Þjóðólfur - 08.07.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.07.1898, Blaðsíða 3
127 Heimspekispróf við hásltólann hafa tekið þessirlandar: Eggert Claesen,EiríkurKérulf,og Jón Þorláksson, allirmeð dgætiseinkunn. Árni PálsSon, Ás- geir Torfason, Bernharð Laxdal, Gísli Skúlason, Halldór Gunnlaugsson, Jóhannes Jóhannesson og Elinborg Jacobsen öll með einkuninni ddvel, •og Sigfiís Sveinsson með einkuninni laklega. Dr. ÞorvaldurThoroddsen hefur verið Ljörinn heiðursfélagi konunglega landfræðifélagS- ins í Lundúnum. Matvara er nú óðum að lækka í verði ytra, og komin hér um bil í sama verð sem fyrir hækkunina. Má ætla að Isl kaupmenn verði nú jafnfljótir að setja verðið niður, eins og þeir voru að hækka það. Um fréttaþráðinn til íslands hefur það heyrzt, að enska stjórnin hafi nú algerlega neit- að að leggja fram nokkurt fé til hans. Hafði fyrirspurn um þetta verið borín upp í parlament- inu, og stjórnin þá skýrt frá því, að hún stuðlaði eigi að fréttaþráðarlagningu til annara landa, nema hún sæi sér einhvern hagnað við það, ef ófrið bæri að höndum, og auk þess styrkti hún alls ekki erlend fréttaþráðarfélög til slíkra fyrir- tækja. Samkvæmt þessum fregnum, séu þær á- reiðanlegar, þurfum vér llklega ekki að vænta þess, að fréttaþráður verði lagður hingað að sinni. Eins og vænta mátti er »Nýja Öldin» eitthvað að bögglast við að klóra yfir vitleysuna um Joe Leiter. Áður hafði hún sagt fullum fetum, að Leiter hefðigrætt 4V2 miljón dollara á hveitikaup- um sínum, en nú hefur sú frásögn lagazt svo hjá henni, að maðurinn var í peningaþröng um stund, varð að selja talsvert af hveiti með skaða sínum, en er ekki enn orðinn gjaldþrota, getur hvorttveggja verið, að hannverði þaðeðaverði það ekki(I) Mikil er speki „Nýju Aldarinnar". Séu þessar 2 frásagnir hennar skeyttar saman, verður það svona: „Leiter hefur grœtt 4V2 miljón dollara á ollu brallinu, — en er samt ekki orðinn gjald- þrota". En sú „lógik". Vandræðalegra yfirklór en þetta er varla unnt að hugsa sér. Sannleik- urinn er sá, að faðir Leiters er stórauðugur mað- ur, og hann hefur boðizt til að borga öllum skuld- heimtumönnum sonar síns, en Leiter yngri er jafnt sprunginn á fjárgróðafyrirtæki sínu, þóttfað- ir hans ef til vill borgi brúsann. Ritstj. „N. A.“ ætti að kappkosta, að vera sem allra réttorðastur, þegar hann er að skrifa »Skírni« f blaðið sitt, því að „Skírnir" má ekki flytja bull. Reykjavík, 8. júlí. Strandferðabáturinn „Hólar" kom hingað norðan og austan um Jand á ákveðnum degi 5. þ. m. Með honum kom séra Þorsteinn Bene- diktsson í Bjarnanesi, húsfrú Sigurbjörg Bogadótt- ir frá Eyjólfsstöðum á Völlum og fáeinir aðrir farþegar. Gufuskipið »Gwent« fór héðan til Skotlands í fyrri nótt með 590 hesta, er Jón Vídalín hafði látið kaupa í Árness- og Rangárvallasýslum. Með því fór einnig séra Lars Oftedal áleiðis til Noregs. Nú er grindin í stýrimannaskólanum reist. Stendur hann allskammt norður frá Landakoti, og verður þaðan vfðsýni allmikið, því, að bygg- inguna ber hátt. Hefur Markús skólastjóri Bjarna- son selt spildu af túni sínu undir skólann. Nú er einnig langt komið að reisa grindina í barnaskólahúsinu nýja. Verður það stórhýsi mik- ið og bænum til prýði, en dýrt verður það bæj- arbúum, því að ætlað er, að eigi muni það minna kosta fullbúið en 100,000 krónur og er það lag- legur skildingur. Þá er skuldir bæjárins eru orðnar 30—40 kr. á hvert nef bæjarmanna, þá virðist það sæmilega mikil súpa, enda mun sum- um þykja seyðið af henni býsna rammt, þá er fram í sækir. En þá er um stórfyrirtæki er að ræða í bæjarins þarfir, verða menn að sætta sig við þunga skatta. Að eins þess geta menn kraf- izt, að fyrirtæki þessi séu skynsamlega stofnuð, og fé bæjarmanna eigi varið ráðlauslega. Jurtapottar af ýmsumstærðum fást í verzlun. Sturlu Jónssonar. Rónir Og órónir sjóvetling-ar lceypt- ir hæsta verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Fyrir 2 krénur geta nýir kapentiur fengið ÞJÓÐÓLF nú frá júlíbyrjun til ársloka. Skrautprentað 50 ára minning- arblað Þj óðólfs með myndum fylgir í kaupbæti. Verður prentað í haust. Hænsnabygg' fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Fataefni og tilbúinn fatnaður fæst beztur og ódýrastur í verzlun Sturlu Jónssonar. Laukur, Syltetau, Sardínur, Kjöt Ananas, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Stígvél fyrir karla og konur, klossar og sjóstígvél fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Hollenzkt reyktóbak (2stjörnur) ásamt ýmsum öðrum tegundum af tóbaki er nýlega komið í verzlun Sturlu Jónssonar. Hattar, húfur, Regnhlífar og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Ostur, allskonar tegundir, nýkominn í verzlun Sturlu Jónssonar. Brjóstsykur, ótal tegundir, hvergi jafn ódýr og í verzlun Sturlu Jónssonar.' Leiðarvísir tii lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónasen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. 