Þjóðólfur - 09.04.1898, Síða 1

Þjóðólfur - 09.04.1898, Síða 1
V 50. árg. Reykjavík, laugardaginn 9. apríl 1898. Nr. 17. »feberen“ rekið af stað þúsundir af mönnum til Klondyke, og nú deyja þeir í hópum sem flugur á kaldri vetrarnótt. Gullið er í fötum og vatnskerum hingað og þangað, en þeir, er þess hafa aflað eru máské dánir fyrir löngu af hungri. Minnst þriðji hver maður af námumonnunum deyr eptir lengri eða skemmri tíma. Enginn af þeim, er þar hef- ur verið, og kemst lifandi burt gleymir nokkru sinni þeim hörmungum, er hann hefur orðið að þola. Þar er enginn dropi af vatni og óþrifn- aðurinn á hæsta stigi, og fullt af ofdrykkju- mönnum. Frostið vanalega um 20 stig. Þegar hungrið dundi yfir steig öll matvara óheyrilega mikið. Pund af brauði kostaði 3 kr. Af kartöflum kostaði pundið 20 aura. Flesk kostaði 5—7 kr. pundið. Kol voru enn nú dýrari. Fyrir lítið kolastykki gaf maður 10 kr. En gullið er mikið í Klon- dyke. Hin síðustu 2 ár hefur það numið 108 miljónum kr., sem grafið hefur verið. — Um þjófa er þar fátt, því undir eins og ein- hver verður uppvís að því að stela, er hann hengdur. Þegar svo ber við, fær þjófurinn 5 mínútur til þess að búa sig undir dauðann. En því næst er hann hengdur upp í næsta tré án frekari umsvifa. Þeir sem ætla sérað ferðast til Klondyke, þurfa að hafa i minnsta lagi 10 þúsund krónur í vasanum til þessað geta haft von um að komast lifandi þangað«. Gullnámurnar í Klondyke. 1. Svo bar við síðast liðið haust, að eg Eitti agent W. Paulson, og talaði við hann góðan tíma. Samræðan barst að Ameriku- ferðunum og ástandinu á íslandi. Fórust hon- umskynsamlega orð um þettahvorttveggja. Svo minntist hann á gullfundinn í Klondyke og kvað það undarlegt, að blöðináíslandiskylduþegja um svo mikilvægan viðburð. Reyndar höfðu blöðin getið um þennnan gullfund fyrir löngu og sagt frá honum, sem öðrum fréttum, þó Paulson hefði eigi orðið þess var, sem gat haft við eðlilegar orsakir að styðjast. En mér datt í hug, er hann minntist á gullið í Klondyke, að það væri gott agn fyrir dug- legan agent, án þess þó mér detti í hug að segja, að Paulson noti sér slíkt til þess að ginna fólk. En það má segja á vissan hátt um þennan gullfund, »að ekki er allt gull, sem glóir«. í »Kringsjaa “ segir frá þessum gull- námum, og er það allt annað en glæsileg lýsing, sem gefin er af ástandinu þar. Þess- ar gullnámur eru í eyðihéraði milli Alaska og n.-aus'tur Kanada. Þegar fregnin umgullfundinn barst til Bandaríkjanna, fluttu blöðin daglega dálklangar greinir um gulllandið, og auðæfi þau, er það hefði í sér fólgið. Þau sögðu frá þessu á þann hátt, að það hlautaðvekja eptirtekt, jafnframt því sem ,þau gátu um hlutafélög og önnur sambönd, sem gerð væru til þess að færa sér allt þetta mikla gull í nyt. Oðara voru 20,000 manna komn- ir á ferðina tll fyrirheitna landsins — »ef til vill, eitthverthið mesta þjóðarflakk, sem gullið hefur komið af stað«. Að fáum vikum liðn- aim voru komnir upp bæir með fram Yukon- ánni, með fleiri þúsundum íbúa. í Alaska eða þessum landshluta, sem gullnámurnar eru f, er hinn kaldi vetur 8 mánuði af árinu. Einungis 4 mánuði eru árnar opnar, sem komizt verður á skipum, og einungis með því að nota sjóleiðina, er mögulegt að hafa samgöngur við umheiminn. Þeir sem áræða nð leggja af stað til gulllandsins, að leita gæfunnar, eiga von á að mæta allskonar skorti og neyð«. En eptir því, sem fréttirnar segja, þá er gullið mikið, bæði í Klondyke og dölunum meðfram árkvíslunum, sem renna í Yukons- ána. Hinar opinberu skýrslur til Kanada- stjórnarinnar tala um gullhéruð, sem eru 100 þúsund [j] kílom. að stærð. »Það er því éng- in furða«, segir höf. (í Kringsjaa) »að jafn- vel alvarlegir menn í góðri stöðu verði snortnir af einskonar gull-„feber", er þeir heyra slíkt, og yfirgefi því heimili sitt, konu og börn, til þess að leita hamingjunnar. En ef þeir þekktu betur landið og vegina þangað, mundu þeir hugsa sig tvisvar um, áður en þeir legðu af stað. Auðvitað ráða gullfinnend- urnir og Kanadastjórnin