Þjóðólfur - 08.07.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.07.1898, Blaðsíða 2
I2Ó sérmál landsins undir höndum, og ráðgjafanum, sem nú er hér í Höfn, Við nokkurskonar ut- anríkisráðgjafa fyrir Island, af því að hann úr þvj hirti að eins um sameiginlegu málin milli Islands og Danmerkur. Dr. Rördam talaði mest um værur þær, er hann þóttist hafa orðið var við á ferð sinni til íslands; kvað hann þær ganga í þá átt að leysa sambandið við Dani, en ganga á hendur Eng- lendingum. Því beindi hann líka sérstaklega máli sínu sð bitlingum þeim úr ríkissjóði, er rynnu í vasa íslendinga. Var líkast því sem hann væri að teljp það eptir oss, enda leiddist Oct. Hansen meðal annara hjal þetta og bað hann að tala sem fæst um. Því er ekki að leyna, að dr. Rördam sagðist ver'a á ínáli dr. Valtýs, og unntum vér h'inir honuin vel þessa fylgismanns, er vér höfð- um heyrt hann tala. Svona vikur því nú við með Valtýsfundinn, og kom það heim við.það, sem hinir þrír frétta- ritarar sknfuðu heim í blöðin í haust. Isafold hnýtir aptan við yfirlýsingarnar vandlætingaráeðu yfir mönnum þessum, segir að þeir skrökvi upp orðum fjarlægra manna og hafi þá ótrú á sann- leikanum, að þeir þori ekki að nota hann i sina þjónustu. Eg er. nú raunar ekki einn af frétta- riturum þessum, og málið snertir að þvíleyti ekki mig. Aptur á móti hef eg og þrír menn aðrir gefið skriflegt vottorð fyrir því, sérstaklega þó að því er greinina í „íslandi" snerti, að fréttirnar væru 1 réttar. Var vottorð þetta sent heim samtímis yfirlýsingum ísafoldar og er það ritstjórn „íslands" að kenna, að það hefur enn ekki komið fyrir al- menningssjónir. — Orð ísafoldar hefðu öllu bet- ur átt við fréttaritara hennar sjálfrar. — Eg ætla nú ekki að fara að rekja það, sem staðið hefur í heimablöðunum út af afskiptum vorum á stjórnarskrármálinu, þó margt sé þar misjafnt sagt í garð okkar stúdenta. Hnútur þær og hnífla, er hafa flogið til okkar handan yfir hafið, látum við eins og vind um eyrum þjóta. En eitt er þó, sem þörf væri að minnast á, af því að það hefur valdið töluverðum misskilningi, og það er hlutdeild stúdenta hér eða öllu heldur félags þeirra í útgáfunni á bæklingi Boga Mel- steðs1)- — — — —------------------------ Að því er snertir orðin »að tilhlutun« o. s. frv., er standa framan á bæklingnum og ýms blöð heima hafa lagt svo djúpsæa merkingu í, þá felst ekkert annað í þeim, en að félag vort hafi hlutast til uni, að nefnt rit yrði samið og gefið út. Með tilhlutun þessari tókumst vér ekki á hend- ur neinaábyrgð ábæklingnum, né heldur átti hann að skýra frá afstöðu hvers einstaks félagsmanns í stjórnarskrármálinu. í yfirlýsingunni framan við bæklinginn tókum vér allt það fram, er vér sem félag vorum samhuga um, nefnilega að hafna Vaítýskunni en fylgja eindregið heimastjómar- stefnunni; hitt ályktuðum við ekkert um, livaða fyrirkomulag á heimastjórninni virtist oss réttast eða æskilegast. En þar kom B. M. fram með sértillögur sínar, og fannst oss rétt, að þærkæmu fyrir almenningssjónlr, ef vera kynni, að þær á einhvern hátt gætu skýrt málið eða orðið Val- týskunni að fótakefli. Þctta var allt og sumt, er lá í tilhlutan „Fél. ísl. stúd. í Höfn“ um að gefa út rit Boga Melsteðs. K.höfn, 21. júní 1898. Agúst Bjarnason. 