Þjóðólfur - 20.05.1898, Side 2
94
við að halda að hún muni orðin þreytt á einlífinu,
þar sem hún hefur optast farið einförum á sinni
þyrnumstráðu lífsleið. En nú sýnist eins ogbráðum
fári að rætast úr fyrir henni garminum, því nú
virðist sem hún hafi fengið sér samboðinn ferða
lang, þar sem »Þjóðviljinn ungi« er, því þó ekki
séu inörg ár síðan þau bitust og börðust, þá er
nú svo að sjá, sem þau muni nú sátt og sammála og
jafnvel í vinfengi og væri ékki illa tílfallið fyrir
þau að verða hjón, þvl þá mætti segja að spónn
hæfði.........i. Og þá fyrst væri Suðurlandi
sómi að Isafold!!! ekki minni en Norðlingum að
„Stefni".
En eptir á að hyggja. Hvaða þjóðflokkur
eru Norðlendingar? Þeir eru ekki taldir með Is-
lendingdm í „Isafoldar greininni" áminnstu f 5.
bl. Hvað sem þessu líður, (það eru smámunir)
þá ér óhætt að fullvissa „Isaf.“ um það, að hvað
sem hún raular og ræðir erum við Eyfirðingar
þingmanni vorum sýslumanni Kl. Jónssyni inni-
lega þakklátir fyrir framkomu hans og staðfestu á
þingi. Og væri vel farið, ef ekki þyrfti neitt kjör-
dæmi landsins fremur að fyrirverða sig fyrir þing-
mann sinn, heldur en Eyjafjarðarsýsla; og eins má
fullyrða, að sýslumaður vor hefur áunnið sér full-
komið traust og hylli sýslubúa sinna bæði fyrir
framkomu sína á þingi, og sem röggsamt, frjáls-
lynt og gott yfirvald, sem hvervetna hefur viljað
efla og örfa félagslíf og framiarir.
Það er því árangurslaust, hvort heldar væri
fyrir samþingismenn hans, eða aðra þjóðmála-
skúma, að reyna að kasta saur á hann, það lendir
á þeim sjálfum og er þó ekki á bætandi þeireru
fullsvartir áður, enda eru það óvita úrræði að
ætla sér að þvo sig hreinni, með þvt® að sverta
aðra. Skyldi nú ekki mega heimfæra til „Isaf. “
sjálfrar hennar eigin orð, sem standa í sama
blaði »að hún fari með p ersónulegar ófrægingar
og tilhæfulaus ósannindi, af þeirri ástæðu, að hún
hefur ekki öðru betra til að dreifa máli sinu til
stuðnings.«
Að endingu vil eg ráða Isaf. til að klæða sig
i hreinni og haldbetri föt, og sem betur þola
birtuna, en sá búningur, sem hún hefur birzt í
stundum og reyna ails ekki til að »afklæða« Kl.
sýslumann, því föt hans verða henni þröng og
nærskorin og ná illa saman, íara því henni ekki
vel, sízt meðan hún hefur þessa stóru grautar-
vömb, sem hún hefur rogazt með nú í nokkur
undanfarin ár.
Hellu á Arskógsströnd í apríl 1898,
Jóhann Magnússon.
Úr sveitinni.
Önundarfirði 10. maí.
Kæri Þjóðólfur minn!
Nú er sumarið gengið í garð hjá oss Vestfirð-
ingurn og leit út fyrir að það ætlaði að verða blítt
og hlýtt, en það stóð að eins örfáa daga. Nú eru
sífelldir norðannæðingar með frosti um nætur.
Enginn gróður fyrirsjáanlegur enn. Heldur má
heita, að bændur hér komist allvel af með hey og
og fénaður almennt í bærilegu standi, eptir því
sem hér er vant að vera. Skepnuhöld hafa mátt
heita góð í vetur. Enginn fellir sem teljandi sé
og pest lítið gert vart við sig.
