Þjóðólfur - 22.03.1898, Side 1
ÞJOÐ
OLFUR.
50. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 22. marz 1898.
Nr. 14.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn, 5. marz.
Frakkland; »Zola — Zola. — Hvað
segirðu um Zolaf« Þetta er svo að segja
það eina, sem maður heyrir hér um þetta
leyti, hvert sem maður kemur, og hvern sem
xnaður hittir. Það er reglulegt „Zola-æði“,
sem hefur gripið fólk, jafnt förukarlinn sem
ríkisbubbann, jafnt fábjánann sem spekinginn.
En það er heldur ekkert smáræði, sem geng-
ið hefur á niðri í París mánuðinn sem leið.
Eptir að Zola hafði skrifað þetta ákærubréf
sitt, sem eg gat síðast um, komst allt í upp-
nám; sumir hófu hann upp til skýjanna fyrir
hugrekki, djörfung og ósérplægni, og sendu
honum hraðskeyti, kvæði, ávorp og guð veit
hvað, en þeir voru fæstir í Frakklandi sjálfu;
þar snerust flestir á móti honum, urðu alveg
óðir, og mundu hafa sundurtætt hann á vet-
fangi, ef þeir hefðu í hann náð. Ekki komst
stjórnin hjá því, að höfða mál gegn honum,
en svo kænlega fór hún að, til þess ekki að
þurfa að taka upp Dreyfus-málið, að hún úr
Öllu þessu 8 dálka langa bréfi tíndi aðeins
það, sem sagt var um herrétt þann, er dæmt
hafði Esterhazy sýknan, en það voru aðeins
örfáar línur, og hljóðuðu á þessa leið: „Með
sýknun Esterhazy er knýttum knefa slegið
framan í sannleikann og réttlætið. Ef til
vill var dómur Dreyfus skortur á skynsemi,
en þessi sýknun var glæpur. Sá herréttur,
sem vísvitandi sýknaði sekan mann, Ester-
hazy, gerði það samkvæmt æðri skipun". —
Um leið og hann var ákærður fyrir þessi æru-
meiðandi orð sín, var bannað að minnast á
Dreyfus-málið i réttinum, eða rannsaka nokk-
uð viðvíkjandi þeim, sem um það mál jhöfðu
fjallað, og þar með loku skotið fyrir það, að
hann gæti nokkuð réttlætt sig eða komið
nokkru í ljós um það, sem fyrir honum var
aðalatriðið, sem sé sakleysi Dreyfus, og það
var til einkis, þó Zola maldaði í móinn,
heimtaði að hann væri ákærður fyrir allt
bréfið og segði, að hermálaráðgjafinn auðsjá-
anlega væri smeikur um, að málareksturinn
annars mundi koma upp öllu Dreyfus-hneyksl-
inu. Rétturinn var settur 7. febr., og hafði
þá Zola stefnt þangað yfir 100 vitnum, yfir-
mönnum í hernum, núverandi og fyrverandi
bermálaráðgjöfum, skriptlærðum — o: sem
þykjast geta dæmt um rithönd manna —
vísindamönnum, málafærslumönnum og yfir
höfuð öllum, sem hugsast gat, að nokkrar
npplýsingar gætu gefið. Yfirmennirnir úr
hernum neituðu í fyrstu að mæta, og varð
þvf að skylda þá til þess með dúmi. Sá hét
Labori, er málið flutti fyrir hönd Zola, og
vann hann sér í máliþessu mikillar frægðar fyrir
snarræði, snjallræði, mælsku og óþreytandi
elju sína. Formaður réttarins heitir Dele-
gorgue, og þykir hann hafa haft mikla „part-
isku" og ranglæti í frammi gagnvartZola og
hans liðum, en um það má ekki kenna hon-
um einum; stjórnin sjálf og sérstaklega her-
málastjórnin var þar ekki síður sök í. Rétt-
arsalurinn var troðfullur af fólki, sem á stund-
um argaði og gargaði svo mjög, að þeir,
sem töluðu, ekki heyi^lu til sjálfra sín. Einn-
ig voru allir gangar fullir af fólki, en þó
voru langflestir fyrir utan, og gekk þar ekki
á öðru en slagsmálum,jópi og öðrum gaura-
gangi, enda munu þar flestir hafa verið úr
lægsta skrílnum, sem leigðir hafa verið til
þess að gera óskunda. Ekki fyrir það, þeir,
sem inni voru, voru litlu eða engu betri, því
jafnvel málafærslumennirnir, sem þar voru
fjölmennir, lentu hvað eptir annað í verstu
áflogum og barsmíðum. Það yrði of langt
mál, að skýra frá öllu réttarhaldinu; hér skal
að eins minnst á einstök atriði. Fyrstavitn-
ið var frú Dreyfus, en sakir þess að formað-
ur réttarins bannaði henni að minnast á mann
sinn, þá varð hún frá að hverfa, og svo var
um rnarga fleiri. Þeim af yfirmönnum hers-
ins, sem þóknaðist að halla á Dreyfus, leyfð-
ist að segja, hvað þeir vildu, án þess for-
maðurinn tæki fram í fyrir þeim. Mörgum
þótti þeir koma heldur klaufalega fram flest-
ir, nema Piquart óberst, eitt af aðalvitnunum
fyrir sakleysi Dreyfus og sekt Esterhazys.
