Þjóðólfur - 18.03.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.03.1898, Blaðsíða 3
Úr sveitinni. Fregnbréf úr Strandasýslu 30. jan. Af því eg minnist ekki að hafa séð í blöð- unum neinar greinilegar fréttir í vetur héðan frá okkur Strandamönnum, þá dettur mér i húg Þjóð- ólfur mir.n, að senda þér fáeinar línur í frétta- skyni, og vona eg að þú takir viljann fyrir verk- ið, þó það verði ófullkomið að mörgu leyti. Eg ætla þá eptir góðri og gildri reglu að byrja á veðráttu-farinu, og byrja eg þá með sumr- inu. Veðrið var ákafléga kalt og stormasamt, svo að gróður kom ekki í úthaga svo að heita mátti fyr en í 9. viku sumars; afleiðingarnar af því voru því heldur slæmar, bæði lambadauði talsverður almennt, og svo hrofnaði dálftið af víða hvar, en hvergi mun það hafa verið stórkostlega hér í sýslu; af þessu leiddi, að málnytja var lítil í sumar al- mennt bæði í kúm og ám. — Sumarið var hér eitt með lökustu sumrum, bæði hvað grasvöxt, nýt- ingu á heyjum og veðráttu yfir höfuð snertir. Tún voru almennt í lakara meðallagi sprott- in og engjar sömuleiðis einkum framanaf. Taða náðist almennt inn um miðjan ágúst alstaðar mjög skemmd og sumstaðar nærfellt ónýt, og þar af- leiðandi almennar kvartanir um gagnsleysi á kúm í vetur. Uthey náðust víðast lftið skemmd, nema það varð víða að sitja á engjum þartil búið var að ná inn töðunni. Hey voru því með minna móti almennt í haust, sem bæði kom til af því, a.ð sum- arið var eitt með þeim lökustu, og hinsvegar af því að hvorttveggja gafst upp í vor, sem sjaldan hefur verið að undanförnu hér í sýslu. Það mun því yfirleitt hafa verið sett heldur illa á í haust, enda þótt fækkað væri á heyjum bæði kúm og lömbum, en það mun hjálpa mönnum, að haust- ið og veturinn framyfir nýár, hefur verið góður, og optast nógur hagi þartil viku eptir nýár, en nú er hér alstaðar haglaust og hin versta tíð um tíma Fiskafli var hér með bezta móti í haust og seinni part sumarsins, bæði við Steingrímsfjörð og á »Gjögri«. Við Steingrímsfjörð gengu um 30 bátar og var hlutarhæð frá 5—15 hundruð. Síld var brúkuð til beitu framanaf haustinu, og hafa flestir útvegsmenn verið sér úti urn 10—12 faðma lagnetstúf með hverjum bát, núna þessi 2 síðustu ár, til þess að vera ekki alveg á hjarni þegar „smokkur" fæst ekki, sem er hér aðalbeita. En gallinn er, að ekkert i'shús er hér til að geyma síldina í, því hún skemmist undir eins, þegar hlý- indatíð er, eins og var framan af haustinu í haust. Meiri hluta aflans er farið að salta hér sem verzlunarvöru en þó nokkuð hert, en salt þraut í Hólmavík í haust, og hefði það verið mjög baga- legt, heíði góður afli haldizt seinni hlutann, en það fór þá að draga úr því um það bil, svo það varð ekki eins tilfinnanlegt. Ishúsasmiðirnir eða Tryggvi Gunnarsson hefðu gert mönnum þarft verk, ef þeir hefðu ritað í blöðin um fyrirkomu- lag og útbúnað íshúsa og kostnað við þau eptir stærð, því það cr ekki lítill kostnaðarauki fyrir þá menn, sem vilja köma sér upp dálitlum húskofa til að geyma 1 beitu, eða því um líkt, að verða að, gera sér ferð suður í Reykjavík eða austur á Austfirði, til að afla sér þekkingar á íshúsunum af eigin sjón. Eg vona svo góðs til íshússmiðanna — og eins Tryggva, er manna bezt hefur sýnt það, að honum er annt um atvinnumál landsins — að þeir. þótt þeim væri ekki veittur styrkurinn í sumar vilji breiða út þekkingu sína f þessu efni, þvf ann- ars skoðar alþýða það svo, sem þeir vilji halda þvf sem mest leyndu, vegna atvinnunnar, og er það ekki rétt gert. 5i Þá er að minnast með fám orðum á verzlun- ina hér í sýslu. Eins og um allt land var