íshroði hefur undanfarið verið hér nokkur
fyrir fjörðunum, en er nú farinn, þó ekki langt
undan landi, eptir því sem sjómenn segja.
I Djúpið kom nýlega eitt af þessum gífurlega
miklu fiskihlaupum og fiskuðu þá allir vel, enda
eigi vanþörf á því, þar eð heita má, að fiskilaust
hafi verið þar í allan vetur og hagur almennings
því næsta bágborinn. I öðrum veiðistöðum hér
vestra fiskast lítið, nema helzt litilsháttar af stein-
bít. Þilskip fiska nálega ekkert, síðan þau fóru
út, bæði vegna storma, íss og fiskileysis. Hákarla-
skip afla vel. Hvalveiðamennirnir fiska nú nálega
ekkert, t. d. hefur herra Ellefsen, sem hér er á
staðnum fengið að eins io hvali nú í meira en
2 mánuði. Þetta fellur bændum eigi siður illa en
honum sjálfum, því þiðer orðið kunnugt, hversu
opt hann hefur hlaupið stórhöfðinglega undir
bagga og hjálpað bændum, optast endurgjalds-
laust um bjargræði fyrir menn og skepnur hér í
kring, enda ber hann að hjálpsemi og höfðing-
skap langt af öllum hvalveiðamönnum hér vest-
anlands. _________
Hingað eru komnir 3 »kúttarar« til kolaveiða
frá Jótlandi og von á 4 enn og svo fiska Jótar
hér einnig á nokkrum opnum bátum. Það lítur
strax heldur vel út með afla hjá þeim, en ekki
fagna bændur þeinr, segja að veiðar þeirra spilli
fyrir þorskafla á opnum bátum. Það liggur
við að vera grátlegt að sjá þessa menn sigla heim
á haustin með 12—15 þúsúnd krónur hvert skip,
sem mest allt er tekið upp í landsteinunum hér •
með oddanum og fram í firðinum, en fjarðarbúar
sjálfir hafa þar engan hagnað af.
Vér vorum mjög »spenntir« fyrir að sjá strand-
ferða-bátinn nýja, nSkálholh og höíðum vér tæp-
lega búizt við honum svo rúmgóðum; einlcum má
furðu gegna, hversu annað farrými er rúmgott og
þægilegt, enda gera skipveijar sitt til að gera
far-þegum allt sem notalegast og aðgengileg-
ast og hefur skipstjórinn, sem um svo mörg ár
undanfarin er oss að lipurð og dugnaði kunnur,
þegar getið sér lof fyrir framkomu sína, þær 2
íerðir, sem hann hefur farið hér um og næstum
ótrúlegt, hvernig honum hefur tekizt að fylgja
jafn vanhugsaðri ferðaáætlun, sem þeirri, er hann
hefur. ____________
Árnessýslu 11. maí. Nú er vertíðin á
enda og hefur afli í veiðistöðvunum hér orðið
fremur góður, reyndar er mest af honum ýsa —
en sé hún hert og vel verkuð er hún útgengileg
vara. Meðalhlutir í Þorlákshöfn eru um 600 —
á Eyrarbakka 750, á Stokkseyri og Loptstaða-
sandi tæp 600. — Veikindasamt hefur verið með-
al sjóm. einkum í Þorlákshöfn og Loptstöðum, og
er búðum og aðhlynning helzt um kennt. I Þor-
lákshöfn hafa 2 dáið: Sæmundur bóndi Gíslason
á Núpum í Ölfusi dugnaðarmaður velmetinn og
Magnús Magnússon, ókvæntur maður frá sama
bæ, vinnumaður frá Þorgeiri bónda þar. Magn-
ús sál. var einn af sonum Magnúsar bónda frá
Laugabökkum og var mesti efnismaður og vel
gefinn í hvívetna. Hann var á þrítugsaldri. Er
þetta fráfall hans því sorglegra fyrir hinn aldraða
föður hans og móður, að fyrir fáum árum síðan
misstu þau uppkominn og efnilegan son sinn í
sjóinn* með Ólafi bónda Jóhannessyni frá Dísa-
stöðum og því mannvali, sem með honum fórst
í Þorlákshafnarfiskileitum veturinn 1883. —
Heybirgðir manna yfirleitt nægilegar, enda
brá algerlega til bata um páska og má segja að
síðan hafi hver dagurinn verið öðrum mildari, og
því ekki annars tilgetandi en lítið sem ekkert
verði af skepnumissi sízt hér neðra. [„Þetta er
ritað fyrir norðan-íhlaupið nú um krossmessuna.