1) Hér er felldur úr dálítill kafli úr greininni, er að eins óbeinlínis snertir aðalefnið. Höf. minn’ ist þar á yfirlýsingu dr. Jóns Þorkelssonar yngra í Þjóðólfi 29. apríl (sbr. »ísland» 26. s. m.) segir, að dr Jón hafi ekki verið á fundinum 4. des., þá er Bogi Melsteð lauk við fyrirlestur sinn um stjórn- arskrármáhð, að B. M. hefði þó tekið það sjálfur fram, er hann samkvæmt áskorun hefði gengizt undir að semja bæklinginn „að hann einn og enginn annar bæri ábyrgð á orðum sínum í ritinu, og að hann mundi halda því alveg í sömu stefnu og hann hefði talað að undanförnu“. Einnig segir höf. að dylgjur þær, er stóðu í „Islandi“ um, að ýmsir befðu ekki séu bæklinginn, sé alveg ó- tyrirsynju, af því að öllum þeim, sem sóttu fund- inn (4. des.) heíði verið fullkunnugt um, hvað í honum mundi standa. Ritstj. Sagnir um Jón biskup Vídalín. (Eptir hdr. á Landsbókasafninu). (Framh.) Það hefur enn nú verið í sagnir lagið, þá er Jón Vídalín var á háskólanum í K.höfn, hafi meisturum hans og skólabræðrum þótt hann all- djarflégur ög einarðlegur maður; komst það eitt sinn til umræðu í áheyrn konungs, hversu sá ís- lenzki maður væri frígeðja og siðavandur og mundi hann tæpast gera sér mannamun við hvern sem hann ætti, og honum þætti nokkuð aðfinning- arvert; konungur kvaðst því ei trúa að óreyndu, og lézt mundu gera tilraun við tækifæri. Litlu síðar fær Jón orðsendingu frá biskupi að prédika í stólskirkjunni, næstkomandi sunnudag, en þá var laugardagur, og sáu menn ekki, að hOnum brygði neitt eður byggist neitt við. Sunnudagur- inn kom og Jón kóm að kirkjunni; var þar kom- ið margt af því konunglega slekti, og sagt að konungs væri von { kirkju þann dag; var nú tek- ið til messu og Jón fór í prédikunarstól og tók að mæla djarflega. En þá skammt var komið fram í messuna eða ræðuna, opnaðist kirkjan og gekk konungur inn í hana með föruneyti sínu. — Hann var með kórónu sína á höfði og tók ei of- an, gekk svo innar eptir kirkjunni; þetta var gert af ásetningi. Þetta sér Jón úr stólnum og lét ei orðfall verða og mælti þessiorð: „Ó! þú synd- ugi maður, viltu ekki virðast til að lypta þínu höfuðfati, þá þú inn gengur 1 guðs helgidóm og beygjast fyrir hans augliti?". Þá tók konungur ofan höfuðfatið, og gekk til sætis síns. Eptir messuna lét konungur kalla Jón fyrir sig og sæmdi hann virðingu og fögrum fyrirheitum. Þess hetur lengi getið yerið, að Jón Vídalín gaf sig í stríðsmannastöðu og soldátaþjónustu, þá hann var utanlands, — var hann í hverri stöðu sem var, kappsmaður mikill og skapbráður framan af æf- inni; — bar hann þá soldátavopn. Þess er getið, að hann hafi eitt sinn slegið mann í hel að kveldi dags á strætum borgarinnar, — orsök eða tilgang til vígsins höfum vér eigi greinilega heyrt. — Sam- Stundis hljóp Jón til húss þess, hvar hann hafði aðsetu, og fleygði korða sínum blóðugum bak við sængina, hljóp síðan aptur' með skyndi til stríðs- mannáflokksins. Varð nú fljótlega uppskátt víg- ið, en