Þjóðólfur - 05.07.1898, Page 2
122
þús. kr. yrðu þá notaðar til að leggja höf-
uðfréttaþráð yfir land til Rvíkur; ætti þráður
þessi að fara austan Og norðan um og liggja
um hlað á Akureyri, en út frá honum mætti
jafnframt leggja aukaþræði, er væru mál-
' þræðir (telefónar), til hinna helztu héraða og
verzlunarstaða (t. d. ísafjarðar yfir Stað í
Hrútafirði).
Samkvæmt lausri áætlun mundi lagning
landsímans, er yrði tvöfaldur, að meðtöldum
áhöldum á höfuðstöðvunum tveim, Akureyri
og Rvík., kosta 400 — 500 þús. kr. Nú fengi
ísland frá félaginu, ef sæsíminn yrði lagður
á land á Austfjörðum, 300 þús. kr., og þyrfti
þá að bæta við IOO—200 þús. af landsins
hálfu. Þetta áleit kommandör Suenson kosta-
kjör.
Ekki sagði hann, að Fréttaþráðarfélag-
ið tækist á hendur lagningu landsím-
ans, því að það starfaði að eins að neðan-
sjávar lagningum, en þó sagðist hann, afþví
að hann væri málinu hlynntur, ætla að láta
virkjafræðing þann, er hann sendi heim í
sumar til þess að rannsaka lendingarstaði
austan Og sunnan, einnig skoða landslagíð
austan ognorðanlandsogþaðansuður.til Rvíkur,
svo hægt væri að gera fasta áætlun um
kostnaðinn við lagningu landsímans í haust.
Enn léki það allt í lausu lopti og ekki út-
gert um neitt.
Þó ræður kommandörinn sterklega tilað
leggja sæsímann til austurlandsins, ekki vegna
þess, að það sé hægra fyrir félagið, eða nátt-
úrunnar vegna, því hægt sé að búa svo um
hnútana alstaðar, að sjórinn eða sjávarbotn-
inn grandi ekki símanum, svo það sé hé-
gilja með hraunbotninn og straumana; geti
nokkuð grandað símanum, séu það helzt botn-
verpingar, og þeir séu jafnt austanlands og
sunnan; — nú, en aðalástæðan sé sú, að Is-
land komist þá undireins allt með litlum til-
kostnaði í samband við umheiminn, ef sæ-
síminn lendi við Austfirði og landsíminn taki
svo við úr því alla leið til Rvíkur. Rvík
verður ekki fremur út undan fyrir það, því
úr því að hægt er að leggja landsíma, svo
fulltrútt þyki, um öræfin í norðurhluta Nor-
egs og Síberíu, mun það ekki síður hægt á
íslandi; strjálbyggðin er heldur engu meiri
á Islandi, en á þessum stöðum, og þó er
fyrirkomulagið þar alltaf í bezta standi.
Ekki sagðist kommandörinn geta sagt
neitt um, hvort kostnaðurinn við stöðvahald
og viðgerðir á landsímanum mundi geta
svarað tekjunum við notkun hans, en það
væri þó augljóst, að því fleiri héruð og kaup-
staðir kæmust í samband við landsímann
með málþráðum því hærri yrðu tekjurnar.
Á hinn bóginn yrði stöðvahaldið á hin-
um tveim aðalstöðvum, Akureyri og Rvík.
— félagið sjáltt stæði algerlega straum af
Austfjarðastöðinni 20 árin næstu — ekki
dýrt. Þyrfti ekki nema einn mann sérlærðan
á hverri stöð, er gæti haft önnur hjáverk,
því líklegast yrði stöðvunum ekki haldið
opnum fyrst í stað, nema nokkrar stundir á
dag. Á málþráðastöðvunum þyrfti enga sér-
lærða menn, því allir gætu lært að nota mál-
þræði hjálþarlaust.
Ekki þyrfti heldur sérlærða menn til
þess að bæta þræðina, ef þeir slitnuðu.
Hefði hann hugsað sér, að taka mætti nokkra
menn íslenzka úr hverju héraði, er landsím-
inn yrði lagður og lærðu þeir þá allt, er
með þyrfti. Menn þessa gætu héruðin eða
sýslurnar úr því haldið fyrir litla þóknun
til að sjá um símann og aukaþræðina hvern
á sínu svæði. Gætu gæzlumennirnir með
því að setja sig í samband hver við annan
á svæðum þeim, er í standi væru, alltaf far-
ið nærri um, hvar þræðirnir væru bilaðir og
væri þá skaðinn fljótt bættur.