hún með langlakasta móti í haust. Fé á fæti var 100 ffi kind geld á ioa. ffi 90 ® á 9 a. 80 ffi á .8 a. Mylkar ær 100 ffi, á 9 a. ffi 90 Í á 8 a. 80 fS á 7 a., og er þá nú lítið orðið úr mylkri á að haust- inu, þegar hún er ekki orðin nema á 4—9 kr. Kjötverð var: 16 a. 50® kroppar; 15 a., 44—50 ffi; 14 a. 40—44 ffi; 13 a. 35—40 ®; 12 a. 30—35 ® 10 a. þar undir; ull á 40 a. ffi; gærur 25 aura. Fisk- ur í sumar: málfiskur á 44 a. smáfiskur 34 og ýsa 28 kr. skippundið. Vorull hvít á 60 a. mislit á 40 a. ffi. Sagt er, að Riis kaupmaður hafi sent fram, með skipinu, sem kom í desember, að sækja haustvöru hans, rúmar 1000 tunnur af kjöti, og er það ekkert lftilræði, og vel virðandi væri það við kaupmenn,. ef þeir vildu nú gera tilraun með með að koma á útflutning á ísvörðu kjöti, til þess að reyna að hækka verðið á þeirri vöru, sem alltaf hefur verið í mestri niðurlægingu í saman- burði við gæði þess, og er það nú reyndar eðli- legt, eptir allri meðferð á því hjá kaupmönnum, því það má heita að það hreint og beintsé gert að óætri vöru, eins og farið er með það nú. Bezt traust bæri eg í því efni til Bjarnar Sigurðsson- ar kaupmanns í Flatey. Hann er framfaramaður í mörgum greinum, áreiðanlegur og lipurmenni hið rnesta í allri framkomu, og sýndi hann það glöggt þetta eina ár, sem hann vérzlaði hér á Hólmavík. Og þótt Riis kaupmaður sé lipurmenni og hinn áreiðanlegasti í öllum viðskiptum, og hafi þar að auki gefið vanalega betra verð en kaup- menn hér nærlendis á innlendri vöru, þá er mér óhætt að fullyrða það, að menn sjá mjög mikið eptir því, að Björn kaupmaður hætti verzlun hér á Hólmavfk, enda er Riis hér aldrei sjálfur, eins og Björn var. Verzlun við »Dalafélagið« var einnig með lak- ara móti. Utlend vara var heldur hærri en í fyrra, en innlend vara í lágu verði. Ull á 56 a. nr. 1.; 52 a. nr. 2; 100 ffi kindur á 8,30 a. að frádregnum öllum kostnaði, og þykir það nú afarlágt verð, en samt sem áðurhafa menn fengið eins vel borg- aða kindina þar, eins og hjá kaupmönnum, þeg- ar tekið er tillit til þess, sem útlenda varan er í lægra verði á móti, og munu þvf allir hér hafa sama áhuga á „pöntun" framvegis, eins og verið heft^r. 12—15 þ. m. var pöntunarfélags-fundur fyr- ir Dalafélagið haldinn í Hjarðarholti að vanda, og höfðu allir verið þar eindregnir á að halda á- fram pöntun framvegis eptir mætti, bæði með ull, dún, hross, saltfisk og dálítið með sauði; lofað að sögn um hálft annað þúsund fjár á fundinum, en margar deildir ekki búnar að fastákveða pöntun. (Frh.). Sótthreinsun hjá „ísafold“. „ísafold" var í haust með mikla óra út afsótt- hreinsun þeirri, er fram átti að fara, ekki hjá henni sjálfri, sem samt væri öll þörf á, heldúr hjá bænd- um vorum. Hún bar á borð fyrir lesendur sfna þann heilaruglsreikning, að sótthreinsunaraðferð sú, sem fyrirskipuð var, að fram skyldi fara'jsam- kvæmt leiðarvísi dýralæknisins, væri svo óbæri- lega kostnaðarsöm, — mundi kosta meðalbændur 50—100 kr. auk ómaks og fyrirhafnar, að menn mundu heldur rífa niður fjárhúsin eða svara sekt en hlýða fyrirmælum dýralæknis. — Fallega er nú um talað fyrir bóndanum og von er, að agi og hlýðni við lögin sé rnikil hér á landi, þegar bezta blaðið (!) talar þannig. Dýralæknir svaraði þessu skýrt og skorinort f „ísafold". Hann sýndi fram á, að þar sem Isa- fold kæmist upp í 50—100 kr., þá væri það lítil- fjörleg (!) reikningsvilla eða annað verra, því að sótthreinsunin kostaði meðalbónda einar tólf krón- w, ef keypt væru lyf í stórkaupum, sem heppileg- ast væri. En ritstjóri „Isafoldar" lætur ekki að sér hæða. „Hann tréysti þessum