Þjóðólfur - 27.05.1898, Page 2

Þjóðólfur - 27.05.1898, Page 2
9» vorri hyggju, því að sem reglulega þjóðlegt íslenzkt leikrit er það hvorki fugl né fiskur, þótt einstök atriði í því eigi að vera í sam- ræmi við íslenzka þjóðtrú. — Þá getur og dr. Kúchler þess, að annað leikrit Indriða »Frú Sigríður«, sem enn hefur eigi verið leikið né prentað skari langt fram úr hinu og dirfumst vér ekki að rengja það. En bezt allra þessara þriggja verður þó, „ef vonirnar bregðast ekki", eins og Kúchler kemst að orði: „Dráp Þórólfs" stór, sögulegur sjón- leikur, sem Indriði hefur nú í smíðum (sbr. ritg. bls. 19), og er sannarlega gleðilegt að heyra það, því að þar fáum vér þá líklega leikrit, sem staðið getur á sporði »Utilegu- mönnum« séra Matthíasar, hinu eina leikriti á íslenzku, sem verulegur veigur er í, að öllu samanlögðu, þótt því skuli eigi neitað, að margt í „Nýársnótt« og „Hellismönnum« Indriða og sumt í leikritum Þorsteins Egil- sons beri vott um töluverða »dramatiska« skáldlist. — Annars á dr. Kúchler miklar þakkir skilið af oss íslendingum, fyrir hina miklu ræktarsemi, er hann sýnir bókmennt- um vorum, og hinn staka áhuga, er hann hefur á því að gera oss allt til sóma, hve- hær sem hann kemst höndunum undir. Það væri skömm, ef vér kynnum eigi að meta það. En hann verður að eins að gætaþess, að hæla oss eigi um skör fram, því að að- finningar góðgjarnra manna geta komið oss að góðum notum og verða þjóð vorri aldrei til vansa. En það eru órökstuddar ávitur miður velviljaðra manna, er vér viljum vera lausir við. Sólarlag. Skuggarnir lengjast og líður nú dagur, loptsvalur kveldblærinn hressandi er, himininn dýrðlegur, heiðskír og fagur, hátíðleg skrúöklæði náttúran ber. Lækkar í vestrinu logandi sól, ljósöldum varpar hún jarðar of ból; senn er hún hnigin að sæfleti köldum sjóndeildarhringsins þar yztu við rönd, deyjandi geislarnir glampa á öldum, glófextar bárurnar kvika við strönd. Rennandi gullflóði röðullinn hellir, roðin er foldin, sem skíni í eld. Leiptrandi tjarnir og ljómandi vellir lifrauðan klæðast í purpurafelld, lækir sem silfraðar leggingar gljá, leika sér kveldskuggar vötnunum á. Fegursta gullskrauti fjöjl eru drifin, fossbúinn speglast í heiðblárri lind. Sfðasti geislinn frá sólunni svifinn svellkrýndan gullroðar „Jökulsins* tind. Steinn Sigurðsson. r Ur sveitinni. Austurskaptafellssýslu (Öræfum) 28. apríl. Veðuráttan hefur verið hér óstöðug í vetur með útsynningssnjó og blotahríðum, en lítil frost, langvinnar jarðbannir og þar af leiðandi mjög ískyggilegt ástand vegna heyskorts, hefði batinn ekki komið, þegar hann kom um bæna- dagana og fyrir það, að tíð hefir verið góð síðan þá lítur fremur vel út með fjárhöld. I Öræfum hjálpaði það nokkrum hændum, að séra Ólafúr Magnússon í Sandfelli bauð þeim að taka (á hey og hagasnapir, sem þar voru) nokkur hundruð tjár snemma í marz, sem var svo vaktað þar þangað til batinn kom. Bráðafár í sauðfé hefir verið með minnsta móti. Þorgrímur læknir í Borgum hefir bólusett nokkur hundruð f Nesjum, og heppnast vel. Þrír reyðar-hvalir — um 30 áln. langir hver ttt- hafa í vetur komið innum H ornafjarðarós og staðið grunn á eyrum inn í firðinum um fjöru- tímann og. því náðst þar, Einn kom á jólaföstu, annar um miðjan marz og sá 3. um bænadagana. Fyrsti og síðasti er talinn eign bændanna í Arna- nesi: Einars Stefánssonar og JónsBenediktssonar en sá er kom í miðjum marz var eign landssjóðs- jarðarinnar Horns. Tilfinnanlegur vöruskortur hefir lengi verið á Höfn — verzlunin er að öllu leyti flutt þangað á Hornafjörð af Papós. — Steinolíulaust varð þar t. d. um jól. Menn hafa átt mjög bágt með við- urværi vegna þessa vöruskorts á Höfn. Til þess hefir vísast enginn fundið meira en kaupmaður- inn sjálfur, þegar fátækir fjölskyldumenn hafa ver- ið að leita til hans, enda hefir hann þá opt tekið af sjálfs síns kosti, til að miðla af, því Otto Tul- inius er mjög velviljaður og hluttekningasamur. 