Þjóðólfur - 10.06.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.06.1898, Blaðsíða 3
io7 « vil eg spyrja yður, hvort þér eigið nokkuð inni í bankanum. Hún'. Já, herra lautenant, ungi maðurinn, sem stendur við fyrsta skrifborðið þar, erunnusti minn og við ætlum að giptast í næsta mánuði. f Hinn 21. f. m. andaðist að Borgum í Horna- firði Anna Steindórsdóttir Knudsen, fyr gipt Lud- vig A. Knudsen bókhaldara í Reykjavík (f 1896). Hún var fædd 1 Hafnarfirði 1824 og var faðir Ihennar Steindór stúdent Jónsson skipstjóri, stjúp- sonur Bjarna riddara Sigurðssonar, en móðir henn- arvar af danskri ætt (Welding). Hún giptist L. A. Knudsen 1. jan. 1848, og áttu þau saman 3 dætur: Margréti fyrri konu séra Gunnlaugs Halldórsson- ar á Breiðabólsstað, Friðrikku ekkju Hafliða Guð- mundssonar verzlunarm. í Rvík, og Jóhönnu konu Í’orgríms Þórðarsonar héraðslæknis á Borgum. Flutti Anna heit. úr Reykjavík austur til þeirra hjóna næstl. sumar. Hún var frið kona sýnum -og gervileg, vel að sér, tápmikil, mjög þolinmóð í þrautum þessa lífs, og hjálpfús við bágstadda. Reykjavik 10. júní. I fyrra kveld andaðist hér i bænum eptir mjög þunga legu í taugaveiki Emil Hans Christian Tvede lyfsali, að eins 34 ára gamafl, (f. 28. apríl 1864). Hann var danskur í báðar ættir, en sett- ist að hér á landi vorið 1891, er hann keypti lyfjabúðina af N. S. Kríiger. — Tvede lyfsali var að allra dómi valmenni, mesta lipurmenni og prúðmenni og kom hvarvetna vel fram. Mun ó- hætt að segja, að hann hafi ekki átt hér neinn persónulegan óvildarmann. Hefur bæjarfélag vort misst þar góðan og nýtan dreng. Strandbátarnir „Hólar" og „Skálholt" komu hingað báðir á réttum tíma með allmarga far- þega, þar á meðal voru með »Hólum« að austan Halldór bæjarfógeti Daníelsson, séra Jón Guð- mundsson á Nesi í Norðfirði, Ari Brynjólfsson ■óðalsbóndi á Þverhamri í Breiðdal, Gfsli Högna- son óðalsbóndi á Gilsárstekk, húsfrú Guðrún Þorsteinsdóttir frá Eskifirði (kona Guðm. snikkara Hallss. hér í bæ) alflutt hingað aptur með börn sín. — Með „Skálholti" komu meðal annara Guð- jón Guðlaugsson alþm. frá Ljúfustöðum og Kr. Jónasarson verzlunaragent. „Laura" kom hingað frá útlöndum 6. þ. m. Með henni komu kaupmennirnir H. Th. A. Thom- sen og Ditlev Thomsen með frú, W. Christensen, A. Asgeirsson frá ísafi, Olafur Olavsen frá Kefla- vík, Þorleifur Bjarnason adjunkt, Helgi Pétursson cand. mag., ungfrú Asta Pétursson systir hans, ungfrú Anna Jörgenseu, stúdentarnir Guðm. Björns- son frá Svarfhóli, Halldór Júlíusson frá Klömbr- um og Arni Þorvaldsson, einnig margir enskir ferðamenn: Howell Öræfajökulsfari, skáldkonan Disney Leith. o. fl. Þorleifur Bjarnason adjúnkt, er kom nú með póstskipinu, hefur dvalið erlendis (í Danmörku og Þýzkalandi) síðan í fyrra sumar, var lengst í Múnchen og Leipzig og hlustaði þar og i Berlín á fyrirlestra, einkum í sögu og uppeldisfræði. Var einnig um tíma í Dresden og Núrnberg, en komst lengst suður á bóginn til Triest við Adríahaf. Þjóðminningar-dagur fyrir Árnessýslu verður haldinn sunnudag ÍO. júlí H. k. á bökkunum hjá Stóra-Armóti í Flóa. — Hátíðin hefst einni stundu fyrir hádegi. Ræðuhöld, söngur, hljóðfærasláttur, kapp- reiðar, kapphlaup, glímur og dans, verður þar til skemmtunar haft. — Ka'ffi, chocolade, gosdrykkir, ol og mjólk verður selt þar sanngjörnu verði. Aðgangur ókeypis fyrir alla, og allir boðnir og velkomnir. Ólafur Helgason, Eggert Benediktsson, [prestur á Eyrarbakka]. [bóndi í Laugardaelum]. Símon Jónsson, [bóndi á Selfossi]. Til sölu eru ábúendum og öðrum, sem bezt bjóðaí: jarðirnar Björk í Sandvíkurhreppi öll, að dýrleika 9 hndr. 12 al. V« Kotlaugar 7 hndr. 108 al. og x/a Högnastaðir 6 hndr. 90 al. báðar liggjandi í Hrilnamannahrepp. — Semja má við Sigurgeir Arnbjarnarson á Selfossi. Korsör Margarine er bæði betra og ódýrara, en allt ann- að „margarine", enda er það viðurkennt að vera bæði ljúffengara og hollara en allar aðrar tegundir, sem stafar af því að verksmiðjan brúkar aldrei annað en hin beztu efni. — Að því er ísland snertir, þá hefur innflutningurinn á Korsör Margarine margfaldast með ári hverju, sem stafar frá því, að sá sem einusinni hefur keypt Korsör Margarine kaupir aldrei annað. Einkaútsala á Islandi hjá B. H. Bjarnason. Söfminarsjóður verður opinn laugardag 11. þ. m. kl. 5—6. til að veita vöxtum móttöku. Smíðatól af öllu