Þjóðólfur - 12.08.1898, Síða 2
ekki og getur ekki orðið því til uppbygging-
ar, heldur miklu fremur til niðurdreps.
Það er sannarlega ekkert gleðiefni fyrir
oss, að eiga árlega von á svona löguðu
»strandgóssi“ frá Höfn, eftil vill í stórum stíl.
Og þó bendir allt til þess, að svo verði eptir-
leiðis, því að hvers er að vænta, þá er öll
ársviðkoman af stúdentum hér frá lærða skól-
anum siglir yfir pollinn. Það eru engar
hrakspár heldur fullkomin vissa, að sá fjöldi
kemur ekki allur aptur með embættisprófi
en sjálfsagt eigi svo fáir sem „cand. phil“ —
því miður. Og það fer svo, að eptir io—20
ár geta menn ekki þverfótað á Reykjavíkur-
götum fyiir þessari nýju stétt, þessum „cand.
phil.“, er ganga þar atvmnulausir og áhuga-
lausir um allt. Þá verður „setinn bekkurinn",
að minnsta kosti á drykkjustofunum.
G.
Nokkur orð um meðferð áburðarins.
Það er sorglegra en frá verði sagt, hve
skammt vér Islendingar erum á veg komnir í
mörgu því er að búnaði lýtur, og er það því um-
hugsunarverðara, sem landbúnaður er og hefir
verið aðal-atvinnuvegur landsmanna, og undir
honum hefir að miklu leyti velmegnn landsins
verið komin.
Eitt með öðru, er staðið hefur landbúnaðin-
um fyrir þrifum hjá oss, er það, hversu áburður
hefur verið og er enn illa hirtur alrnennt; það
er ekki einungls það, að vér notum ekki helm-
inginn af þeim áburði, er fengizt gæti
víðast, heldur gerum vér þann áburð, er
vér hirðum að meiru og minna leyti ónýtan,
bæði fyrir vankunnáttu og skeytingarleysi, enda
bera túnin hjá oss þess ljósastan vott, þvíþað þori
eg að fullyrða — þar sem eg er talsvert kunn-
ugur í 5 sýslum hér vestanlands, og hefi veitt
túnræktinni nákvæma eptirtekt — að það mun
ekki vera meira en 2 tún af hundraði, er geti
heitið í góðri rækt, og mun það þykja freklega
mælt. — Það er því tilgangur minn með þess-
um línum, að sýna meðferð áburðarins, eins og
hún er nú, og jafnframt benda á helztu galla við
hana, og ætla eg í því efni að taka hverja teg-
und áburðar út af fyrir sig. — Þá verður fyrst
fyrir mér hirðing kúamykjunnar. Vanalegast er
hún borin út úr fjósinu á hverju máli, og safnað
fyrir í haug nálægt fjósinu; allflestir láta sér svo
umhugað um þennan aðaláburð, að þeir velja til
þess hól eða hæð að láta hauginn standa á,
en í stöku stað sér maður þó, áð haugurinn er
borinn rétt við bæjarlækinn og lækurinn þannig
látinn flytja burt meira eður minna af haugnum,
ekki að tala um að nokkursstaðar sjáist hús yfir
hauginn, sem þó er bráðnauðsynlegt, eigi áburð-
urinn ekki að verða að miklu leyti ónýtur; sama
er að segja um flóruð haugstæði, sem þó
eru betri en ekki neitt, þareð það hindrarþódá-
lítið, að lögurinn, sem er bezta efni áburðarins,
sígi burt, eða fari allur ofan í jörðina en þá
þurfa haugstæðin að halla heldur að miðjunni,
til þess að lögurinn sigi þangað.
Hið sama má segja um hrossataðið, sem kúa-
mykjuna, að það er í megnustu vanhirðingu.
Hesthúsin eru víða hvar svo lág og mjó, að
ekki er hægt annað en moka þau annanhvom
dag, en bezt væri að safnast mætti í þau 2—3
vikur í senn, áður en mokað væri, og ætti að sá
í húsið því smæsta af sallanum frá hestunum
daglega. Það drekkur í sig löginn, og við það
verður hrossatað allgóður áburður, sem margir
álíta þó lítt nýtan áburð, en bezt er að bera
það á að vorinu, því annars »gerar« það ofmikið,
enda er það allhægt, því sé svona farið að, þá
hitnar í haugnum strax að vetrinum, svo að
haugurinn helzt alltaf þíður.
