Þjóðólfur - 10.06.1898, Side 2

Þjóðólfur - 10.06.1898, Side 2
Utlenda^r fr^tir. Khöfn. 30. maí. Hér í Danmörku gengur allt stórálysa- lítið. Miðlúngar hafa haldið aðalfund hjá foringja sínum Frede Bojsen, og var þá helzt uppi á teningnum hjá þeim, að sleikjá sig upp við vinstrimenn og réyna að kóma sér í mjúkinn þar, og hafa nú blöð þéirra skraf- að um þetta fram ög aptur síðan og iátið all-drýgindalega, rétt eins óg þeir réði lof- um og lögum; það er eins óg þeir gleymi því, að þeir eru ekki nema rúmir 20 í þjóðþing- inu, þar sem vinstrimenn eru yfir 60; þykj- ast blöð vinstrimanna sjá það, að allur þessi fagurgali stefni að því, að reyna að sprengja flokk þeirra, og segja miðlungum óspart til syndanna. — Kristján prins er kominn hér með konu sína, og var honum fagnað á sama hátt, og vant er, er þess háttar fólk á í hlut: fallbyssuskot, flögg, sendisveitir með gjafir og ávörp og — last not least — troðfullar götur af „snobbum" — 3. þ. m. lézt hér Carl Möller rithöfundur, sem margir munu kannast við. Frá stríðinu eru engar nýungar, enginn veit með vissu, hvar flotarnir eru, og til bar- daga hefur ekki slegizt síðan við Manilla á Filippseyjum; annars er ekki hægt að botna neitt í þessu strfði enn þá, því þeir ljúga hvor í kapp við annan Jónatan og Spán- verjinn. Hinn 19. maí — á uppstigningardag — andaðist gamli Gladstone, 88 ára að aldri; varð þá almenn sorg um allt enska ríkið; í fyrra- dag — 28. f. m. — var hann jarðsettur á ríkis- kostnað í Westminster Abbey með mik- illi viðhöfn, sem við var að búast, er slíkt stórmenni átti í hlut. — Það þykir heldur brydda á því, að þeir séu að nálgast hvorir aðra, Ameríkumenn og Englendingar, og ekki ólíklegt, að úr því verði vopnasamband. — Þeir Salisbury og Chamberlain hafa haldið sína ræðuna hvor opinberlega, og þótti sér- staklega Chamberlain tala ófriðlega einkum í garð Rússa. Á Frakklandi eru þingkosningar nýlega um garð gengnar, og fækkaði stjórnarliðinu töluvert, svo að efasamt þykir, hvort ráða- neyti Melines muni sitja öllu lengur að völd- unum. — Enn þá einu sinni hefur Zolamál- ið verið á prjónunum, og var nú málið haf- ið fyrir dómstól í Versailles, en Labori mála- færslumaður Zola kvað þann dómstól enga heimild hafa til þess að fjalla um mál þetta, þar eð ákærugrein Zolas hefði komið út i París, og skaut því til úrskurðar æðri réttar, og við það situr. Allt gengur á tréfótum í Ítalíu, herinn ræður lögum og lofum; borgurunum (öllum nema stjórnarliðum auðvitað) varpað hrönn- um saman í fangelsi, og á meðan stjórnin fleygir út ógrynni fjár til hersins og til þess að »halda reglu (!) í landínu«, þá sveltur lýð- urinn. Hinn 16. maí var fiskisýningin í Björgvin opnuð, og þykir mikið til hennar koma; sérstak- lega kváðu grænlenzka verzlunin og Færey- ingar bera af öðrum þar, en — enginn hefur minnzt á íslendinga; eg veit ekki, hvernig það er, það er eins og þeir hafi ekld vit á 106 því enn þá, hve mikils virði það er að láta bera á sér við þess háttar tækifæri. Nú erú 400 ár síðan Vasco da Gama fann sjóleiðina til Indlands, og minnast Portúgalsmenn þess með miklum hátíðarhöld- um þessa dagana. Viðauki. Eptir enskum blöðum, er ná til 2. þ. m. eru eigi nein frekari tíðindi af ófriðnum að segja, er henda megi reiður á. Floti Spánverja hafði undir forustu Cer- verós admiráls haldið inn á höfnina við Santi- ago á Kúba, og lá þar inniluktur, því að Bandamenn voru