Á þessa leið voru orð kommandör
Suensons, og þóttist eg þá ekki geta grennsl-
ast eptir fleiru, en kvaddi og fór.
Khöfn, 24. júní 1898.
Ágúst Bjarnason.
*
* *
Af þessari fróðlegu og skipulega rituðu
grein má sjá, að mál þetta horfir allóvænlega,
og alls óvíst, hvort nokkuð verður úr lagning-
unni. Að minnsta kosti bíður mál þetta
næsta alþingis. Verði félagið, þótt nægilegt
fé fáist, ófóanlegt til að leggja þráðinn til
Reykjavíkur eða í grennd við hana, en fáist
fremur til að leggja hann til Austfjarða, þá
er það auðvitað gott og blessað að vissu
leyti, en það er óhjákvæmilegt, að höfuð-
staður landsins verði þá herfilega útundan í
fréttaþráðarsambandinu við útlönd, hversu
litla annmarka, sem kommandör Suenson
kann að telja á lagningu landþráðarins yfir
öræfin hér og skjótri viðgerð á honum. Verð-
ur nánar minnzt á þetta síðar. Ritstj.
Embættispróf í lögfræöi við há-
skólann hefur tekið Guðmundur Sveinbjdrns-
son (Lárusson háyfirdómara) með 2. einkunn.
Dr. Þorvaldur Thoroddsen ætlar
í sumar að rannsaka Hallmundarhraun og
heiðarnar þar norður og vestur af Langjökli
(Arnar\Tatnsheiði, Tvídægru) og víðar.
Lars Oftedal, hinn nafnkunni norski
prestur fra Stafangri, sem ýmsir landar vorir
munu hafaheyrt getið íísl.biöðunum fyrir nokkr-
um árum, er nú staddur hér í bænum. Hef-
ur hann brugðið sér í þessa skemmtiferð
hingað til lands, fyrst til Seyðisfjarðar og
þaðan hingað með Vídalínsskipinu, er kom
30. f. m. Mun fara með því til útlanda á
morgun.
Embættispróf á lœknaskólanum hafa tekið:
Halldór Steinsson I. eink. 102 Stig.
Georg Georgsson II. - 82 —
Jón Blöndal II. - 78 -
Magnús Jóhannsson II. - 66 —
Guðm. Guðmundsson III. — 55 -
Settur læknir. Guðmundur Guðmundsson,
fyrv. læknir Arnesinga, er nú settur læknir par
í neðri hluta sýslunnar í sjúkleikaforföllum hér-
aðslæknisins, Asgeirs Blöndals, einn mánaðartíma
fyrst um sinn.
Burtfararpróf úr lœrða skólanum eink. hafa tekið: stig
1. Magnús Jónsson I. 103.
2. Halldór Hermannsson I. 101.
3- Þorkell Þorkelsson (utanskóla) I. 99.
4- Jón H. Sigurðsson I. 96.
5- Bjarni Jónsson I. 92.
6. Sigurður Jónsson I. 90.
7- Ari Jónsson I. 90.
8. Þorsteinn Björnsson I. 87.
9- Matthías Þórðarson I. 86.
10. Matthías Einarcson I. 86.
11. Giiðm. Tómasson IÍ. 83-
12. Einar Jónasson II. 81.
*3- Bjarni Þorláksson II. 80.
14. Valdimar Steffensen II. 77-
i5- Tómas Skúlason .11. 77-
16. Þorvaldur Pálsson Ií. 69.
17. Sigfús Einarsson (utansk.) II. 66.
Embættispróf á prestaskólanum tók Hall-
dór jónsson (frá Ármóti) 24. f. m. með 1. einkunn
81 stig.
Mannalát og slysfarir.