Það sannaðist þó að minnsta kosti fyrir rétt-
inum, að Dreyfus hefur verið ólöglega dærnd-
ur, þar sem hann var dæmdur samkvæmt
skjali, sem hvorki hann né verjandi hans
fengu að sjá, eðavissu af, og er þvítalið senni-
legt, að mál hans verði tekið upp aptur. Ur
Esterhazy fékkst ekki eitt einasta bops, þá er
Labori lagði spurningar sínar fyrir hann;
hann þagði eins og fiskur og sneri að hon-
um bakinu. Þeir af þeim skriptlærðu, sem
fellt höfðu Dreyfus á sínum tíma, þóttu frem.
ur koma fram sem bjálfar, en skynsamir menn.
Vottorð fékkst líka fyrir því, að Esterhazy
hefði skrifað fyrirlitlegt bréf um franska her-
inn, en allt um það æpti skríllinn úti: »Lifi
Esterhazy!" „lifi herinn!" „niður með Zola!“
„hrækið á Zola!« o. s. frv. Þó að Zolajfæri
nokkurs konar huldu höfði, bæði í réttinn
og úr, lá samt við, að skríllinn hefði gert út
af við hann í eitt skiptið. Loks féll dóm-
urinn 23. febr., og þrátt fyrir snilldarlega
varnarræðu Labori s,var Zola dæmdur til þyngstu
refsingar, sem hægt var að dæma hann: 1
árs fangelsi, 3000 franka sekl, og þar að
auki á hann að greiða málskostnaðinn, sem
talinn er að nemi 50,000 fr., en útgefandi
blaðs þess, sem ákærubréfið var prentað í,
fékk 4 mánaða fangelsi og 3000 franka sekt.
Þegar dómurinn var lesinn upp, rak skríllinn
upp gleðióp mikið, en stilltari menn og óvil-
hallir féllu alveg í stafi yfir því, hve dómur-
inn var harður, Sjálfur tók Zola þessu með
mestu stillingu. Það er ætlun þeirra Zola
og Labor’is, að skjóta dómnum undir ónýting-
arrétt (kassationsret), þareð förmgallar séu á,
en ekki búast þeir samt við neinni linun á
honum fyrir því.
Danmörk: Undirbúningar miklir undir
í hönd farandi kosningar, og slá þeirsérsam-
an, eins og áður, hægri- og miðlunarmenn,
en vinstri- og jafnaðarmenn, og eru hinir
síðarnefndu vongóðir mjög um úrslitin. —
Kolakaupmenn hér í Höfn hafa útvegað
sér vélar til þess að ná kolum úr skipum
sínum; það hefur áður verið gert með hand-
afli, og vilja því fækka verkamönnum sínum;
þetta þótti verkamönnum órýmilegt um há-
vetur, og lögðu því niður vinnuna, en kaup-
mennirnir þóttust þá ekki þurfa þeirra við,
og öfluðu sér smátt og smátt annara verka-
manna, og þar við stendur nú. Nýlega hafa
Danir stofnað 'kaupfélag mikið, sem ætlar að
koma upp verzlun milli Danmerkur og aust-
urhluta Asíu (Indlandanna og Kína) og lagði
fyrsta skip þeirra af stað fyrir nokkrum dög-
um; það er stærsta kaupfar Dana, 6000 lest-
ir, og heitir „Síam“. 2 norsk gufuskip, 380
og 340 lestir að stærð, hefur sameinaða fé-
lagið keypt nýlega til strandferða við ísland;
nú sem stendur er verið að dubba þau upp,
en 1. apríl eiga þau að leggja af stað héð-
an. J. C. la Caur, fyrv. forseti í „Land-
husholdningsselskabet" og forstjóri landbún-
aðarskólans í Lyngby, er látinn; hann var
talinn búmaður góður. Einnig er látinn
Petersen sá, er sagði af sér yfirpóstmeistara-
embættinu í vetur.
Noregur og Svíaríki: Stórþingið var
sett II. febr., en nýtt ráðaneyti komst loks
á fót 17. f. m. undir forustu Steens, foringja
vinstri manna; er Quam dómsmálaráðgjafi,
Wexelsen kirkjumálaráðgjafi, Lövland vinnu-
ráðgjafi (arbejdsminister), Holst landvarnar-
ráðgjafi,, Sunde fjármálaráðgjafi og Thilesen
innanr/kisráðgjafi, en í Stokkhólmi sitja þeir
Blehr, Nysom og Löchen. Lövland hefur
verið forseti í óðalsþinginu, var upprunalega
ritstjóri vinstrablaðsins í Kristjanssand, vgkvað
vera mælskur mjög. Sunde hefur verið stór-
þingsmaður fyrir Kristjaníu síðan 1894 og
jafnframt formaður bæjarstjórnarinnar þar, og
er hans mjög saknað þaðan. Thilesen var
síðast í ráðaneyti Sverdrups, áður málfærslu-
maður í Drammen. Löchen hefur verið asse-
sor í hæstarétti og er talinn ágætur lög-
fræðingur. Hinir voru allir í síðasta ráða-
neyti Steens. Vinstrimenn eru yfirleitt á-
nægðir með ráðaneyti þetta, en hægrimenn
þykjast þurfa að vera varir um sig. Ull-
mann er kosinn forseti í stórþinginu, en Kon-
ow í óðalsþinginu. Nefndin, sem sett var til
þess að ræða ríkjasambandið, hefur lokið
starfi sínu, en nákvæm skýrsla ekki útkomin
enn. Svíar hafa hækkað fúlgu ríkiserfingj-
ans um 50,000 kr., sem Nornmenn neituðu
honum um.
England'. Verkamenn við vélaverksmiðj-
urnar tóku aptur kröfu sína um 8 tíma vinnu
á dag, og lauk svo verkfallinu 3i.janúar, að
þeir lutu í lægra haldi fyrir verksmiðjueig-