Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.07.1898, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 05.07.1898, Qupperneq 3
123 Hafsteins) til að fá mál sitt rannsakað áný vestra •og er mælt, að hann hafi talið framburð sinn þar fyrir réttinum rangan og vilji nú breyta honum. Fór hr. Hafstein nú með hann vestur á Isafjörð með „Thyra,, en ritaði áður undir ábyrgðarskuldbind- ingu hjá bæjarfógetanum hér, um að afhenda hann sýslumanni. Þykir mörgum updarlegt af manni þessum, að ganga þannig aptur í greipar réttvís- innar, úr því að hann var kominn svo vel á veg að skjótast ilj^idan henni, ef málsstaður hans er •ekki mun betri, en sagt hefur verið. Skýlisbygging á Þingvöllum. Nú er þó svo langt komið, að farið er að byggja grunninn undir Þingvallahúsið, á hinum svo nefndu „köst- ulum" þar á völlunum, því að hússtæði það, er fyr var valið (á „lögréttunni") varð eigi notað, sakir þess að akvegur hafði verið lagður þar of nærri og öllu umturnað þar í kring. Einnig er nú verið að aka timbri og járni þangað austur, •og er enginn efi á, að húsið muni að miklu leyti fullbúið fyrir 20. ágúst, Þingvallafundardaginn, sem ákveðinn hefur verið. Að húsgerð þessi verður framkvæmd, og 2500 kr. styrkurinn til þess úr landssjóði eigi látinn niður falla, er því að þakka, að 10 menn hafa bundizt samtökum til þess með 250 kr. tillagi hver, þá er útséð var um, að enginn vildi hreyfa hönd né fót, til að taka þátt í þessari byggingu með 25 kr’ tillagi, eins og fyrst var ætlazt til. Verður síðar skýrt nánar frá fyrirkomulagi hússins — Þá er þingið hefuraðsinuleytiviðurkenntþörfinaá slíku húsi fyr- ir almennar þjóðsamkomur og einstakir menn leggja allmikið fé í sölurnar úr eigin vasa til að koma því upp, þá virðist það nokkuð undarlegt og álappalegt, ef almenningur finnur enga hvöt hjá sér til að „vígja“ nývirki þetta með fjölmennri samkdmu nú í sumar. Þá er þjóðræknistilfinn- ing íslendinga orðin furðu sljó, ræktarsemi við fornhelgar stöðvar með öllu dauð, og pólitiskur áhugi alls ekki til í landinu, ef menn geta ómögu- lega fengið af sér að verja ofurlitlum tíma og fyrirhöfn til að sækja fund á Þingvöllum nú i sumar, eptir því sem nú hagar til og málum vor- 'um er komið. — Til leiðréttingar við eina stað- hæfingu „Isafoldar" í síðasta blaði, skal þess get- ið, að oss er kunnugt um, að Arnesingar skeiast alls ekki úr leik í því að senda fulltrúa á fund- inn í sumar, en þeir þurfa ekki að hraða sér að því, með því að þeir búa næstir fundarstaðnum. Að lokum skal þess getið, að forstöðumaður húsbyggingarinnar á Þingvöllum er hr. Sigfús Eymundsson bóksali, og mun þá enginn efast ura, að hún verði leyst svo sómasamlega af hendi, sem föng eru á. Reykjavík 5. júlí Gufuskipið „Bothnia" ’frá hinu sameinaða gufuskipafélagi, kom hingað frá Höfn í fyrra dág snemma dags. Með því voru um 50 farþegar, þar á meðal landshöfðinginn Magnús Stephensen með frú sinni, dr. Þorvaldur Thoroddsen, Oddur Gíslason hinn nýi málaflutningsmaður við yfir- réttinn með konu sinni danskri (nýkvæntur); ennfremur 16 enskir ferðamenn, og 12 manna flokkur undir forustu N. Thomsen, er hér hefur ferðast um áður, sem leiðtogi ferðamanna fyrir hönd danska ferðamannafélagsins. I þeim hóp eru 5 Danir, 3 Svíar, 2 Þjóðverjar og einn ung- verskur maður með konu sinni. Einnig kom David Östlund trúboðinn norski með konu sinni. Frá Vestmanneyjum kom Magnús Jónsson sýslu- maður, en A. Lefolii stórkaupmaður, eigandi Eyrarbakkarverzlunar og Daniel Bruun fornfræð- ingur stigu af skipinu við Vestmanneyjar og fóru þaðan með gufubátnum „Oddi“ tii Eyrarbakka. Ætlar hr. Bruun landveg þaðan til Krísuvíkur, og er væntanlegur hingað til bæjarins þessa dagana. Strandferðaskipið „Thyra" fór héðan vestur og norður um land áleiðis til Hafnar ífyrrakveld- Með henni fór Bjarni Sæmundsson kennari áleið- is til Björgvinarsýningarinnar og kona hans (til Akureyrar), Halldór Bjarnason cand. jur. og Marino Flafstein cand. jur. til Isafjarðar, einnig allmargir skólapiltar vestur og norður auk annara fleiri. Jarðskjálftakippur allsnöggur kom hér í fyrra dag um kl. 8 að morgni, svo að ýmsir, er þá sváfu vært, hrukku upp úr fasta svefni. Hollenzkir vindlar og hollenzktreyk- tóbak (2 stjörnur) ásamt ýmsum öðrum teg- undum af tóbaki er nýlega komið í verzlun Sturlu Jónssonar. Ekta anilínlitir £ fást hvergi eins góðir og ódýrir ems pi c og í verzlun X r+ p; c Sturlu Jónssonar V 5 cð +-> Aðalstræti Nr. 14. Zj X Ui r+ "t ■JFHIUHiub ep13 Reyktur lax fæst í verzlun Sturlu Jónssonor. Borð-og gólfvaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Hvalur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Jurtapottar af ýmsumstærðum fást í verzlun. Sturlu Jónssonar. Hænsnabygg fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. RÓnir Og órónir sjóvetlingar keypt- ir hæsta verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst beztur og ódýrastur í verzlun Sturlu Jónssonar. Laukur, Syltetau, Sardínur, Kjöt Ananas, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Stigvél fyrir karla og konur, klossar og sjóstígvél fást í verzlun Sturlu Jónssonar. 84 og »Litli Ivan minn«, en Fédor hafði ekki séð þau bæði leika sér saman sem börn fyrir 10 árum, og hann gat ekki sætt sig við þennan óvenjulega kompánaskap millum þeirra, því að svo ungur sem hann var ,Iagði hann mikla áherzlu á, að menn höguðu orðum sínum, eins og ætti að vera og stöðu manns sómdi. Það var einmitt áhrærandi Ivan, að Fédor og unnustu hans bar í fyrsta skipti lítilsháttar á milli. Fédor hafði mjög hógværlega leitt henni fyrir sjónir, að þá er hún ávarpaði þjón- ustumann sinn svo frábrigðilega, sem hún gerði, þá mundu menn hneykslast á því. Þessi unglingur væri fyrir löngu hættur að vera leikbróðir hennar, og hvers vegna skyldi hún þá halda áfram að gera nokkurn greinarmun á honum og öðrum heimilismönn- um? En Alexía hafðisvarað með þvíað hlæjaupp í opið geðið á hon- um og sagði að hann gæti eins vel vcnast eptir, að hún hætti að láta vel að hundunum sínum og hestunum sínum eins og því, að hún hætti að skoða ívan öðruvísi en gamlan, kæran stall- brólur sinn. Þetta var í fyrsta en ekki síðasta skiptið, sem Fédor varð að slaka til, þvf að Alexía tók undantekningarlaust svari þessa þjóns sins, er sjaldan var í góðu skapi. Fédor komst skjótt að raun um, að ívan hataði hann, og þótti honum það harla kynlegt. Hann hafði ekki átt því að venjast, að nokkur baeri illan hug til hans, jafnvel ekki þjónar hans, og þó vissi hann, að honum skjátlaðist ekki í þessu, því að hann var skarp- skyggn maður. Einhverju sinni, er hann var að hugsa um, af hverju þessi óvild ívans gæti verið sprottin, flaug honum snöggv- ast hið sanna í hug, en hann varpaði þeirri hugsun óðar frá sér, sem allt of hjákátlegri. En þetta varð samt til þess að gera hann órólegan í skapi. Honum duldist ekki, að menntunarsnef- ill sá, er ívan hafði hlotið að fá af umgengni við siðað fólk 81 þaki sem hún, í fyrstu sem eins konar leikbróðir, er smátt og smátt varð einkaþjónn hennar og förunautur, hentugur til sendiferða í hennar þarfir eða til að safna blómum handa henni, þá er hún óskaði þess, en sérstaklega var hann ómissandi föru- nautur hennar, þá er hún var sezt á hestbak, því að frá blautu barnsbeini hafði Ivan sýnt frábæran dugnað og lipurð við tamn- ing hesta. Alexíu féll vel við fylgdarmann sinn, er hún skoðaði að nokkru leyti sem félaga og að nokkru leyti sem þræl, en þar að auk bar hún einlægan, en öldungis saklausan þokka til hins kjark- mikla unga bóndamanns. Hún vissi, að hann hafði mjög mild- ar mætur á henni, en hvorki kom henni né nokkrum öðrum heimilismanni til hugar, að þessi vinátta mundi byggjast á ó- stjórnlegii ástarþrá í brjósti hins unga manns. Að láta dóttur sína ríða út með Ivan virtist Gregor föður liennar öldungis jafnóhult, eins og að láta taminn hund fylgjast með henni til gæzlu, því að frá sjónarmiði' Gregors var Ivan að eins bónda- lubbi, þ. e. að segja ólíkur reglulegum manni. Og þannig var Ivan einnig í sínum eigin augum. Það móðgaði hann ekki, þótt liann sæi bersýnilega, hvernig velvild Alexíu til hans var hátt- að, hann vissi, að það gat ekki öðruvísi verið. Hún var hús- bóndinn, hann var þjónninn, — drottinn hafði hagað því svo, og þessvegna var ekkert meira um það að segja. Sú hugsun sveif honum aldrei í hug, að honum mundi nokkru sinni auðn- ast, að njóta þessarar fögru stúlk.u. Meðvitundin um stöðu hans í lífinu var of glögg hjá honum til þess, að hann gerði sér slíkar vonir. En hann var hinsvegar fullkomlega sannfærð- ur um, að hann mundi aldrei geta byggt þessari ástríðu sinni út úr hjarta sfnu, en hann vildi grafa hana svo djúpt í fylgsn- um sálar sinnar, að enginn annar lifandi maður skyldi nokkru

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.