Þjóðólfur - 24.06.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.06.1898, Blaðsíða 2
H4 ur sleppi bráðapestinni og fjárkláðanum með öllum þeim kostnaði, sem ’samfara er því að verjast honum (nfl. böðunum) o. fl. Ennfrem- ur er það athugandi-, að það ,er miklu meira iverk að stunda að öllu leyti 70 ær og 70 lömb um árið, en.að stunda 10 kýr og 10 kálfa, (ef rétt aðferð er viðhöfð), þegar það er frádregið að afla heyjanna, eins og gert er í þessu dæmi, en þó allra helzt, ef bónd- inn scm í hlut á, hefur smjörgerðar-áhöld, annaðhvort sjálfur eður getur náð til smjör- gerðarhúsa með mjólkina eða rjómann. Eg veit, að 12 auraverð á mjólkurpott- inum er meira en bændur á íslandi hafa nú upp úr mjólkinni sinni, en eg ætla að það sé sanngjörn áætlun, miðað við það sem bændur á íslandi gœtu haft upp úr henni, ef rétt væri áð farið, með tillíti til þess, se'm hér í landi á sér stað í því efni. Það er nfl. gert ráð fyrir, að áirnar og undanrenningin sé jafn mikils virði og smjörið úr vissum mæli mjólkur, bæði til manneldis og fóðurs fyrir kálfa og svín, og verður smjörið þá úr hverj- um nýmjólkurpotti 6 aura virði eptir minni áætlun. Nú er reynsla fyrir því hér í landi, að eittpund af smjöri fæst úr 8- -10 pottum af nýmjólk til jafnaðar (22 pundum), — en eitt pund af osti úr hverjum 4 pottum af nýmjólk. -— Eptir þessu er 12 aura verð á nýmjólkurpottinum sama sem 50—60 aura verð á smjörpundinu, eða með öðrum orð- um: sá sem fær 50—60 aura fyrir smjör- pundið fær sama sem 12 aura fyrir nýmjólk- urpottinn, ef rétt aðferð er viðhöfB, og það verð ætti að vera hægt að fá fyrir smjör á íslandi að minnsta kosti í mörg herrans ár enn. En svo má einnig ná þessu verði (12 aura verði) upp úr nýmjólkurpottinum á ann- an hátt, sem sé með því, að selja mjólkina (eður rjómann að eins) til smjörgerðarhúsa, annaðhvort fyrir víst yerð pottinn eða upp á vissan hluta af smjörinu úr henni, (auk á- anna og undanrenningarinnar), eða fyrir víst verð hvert smjörpund, sem fæst úr mjólk- inni og er sú aðferðin umsvifa- og fyrirhafn- arminni, en að gera smjöríð sjálfur heima, og því hentugri, þar sem vinnukraptur er mjög lítill. i' '* t..nr :•»;f '• •' ' * w'’. * ? < '- 4, V. (Siðasti kafli). Það sem íslenzkum sveitabændum ligg- ur nú meira á en nokkuð annað, er það, að leggja kapp á nautgriparœkt og smjórget ci, og ætti landssjóðurinn að veita til slíks ríf- leg lán með góðum kjörum, bæði til ein- stakra manna og sýslufélaga. Það er fyrst og fremst nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að landbúnaðurinn a íslandi geti borið sig, og jafnframt skilyrði fyrir því, að landið ger- eyðist ekki af fólki á tiltölulega fáum árum, og í annan stað þá eiga sveitabændur fulla heimting á því, að þing og stjórn rétti þeim hjálparhönd, til þess að koma búnaðinum í svo viðunanlegt horf, að hann beri sig. Þér íslenzku sveitabændur! takið nú rögg á ykkur, og hættið að leggja eins mikið í sölurnar fyrir sauðtjárræktina, hún er svo völt, og farið að leggja meira í sölurnar fyr- ir nautgriparæktina, hún er vissari, og krefj- ist þess réttar ykkar með einhuga samíök- um, að stjórnin veiti ykkur að láni með