20. þ. m. kom þangað gufuskip með lítið eitt af vörum og á hverjum degi er þangað von á gufu- skipinu »Hjálmar« fermdu vörum. Bæjarhreppi í Strandasýslu 14. maí. Þér munuð einhvern tíma, herra ritstjóri, hafa farið þess á leit að eg sendi yður línu um það sem tíðindum sætti hér í grenndinni, en eg hef hummað það fram af mér nokkuð lengi, því eg vildi að minnsta kosti sem sjaldnast þylja upp þessa landshornarollu, sem allt af er í blöðunum um heilsufar, heyskort og harðindi. Eg ætla þó að koma með dálitla ádrepu af þessu og hvað heilsufarið snertir að eins geta þess, að kvefið lagðist að á jólaföstu, hefur síðan gengið aptur hvað ofan i annað og er ekki útdautt enn. Vetur var hagasamur fram um nýjár, svo að hey gáfust víðast litið; eptir það varð víðast haglaust og snjó- þyngsli mikil, þar til hláku gerði í fyrstu viku einmánaðar, sú hláka varð endaslepp og fraus fljótt aptur og upp frá þvi fremur kalt til sumar- mála og yfir höfuð norðanátt og kuldar það sem af er sumrinu og mikið frost nú síðustu dagana. Sumardagurinn fyrsti rann upp heiðskír og fagur, bezti dagurinn, sem komið hefur á sumrinu, því þá hlánaði hér mest. Daginn eptir kom „Skál- holt“ til Borðeyrar í bezta veðri og þann dag glaðnaði yfií fólkinu, því skipið kom með nauð- synjavörur sem verzlunarstaðurinn var rúinn af „Skálholt" hafði ekki orðið vart við ísinn —• að- eins séð mulning einhverstaðar með ströndunum — og það þótti ekki minnst í varið, því hér hata menn hafísinn alveg, eins og fólkið á suðurströnd landsins botnverplana. Þegar vetri hallar er sem hafísinn hafi seitt til sín hálfa hugi manna, þó hann sé hvergi nærri, menn hlera eptir hafís- fréttunum, sem berast úr öllum áttum — og á engan er logið jafnmiklu og ísinn — efast aðra stundina en trúa hina, ef einhverjir dutlungar detta í veðuráttuna. Auðvitað er hafísinn mikil landplága — því hér væri gott að vera, eí hann kæmi aldrei — en þessi geigur við ísinn, sem opt er ástæðulaus, kemur sjálfsagt af því, að menn eru ekki eins sterkir á svellinu og þeir ættu að vera, en þó má eg fullyrða, að menn stóðu hér betur en 1 mörgum öðrum sveitum landsins með heybirgðir, eptir því sem sjá má af blöðunum og fregnir hafa borizt um; allt fyrir það voru fæstir hér færir um að taka á móti hörðum vetri og er ískyggilegt til þess að hugsa, að kvikfénaður manna skuli vera í bersýnilcgum voða, ef harður vetur kemur. Bændurn gengur illa að komast undir nægilegar fóðurbirgðir og ber ýmislegt til þess, svo sem athugalaús ásetn- ingur, of lítill og dýr vinnukraþtur að afla heyj- anna og ekki hvað sízt að menn spara ekki fóð- ur sem mætti uieð því að nota beitina, eins og hægt væri. Sýslufundur var haldinn dagana 13.