150
Þá er eptir að minnast í fám orðum á sauða-
taðið og meðferð þess. Sauðataðið er okkar
bezti áburður, sökum þess, að þvagið blandast
þar svo vel saman við fasta áburðinn og þar
sem það safnast fyrir inn í húsum þá verður
gerðin svo mátuleg, að það er sá eini áburður,
sem vér eigum að gagni. Þó er honum allvíðast
brennt, og enda þótt allgóður mór sé fáanlegur,
og það rétt við túngarðinn sumstaðar. — Þetta
er svo ófyrirgefanlegt hugsunar — og skeytingar-
leysi, landar góðir, að ekki má svo búið standa,
eigi túnræktin að geta tekið nokkrum verulegum
umbótum hjá oss. —
Niðuil. næst.
F. J.
Til skemmtunar og fróðleiks.
Þétting gastegunda. Það eru nú liðnir
3/4 hlutar úr öld síðan hinn frægi enski vísinda-
maður Faraday þétti í fyrsta skipti klórgas, svo
að það varð að vökva. Það var árið 1823, og
hann sagði þá jafnframt fyrir, að það mundi
smátt og smátt heppnast að þétta þannig allar
gastegundir. Og sá spádómur hefur nú loks
ræzt að fullu, því ,að 10. maí síðastl. tókst Eng-
lendingnum Dewar eptir margar og kostnaðarsam-
ar tilraunir að breyta vatnsefninu — hinu síðasta
af hinum svonefndu stöðugu (»permanent«), gas-
tegundum — í vökva, svo að nú er björninn
unninn eptir 75 ára viðureign, og er því 10. maí
1898 merkisdagur í sögu eðlisfræðinnar. — Fýr-
ir nokkrum árum heppnaðist að breyta almennu
andrúmslopti í vökva í stórum stýl. Það er
mælt, að hin fyrstu 2 lóð af srennanda lopti«,
er Dewar tókst að framleiða hafi kostað efna-
verksmiðju hans 10,000 krónur. En síðan hafa
menn fundið upp kostnaðarminni aðferð, og það
er fullyrt, að hið samanþjappaða lopt, er fram-
leiðir hreinan, þurran kulda nálega svo mikinn,
er menn óska, muni eptirleiðis verða notað í
stærri stýl við flutninga á matvælum í hvaða
loptslagi sem er. Við lækningar getur hið »renn-
andi lopt« fengið margvíslega notkun. Það er
t. d. lafhægt að framleiða svo mikið sem vera
vill af öldungis gerlalausu lopti, og jafnvel í hita-
beltunum má takmarka hitann í sjúkrahúsunum,
eins og mönnum þóknast. Sem sprengitundur í
ófriði getur samanþjappað lopt haft mikla þýð-
ingu, og það má eflaust nota það sem hreyfiafl
á skipum og jámbrautum. Einkum hlýtur það
að vera hið æskilegasta hreyfiafl neðansjávarskipa
(tundurbáta) með því að hreyfivélin f sjálf getur
framleitt allt lopt, er skipverjar þarfnast til að
geta haldizt við undir vatnsfletinum.
Nýtt frumefni í loptinu hefur Englend-
ingurinn Ramsay fundið, hinn sami, er fann
frumefnið »Argon« fyrir skömmu. Þetta nýjasta
frumefni, er nefnist »Krypton« (hið hulda), er
að eins J/ 20,000 hluti af loptinu, svo að það er
engin furða, þótt það hafi lengi dulizt. Ramsay
og samverkamanni hans Travers hefur einnig tek-
izt að skipta efninu »Argon« í tvennt: fast og
fljótandi. Hið fljótandi hefur sérstakt spektur
og hefur verið skírt »Neon» (ný-efni), en hið
fasta hefur allt annað spektur og við mikinn
kulda verður það allt öðruvísi en »Argon«, en
annars er það miög svipað. Þetta nýja efni hef-
ur verið nefnt »Metargon«. Nú eru efnafræð-
ingarnir í óða önn, að rannsalca þetta nákvæm-
ar. Þeir Ramsay og Travers hafa þannig átæp-
um mánuði auðgað efnafræðina með 3 nýjum
frumefnum.
,Kalt ljós‘ hefur hugvitsmaðurinn Nikulás
Tesla fundið upp, að því er mælt er, og hefur
nú amerískur maður nokkur Haines að nafrii
stofnsett félag með 36 miljón króna höfuðstól til
að nota uppfundninguna. Er því spáð, að þetta
»kald'a ljós«, útrými öllu öðru tilbúnu ljósi.