öllu um gullið, og verða þeir er þangað leita, að sækja um leyfi til þess að grafa, er þeir þurfa að borga eða þá leita sjálfir eptir gulli í fjarlægum héruðum, sem opt tekur langan tíma, og krefur mikla þolinmæði og sjálfsafneitun. — Trékofarnir, sem námumennirnir hafa hrófað upp, veita lítið skjól gegn hinum voðalega kulda. Öll matvæli eru í afarháu verði, t. d. 1 sekkur af mjöli kostar ioodolh, 1 íi? kaffi eða te, marga doll. og hinn aumasti dagverður ásamt gisting kostar 10—15 doll. (37—56 kr.). Að vetrinum verða námumennirnir að grafa upp þennan gullsand, og hinn stutta sumartíma nota þeir til þess að skilja gullið frá eða þvo sandinn burt. í raun og veru hefur aldrei neinn gullnemi unnið fyrir mat sínum, ' ef erfitt hefur verið að ná gullinu. Gullið hefur um margar þúsundir ára borizt með vatninu ofan frá fjöllunum niður í dal- ina, er þá hafa legið undir vatni, og liggur það því margra metra djúpt undir yfirborðinu. Að vetrinum er vatnið ekki einungis frosið, held- ur einnig árfarvegurinn undir því. Eina ráð- ið til þess að ná gullinu er því það að þíða allt upp. Þessvegna er í marga daga í senn kynt stórt bál og viður notaður til eldneytis. A þann hátt er jarðvegurinn þíddur upp, hinu þíða svo mokað ofan af svo kynt bál að nýju, þar til komið er niður að gulllög- unum“. —■ —- — „Vinnan er erfið og við- urværið slæmt, og eptir því er færðin til námanna þreytandi og leiðinleg. Á gufu- skipum geta hinir áræðnari námumenn komizt til Alaska einkum til námubæjarins Jnnean. En þaðan eru þeir á leiðinni í margar vikur, ríðandi, akandi á sleða eða gangandi gegn um fjöll og óbyggðir þar til þeir ná til Klondyke. Það gengur einnig skip til Yukons-árinnar og upp eptir lienni. En ferðin varir í 8—10 vikur og kostar mörg hundruð dollara, og er þess utan að eins far- in 3—4 mánuði af árinu. Eflaust mun hið nýja gullland gefa af sér margar miljónir dollara um ánð; en þessar miljónir kosta einnig ótal líf. II. Nýlega stóð í ensku bl.aði frásögn um ástandið við Klondykes-gullnámurnar eptir docent við Oxfordháskóla. Þessi grein var þýdd í dönsk blöð, og skal eg tilfæra það helzta, sem höf. segir um lífið við námurnar. »Hugsið yður«, segir hann, „nokkur hundr- uð af trékofum og segldúkstjöldum í 200 mílna fjarlægð frá híbýlum Siðaðra manna mitt á eyðimörku, þar sem augað ekki sér annað en ís og snjó, þá fáið þér rétta hug- mynd um lífið í Klondyke. Á þessu svæði, sem ávallt er næstum hálfrökkvað yfir, grafa nú sem stendur nokkur þúsund manns eptir gulli í 15—20 stiga frosti. Áin, sem þar rennur, er botnfrosin, og eru því námumenn- irnir útilokaðir frá öllum samgöngum við umheiminn. Um marga mánuði hefur gull- III. í bréfkafla frá Klondyke, sem eg hef nýlega lesið i blöðunum segir, að frostið sé þar þegar bréfið er skrifað 30. nóvember í haust, um 50 stig. Hitamælir ekkinefnd- ur. »Sólin hefur ekki sést í 3 vikur, því fjöllin skyggja á. Gullið liggur 4—8 feta djúpt, og þarf að kynda bál til þess, að ná því upp. Á sumum stöðum geta jafnvel verið 30 fet niður að gulllögunum. Sekkur af méli jro pd. kostar 100 doll. Ein glugga- rúða kostar 25 doll„ húa 15 doll., vetlingar 10 dolh, sokkar 10 doll., o. s. frv. Mið- dagsmatur kostar 3V2 doll. Þjónusta er á- kaflega dýr; vanalega kostar 1 doll. að þvo eitt stykki, hvort það er heldur skyrta, bux- ur eða vasaklútur«. Bréf það, sem þetta er tekið eptir, er frá józkum manni, er hefur verið í Ameríku í mörg ár. Eptir þessum upplýsingum og fleiru, sem sagt er um lifið í Klondyke, er ekki sérlega fýsilegt að fara þangað. Eg vona, að íslend- ingar hugsi sig vel um, hugsi sig tvisvar um, áður en þeir leggja af stað. Á íslandi eru einnig gullnámur í vissum skilningi, og þœr gullnámur eru auðunnari, en námurnar í Klon- dyke, og ættu menn fyrst að vinna þær áð. ur en farið er í aðrar heimsálfur að leita eptir óvissu gulli. Þó kuldinn sje mikill á íslandi, þá er hann þó meiri í Klondyke, og þó samgöngur séu daufar og seinar hjá oss,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.