—i6.,f. m. Voru þar mörg mál tekin íyrir, en fá markvérð. A fundinum vár búin til samþykkt urii lækning hunda af bandormum með hliðsjón af frumvarpi frá héraðslækninum, og úpp 1 hana tekin ákvörðun um, að allir hundar skyldu hafa hálsband með skildi og bæjarnafni á. Amtið sendi tvö frum- vörp til reglugerðar fyrir heilbrigðisnefndir en þau voru álitin óhentug og í sumum atriðum lítt framkvæmanleg. Héraðslæknirinn hafði einnig sent frumvarp um heilbrigðisnefndir og þótti það miklu aðgengilegra; það ákvað nefndin að skyldi sent anltinu til athugunar, ef búið yrði til nýtt frumvarp um þetta efni. Sýslunefndin hafði nú miklu meira vegabótafé til umráða en vanalegt er, þar sem sýslan fékk 5000 kr. styrk úr landsjóði til vegabóta, móti því að hún legði til 25ookr; verða því allmiklar vegabætur hér í' sýslu á yfirstandandi sumri. Um pólitíkina má það segja, að eg þekkr engan þann hér, sem harmar forög »Valtýskunn- ar« á síðasta þingi. Hér er óánægja yfir því að læknalögunum var synjað staðfestingar, en þó þess- ir gömlu kunningjar, svo sem eptirlaunalögin og fleiri nauðsynjamál þjóðarinnar séu gerð aptur- reka hvað eptir annaðeru menn orðnir því svo- vanir, að þeir taka því með stillingu, þó hart sé undir að búa því synjunarvaldi, sem þannig er misbrúkað. Árnessýslu 22. maí. Nú er tiðin orð in svo æskileg sem orðið getur, stillur og blíða á. degi hverjum, áfall á nóttunni, en aldrei rigningar nema eitthvað 2 daga, hinn 17. og 18. þ. m. og þá var mikil úrkoma. Jörð því að kalla orðin góð, fénaður hefur ekki annað en grærrt, og margir farnir að beita út kúm, þó slíkt sé ekki beisið sumstaðar. — Norðanbyl gerði hér hinn 13. þ. m. svo fé fenti í Grímsnesinu, en fanst víst flest aptur. Einnig hrakti nokkrar kindur í Laxá Ytrihrepp, frá Hrafnkelsstöðum. Fénaðarhöld í furðanlega góðu lagi eptir því sem áhorfðist, og mun því verða, eptir því sem maður hugsar, stór- vandræðalítið, ef tíðin helzt áfram svona góð, Og ekki heldur hefur maður heyrt, að neinstaðar hafi drepizt úr hor enn sem komið er. Almennur áhugi er nú vaknaður hjá bændum. með túnasléttur og aðrar jarðabætur, sem að bún- aði líta, og er nú búnaðarfélag hér um bil 1 hverjum hrepp þessarar sýslu, og halda þau bú- fræðinga og aðra verkfæra menn, sem eru svo settir niður á bæina af félagsstjórunum eptir réttu hlutfalli. Sum búnaðarfélög halda enga bú- fræðinga, heldur hafa duglega og vandvirka ólærða menn af því þeim þykir það ódýrara, eins og er, þar eð búfræðingar kosta ekki minna en á þríðju krónu um daginn, en hínir lrá 1 lcr 25.—1 kr 50- aura. Eg veit, að búnaðarfélag Hraungerðishrepps hefur það svona. Nú er verið að rífa Laugardælakirkju, sem var sannarlega ekki vanþörf, því hún var líkari Ijótu og leiðinlegu pakkhúsi, heldur en gúðshúsi og stendur hinn ötuli bóndi þar, Eggert Benedikts- son, fyrir byggingunni, Mannalát. Hinn 8. d. marzm. andaðist að Borðeyri við' Hrútafjörð húsfrú Ragnhildur Guðmundsdóttir á 67. aldursári. Hún var einkadóttir séra Guðmund- ur skálds Torfasonar, er síðast hélt Torfastaði í Biskupstungum og konu hans Höllu Ingvarsdóttur frá Skarði á Landi Magnússonar. Hún var fædd í Álfhólum í Útlandeyjum 1831, og var faðir henn- ar þá aðstoðarprestur í Stórólfshvolsþingum. Síð- ar fluttist hún með foreldrum sínum að Kálfhaga. og Miðdal, en giptist um 1860 Birm Árnasyni frá Naustum við Akureyri, bróður Sesselju móður séra Árna Þorsteinssonar á Kálfatjörn, og er hann enn á lífi. Elzt barna þeirra er húsfrú Halla kona Krjstjáns Gíslasonar, frá Reynivöllum, sýslu- skrifara á Borðeyri. Bjuggu þau Björn og Ragn- hildur lengst um í Torfastaðakoti í Bískupstung- um og þar andaðist séra Guðmundur faðir henn- ar 1879. Nokkrum árum eptir lát hanS brugðu. þau hjón búi, dg dvaldi Ragnhildur sfðan polikur ár í Viðey hjá Magnúsi óðfdsbónda Stephensen? og húsfrú Áslaugu Eiríksdóttur frændkonu sinní (þær voru systradætur), en næstl. vor (1897) flutt- ist húri nörðtlr að Borðeyri til Kfistjáns tengda- soriarsíns,ogvar maður hennar fluttúr þangað áðurt

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.