Þjóðólfur - 13.05.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.05.1898, Blaðsíða 3
gi harðger í öllu, hreinskilinn og hreinskiptinn og í öllu hinn bezti félagsmaður. Hinn síðasta vetraidag (20. apr.) andaðist JEyvindur Hjartarson bóndi á Bóli eptir viku- legu í lungnabólgu, tæplega fimmtugur að aldri. Hann var sonur bænda-öldungsins Hjartar Ey- vindarsonar að Austurhlíð, og haíði verið hjáhon- um, þangað til nú fyrir 6 árum, að hann fór að búa, og kvæntist Katrínu Sigurðardóttur Magnús- sonar bónda að Kópsvatni; þau eignuðust eina dóttur, er heitir Kristrún, og er nú 3 ára. Ey- vindur sál. er hér hverjum manni harmdauði, því að hann var valmenni og hvers manns hugljúfi; hann var og búmaður góður, sem hann átti kyn til, greindur vel og gætinn og manna stillt- astur; hann hélt sér lítt fram, en hvar sem hann lagði að orð eða hönd, var það hvervetna til góðs. Látinn er 16. f. m. II. Tambs Lyche, ritstjóri morska timaritsins „Kringsjá", er mörgum löndum vorum er að góðu kunnugt. Hann var hæfileika- maður mikill, einlægur frelsisvinur og mannvinur, >og var að honum hinn mesti mannskaði. Hann lézt úr lungnatæringu, tæplega fertugur. Skipströnd. Hinn 16. f. m. strandaði frakknesk fiskiskúta „Richelieu" á Tvískerjafjöru í Öræfum og s. d. sökk ör.nur frakknesk fiski- skúta fram undan Hestgerði í Suðursveit. Skip- verjar allir komust lífs af og matvælum varð bjargað. Fór gufuskipið „Hjálmar" með 45 frakkncska skipbrotsmenn af Hornafirði til út- landa 29. f. m. Hinn 17. f. m. strönduðu tvær eyfirzkar fiski- skútur í Smiðjuvík á Homströndum og brotnuðu 1 spón en skipverjar björguðust nauðuglega til lands á hafísjökum. — Um sama leyti rakst eitt af fiskiskipum Asgeirsverzlunar „Lilja" á hafís- jaka, og bilaði svo að það sökk eptir lítinn tíma en skipshöfninni var bjargað af öðru fiskiskipi, sem þar var í nánd. Maður varð uti 1. f. m. frá Uppsölum í Seyðisfirði vestra, Guðmundur Bjarnason að nafni Hafði samferðamaður hans skilið hann eptir fár- veikan við túnfótinnábænumEyri, oggengið heim að sækja mannhjálp, en maðurinn fannst ekki um kveldið, og eigi fyr en lýsti um morguninn, en var þá með litlu lífi og andaðist brátt. Strandferðabátarnir „Hólar" og „Skál- :holt“, komu báðir á undan áætlun úr þessari fyrstu ferð sinni: „Hólar" 8. þ. m. og „Skálholt" hinn 10. Hafði hafís hvergi hindrað för þeirra ■og eigitil hans sézt, nema lítið eittundan Horni.— Með bátunum kom íjöldi farþega, þar á meðal með „Hólum": Benedikt Sveinsson sýslumaður, séra Þorsteinn Halldórsson í Mjóafirði með son :sinn, Kristján Hallgrímsson veitingam. af Seyðis- firði, Stefán Guðmundsson verzlunarstjóri á Djúpa- vogi, Ólafur Thorlacius læknir o. fl., en með „Skálholt" kom Lárus Bjarnason sýslumaður og kona hans, séra Páll Sivertsen á Stað í Aðalvik, séra Arni Þórarinsson í Miklaholti, Sigvaldi Bjarna- SQn snikkari frá Bíldudal, Símon Bjarnason verzl- unarm. s. st., Björn Þórðarson verzlunarstj. frá ísafi, Ingólfur Kristjánsson realstúdent frá Norður- Botni í Tálknafirði o. fl. Benedikt Sveinsson hefur nú keypt nokk- urn hluta úr Skildinganesi og flytur þangað þessa dagana. Skúii Thoroddsen ritstjóri hefurnúkeypt Bessastaði á Alptanesi af séra Jens Pálssyni í Görðum fyrir 13,500 krónur, og mun það ætlun hans að flytja sig þangað búferlum von bráðar. setja þar upp prentsmiðju