á verði fyrir utan. Eigi eru þó Spánverjar auðsóttir á höfn þessari, því að innsiglingin er á einum stað örmjó og skotvígi þar til beggja handa á landi, en sprengivélar lagðar neðansjáfar í þessi þrengsli. Þó ætla menn, að á þessu svæði muni til skarar skríða með Bandam. og Spánv. en dregízt getur það fram eptir sumrinu, að ó- friður þessi verði til lykta leiddur, eptir því hve slælega hann hefur verið háður af beggja hálfu hingað til. Bandamenn hafa ekki þor- að að gera landgöngu á Kúbu, en munu ætla sér að ná eynni Portorico frá Spánverjum og höfðu stefnt nokkru af flota sínum þang- að, er síðast fréttist, og jafnvel komin fregn um, að þeir hefðu þegar náð eynni á vald sitt, en það ætla menn ofhermt. — Á Fil- ippseyjum rekur hvorki né gengur síðan or- ustuna við Manila 1. maí, og Dewey admiráll sagður fremur illa staddur, því það hefur gengið seint með sendingu landgöngu- liðsins frá San Francisco, er hann krafðist að íá sem allra fyrst, og þykir Bandaríkja- stjórn nokkuð silakeppslcg í snúningum í öllum sínum hernaðaratgerðum. Yfirmaður- inn á einu spánverska skipiriu, er gafst upp á Manillahöfn hefur verið sko'cinn og Mont- ojo admirálnum spánverska hefur verið stefnt fyrir herrett, og jafnvel búizt við, að hann verði dæmdur til dauða og skotinn. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefur fengið 5000 kr. styrk af Karlsbergssjóðnum til að gera jarðfræðis uppdrátt af íslandi. Trúloýud eru íKaupmannahöfn Jón Svein- björnsson stud. jur. (son L. E. Sveinbjörns- son háyfirdómara) og ungfrú Ebba Schier- beck (dóttir Schierbeck fyr landlæknis). Suður-Þingeyarsýslu 19-maí. Þessi vetur, sem nú er liðinn hefir mátt heita góður hér um slóðir. Snjólétt mjög allt fram i þorralok og frost mjög litil. Þó var löngum stormasamt og umhleypingar frá nýári og allt fram til páska; en góan var snjóasöm og hörð í horn að taka. Vorið hefur verið stór-áfellalaust, en fremur kalt og má svo heita, að enn sé gersaml. gróðurlaust, enda hafa nú gengið hálfsmánaðar kuldar og norðaustanátt, sem þó er nú lokið fyrir fáum dögum.' Heybirgðir reyndust af skornum skammti hjá æðimörgum og tók að brydda á þvý jafnvel í góulok. En þó voru hinir miklu fleiri; sem höfðu hér um bil fyrir sig, enda gátu fáeinir hjálpað til mikilla muna. Skepnuhöld munu vera í meðallagi og ekki betri. Ohreysti hefur lagzt í féð, pest drap nokkrar kindur á ýmsum bæum, þar sem hún hefir aldrei gert vart við sig fyrfi t. d. í Laxárdal og sótt hefur gengið víðsvégár. Hún byrjaði á góu. En ekki verður ineð vissu vitað um orsakir hennar. En líklegt þykir að hún stafi af því, hve jörðin var ber fyrri hlutg vetrarins. Mold og óþverri ýmiskonar hefir þá rökið á jurtirnár og borizt þannig í rrteltingarfæri fjárins. En afleiðingarnar komu svo fyrst í Ijós,- þegar tekið var að gefa alveg inni á góunni. Sjálfsagt hefðu almenn vandræði orðið hér með heyföng, ef vorið heíði orðið hart. Þó er víst ásetningur mikið betri nú, en hann var fyrir mannsaldri síðan. En meðferðin á fénu er svo miklu betri, að slikt er ekki berandi saman. Kýr mjólka nú þriðjungi meira og jaínvel helmingi o. s. frv.' En það er víst, að bændur gæta þess ekki nægilega, hve miklu meira þarf að ætla hverri skepnu af fóðri nú. Anriars er það vorkun í aðra röndina, þó sett sé nokkuð djarft á. Lífsþarfirnar eru svo margar og miklar að ærið ervitt er að fullnægja þeim, þó beitt sé allra bragða að