Þjóðólfur - 02.09.1898, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR.
50. árg.
Reykjavík, föstudaginn 2. september 1898.
Nr. 41.
Hugleiðingar
um
landbúnað vorn.
Eptir gamlan sveitabónda.
Eitt af málum þeim, sem nú eru ofarlega á
•dagskrá bæði í ræðu og riti, er landbúnaðurinn
eða hnignun hans, sem menn almennt álíta svo
mikla og svo snögga, að til vandræða horfi.
Þeir, sem þannig líta á, virðast hafa mikið til
síns máls, og eðlilegt, er að menn taki að ör-
vænta um hagi lands vors og tilveru vora, sem
þjóðar, ef þessi aðalatvinnuvegur landsrtianna
kæmist í kaldakol og ekki yrði lengur fær um
að veita oss þá atvinnu, snm við mætti una.
I dagblöðum vorum hefur og ýmsu verið
hreyft til þess að bæta úr ástandinu, og tel eg
þar til svínarækt, alifuglarækt, endurbætta hesta-
rækt o. fl.. — En við ekkert af þessu hef eg
getað fellt mig. — Málið er þó svo mikilsvert,
að þar ætti enginn, sem getnr gert sér einhverja
von um að leggja eitthvert þarft ráð til, að liggja
á liði sínu, og því læt eg yður, herra ritstjóri,
skoðun mína í ljósi á máli þessu, ef vera kynni
að yður sýndist rétt, að láta heiðrað blað yðar
flytja almenningi meira eða minna af henni til
athugunar. —
I.
Þegar ræða er um orsakir til hnignunar
landbúnaðarins virðast flestir hlaupa í fólksekl-
una, hið hækkandi kaup hjúa, lausamanna lög-
gjöfina. (mér finnst löggjafarvaldinu hafa gleymzt
að leggja gjald til landsjóðs á lausamenn) hept-
ing fjársölu til útlanda o. fl. og mun engum
koma til hugar að neita því, að allt þetta hefur
átt nokkum þátt í því, að rýra landbúnaðinn.
En til þess að finna aðalmeinið álít eg þó, að
lengra þurfi að leita, og aðalástæðan til hnign-
unarinnar sé ekkert einstakt atvik, heldur'ktefnu-
breyting sú, sem landbúnaðurinn hefurtekið hi'na
síðustu hálfu öld eða þar um bil,
Eins og kunnugt er var verzlun vor gefin
frjáls með lögum 15. aprtl 1854; slðar hefur
verið smámsaman rýmkað meira um verzlunina
einkum með lögum 7. n’óv. 1879.
Áður en verzlunin var gefin frjáls vora öll
■viðskipti við kaupmenn svo löguð, að sjálfsagt
Þótti að forðast þau, sem mest; um þetta gat
engum blandazt hugur. En af þessu leiddi apt-
nr að sjálfsögðu þá búreglu, að keppast við að
láta búið framleiða, sem mest til eigin þarfa,
svo sem minnstu þyrfti við að bæta. En afþessu
leiddi aptur, að mest stund var lögð á kúarækt,
svo mikið lagt t heimilið af kjöti, sem kleyft
var og að menn lifðu mest megnis á mjólk,
kjöti og fiski, þvi flestir bændur, sem áttu róðra-
menn í útverum létii þá herða fiskinn til heim-
flutnings. Kommeti var að vísu nokkuð notað
til manneldis, en af skomum skammti og mest
sem fóðurbætir. Þá þótti þag iýsa slóðaskap
gætu menn ekki að sumrinu byrgt heimilin svo
upp að nauðsynjum, að þau kæmust af til næstu
fardaga eða að minnsta kosti til loka. En þá
var líka sú skoðun almenn, að betra væri að
leggja nokkuð hart á sig og sína um tíma en
að taka lán á lán ofan í búðinni.
Þegar losað var um verzlunarfjötrana árið
1854 leiddi af því stórkostlega breytingu á öllu
viðskiptalífi landsmanna, sem eðlilegt var, en þá
komst lfka meiri breyting á aðalstefnu landbún-
aðarins en eg álít að hollt væri eða nauðsyn
bæri til.