og halda þar úti „Þjóð- viljanum", m. fl. Laus embœtti. Lœknisembœttið við holds- veikraspítalann. Laun27ookr. Umsóknarfresturtil 1. júlí. — Landeyjaping (Kross-, Voðmúlastaða- og Sigluvíkursóknir). Metið 1379 kr. 20 a. Uppgjafa- prestur erí brauðinu. Umsóknarfrestur tilig.júní. Hitt og þetta. Samkvæmt hinum hagfræðislegu skýrslum er 1' Kvrópu mest drukkið af kaffi 1 Hollandi. Hvert mannsbarn í Hollandi eyðir að meðaltali hérum- bil 16 pundum af kaffi um árið, en í Belgíu eyðir hver maður um 8 pundum á ári, í Noregi rúm- lega 6 pd, í Sviss tæplega 6 pd, í Þýzkalandi um 4 pd. í Frakklandi tæpum 2 pd. í Ítalíu T/i pd. og á Spáni V4 pd. Englendingar og Rússar drekka mikið af te og þar af leiðandi ekki mikið af kaffi. Minnisvarði yfir svín er í ráðhúsinu í Lúne- burg í Hannover. Það er glerskápur, sem geymt er í svínskjöt og hjá lionum er marmaratafla, sem þetta er ritað á á latínu: »Ferðamaður, sjáðu hinar dauðlegu leifar af svíni því, sem ávann sér ódauðlegan orðstír með þvf að uppgötva saltnám- ur Lúneburgar«. — Þessu líkt hefur einnig átt sér stað í Ameríku. Fyrir hérum bil 30 árum hljóp svín eitt út úr stýju sinni og féll á leið sinni niður í holu. Þar fannst það síðan og þá fundu menn koparnámu, sem metin var 7 milj. pd. st. (126 milj. kr.) og í kringum námu þessa reis upp bærinn Calumet, sem nú hefur 20,000 í- búa og vinnur hérumbil r/3 hluti þeirra í nám- um þeim, sem fundust við þessa »svínheppni«. Frá Krúgerþorpi hefur nýlega verið send bænarskrá til þjóðþingsins í Transvaal, þar sem það er beðið um að banna með lögum að búa til regn með því að sprengja sundur skýin með „dynamit." Umræðurnar um þetta urðu mjög fjörugar og rifrildi allmikið. Flestir Búar telja það guðlast að framleiða regn með list. A. D. Wolmans msplti með bænarskránm og sagði, að einstakir menn í Jóhannesarborg hefðu bakað sér reiði guðs með framferði sínu. Forsetinn taldi ónáttúrlegt að vera að skjóta upp í skýin, það hlyti að teljast þrjóska við guð og þessvegna saknæmt og Labusohagne vildi endi- lega láta hegna þrjótunum með fangelsi. Loks var samþykkt með 15 atkvæðum gegn 10 að fara þess á leit við stjórnina að banna með lögum, að slíkt óguðlegt athæfi j|ætti sér stað eptirleið- is, og að lögin öðluðust glldi þá þegar. Alfreð: „Pabbi, Hvað er ritdómari?" Faðir hans: Ritdómari er maður, sem fyrir peninga dæmir um, hvernig aðrir geri þá hluti, sem hann getur ómögulega gert sjálfur". • Arfleiðsluskrár eru stundum mjög kynlegar. Gamall bóndi nokkur lét t. d. eptir sig bréf, þar sem hann bað um, að ljárinn, sem hann var van- ur að slá með væri lagður við hlið sér í líkkist- una og gömul kona nokkur, sem hafði hreppt vonda giptingu, bauð erfingjum slnum að sjá um, að leiði hennar lægi sem lengst frá leiði manns hennar. Lœknirinn'. Það er bezt að segja þér sann- leikann, frú mln, maðurinn yðargetur trauðla lif- að þangað til á rnorgun". Hin sparsama eiginkona: „Og þér segið mér þetta núna fyrst, þegar þér eruð búnir að ávísa honum lyf til tveggja daga að minnsta kosti, og eg er búin að kaupa þau“. Fyrir nokkrum árum fékk landbúnaðar-sýn- ingarnefnd nokkur svo hljóðandi bréf frá bónda sem óskaði eptir að láta asna á sýninguna: »Hér með mælist eg til, að sýningarnefndin leyfi mér að taka þátt í sýningunni sem asna. Eg er viss um, að eg fæ fyrstu verðlaun«. Bóndinn