mönnum, sem reiknuðu út fyrir hann kostnaðinn, og treystir þeim enn til að láta sér ekki skjátlast1', segir hann aptan við ljósan útreikning dýralæknisins, í hans eigin blaði. Dýralækninn vantar sjálfsagt aldurinn til, að gamall og reyndur ritstjóri geti sannfærzt fyrir hans orð. En hve hraparlega heimskuleg og fjær öllum sanni þessi sótthreinsunar-áætlun ritstjórans var, sést bezt á því, að hr. dýralæknirinn hefur gert ráð fyrir hærra verði í útreikning sínum en þurfti, þar sem hann reiknaði klórkalkið á 23 aura pd. og saltsýrupundið á 20 a. En apótekari Tvede selur nú klórkalk á 17 a. pd. og saltsýru 14 a. pd. og enn ódýrar í stórkaupum, og fyrir norðan munn bændur hafa fengið hvort um sig á 10 og 7 pd. f stórkaupum frá útlöndum. — Hvað ætli sótthreins- unin lcosti nú? Skyldu bændur heldur rífa fjár- hús sín! Trúarsterkur má Isafoldar-Björn vera, ef hann enn treystir sínum áreiðanlegu reiknings- glöggu máttarstoðum. N. Reykjavík, 18. marz. Enginn vottur um veðurbreytingu enn, mjög mikill snjór bætzt við í þessari viku og útlit hið versta. — Iskyggilegar fréttir hafa borizt úr nærsveitunum og nærsýslunum, einna lakastar úr uppsveitum Arnessýslu: Hreppum, Biskupstung- um, Laugardal, Grímsnesi og Þingvallasveit, og hafa allmargir skorið þar af heyjum að sögn, þar á meðal einn bóndi í Grímsnesi 9 kúa þunga. Hinn 12. þ. m. andaðist hér í bænum úr lungnatæringu Sigmundur Gudmundsson prentari og fyrv. prentsmiðjueigandi, 44 ára gamall, ættað- ur úr Dalasýslu. Hann var mjög vel að sér i sinni mennt, gáfumaður en enginn gæfumaður. »Kirkjublaðið« er ekki framar til, Það fékk blítt og rólegt andlát um nýársleytið, og leið burt af heimi þessum friðsamlega og hávaðalaust, eins og það hafði lifað, án þess að kveðja kóng né klerk, svo að Gröndal vissi ekkert um þetta frá- fall, enda mun hinn framliðni eigi hafa óskað eptir nýjum erfiljóðum frá hans hendi. — Nú höfum vér því tómt „ljós» til að lýsa oss í myrkr- inu, og mun það nú skína skærar en áður, þá er enginn skuggi verður því samferða. Sannfrétt er, að einn naglinn sé nú þegar losnaður úr »Blaðamannafélaginu« (sbr. ,Island‘ 8. febr.). Björn Jónsson Isafoldarritstjóri kvað vera genginn úr félaginu fyrir löngu. Hélzt þar ekki við nema rúman mánaðartíma(l), svo að það var naumast betur farið en heima setið. Heyrzt hef- ur, að Jón Jakobsson alþm. í Landakoti muni, ef til vill, fylla hið stóra skarð, er orðið hefur í fé- laginu við brottför Bjarnar, og verður þá sætið eigi miður skipað en áður. Hingað til hafa menn þótzt sannfærðir um, að eigi væri að óttast. eldsvoða af tunglinu, því að það mundi aldrei geta kveikt í neinu, ekki svo mikið sem í vindli, þótt einhver náungi með vínanda í kollinum vildi spara sér eldspítur á þann hátt. En Reykvíkingar mega þó sannaþað, að mánatetrið getur vakið alvarlega eldsvoða- hræðslu hjá þeim sumum hverjum, þótt hann sé ekki svo brennandi heitur, karlinn. — Á danzleik verzlunarmanna í Iðnaðarmannahúsinu næstl. sunnudagsnótt, voru þau voðatíðindi flutt innídanz- salinn (um kl. 2) að »Laufás« væri að brenna, en I.aufás nefnist hinn nýi bústaður prestaskólafor- stöðumannsins Þórhalls Bjarnarsonar að sunnan- verðu við tjörnina. Gerðist nú ókyrð mikil f salnum, og þustu danzendur út. Er mælt, að sumir hafi komizt alla leið til slökkviliðsstjóra, Helga Helgasonar kaupm. og »vakið hann af værum blundi«, til að bjarga búgarði lektorsins. En aðrir segja, að sendimenn hafi áður áttað sig í næturloptinu, á því, að þessi eldsvoðasýn staf- aði af tunglinu, er um það leyti bar yfir Laufás-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.