hafa fénaðinn sem flestan. Gamall málsháttur segirað visu, að betri sé ein kráka í hendi en tvær í skógi. En annar málsháttur segir líka, að enginn hafi það,. sem hann hættir ekki til. Hitt og þetta. Hugrökk greifafrú. Frakkneskur greifi nokkur Jurac-Coutras að nafni, er lézt í Paris- 23. júlí f. á., haíði kvænzt fyrir tveim árum for- kunnar fríðri stúlku af lágum stigum, er verið haíði í sölubúð í París og erfði hún allar stóreignir greifans, þar á meðal höfðingjasetur ættarinnar skammt frá Epinal í Austur-Frakklandi. Eptir látmanns síns, fór ekkjan að skoða lendur sínar, er hún eigi hafði fyrri séð, en henni þótti dauflegt á höfðingjasetrinu og bjó sig á brott aptur til Par- ísar. Kveldið áður en hún fór burtu fékk hún pen- inga mikla hjá ráðsmanninum og gekk inn í svefn- herbergið, þar sem héngu ýms málverk, og þar á meðal eitt 4 álna breitt af einhverjum grá- skeggjuðum forföður mannsins hennar sáluga. Ekkjufrúin flutti spilabörðið að þessu stóra málverki, setti lampann á borðið, og fór að telja peningana sína, og leggja þá 1 smáhrauka. Svo reiknaði hún saman, hversu mikið þetta væri, og er hún taldi á fingrunum leit hún snöggvast á málverkið og sá þá, að stór tár runnu niður eptir kinnunum á andlitsmynd gamla greifans. Þessari snarráðu stúlku kom eigi til húgar, að hinn gamli ættfaðir' væri að gráta af harmi yfir því að sjá búðarstúlku frá Párís gramsa þarna í fjármunum ættarinnar, og hún kallaði heldur ekki á hjálp, en lét eins og hún hefði ekki séð tárin, og hin deplandi augu, og hélt áfram að telja í hægðum sínum, unz hún stóð upp og mælti hátt:» Ó, eg hef gleymt arm- bandinu mínu niðri, það tjáir ekki að láta það liggja þar í nótt«. Svo gekk hún hægt út úr her- berginu niður stigann og út úr aðalbyggingunni,. og varð svo heppin að hitta ökumanninn, hesta- hirðinn og garðyrkjumanninn saman á tali þar úti fyrir. Þeir fengu sér allir verjur, eptir því seiri föng voru á, og hún gekk á undan þeim upp í svefnherbergið, lét færa málverkið úr stað og fann á bak við það svipljótan, tötralega búinn mann, er óðar var tekinn, bundinn og settur í gæzlu. Hann hafði leynzt á bak við málverkið, til, þess að geta rænt greifafrúna um nóttina. Hann hafði einhverju smni lesið í gömlu blaði frásögn um innbrotsþjóf, er hafði skorið augun út úr mál- verki, leynzt á bak við það og horft í gegnum götin á þann, sem hann ætlaði að stela frá. Nú ætlaði þessi að hafa sömu aðferðina, en hitinn af þrem- ur Ijósum 1 Ijósastjakanum hafði komið út á hon- um tárunum og það varð honum til falls samfara snarræði greifafrúarinnar, er hélt þessvegna pen- ingum sínum óskertum. Urðu sum Parfsarblöðin svo hrifin af þessu hugrekki hennar, að þau fluttu jafnvel ljósmyndir af henni. Norski rithöfundurinn Árni Garborg segir, að hinn heilagi Ágústfnus kirkjufaðir segi einhvers- staðar í ritum sínum, að konan eigi aldrei að hafa fleiri en einn mann, en aptur á móti sé það eðlifegt, að karlmaðurinn sé ekki við eina fjölina felldur, og kirkjufaðirinn sanni orðsín á þessa leið. „Maðurinn er guð konunnar, en það er ekki leyfilegt að dýrka marga guði: Á hina hliðina er þvf svo varið, að konan er í hæsta lagi eng- ill mannsins, en að guð hafi marga engia, jafnvel svo þúsundum skipti, það er í fullu samræmi við hin helgu rit, sbr, Opinberunarbókina", Ilann: Áður en eg læt yður í ljósi ást mfria,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.