Þjóðólfur - 20.05.1898, Síða 4
g6
Enn fremur hef eg í næsta mánuði,
Söðla nýa og nýuppgerða og brúkuð Reið-
tygi, allt mjög ódýrt.
Reykjavík io. maí 1898.
Ingileifur Loptsson.
(söðlasmiður).
Vesturgötu 55.
Hinar ágætu og alþekktu
Priónavélar
frá herra SIMON OLSEN
Kaupmannahöfn,
sem mjög eru orðnar útbreiddar hér á landi,
má ávallt panta hjá
Th. Thorsteinsson,
Reykjavík, (Liverpool).
Leiðarvísir til lífsábyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med.
J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja
tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Stígvél fyrir karla og konur, klossar
og sjóstígvél fást í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Farfi allskonar, kítti, rúðugler gott og
í stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía
fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
Harðfiskur og saltfiskur fæst í verzl-*
un Sturlu Jón\Sonar.
Borð- og gólfvaxdúkur fæst í verzl-
un Sturlu Jónssonar.
Jurtapottar af ýmsumstærðum fást í
verzlun. Sturlu Jónssonar.
RÓnir og órónir sjóvetlingar keypt-
ir hæsta verði í verzlun
Sturlu Jónssonar.
1871 —Júbileum— 1896.
Hinn eini ekta
Brama-Lífs-Elixír.
(Heilbrigðis matbitter).
Allan þann árafjölda, sem almenningur hefur notað bitter þennan, hefur hann rutt sér;
fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim.
Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun.
Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þol,
sálin endurliýnar og fjörgast, maður verður glaðlyndur, hugrakkur og starffús, skilningar-
vitin verða nœmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins.
Enginn bitter hefur sýnt betur, að hann beri nafn með rentu en Brama-lífs—
elixir, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra
eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim.
Kaupið Brama-lifs—elixír vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, þeim
sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir:
Akureyri: Hr. Carl Höepfner.
—! — Gránufélagid.
Borgames: Hr. Johan Lange
Dýrafjörður: Hr. N. Chr. Gram.
Húsavlk: ' Orum & Wulff’s verzlun.
Keflavík: H. P. JDuus verzlun.
----Knudtzon’s verzlun.
Reykjavík: Hr. W. Fischer
Einkenni: Blátt Ijón og gullhani
Mansfeld-Bullner
Gránufélagið.
Raufarhöfn:
Sauðárkrókur: — —
Seyðisfjörður: — —:
Siglufjörður: .----
Stykkishólmur: Hr. N Chr Gram.
Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. tírydc.
Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson..
Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlögsson.
á einkennismiðanum.
& Lassen,
hinir einu, sem búa til hinn
verðlaunaða Brama-lfs-Elixr.
Kaupma?inah'ófn, Nörregade 6.
OTTO MONSTED’S,
smjörliki ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng-
Biðjið því ætíð, um:
er tæst hjá kaupmönnunum.
asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til,
OTTO MÖNSTED’S smjörlíhi,
Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Dagskrár.
66
„I nafni hins helga Justinians, til þess að fá hana vildi eg gefa
mig á vald fjandanum sjálfum«.
Undir eins og hann sagði þetta heyrði hann skellihlátur
fyrir aptan sig, svo að hann varð steinhissa, með því að hann
hélt að hann væri aleinn. Hann sneri sér við og sá vikadreng
sinn, sem var að leggja í ofninn, þó eg segi drengur, mega
menn ekki ætla, að það hafi verið drengur í raun og veru; Korne-
líusi var ekki gefið um að hafa unga menn á skrifstofu sinni,
af því að honum virtist þeir vera allt of óstaðfastir og alvöru-
lausir. Þáð var heldur ellilegur maður, hár vexti og grannur
með rautt hár og breitt nef og munnurinn náði út að eyrum.
Hann var eitthvað milli fimmtugs og sextugs.
„Scipio, hvað ertu að gera hérna svona snemma"? spurði
Kornelíus.
»Eg kom til þess að hjálpa yður«
»Og þú stóðst á hleri?«
»Þvf betra fyrir yðurl Hefði eg ekki heyrt kveinstafi
yðar, þá gæti eg nú ekki svarað, að eg tek á móti tilboði yðar«
»Hvað ertu að segja, Scipio? Um hvaða tilboð ertu
að tala?«
»Þér sögðuð rétt áðan við sjálfan yður: »í nafni hins
heiga Justinians! til þess að eignast hana vildi eg gefa mig
sjálfum fjandanum á vald!«. Jæja, gefið yður mér á vald og
innan mánaðar skuluð þér og hin fagra Sidonia vera orðin hjón«.
„En þú ert þó ekki fjandinn, Scipio, jafnvel þótt þú sért
nógu Ijótur til þess og eg get ekki skilið, hvernig þú hefur
getað komizt hingað upp, áður en Malena var búin að ljúka
upp“.
„Hvað er þetta, er eg ekki fjandinn?, þér skuluð brátt
komast að raun um það“.
67
Síðan lagðist hann endilangur á gólfið, hér um bil þrjár
álnir frá arninum og spýtti út úr sér svo miklu af neistum, að
brennið stóð í björtu báli. Kornelius varð ákaflega hræddur,
en samt sem áður kallaði hann upp:
„Scipio, eg hef áður bannað þér að leggja meira en tvo
brennisstubba í ofninn í oktobermánuði, en nú eru þeir þó þrír'L
»Það er ekki til þess að fárast út af«, sagði Scipio, »vilj-
ið þér fá meira brenni?«
Hjá ofninum lágu eitthvað sjö eða átta brennistubbar upp-
við vegginn; hinn gamli sveinn snerti þá með tánum og allt í
einu hristist allt og skalf og hver stubburinn á fætur öðrum
kom í ljós, þar til það var orðið að allstórum hlaða, svo að
Kornelius varð loks að hrópa: »Hættu! hættu!«
En það vildi nú einmitt svo til, að um leið og Scipio
kom við brennið, þá §á Kornelius gegnum stórt gat á skó
hans, langar og bognar klær á tám hans; — hann gekk tvö
skref aptur á bak ogleitaðist við að finna annað einkenni og það
leið heldur ekki á löngu, áður en hann fyndi það; hvít rófa, hér
um bil eins og rófan á Nýfundnalandshundunum, að minnsta
kosti alin á lengd, lafði niður undan frakka hans.
Þetta var engum efa undirorpið. Kornelíus tók þegar
ofan nátthúfuna, ýtti fram græna hægindastólnum sínum og bað
kölska mjög kurteislega að setjast og það gerði hann einnig
án nokkurrar hæversku.
„Jæja gott og vel" tók Kornelíus til máls, »úr þv( þér
eruð fjandinn sjálfur, herra minn, hvernig stendur þá á því, að
þér hafið getað unað hjá mér í tvö ár samfleytt, einungis með
nokkurra dala launum um mánuðinn? Mér virðist, að þér hlyt-
uð að geta unnið yður meira inn í einhverri annari stöðu. Hvers-
vegna setjið þér til dæmis ekki á stofn brenni-verzlun?"