Hinn 26. f. m. andaðist Arni Gíslason í Krísu-
vík, fyrrum sýslumaður Skaptfellinga á 78. aldurs-
ári, fæddur f Vesturhópshólum 4. nóv. 1820. Foi-
eldrar hans voru, séra Gísli Gíslason, síðast prest-
ur á Giisbakka og Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslu-
manns á Hlíðarenda Þórarinssonar. Árni var út-
skrifaður úr Bessastaðaskóla 1844, fór utan 1848'
og tók próf í dönskum lögum 1851 með 1. eink-
um í báðum prófum í, var s. á. settur fyrir Skapta-
fellssýslu og fékk veitingu fyrir henni 1852,
fékk lausn frá embætti 1879, og flutti að Krísu-
vík. Hann var tvíkvæntur. Með fyrri konunni
Eisu Berentsdóttur átti hann tvö börn: Þórarinn
timbursmið og Helgu konu Páls gullsmiðs Þor-
kelssonar í Kaupmannahöfn. Börn hans með
síðari konunni Elínu Árnadóttur eru: Skúli lækn-
ir 1 Ólafsvík og Ragnheiður kona Péturs óðals-
bónda Jónssonarí Krísuvík. — Árni sýslumaður var
gáfumaður, fjörmaður og áhugamaður, skemmtinn
og glaðlyndur í umgengni.
Hinn 31. maí lézt úr lungnabólgu séra Olafur
Petersen á Svalbarði í Þistilfirði á 33. aldursári,
sonur Adolphs Petersen verzlunarmanns í Hafn-
arfirði, en stjúpsonur Björns Guðmundssonar
kaupmanns í Reykjavík. — Hann var fæddur í
Hafnarfirði 30. desember 1865, útskrifaður úr lat-
ínuskólanum 1885 með 1. einkunn og af presta-
skólanum 1S87, einnig með 1. einkunn, en vígð-
ur til prests að Svalbarði 5. maí 1889 og var
hann hinn síðasti prestur, er Pétur biskup vígði.
Hann var settur prófastur i Norður-Þingeyjarpróf-
astsdæmi 1897. Kona hans var Ástríður dóttir
Stefáns prófasts Slephensén í Vatnsfirði og áttu
þau 4 börn. — Séra Ólafur var lipurmenni, dreng-
ur góður og vel látinn.
Nýdáinn er einnig Jónas Jónsscn verzlunar-
stjóri á Hofsós, bróðir Jóns alþm. í Múla, maður
á bezta aldri og mjög vel þokkaður.
Hinn 14. f. m. andaðist Davið Jónsson í
Plvassafelli í Eyjafirði á 92. aldursári (f. 7. apríl
1807) albróðir frú Sigríðar konu Jóns rektors Þor-
kelssonar og elztur þeirra systkina. Hafði búið
áður á Kroppi og Litla-Hamri og síðast á Hvassa-
felli. Hann var merkur maður í sinni stétt. Af
börnum hans eru 3 á lífi: Jón bóndi í Hvassa-
felli og 2 dætur ógiptar.
Hinn 30. apríl andaðist úr lungnabóigu Jón
Pálsson bóndi á Heggstöðum í Hnappadalssýslu
50 ára gamall, eptir 20 ára farsælt hjóna-band.
„Hann var alla sína búskapartíð í betri bænda
röð, tryggur í iund og vinfastur, góður eiginmað-
ur og faðir. Hann átti g börn með eptirlifandi
konu sinni Halldóru Guðmundsdóttur, og lifa 3.
þeirra".
Hinn 1. f. m. hrapaði smalapiltur frá Stað í
Grunnavík til bana á Staðarhlíð- Hann hét Guð-
jón son Sæmundar Jochumssonar í Tungu í Skut-
ulsfirði.
Misþyrming. Hinn 12. f. m. var Sofus
Holm verzlunarstjóra á Flateyri við Önundarfjörð
misþyrmt hroðalega af verzlunarmanni þar Hall-
dóri Halldórssyni frá Þórustöðum í ÖnundarfirðL
Réðist hann á verzlunarstjóra, er hann var stadd-
ur einn í búð sinni, veitti honum áverka, fleygði
honum niður, nefbraut hann og lék hann svo illa.
að hann féll í ómeginn, batt hann svo, og skild-
þannig við hann allan blóðugan. Var þetta kært
fyrir sýslumanni og Halldór tekinn fastur og flutt-
ur til ísafjarðar, Játaði hann þar illvirkið eptir
nokkra vafninga og var sleppt úr varðhaldinu, en
strauk 2 dögum síðar af Önundarfirði á íslenzka
fiskiskútu, er flutti hann til Hafnarfjarðar.
Þaðan brá hann sér hingað til höíuðstaðarins, én
þekktist, og hypjaði sig brátt burtu suður á Álpta-
nes, um það leyti er „Thyra" kom hingað að
vestan 28. f. m. En litlu síðar virðist hann hafa
séð sig um hönd, því að hann leitaði, eða lét leita
í laumi aðstoðar lögfræðings hér í bænum (Marino