góð. um afborgunarskilmálum allt það fé, sem út- heimtist til þess að þér getið gert ykkur mjólkina að arðberandi verzlunarvöru sem sé: fyrir osta- og smjörgerðaráhöld, o. fl. og ef þér gerið það — en það þolir enga bið — þá verðið þér færir um, — smámsaman, méð vaxandi þekking á öðrum greinum, sem að búnaði lúta — að haldast við búskap, þótt þér þurfið að borga vinnufólki ykkar sóma- samleg virnulaun; og þá Sánnfærist þér um að það sé betra að vera bóndi í sveit á íslandi, en 'b'ÓncIi í Améríku, eða daglaunamaður, hvort heldur er í Reykjavík eða f Winni- peg í Manitóba. Eg hefi skrifað jæssar línur, til þess ef vera mætti, að þær vekti einhvern til um- hugsunar og framkvæmda þar heima í þá átt að bæta búnaðarástandið að einhverju leyti í landinu, samkvæmt tillögum mínum, eða réttara ságt; samkvæmt þvf sem allir ættu að geta séð, að nauðsyn krefur. Og í því sambandi vil eg leyfa mér að gefa þá bend- ingí fám orðum: að til þess að geta stað- izt þá óáran, sem annað veifið gengur yfir landið, og til að geta lifað í landinu með von um framtíð þess, svo að fólkið neyðist ekki til að flýja fyrst heimili sín, og síðan lartdið þar á eptir, þá þurfa menn að gera aðalatvinnuvegi landsins sem tryggasta og arðmesta að mögulegt er, bæði til sjós og sveita, svo að lífi manna og velferð sé borg- ið, hvernig sem í ári lætur, — því að gera það, er landsmönnum innanhandar, ef þeir bara vilja, — er alvara. — Menn mega ekki láta allt vitið og allan áhugann lenda í einskisverðu þrefi um „skegg keisarans", eða halda dauðahaldi í gamla búskaparfyrirkomu- lagið, að svo miklu leyti sem annað nýrra er farsælla. * * * Um leið og vér sérstaklega viljum vekja athygli landavorra á grein þessari, er nú hefur birzt hér í blaðinu, skulum vér láta þess getið, að það er eigi alllítill munur á svona lagaðri ritgerð og óþverraníði því, sem ritstj. Lögbergs hefur ausið úr sér yfir land vort Og þjóð, og aldrei hefur keyrt eins blygðunarlaust úr hófi, eins og næstliðinn vetur. Það er auðvitað engum orðum eyð- andi að jafn fyrirlitlegu háttalagi af manni, sem þykist vera Islendingur og í siðaðra manna tölu. En því gleðilegra er það fyrir oss Austur-íslendinga að sjá jafn ljósan vott um einlæga velvild til forna Fróns og jafn ein- beittan áhuga á framförum þess, eins oglýs- ir sér í þessari grein hr. Stefáns B. Jóns- sonar. Fengjum vér margar slíkar sendingar frá bræðrum vorum vestanhafs, mundi vin- átfuþel milli Vestur- og Austur-íslendinga verða hlýrra en áður og allur ýmugustur á báðar hliðar hverfa og við það væri mikið unnið. Að öðru leyti þarfnast grein hr. S. B. J. engra meðmæla frá vorri hálfu. Hún er fullljóst og skilmerkilega rituð til þess, að menn geti athugað og fært sér í nyt þær uppástungur, er hún flytur. Það stefnir allt að því, að búskaparlag vort þurfi að breyt- ast og þá sjálfsagt í þá átt, er greinarhöf. bendir á: að lögð verði meiri stund á naut- griparæktina einkum geldgriparækt. Vér þurfum fyrst og fremst að græða út túnin í stórum stýl, svo að vér getum fengið sem mestan arð af litlum vinnukrapti, og það fá- um vér auðveldast með því að beina öllum kröptum vorum að túnræktinni. Ritstj. Frá ófriðnum. bárust hingað .lausafregnir með fiskveiða- gufuskipi af Vestfjörðum 20.