88 hélt ívan í hestana. Það var kafhlaup fram undan, og ívan ýtti hestunum aptur á bak snögglega, svo að Fédor, sem var- aði sig ekki á því, þreif í taumana með blótsyrði. Hann var alls ekki ofsafullur maður að eðlisfari, en hann hafði nærri ver- ið dottinn úr sæti sínu, og vissi, að Alexía, sem stóð á þrep- skildinum horfði á hann. Hann hefði fyrirgefið öllum hesta- sveinum nema þessum eina. „Hundurinn þinn“, kallaði hann, og í rómnum lýsti sér hin mikla gremja, er safnazt hafði fyrir hjá honum síðustu vik- urnar. „Hafið þetta fyrir vanrækslu yðar", mælti hann, um leið og hann þreif langa svipu, er lá við hlið hans, og léthana ríða um höfuð ívans. Höggið var svo mikið, að blóðið bun- aði bæði úr enni Ivans og úr vanganum á honum, Áður en Fédór fékk tómstund til, að reiða til höggs í annað sinn, hafði ívan náð handfesti á svipuólinni og stóð þarna kyr, öskugrár í framan með ægilegu augnaráði og hörkusvip, og auðsjáanlega reiðubúinn til að stökkva upp í sleðann. Alexía, sem sá hver hætta hér var á ferðum, hljóp skyndilega á milli, og kom í veg fyrir, að frekari vandræði spynnust af og það mátti heldur ekki seinna vera. Hún vítti Fédor einslega fyrir óstillingu hans, og hann var auðmjúkur og iðrandi. Hann furðaði sig fullt eins mikið á þessu bráðræðisverki sínu, eins og hún. Hann gat alls ekki skilið í því, hvernig hann hefði getað misst svona al- Rerlega stjórn á sjálfum sér. Það hafði aldrei komið fyrir hann áður. Til þess að sýna, hve fastráðinn hann væri í því, að láta e’gi optar þannig fara virtist honum, að hann yrði að jafna þetta við ívan með því að gefa honum tvær rúblur. „Þær munu verða græðiplástur á sár yðar“, sagði hann við ívan í gamni, um leið og hann rétti honum peningana. En ívan lagði hend- urnar á bak aptur og gekk burtu steinþegjandi, en Fédor stóð 85 frá barnæsku, hafði orðið til þess að hefla stærstu ójöfnurnar af þessum bóndadreng, og þoka honum nær þeim flokki manna, er Fédor taldi sig til, og þessum ættgöfga unga manni virtist það einskonar óleyfileg tröðkun einkaréttinda sinna, en hanngat samt sem áður ekki neitað því, að þessu væri þannig varið. Svo var það einn góðan veðurdag, að efasemdir Fédors urðu að fullri vissu. Hann hafði verið úti að ríða sér til skemmt- unar ásamt unnustu sinni og ívan fylgdist með þeim. Alexía hafði samkvæmt venju sinni reynt nokkrum sinnum, að fá Ivan til að taka þátt í samtalinu, en hann var önugri í skapi en ella, og jók á þann hátt raunir sínar, sakir þess, að því styttri í spuna, sem hann var, því meiri skemmtun veitti hann hinni ungu og glaðlyndu stúlku. Hún virtist beinlínis hafa ásett sér, að hrista úr honum ólundina með gáska og stríðni. Hann hafði sannarlega eigi verið í sérlega góðu skapi nú upp á síðkastið, en hún hafði sjalf verið svo hrifin af sinni eigin hamingju, að hún hafði eigi veitt því mikla eptirtekt. En þennan dag hafði hún í fyrsta skipti séð Ijós merki þess, að Ivan var öðruvísi, en hann átti að sér, og hún gekk fastlega á hann, að segja, hvern- ig á því stæði, hvort hann hefði tannpínu? Nei. — Hvort hann hefði þá fengið kuldabólgu? Onei, veturinn var enn ekki geng- inn i garð. „Hann er, ef til vill, ástfanginn", greip Fédor skyndilega fram í, og horfði beint framan í ívan um leið. „Það er ágættl" sagði Alexía hátt og hló. „Mér hefur aldrei dottið það í hug fyrri. Hver er það, litli ívan minn góði? Marysía eða Sósía? Komdu, þú mátt ekki vera svona ósköp ó- mannblendinn sakir þess. Eg lofa að tala þínu máli^við pabba. En þú ert ef til vill ekki enn öldungis ráðinn í, hvora þú átt heldur að taka — þær eru báðar fallegar, eins og þú veizt, en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.