Eptir að verzlunin var gefin frjáls tvöfald-
aðist bráðlega ullarverðið eða jafnvel þrefaldað-
ist. Líkt átti sér stað um fisk, bæði saltaðan og
hertan og svo var um flestar vörur. Þá hófust
einnig brátt viðskiptin við England, fyrst hrossa-
salan og nokkru síðar fjársalan. Jafnframtlækk-
aði líka verð á flestri útlendri vöru til mikilla
muna. Verzlunarviðskiptin, sem áður höfðu verið
fráfælandi urðu því svo að segja ' allt í einu
girnileg og hefði mátt búast við að þessi mikla
breyting hefði á skömmum tíma lypt búnaði og
efnahag alls' almennings á æðra og fullkomnara
stig,'en þetta fór þó ekki svo. —
II.
Aðalafleiðing verzlunarfrelsisins og allra þeirra
gæða, sem því voru samfara álít eg, að verið
hafi ekki veruleg bót á efnahag manna almennt,
þó ýmsar góðar undantekningar séu frá því,
heldur miklu fremur hitt að öll aðalstefna bún-
aðarins jafnvel bæði til sjós og sveita tók algerð-
um stakkaskiptum en þetta álít eg miklu fremur
apturför en tramför.
Eins og áður er drepið á miðaði öll starf-
semi landbóndans að því, að búið bæri sig sem
mest og bezt sjálft og þyrfti sem minnst að
sækja til annara, en nú lagði bóndinn aptur all-
an hug á að framleiða sem mesta verzlunarvöru.
Áður höfðu verið allfjörug viðskipti milli sjávar —
og sveitabóndans; sjávarmenn fengu smjör, tólg,
ull og sauðfé á fæti úr sveitinni og borguðu
eptir gömlu lagi, með ýmsu fiskæti, og munu
flestir hafa álitið þau viðskipti báðum holl.
En nú var þeim viðskiptum svo að segja alveg
lokið. Kaupmannsbúðin varð miðillinn, sem allt
varð að ganga í gegnum og álít eg að öllum
hlutaðeigendum hafi verið það hið mesta tjón.
Breyting sú á búskaparlaginu, sem nú hefur
verið nefnd, varð, hvað landbúnaðinn sérstaklega
snertir, óhjákvæmileg orsök til apturfarar í naut-
peningsræktinni. Mönnum þótti kýrin gefa litla
verzlunarvöru, en gleymdu því, að það er drjúgt,
sem drýpur; öll áherzlan var lögð á sauðfjárrækt,
og jafnvel hrossauppeldi, þvi þetta hvorttveggja
gaf af sér verzlunarvöru. —
En nú mun það almennt viðurkennt, að
nautpeningsræktin sé aðalfóturinn undir túnrækt-
inni, en túnræktin aptur helzta og fyrsta skilyrð-
ið fyrir góðum landbúnaði, og virðist þá ekki
þurfa fleiri sannanir fyrir því, að hin nýja stefna
búnaðarins var sjálfum honum hættuleg. Önn-
ur sjálfsögð afleiðing hinnar nýju stefnu í bún-
aðinum, var sú, að menn reittu í búðina allt,
sem menn gátu við sig losað. Það þótti ofdýrt
að lifa á kjöti, þegar markaðarnir voru komnir
í blóma, og því seldu menn á mörkuðum eða
ráku í kaupstað til slátrunar hjá kaupmönnum
og lúkningar búðarskulda, ekki einungis alla
eldri sauði, sem sjálfsagt var að lóga á einhvem
hátt, heldur einnig æði mikið af veturgömlu fé
og geldum ám. Heimilin urðu skurðarlaus, vetr-
ar málnyta rýr og það, sem lakast var, vegna
hinnar gengdarlausu sölu, neyddust menn til að
setja á gamalær, sem tæplega voru hæfar til
undaneldis, og spilltu þannig að meim eða minna
leyti þeim bústofninum, sem aðaláherzlan þó
var lögð á, og ætlazt var til að framfærði heim-
ilið að mestu leyti. Aðalbjargræði margra
heimila varð kornmeti, sumt (overhead mjöl) æði
lélegt, og hvergi notað til, manneldis, nema á
vom landi Islandi, og svo var þetta korn drýgt
meira og minna með undanrenningu. Líkt var
þessu varið með klæðnaðinn. Ullin var lögð í
búðina meir en góðu hófi gegndi, en aptur tekið
til klæðnaðar bómullargarn og bómullardúkar.