Ritstj. J
Stórt stranduppboð hélt sýslumaður okkar
25. f. m. að Stokkseyri á góssi því, sem bjargað
var af skipinu „Isabelle", sem Stokkseyringar
reru upp. Uppboð þetta sótti múgur og marg-
menni, og komst allt í búðarverð og yfir það.
Helzt voru það Stokkseyrarhreppsbúar, sem lentu
í höppum þessum, og enda nokkrir afsjómönnum,
sem þar höfðust við. Eyrbekkingar hrepptu skip-
skrokkinn, akkera- og keðjulausan, fyrir 590 kr.
Þeir hafa nú með miklum erfiðismunum náð því
upp úr lóninu og komið því upp á sker, og er
sagt, að það eigi að bíða þar og rífa svo í haust
og selja þá. — Væri sveitamönnum þá betra að
vera þar og ná sér í spítu, því margir spá, að þar
verði gott verð. — — \
Úr Dalasýslu vestanverðri er ritað 11. þ.
m., að þar hafi þá verið bálviðris norðan-íhlaup
á aðra viku með hörkufrosti, bæði dag og nótt,
og síðast með fannkomu. Taldar báglegar horf-
ur með skepnur, er hafi verið gjafarlausar hjá
allflestum síðan seint á einuidnuðí, að batinn kom,
og sumir þá þegar áð þrotum komnir með hey
fyrir kýr. Telur fregnritinn mestu vandræðin að
halda lífinu 1 kúnum, því að korn fáist ekki í
Skarðstöð, og þangað sé engin »sigling« komin
enn „Það er mjög leiðinlegt" segir fregnritinn »að
vöruskortur skuli vera í Skarðstöð, því að verzl-
unarstjórinn þar er ágætismaður, merkur og á-
reiðanlegur, góður við fátæka og hjálpar meðan
hann getur, og svo er það erfitt og kostnaðar-
samt fyrir okkur hér innan að að sækja vörur út í ,
Stykkishólm«. ________________
Kaupfélag Húnvetninga. í n. tbl. Þjóð-
ólfs þ. á. er minnst á Kaupfélag Húnvetninga.
Þar segir, „Fremur er það hnekkir fyrir félagið,
að menn eru óánægðir með ýmislegt í stjórn fél-
agsins t. d. þykir það nokkuð dýrt að borga ó-
völdum vinnumönnum, sem fara í hrossarekstur
fyrir félagsmenn 6. kr. á dag, eins og átti sér stað
síðastl. sumar". Þetta er ónákvæmt og villandi,
því að það getur skilizt svo, að rekstrarmenn hafi
haft 6 kr. í kaup d dag. Þeim voru borgaðar 6
kr. um sólarhringinn, eigi að eins í kaup, heldur
og fyrir fæði, hesta þeirra og næturgæzlu á hross-
um þeim, sem þeir ráku. Þetta er ekki eins
dæmi, því að sama upphæð var borguð hrossa-
rekstarmönnunum úr Skagafirði síðastl. sumar og
útlendir hrossakaupmenn, t- d. Zöllner, borga
sama og jafnvel meira sínum hrossarekstrarmönn-
um. — Það er ranghermt í áðurnefndri grein,.
að rekstrarmenn hafi verið „óvaldir", því að þeir
voru valdir og vel hæfir menn, sem leystu þetta
starf vel af hendi.
