Þjóðólfur - 26.08.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.08.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. ágúst 1898. Nr. 40. Funda- og gistihúsið á Þingvöllum var vígt 20. þ. m. Voru þar samankomnir um 15° manns, karlar og konur, flest úr Reykjavfk. Veður var dágott, en þó þoku- súld og sást óglöggt til fjalla. Yfir aðal- dyrum hússins blakti íslenzka fálka-merkið, en húsið skreytt lyngsveigum að innan og eins yfir fordyrinu. Athöfnin hófst að aflíð- andi hádegi með því, að sungið var kvæði það, er hér fer á eptir og Einar Benedikts- son ha0i ort: Enn safnast menn við Oxará — við fornar búðir, brotnar, lægðar, við bældar rústir horfnrar frægðar, sem tímans dðmur lagði í lág. A minninganna mold við stöndum og minninganna lopti öndum, með ættarrækni Islendings við eyðiskugga hins gamla þings. / Og yfir liðnar aldir fer — vor hugur enn að lágum leiðum, sem liggja týnd í byggð og heiðum, með feðra vorra fallinn her. Við heyrum óm af óði og sögum, frá okkar góðu bernskudögum, sem vekur, tengir, vermir blóð: — Við erum öll af sömu þjóð! Og vinarandans alda rís — við sjáum heipt og sundrung eyða, við sjáum tryggð og eining leiða til sigurs gegnum eld og ís. — Og sögufólksins svörðum yfir við sjáum enn að kyn þess lifir, með trú á eigin auðnu og hag, með unga von um betri dag. Sú von skal lifa hret og hrið, að ljós komi’ yfir Islands strendur, að andi frelsist, losni hendur. — Ó, draumsjón fríð, frá fomri tíð. Þú speglast djúpt í lægstu lindum, þú ljómar yfir hæstu tindum, um bautastein þú vefur væng og vakir hljóð hjá barnsins sæng. Þinn andi ríki ár og síð, í lágu hreysi og háum sölum hjá hveijum ami í landsins dölum og veki nýjan, vaskan lýð. — Rís hátt og lýs oss blysið bjarta, skín, bliða von, í hverju hjarta, skín aptanroði um aldarkvöld, skín árdagsbjarmi af nýrri öld. f Að því búnu sté Benedikt Sveinsson fram og hélt vigsluræðuna; skýrði hann frá í hverjum tilgangi hús þetta væri reist, það ætti ekki að eins nð vera gistihús fyrir er- lenda ferðamenn, heldur fundahús fyrir þjóð- legar samkomur, og lagði áherzlu á, að menn yrðu að skilja rétt, hvað þjóð og þjóðerni væri. Lauk hann ræðu sinni með því, að hus þetta hefði verið skírt »Valhöll« (en svo hét búð Snorra Sturlusonar, er forðum stóð þar skammt frá, er húsið er nú). Var þá sveipað burt blæju, er huldi nafnspjaldið yfir aðaldyrum hússins, og að því búnu sungið kvæði það, er hér fer á eptir og Guðm. Guðmundsson stud. med. hafði ort: Mörgum heitt um hjartarætur hefur orðið, fóstur grund, bæði’ um daga’ og bjartar nætur brjóst þitt við á margri stund! Þó mun heitast hafa runnið hér til skyldu sona blóð þar sem hraun og hjörtun brunnið hafa fyr í sterkri glóð. Hér er Islands hjartastaður, hér er allt sem lyptir oss; hérna lærði margur maður málið bezt af dyn í foss. — Hlýð á óm hans, útlendingur, ef þú skyldir koma hér: drápu um frelsi’ og dáð hann syngur, — drag þú skó af fótum þér! Því að hér í helgum sölum hafa guðir sjálfir vörð, leika sér í lautum, dölum ljósálfar á helgri jörð; — héðan útlent yfirlæti útlægt skal og borga-prjál, hrokafull á höllum fæti hér skal llðast engin sál! Fyrir þá, sem þekkjast vilja það hið smáa, er hús vort reist. — Þeir, sem reyna að þekkja’ og skilja þjóðlíf vort, því geta treyst að þeir hérn'a hæli finna hlýtt og gott þó lágt það sé, þar sem Island sona sinna syrgir fallin heilögvé. Hér skal bjartur roði rísa röðli