tagi, vandaðri en annarstaðar, ódýrust í verzlun B. H. Bjarnason. Allskonar Glervara er ódýrust í verzlun B. H. Bjarnason. , Uppboðsauglýsing. Á opinberu uppboði, sem haldið verður í Austurstræti J[s 16, þriðjudaginn 14. þ. m. og byrjar kl. 11 f. hád. verða seldar eptir- greindar vörur : álnavara af ýmsu tagi, leirtau, blikktau, glysvarningur, fatnaður og margt fleira. — Ennfremur nokkuð af tómum kössum og tunnum. — Bæjarfógetinn í Reykjavík, 7. júní 1898. Halldór Daníelsson. Hærupoki með tjaldi og tjaldhælum hefir týnzt á leiðinni innan úr Skuggahverfi og til Zimsens verzlunar. Finnandi skili til konsúls Chr. Zimsen. c bo (D bD £ 3 . a c 3 3 c í =0 ‘O 0. -M co £ •- rt í. 3 S V. 0) Ctí 3Í i 76 ■ur fundizt svo gott og kænlegt, virtist honum nú þýðingarlaust. Skömmu eptir giptingu sína óskaði hann að hann ætti barn. Þegar hann hafði eignast það, óskaði hann sér innilega að sjá það ganga, heyra það tala, og hið sama var að segja um hitt barnið. Hann vildi nú feginn að börn hans væri vel upp al- in og hið eldra gæti að minnsta kosti tekið við embættinu af honum. Kornelíusi fannst sem hann væri svikinn við kaupin og píndi sjálfan sig sífellt með þvi að reyna að finna einhver ráð til þess að frelsa sál sína. Hann braut heilann svo mjög um þetta, að hann varð að síðustu sjúkur og mátti fyrst ekki fara neitt út, en varð síðan að fara í rúmið, Veikindin jukust skjótt °g innan átta daga sagði læknirinn við hann, að það væri kom- inn tími til þess að hann byggist við dauða sínum. Við þessi orð varð andlit hans sem á dæmdum manni, er neitað hefur verið um hina síðustu bæn sína um náð. Hann setlaði að tala, en allan daginn gat hann ekkert annað sagt en „Sálin mín! Sálin mínl". Hann endurtók þetta aptur og aptur og andlitið bar vott um hræðilega angist. Nóttin kom og loks- ins sofnaði hann, og virtist það hafa góð áhrif á hann. En einmitt þetta tækifæri notaði Scipio til þess að finna sjúklinginn. Þótt hann heyrði hvorki dyr opnaðar, né glugga, varð hann allt í einu var við Scipio í miðju herberginu og ein- mitt eins útlits Og hann hafði einungis einu sinni áður séð hann, með Þognar klær og langa rofu, eldstrók útúr munni ogaugum, ogístuttu máli leit hann út sem fullkomin mynd tjandans sjálfs. Veslings málaflutningsmaðurinn varð svo óttasleginn, að hann grúfði sig niður í koddann og sængina eins og hann gat. En hvorki koddinn né sængin kom honum að neinu gagni; hann vafði arangurslaust rúmfötunum utan um sig, lokaði augunum, pg sá hina hræðilegu mynd Scipios standa óbifanlega frammi fyrir sér. 73 skyldu halda, er þeir sáu meistara sinn sýna gamla manninum meiri kurteisi en þeim sjálfum og veita honum mikla eptirtekt, sem bar vott um ótta og virðingu. Scipio lét sem ekkert væri og var svo einstaklega einfeldnislegur, að Kornelíus sagði enn einu sinni við sjálfan sig: „Nei, þetta getur ekki verið kölski, mig hlýtur að hafa dreymt". Hann var farinn að anda dálítið léttar, þegar Scipio fer með hann út í horn og hvíslar að honum: »Eg mætti í þessu bili þjóni hr. Alholtz og hann bað mig um að bjóða yður í nafni -hjónanna til morgunverðar, með því að þau vildu tala við yður um það, sem þér vitið víst af«. „Eg gef mig forlögunum á vald!" kallaði Kornelius upp og svipurinn varð hetjulegur. Hann þreif þegar parrukið sitt, stafinn og hattinn og flýtti sér á stað, þótt mikið vantaði á að klukkan væri orðin svo margt, að menn færu að borða morgun- verð. Húsfreyjunni og dóttur hennar þótti þetta einnig vera nokkuð tímanleg heimsókn og flýttu sér í burtu, með því að þær voru ekki alklæddar. En húsbóndanum fannst þessi ákafi vera góðs viti og tók á móti honum með mestu virktum. „Herra minnl", sagði hann, »okkur fannst þegar í stað, að þér veittuð okkur mikinn heiður með tilboði yðar. Eg hafði að vísu hugsað mér að dóttir mín skyldi giptast öðr- um manni, en hún hefir skýrt mér skorinort frá því, að hún elski einungis yður. Hún er einkabarn mitt, fátækt yðar þarf því eigi að standa í vegi fyrir hamingju ykkar beggja". Þetta varð banahögg skynsemi málaflutningsmannsins okkar. Alholz hélt að hann hefði ekki búizt við þessu og að hann mundi verða bæði hissa og himinlifandi glaður, en þá heyrir hann sér til mestu undrunar að hann segir, að hann hafi búizt við þessu, þetta sé skráð í stjörnunum og að enginn geti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.