst. a. v. — lamb -- stýft hangfj. fr. h. stýft hálft. fr. v. — lamb — sýlt í hálft a. h. tvíst fr.v. «

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.