frá við austur tjöld; hérna skulu ljósin lýsa landi’ og þjóð á nýrri öld. Og ef sverfa forlög fast að, féndur vilja landið hrjá, hér skal tening hinnstum kastað, hlaupið yfir risa-gjá. * * * * * # & • Hömrum leikur eldur yfir, — óðum þoka’ af hnjúkum flýr; — geisli vakir, ljómar, lifir, lýsir, vermir — sterkur, nýr. Kenni’ eg gjörla krapta nýja, koma menn í svipa stað, — röðlar brosa’ í rofum skýja, rignir ljósi, — út í það! Því næst var húsið opnað og sýnt al- menningi. Mælti þá Benedikt Sveinsson fyr- ir minni konungs þar í’ fundarsalnum, en Tryggvi Gunnarsson fyrir minni Islands. Þá hélt Þorbjörg Sveinsdóttir langa tölu og all- mælska, og að því búnu var tekið að danza. Síðar hélt ungfrú ÓlafíaJóhannsdóttir snjalla ræðu og rómuðu allir hana mjög, enda var hún bæði sköruglega flutt, skipuleg og ein- arðleg. Má það því furðu gegna og ber vott um mikla ósanngirni, að blað eitt hér í bænum hefur hallað svo réttu máli að lýsa þessari ræðu sem einskonar hneyksli, og er það því undarlegra, sem ritstjóri þess blaðs var þar hvergi nærri og gat því ekki dæmt um þetta af eigin heyrn, sem optast er vissara en að hlaupa eptir sögusögnum sumra manna, er optast leitast við að færa á verra veg ailt, sem eigi er sniðið hnífrétt eptir þeirra geðþekkni, og ætti ritstjórinn að vara sig á slíkum fréttasnötum eptirleiðis, enda þótt hin kæra(!) Ólafía hans eigi í hlut. En þótt ræða hennar væri engin lofdýrðar- vella um fjör og framtakssemi Islendinga á þessum tímum, þá virðist engin ástæða til að kveða upp áfellisdóm yfirhenni fyrir það, enda heyrðum vér engan viðstaddan hneyksl- ast á henni eða þykja hún ofhörð, heldur ljúka miklu lofsorði á hana, eins og hún átti skilið. — Síðast hélt Tryggvi Gunnarsson stutta ræðu fyrir minni kvenna, og skírskot- aði einmitt til ræðu Ólafíu á þann hátt, að konurnar sýndu það, að þær gætu fullkom- lega jafnast við karlmennina og ættu skilið að öðlast fullkomið jafnrétti við þá, enda kvaðst hann vona, að þess yrði ekki langt að bíða. — Þá var ræðuhöldum lokið, óg skemmtu menn sér eptir það einkum við danz til kl. 9, að húsinu var lokað. Höfðu þá flestir leitað sér gistingar á bæjunum þar í grenndinni, en sumir skemmtu sér í tjöld- unum fram eptir nóttunni. — Fór samkoma þessi öll vel fram, eptir því sem föng voru á og vænta mátti. Þingvallaskálinn „Valhöll" er að þvl leyti eigi fullbúinn enn, að húsbúnað eða út- búnað til gistingar vantar, og verður eigi hugsað um það fyr en á næsta vori, áður en hús- ið verður tekið til notkunar, sem mun verða í byrjun júnímánaðar. Einnig vantar enn nokkra bekki í fundarsalinn, smáborð og stóla. En hrakspár sumra blaðanna hér, um að hús þetta yrði ei-gv reist á þessu ári hafa illa brugðizt, eins og margt fleira. Auðvitað blés ekki byrlega með bygginguna, þá er enginn varð til þess að taka 25 kr. hlut í þessu fyrirtæki, gagnvart styrknum úr lands- sjóði (2500 kr.), er var bundinn því skilyrði meðal annars, að jafnmikið fé væri lagt fram annarstaðar frá. Þurfti því 100 hluti hvern á 25 kr. til að ná saman þessu fé. En það fór nú svona. Og þá var það að nokkrir menn gengu í félagsskap til að gera þetta upp á eigin spítuí með 250 kr. tillagi hver, af því að þeim þótti löðurmannlegt og skamm- arlegt afspurnar, að landssjóðsstyrkurinn væri látinn niður falla, sakirþess að landsmenn vildu ekkert af mörkum leggja til þessa fyrirtækis.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.