þ. m. Samkvæmt þeim áttu Bandam. að hafa unnið mikinnsigur á Spánverjum í sjóorustu við borgina San Jago á suðurströnd Kúba, og hafi Spánverjar misst þar 15 skip, en Bandamenn því næst gengið á land og tekið að. leggja . undir sig ,Kúba. Líklega er eitthvað hæft i þessu, þótt nokkru kunni að skakka. En hitt er lítt sennilegt, að. Frakkar hafi ætlað að skerast í leikinn Og veita Spánverjum, en Englendingar svo aptur Bandamönnum. Það eru eflaust stað- hæfulausar tilgátur. Próf í heimspeki (forspjallsvísindum) tóku þessir stúdentar við prestaskólann 17. þ. m. 1. Sigurbj. Astv. Gíslason: ágætl. 2. Sigurjón Jónsson: ágætl. 3. Olafur Briem: ágætl. -4- 4. Einar Gunnarson: dável. -)- 5. Böðvar Bjarnason: vel. -j- 6. Sig. Júl. Jóhannesson: vel. 7. Guðmundur Gnðmundsson: vel -4- Nr. 1. 3. og 5. eru í prestaskólanum hínir í læknask. nema nr. 4. er eigi sækir neinn skóla. Nokkru áður í vor tók Jónmundur Hall- dórsson (af prestaskólanum) heimspekispróf með eink. dável. Um Landeyjaþing eru í kjöri: jðn Stef- ánsson cand. theol., Þorvarður Þorvarðarson cand. theol. og síra Magnús Þorsteinsson að- stoðarprestur þar í brauðinu. f Næstliðinn uppstigningardag, 19. maí, lézt úr lungnabólgu Hj'örtur hreppstjóri Hjálmarsson á Skíðastöðum i Laxárdal í Skagafjarðarsýslu 58 ára gamall, valmenni mikið og fyrirmyndarbóndi. Hann var sannnefnd sveitarprýði og meðal hinna merkustu bænda í Skagafjarðarsýslu. —(S)' Hitt og þetta. Oskari Svíakonungi þykir dágott í staupinu, eins og kunnugt er, og er mælt, að honum þyki jafnvel brennivín drykkja bezt. — Þá er lokið var verðlaunaútbýtingunni við Stokkhólmssýmnguna næstl. sumar, settist konungsfólkið og hinir tignu gestir þess að snæðingi á Hasselbacken. En áður en konungur settist í sæti sitt, leit hann yfir borð- ið, og hugði vandlega að vínflöskuhum. Loksins kallaði hann á þjón einn og sagði: „Er það meiningin, að maður eigi ekki að fá brennivlns- snaps hérna“r Þjónninn hneigði sig hvað eptir annað, og fór eitthvað að afsaka sig í hálfum hljóðum. „Eruð þér orðnir svo „fínir" hérna, að þér berið ekki lengur þessháttar á borð“ bætti þá kóngur við, og horfði með vanþóknunarsvip á þjóninn, er nú þaut burtu til veitingamannsins, og kom aptur með fulla brennivínsflösku. Það hýrnaði yfir gestunum, og ánægjan skein út úr andliti konungsins, en rússneska stórfurstafrúin klappaði saman lófunum. Soldán nokkur í Suður-Afriku, Luke Janlje að nafni, átti fyrir skömmu í ófriði við Englendinga og var tekinn höndum af Háskotahersveit einni undir forustu Searle liðsforingja. Viku síðar fékk liðsforingi þessi skipun um að senda hinn handtekna soldán til Fort Natal, og skyldi varð- lið gæta hans á leiðinni. En svo leið og beið og soldán kom ekki. Var þá farið að grennslast eptir, hvernig á því stæði, og játaði þá Searle, að hann hefði umsvifalaust skorið höfuðið af þessum svarta höfðingja, og látið smyrja það til þess að gefa það gripasafni einu. Eigi er þess getið, að liðsforinginn fengi neina áminningu fyrir þetta til tæki sitt. /

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.