Eitt fallbyssuskot úr stærstu fallbyssun-
unum á amerísku herskipunum við Kúba kostar-
3000 dollara eða 11,200 krónur. Fram að 10.
júní hafði Sampson admíráll látið skjóta 1800
slíkum skotum, og hafði þannig skotið burtu 20
miljónum króna. Þar við hefur svo bætzt skot-
hríðin við Santiago 3. júlí, er kostað hefur fá-
eina skildinga.
Eptirmæli.
Hinn 28. f. m. andaðist hinn alkunni dugnaðar- og
sómamaður Ólafur Gíslason verzlunarm. í Götuhúsi
á Eyrarbakka eptir missiris langa sjúkdómslegu í
mjög illkynjuðu fótmeini. Hann var aðeins 39 ára
að aldri, kvæntur fyrir 15 árum ráðdeildar- og dugn-
aðar-konunni Guðbjörgu Sigurðardóttur, ættaðri úr
Vestmannaeyjum; eignuðust þau 3 efnileg börn
saman, er öll lifa; hið elzta stúlka á 14. ári.
Þó Ólafur sál. væri alinn upp við fátækt, grædd-
ist honum svo fé, að heimili þeirra hjóna varð talið
með hinum efnuðustu hér nálægt, enda voru þau
mjög samhent í ráðdeild og dugnaði, í að styrkja
alla góða framfaraviðleitni og félagsskap. Það
ber víst öllum saman um það, sem nokkur nánari
kynni höfðu af Ólafi sál., að hann hafi verið trú-
fastur vinur vina sinna, framúrskarandi ráðagóður
og ráðhollur, orðvar og aðgætinn í öllum sínum
verkum, sí starfandi elju- og atorkumaður og bezti
félagsdrengur í öllum greinum.
Konu sinni og börnum, — sem nú harma hann
sáran, — var hann bezti maki og faðir og öldruðum
föður sínum, — sem enn lifir við bág heilsukjör, —
reyndist hann ágætur sonur.
Sem eðlilegt er, sakna þessir vinir hans og
vandamenn hans sárlega, en mér er ^hætt að segja,
að allir þeir hinir mörgu, sem kynntust Ólafi sál.
Gíslasyni munu minnast hans lengi, sem síns ein-
læga, trygga, glaðlynda og góða vinar, sem öllum
vildi allt vel. (Ji)
Brezkur konsúll hér á landi er Jón Vída-
lín stórkaupm. orðinn, og mun Tómasi Paterson,
er settur hefur verið um tíma þykja súrt í brotið að
afhenda »múnderinguna«.
Þingvallahúsið er nú fullsmíðað, og verð-
ur það opnað og sýnt almenningi 20. þ. m. (sbr.
auglýsingu hér í blaðinu). Hafa nokkrir menn í
Reykjavík gengizt fyrir að koma húsi þessu upp
* með 250 kr. tillagi hver, en hr Sigfús Eymunds-
son hefir annazt um kaup á efnivið í það og séð
um bygginguna að öðru leyti. Er það honum
að þakka, að þessi húsgerð hefur gengið svo
greiðlega, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. En yfir-
smiður hússins hefur verið hinn ötuli tré-
smiður Þorkell Gíslason í Rvík. — Enn er hús-
ið eigi fullbúið til gistingar, því að það var aldrei
gert ráð fyrir, að það yrði tekið til þeirrar notk-
unar á þessu ári.
Nýdáinner úr lungnabólguséra Jón Jóns-
son fyrrum prófastur á Hofi í Vopnafirði 68
ára gamall (f. 3. júní 1830) vígður 1855 aðstoð-
arprestur að Mosfelli í Grímsnesi og síðar lengi
prestur þar og prófastur í Arnessýslu, en flutti
að Hofi 1882, velmetinn sómamaður og merkis-
klerkur.
Reykjavík, 12. ágúst.
Þurkur og blíðviðri hefur verið undanfama.
daga.
Samsæti var meistara Eiríki Magnússyni frá
Cambridge haldið af nokkrum (um 20) bæjar-
mönnum í fyrra kveld. Þar mælti Einar Bene-
diktsson ritstj. fyrir minni heiðursgestsins, Bene-
dikt Sveinsson fyrir minni Islands, Steingr. Thor-
steinsson fyrir minni dr. Þ. Thoroddsen, er þar
var staddur og B. M. Ólsen rektor fyrir minni
fóstursonar E. M., Magnúsar Magnússonar leik-