tók ekki eptir því, að hann hafði sleppt nokkrum orðum; hann sendi bréfið og það vakti mikið athlægi, en sagan segir ekki, hvort nefndin hafi uppfyllt ósk hans eða eigi. Kvennmannsúr hefur tapazt á götum bæjarins. Finnandi skili á skrifstofu Þjóðólfs. Hvítabandstauið afhendir hér eptir húsfrú Guðný Guðnadóttir 1 Grjótagötu 12. • Stjórnin Drengurum fermingu getur fengið atvinnu í sumar við kindagæzlu. Ritslj. vísar á. Tvö eda þpjú herbergi með eldhúsi og geymsluplássi óskast leigð frá 1. júní. Asgeir Sigurðsson vísar á. Líf sáby rgðarstof n u n ríkisins, Aðalskrifstofa: Kaupmannahöfn, K., Havnegade 23. Útborgun á „Bonus“ (uppbót), Að upphæð hér um bil 25iniljón króna. Samkvæmt lögum 26. marz 1898, sem ákveður reglur um „bonus“-útborgun frá lífsá- byrgðarstofnun ríkisins til loka ársins 1910, verður í ár útborgaður „bonus“ fyrir 5 ára tímabilið 1891-—95, að upphæð hér um bil 2V4 miljón króna. Þessarar úthlutunar á „bon- us“ verða allar þær hinar sömu tryggingar að- njótandi, sem komu til gréina eptir hinum fyrri „bonus"-lögum, og ennfremur allaraðr- ar tryggingartegundir, svo framarlega sem hlutadeigandi tryggingar eru keyptar eptir S. apríl iSpj. Af þessu leiðir, að lífeyristrygg- ingar líka fá „bonus" ef pœr eru keyptar eptir greindan dag, en ekki, efþær eru eldri. Lögin frá 26. marz 1898 setja eins og síðustu „bonus“-lög það almenna skilyrði fyr- ir rétti til »bonusar«, að trygging sú, sem um er að ræða, hafi verið í gildi við lok þess fimm ára tíma, sem »bonus« er veittur fyrir. Frá þessu eru að eins undanþegnar TRYGGINGAR FYRIR LÍFEYRI EPTIR ANNAN DÁINN, sem eru komnar úr á- byrgð stofnunarinnar á greindum fimm ára tíma fyrir dauða njótanda lífeyrisins. Þessar tryggingar fá nefnilega »bonus«, svo framar- lega sem að eins kaupandi lífeyrisins hefur lifað við lok »bonus«-tímabilsins. Kaupendur lífeyris eptir annan látinn (t. d. ekkjumenn), sem eptir þessu eiga heimting á »bonus« fyr- ir slíka lífeyristryggingu, sem gengin er út úr ábyrgð stofnunarinnar, af því að njótandi lífeyrisins er dáinn fyrir 1. jan. 1896, en eptir 31. jan. 1891, eiga að gefa sig fram við stofnunina fyrir 9. júlí þ. á. (sbr. 4. gr. laganna) og um leið láta í té dánarvott- orð njótandá, ef slíkt vottorð er ekki áður sent stofnuninni. Yfirlýsingin um þetta á helst að vera skrifleg. Eyðublöð undir hana fást bæði á aðalskrifstofu stofnunarinnar í Khöfn og hjá umboðsmönnum hennar utan Khafnar. Athugavert er, að eptir báðum hinum undanfarandi »bonus«-lögum var »bonus«-út- borgun til ekkjumanna fyrir lífeyristrygging- ar, sem eiginkonur þeirra áttu að njóta, en fjellu burt, af því að konan dó, bundin því skilyrði, að tryggingin væri eklci keypt fyrir lögákveðna ítölu (procenter) í launum sýslun- armanna. í hinum núverandi »bonus«-lögum er þetta skilyrði fallið burt. Sýslunarmenn, sem hafa misst eiginkonur sínar á »bonus«- tímabilinu, hafa því nú sama rétt til »bon- usar« fyrir lífeyristryggingar, sem gengnar eru úr gildi, af því að konan dó, eins og embættismenn og aðrir, sem kaupa slíkar trygg'ngúr af sjálfsdáðum, og eiga eins og aðrir að gefa sig fram við stofnunina fyrir 9. júlí þ. á. Að öðru leyti vísar stjórn stofnunarinn- ar til laganna, sem skiptavinir stofnunarinn- ar fá ókeypis, bæði á aðalskrifstofu og hjá

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.