Það þarf tæplega að leiða rök að því, að slíkt
fæði og aðbúnaður á ekki vel við loptslag vort,
og að þeir, sem við slíkt áttu að búa, urðu
þreklausir til þess að þola vosbúð þá, frosthörk-
ur og gaddbylji, sem sveitafólk vort hlýtur jafn-
an að eiga í höggi við, og margan hefur svipt
heilsu eða leitt til dauða. Eg játa það, að lýs-
ing sú, sem hér er gefin á sveitalífinu, á æði
margar heiðarlegar undantekningar, en á þó við
allan fjöldann, einkum hina efna minni, sem með
þessu ráðlagi sínu hafa gert lífið verra, óhollara
og það sem sorglegast er, þó langtum dýrara.
Aðdrættir úr kaupstað tvöfölduðust eða þreföld-
uðust og til þeirra gekk meiri hluti allrar vor —
og haustvinnu beztu manna heimilanna, og þar
að auki urðu vetrarferðir tíðar. Búsvelta fór sí-
vaxandi en kaupstaðarskuldir og vafs að sama
skapi.
Þannig hefur verzlunarfrelsið og fénaðarsala
til útlanda, hin beztu hnoss,, sem vér um langan
aldur höfum hlotið, orðið oss hefndargjöf, vegna
skammsýni vorrar og fyrirhyggjuleysis.
(Meira.)
Stafaeinföldunin og Réttritunarsamtökin.
Þau eru allrar virðingarverð réttritunarsamtökin
nýju, sem blaðamannafélagið hefur gengizt fyrir. —
Eg' er upphafsmönnum þakklátur í huga fyrir að
reyna að koma einhverju skynsamlegu samræmi á
ritháttinn. Það er engin vanþörf á því, þar sem
ruglingurinn er orðinn svo mikill og reglurnar svo
margar, að fólk veit hreint eigi, hverju fylgja ber,
sem eigi er von, því löngum rífur einn niður það
sem annar hafði íbyggt upp hjá mörgum ungum
námsmanni, er um kennara verður að skipta. Sök-
um þess, að mér er annt um heiður og viðhald
móðurmáls vors, þá hef eg gengið inn ! þessi rit-
háttarsamtök með þeirri yfirlýsingu, að eg væri þeim
yfirleitt samþykkur. Eg ætla mér þó alls eigi að
fylgja þeim beint í öllu heldur hafa tillit til þeirra.
Síðan eg gerði þetta hef eguui hugsað um málið
enn betur og sannfærzt um, að nálega allar hinar
tilfærðu reglur eru réttar, enda eru þær flestar hér
um bil samkvæmar þeim rithætti, er eg hefi haft.
Það er einungis ein regla í þessum ritháttar-uppá-
stungum, sem eg er viss um, ao ómögulega getur
verið rétt og í þeirri trú festist eg ,því betur, sem eg
skoða lengur það atriði. Eg vil nærri því segja,
að hún sé gersamlega vanhugsuð hjá uppástungu-
mönnum og illa skoðuð, áður en þeir framsettu hana
Að minnsta kosti er reglan mjög varhugaverð oger
það meinlegt, því hún snertir eitt mesta höfpðatriði
í rithætti íslenzkrar tungu. —
Það er reglan um: að rita dvallt einfaldan
sam/iljóð d undan öðrum samh/jóð í einni samstöfu’
sem eg á hér við. Um stafi á undan r og s þarf
hér ekki beinlínis að tala, því á undan þeim
fallendingum vilja uppástungumenn láta rita eptir
upprunanum, og verða við það sjálfum sér sundur-
þykkir. Víst er framburðurinn þar skýr hvað r
snertir, en einnig á undan s gera allir skýrt talandi
menn hvervetna á landinu noltkurn mun á einföld-