ekki með öllu víst, hver unnið hefði. Var þá farið skjótlega til húss Jóns. — því hann var mest grunaður, — og leitao ef nokkuð jarteikn sæist eður áhöld hans fyndust. Fundu menn korð- ann fyrir ofan hvíluna og var hann hreinn og skær; varð því ei til sönnunar hafður. En þjón- ustustúlka í húsinu hafði ein séð þá Jón kagtaði korðanum dreyrugum bak við sængina, greiphún hann samstundis, þvoði af og þerraði, og lagði aptar á sarna stað. Nú var blásið til móts, el ein- hver kynni að géta vísað á vegandann eður þekkja hann. Var þar helzt einn maður, sem nálægast- ur mun hafa veríð tilfellinu. Hann bar kennsl á hann, þó með nokkrum efa eða ofdirfsku. Jón gelck fram að manninum og mælti: »Annaðhvort maður, ber þú mig sök eða afsakaðu"; var hann þá mjög alvarlegur; manninum féllst hugur og sagði, Jón væri ekki vegandinn. Varð svo ekki uppvíst, hver vígið vann. Litlu síðar vissi Jón, að stúlkan hafði þerrað korðann og mælti við hana: »Fátæktmín veldur því, að eg getþér engu launað, sem verðugt væri. En eg vil heita á kristni Guðs og kirkju, komist eg í þá stöðu, að launa henni í þína minningu, svö hún beri minjar þínar þér til andlegra nota“, og semur mönnum um að áheit þetta muni vera með öðru fleiru hin merkilega Vldalínspostilla og getur formáli bókarinnar að sumu leyti bent til þessa. Sagt hefur verið frá því, þegar Jón Vídaiín var í fyrnefndum stríðsmannaflokki í K.höfn, bar svo til eitt sinn sem optar, að flutt var embættis- gerð í stólskirkjunni og var konungur sjálfur í kirkju; margir af soldátum komu að kirkjunni, og stóðu þejr við dyr með vopnum sínum og var Jón Vídalín í þeirra flokki. Sá viðburður varð í kirkjunni, að þegar prestur sá, er ræðu skyldi flytja, var kominn í stól, greip hann sjúkdómsað- svif ’nokkurt hastarlegt, svo hann bneig sem dauð- ur og var borinn þaðan. Nú þótti rnönnum all- óríflegt að embættisgerðin skyldi þar niður falla sém korrlið var, og talaði konungur snjallt svo all- ir máttu heyra: að ef sá væri nokkur nærstadd- ur sem treystist að fara í ræðustólinn og ’flytja prédikun, skyldi (hann) þegar í stað til fara; en enginn gaf sig fram. Þetta heyrir Jón Vídalín og kastar vopnum sínum og yfirhöfn og laut kon- ungi og snaraðist í stólinn; flutti hann langa og snjalla ræðu, og að henni endaðri gekk hann úr stól með skyndi, þangað sem hann áður var og tók á slg gerfi sitt. Eptir messuna lét konungur kalla dáta þennan fyrir sig, og frétti hann um ástand hans og kvað hann til annars myndí ætl- aðan af drottni, en að þjóna að dátastétt, og hjálpaði þetta mjög til útlausnar Jóns með fleiru. og leið ekki á löngu héðan þar til hann náði frelsi sínu. Hér af leiddi einnig, að konungur veitti honum brauðið að Görðum, þvert á móti veitingu amtmanns Mtíllefs. (Mei'ra). Amtsráðsfundur suðuramtsins var haldinn hér í Reykjavík dagana 30. f. m., 1. og 2. þ. m. Þar voru komnir allir ámtsráðsmennirn- ir: Guðl. Gúðmundsson sýslum., sérá Skúli Skúla- son í Odda, séra Valdemar Briem, Jón Gunnars- son verzlunarstjóri í Keflavík og séra Guðm. Helgason í Reykholti. — Um tjárkláðamálið urðu ailmiklar umræður, og meðal annars samþ. að forseti amtsráðsins (amtmaður) léti fara fram fjár- skoðanir og fjárbaðanir í haust í Borgarfjarðar- sýslu, Gullbr.