Að vísu þótti sumum þessi 6 kr. borgun of
há, en annars hef eg eigi orðið var við neina ó-
ánægju við stjórn félagsins, en úr því að greinar-
höfundurinn segir, að menn séu óánægðir með
„jmislegt" í stjórn þess, skora eg á hann að skýra
frá, að hverju leyti það er, en þess krefst eg jafn-
framt, að hann komi þá ekki með nein ósannindi.
Þar sem í greininni stendur, að þessi óánægja
sé „hnekkir“ fyrir félagið, þá er rétt að athuga
það. I fyrsta lagi er í ár pantað í félaginu meira.
en helmingi meira af vörum og peningum en ár-
ið sem leið, ög innlendum vörum lofað að því
skapi meira en í fyrra. í öðru lagi hefur í ár ein
deild úr öðru félagi gengið inn í Kaupfélag Húnv.
I þriðja lagi kernur ein deild þess upp timbur-
húsi í vor hjá Blönduósi, og á félagið kost á að
fá það hús síðar. Með öðrum orðum: félagið efl-
ist í ár meir en um helming, miðað við verzlun
þess í fyrra, og fær hús, sem er eitt af aðalskil-
yrðum fyrir verzlun þess.
Ekki er furða, þótt greinarhöfundinum þyki
þetta hnekkirl! Fyr má nú vera hnekkir, en
svona sé!!
Sólheimum 16. apr. 1898.
Þorleifur Jótisson.
p. t. formaður félagsíns.
Bæklingur Einars skálds Benediktssonar
stórgladdi migþsmásögur hans(sem eg las nú í fyrsta
sinn) eru afbragó í sinni röð, og sýna ekki smá-
felda sálarhæfileika, sérstaklega Farmannssag-
an, sem er þerla jafn hrein og gagnsæ öllu meg-
in, þó lítil sé. —
Ivveðlingar hans smakka mér og eins og ný-
ir — miklu betur nú en áður, þegar eg rak mig'
á þá á stangli. I blöðum eiga menn sem minnst að
birta góð kvæði „Það er að þeyta perlum, o. s. frv.
„Islandsljóð" Einars eru nýtt og lifandi orð
og engir „tyttar" í, og svo eru öll Einars tilfinn-
ingakvædi, þau eru ófölsuð og ólogin. Máske eg
fimbulfambi fleira um gáfu og kveð^kap þessa.
unga skálds síðar, þegar tími leyfir - ttminn, segi
eg; en hvað er görnlum grepp að spila í hans
húmbúgs-lotteríi? Nú vel: hafi Einar þá strax mína.
heilla ósk fyrir sínar fyrstu „Sögur og Kvæði!"
Hann hefur gefið sitt bezta, og þar er enginn ó-
hreinn kekkur í — nema hvað hann „skrensar
sumstaðar á skötunni", einkum í „Skútahrauninu,,,
með dulspeki og íburði — en íburði hugsana frem-
ur en orða eða viðhafnar; það lagar hann
síðar sjálfur".
(Úr bréfi frá Matth. Joch.)
Mannalát. Hinn 21. marzm. andaðist Páll
Simonarsson í Otrardal, 71 árs að aldri. Hann
var fæddur á Dynjanda í Arnarfirði og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum, Símoni skipstjóra Sig-
urðssyni, ættuðum úr Eyjafirði, óðalsbónda á Dynj-
anda og Þorbjörgu Bjarnadóttur, konu hans og
varð hann fyrirvinna fyrir búi þeirra tvítugur að
aldri. Kona hans, sern lifir hann, er Sígríður
Jónsdóttir, óðalsbónda Bjarnasonar í Hringsdal.
Páll heitinn bjó eptir dauða föður síns í 15 ár á
Dynjanda, flutti síðan búferlum að Stapadal í
sömu sveit og var þar ýmist við búskap eða í
húsmennsku, unz hann sumarið 1891 fluttist með
konu sinni að Otrardal til yngstu dóttur sinnar,