- og Kjósarsýslu og Árnessýslu, og skyldi því lokið fyrir jól. Þó skyldi eigi baða á svæðinu milli Hvítár eystri og Þjórsár nema kláði fyndist þar, en flutningur á lifandi féaust- ur yfir Þjórsá skyldi bannaður, ef horfurnar skyldu spillast verulega á þessu fyrgreinda svæði utan Þjórsár. Frá hreppsnefndinni f Vatnsleysustrandar- hreppi barst arntsráðinn beiðni um að afstýra yf- irvofandi hallæri þar í hreppi, er stafaði af lang- varandi aflaleysi og óvenjumiklum ómagaþunga síðastl. ár. Hafði hreppsnefndin leitað hjálpar hjá sýslunefndinni í næstl. aprílmánuði og beðið um 2000 kr. lán handa hreppnum, en sýslunefnd- in neitaði því, en samþykkti í þess stað þá til- lögu, að hún aðvaraði amtsráðið um, að það gæti að því rekið, að amtsráðið yrði á næsta hausti að taka lán upp á amtið til að afstýra hallæri í 5 hreppum sýslunnar (suðurhreppunum) þvf að sýslunefndin sæi sér ekki fært, að ráða fram úr þeim vandræðum, ef að bæri. Um þetta er farið svo- felldum orðurn í fundargerð amtsráðsins. »Sýslunefndin hefur sýnt með þessari álykt- un sinni, að hún annaðhvort ekki hefur aðgætt sveitarstjórnarlög vor, eða vill ekki hafa fyrir að uppfylla skyldur þær, sem á henni hvíla samkv. 39. gr. tilsk. 4. maí 1872 um sveitastjórn á ís- landi. Þar segir skýlaust, að sýslunefnd skuli gera sérstakar ráðstafanir til að afstýra hallæri. Lán til að afstýra bágindum í eínum hreppi eða fleirum verður að endurborgast af sýslufélaginu í heild sinni og slíku hallærisláni á að jafna nið- ur á alla hreppa sýslunnar, sem sýslusjóðsgjaldi*. Samkvæmt þessu ályktaði amtsráðið, að skipa sýslunefndinni að gera þær ráðstafanir, sem þörf væri á til þess að afstýra hallæri, bæði í Vatns- leysustrandarhreppi og öðrum hreppum í suður- hluta sýslunnar, ef þess virtist þörf, eptir að til- kvaddir menn utan þeirra hreppa hefðu rannsak- að ástandið. — Fulltrúi Árnesinga íór þess á leit, að forseti léti dýralækni ferðast um sýsluna í haust og koma í sem flesta hreppa til að kenna bólusetningu gegn bráðapest, og skyldi hannhafa nægilegt bóluefni, Einnig var beðið um bólu- setningarefni, er nægði í 8000 íjár, handa Þórði Stefánssyni frá Varmalæk, er fengizt hefur við bólusetningar. — Samþ. var samkv. beiðni Árn- esinga, að fá landshöfðingja til að láta hæfan mann skoða brúarstæði á þessum ám: Soginu hjá Alviðru, Brúará milli Miklaholts og Spóastaða, Tungufljóti á Vatnsleysugljúfriog Hvítá hjá Brúna- stöðum,— Kvennaskólanum í Rvík veittur 1000 kr. styrkur úr jafnaðarsjóði og sæluhúsverðinum á Kol- viðarhól 50 kr. en 500 kr. til þess að veita við- töku hinum dönsku sendimönnum Oddíellowregl- unnar, er þeir afhenda Laugarnesspítalann í sumar. Um Hvanneyjarskólann urðu miklar umræð- ur að vanda og var samþykkt áætliin um tekjur og gjöld hans 1898—99. Verða honúm nú veitt- ar úr jafnaðarsjóðí-2586 kr. og auk þess tekið- hapda honum 5000 kr. lán úr landsbankanum tiL að byggja hlöðu og fjárhús. ,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.