Þjóðólfur - 02.09.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.09.1898, Blaðsíða 2
i6o um og tvöföldum samhljóða. Þannig heyrist greini- legur munur hjá fólki á orðmyndinní roks (af rok) og rokks (af rokkur), hops (af hop), og hopps (af hopp). Einnig sýnir undanfarandi raddhljóðurþar mis- muninn, því hann er ávallt grenntari því fleiri sam- hljóðar sem fara á eptir en því teigðari sem þeir eru færri. Málið er þannig nú á dögum. Hvað því þá aptur viðvíkur, að rita jafnan einfaldan sam- hljóð á undan öðrum samhljóð í sömu samstöfu, enda þótt uppruni segi að tvöfaldur samhljóður skuli vera, þá styðst sú regla alls eigi viðframburð- nn nema í fáeinum atriðum, en er aptur þvert á móti honum í mörgum stafasamböndum. Hún ber því framburðinn ranglega fyrir sig, og er raunar eigi annað en upptugga úr réttritun dr. B. M. Olsens. Það er alkunnugt, að á undan tannstöfunum a og t er að fornu og nýju ávallt hafður einfaldur samhljóður í framburðinum. Vér segjum t. a. m. með einu n grant (af grannur) og vant (af vanur) ' og sömuleiðis holt (af hollur) og holt (af holur) með einföldu l. Ennfremur grimd (af grimmur) og skemd (af skemma) hvorttveggja með einu m. Þegar um ð er að ræða þá gildir þessi einföldunarregla eigi í framburðinum. í þeim héruðum Suðurlands (t. d. Arness- og Rangarvalla sýslum), ermenn láta stafina:,, miúkt f. og hnt g halda sínum rétta framburði, einnig þótt bætt sé ð aptan í samstöfuna, þá heyr- ist glöggur munur á, hvort samhljóðurinn er ein- faldur eða tvöfaldur. Fólkið segir: hafði (af að hafa) með mjúku f og pag-ði (af að þegja) með einu linu g, en aptur hryggði (af að hryggja) með tveimur hörðum g-um. Hér vestra og víðast hvar annarsstaðar á landinu fá bæði / og g harðan fram- burð á undan ð, og jafnframt eru þessir stafir á- vallt tvöfaldaðir, þótt einfaldir eigi að vera eptir upprunanum. Það eru sömu áhrif, sem l og n eru annars vön að valda, svo munurinn á einföldum og tvöföldum samhljóð fyrir framan ð verður þar eng- inn. Fólkið segir: habbði (af hafa) með bb-hljóði og paggði (af þegja) með hörðu tvöföldu ^öldungis eins og í hryggði. Að fara nú, hvað þetta snertir, að elta framburðinn í þeim héruðum, er eigi bera fram eptir uppruna, væri víst ógerandi, en fráleitast er þó að finna upp nýja reglu, sem hvergi á heima; hér verður því sjálfsagt að fara eptir uppruna fram- burðinum og því heldur sem hann er enn til. Sam- takamennirnir tala réttilega um, að nauðsyn sé að aðgreina ll og / á undan n vegna framburðarins, en alveg sama er um gg og g á undan ð, af því að lint g, er eigi táknað með sérstökum staf. Þegar Rask innleiddi ð í íslenzkri latínuletursgerð þá sást honum yfir í því að innleiða eigi sérstakan staf líka fyrir lint g, því þess er full þörf allt eins, en í því sambandi, sem hér ræðir um, getur einföldun og tvöföldun á g sýnt, hvernig bera á fram. Fyrir framan stafasamböndin sl, sk og st mun framburðurinn helzt - vera sá að einfalda sérhvern samhljóð. Menn segja almennt: kensla (f. kennsla), Jinska (f. finnska), skemstur (f.. skemmstur) o. s. frv. Þar eru áhrifin sömu sem d og t eru von að gera. Að eins Þingeyingar munu geta fram borið: kennsla, menntun með n?i, þó veit eg eigi, hvort það er almennt. Þótt nú samhijóður sé jafnan einfaldur á und- an d og t, þá er hitt víst, að á undan linstöfunum l og n er ávallt hafður tvöfaldur samhljóður í fram- burði, enda þótt einfaldur eigi að vera eptirupprun- anum. Það er þvert á móti hinni aðferðinni. Svo sem þó enginn munur er gerður í þessu efni fyrir framan d og t svo er heldur enginn munur gerður á einföldum og tvöföldum staf fyrir framan / og n en það er með öfugri reglu. Það er þetta merkilega atriði, sem gersamlega vantar að taka fram í öllum þeim málfræðisbókum, sem notaðar hafa verið við kennslu í skólum landsins, þar sem þær eru að segja mönnum, að framburður á einföldum og tvö- földurn samhljóð verði hinn sami, ef annar samhljóð- ur fer á eptir. Þessi tvöföldun á undan l og n er víst allgömul í málinu, því í fornum handritum finnast tíðum orðmyndir, sem benda á þetta t. a. m vattn (f.vatn) mikklir (f.miklir). Þar að auki er ll og nn mjög tíðkað á undan d, eptir því sem oss virðist að ástæð ulausu t. d. elldr (f. eldr) og vinndr (f. vindr) en þa ð er líklega annars eðlis. Það er málið svo sem það er á vorum dögum, sem hér er eink- um að ræða um, og þar viljum vér sameina framburð og rithátt eptir uppfuna, sem bezt vér getum. Nú segjum vér t. d, með tveimur t-um brottnir (af brot- inn) öldungis eins og dottni? (af dottinn) ogfokknir af fokinn) einsog sokknir (af sokkinn) hvorttveggja með tvöföldu k, ennfremur hceppnir (af hæpinn) og heppnir (af heppinn) bæði orðin með pp. Einnig má nefna framburðinn: boggnir (af boginn) sem er sama sem í hyggnir (af hygginn) gebbnir (af gefinn) sem í ybbnir (af ybbinn). Þá er framburðurinn nabbn (f. nafn) teikkn (f. teikn), bottn (f. botn) eigi annað en tvöföldun á undan n-inu. Sama regla gildir um 1. íslendingar segja: jökklar (af jökull- eins og stökklar (af stökkull), meittlar (af meitill), en enginn segir meit-lar, heldur er þar sama hljóð sem í möttlar (af möttull), þar segir heldur enginn möt-lar. Af trefill er sagt trebblar, af tígull er sagt tígglar, af gamall gammlir o. s. ffv.. Einnig má nefna framburðinn tabbla (f. tafla), hekkla (f. hekla og guttl (f. gutl). Með þessari tvöföldun fylgir og að //-hljóðið í ll verður ddl. Eina undantekningin frá þessari reglu um tvöföldunina sýnist að vera / og ll á undan n, en það er þó alls eigi svo. Auð- vitað er glöggur munur á orðunum t. d. falnir (af falinn) og fallnir (af fallinn) en hann liggur í því að í falnir er tvöfalt lina /-hljóðið alveg hið sama sem í Palli, milla, tralla-. Að svo er geta menn fundið með því að bera saman orðmyndir, eins og t. d. selurinn, selnum; á fyrra staðnum er einfalt en síðara tvöfalt lint /. Hér sýnir því / og .// eigi hljóðafjöldann heldur mismunandi hljóð ólík í fram- burðinum. Þannigsýnaeinniglint g og gg eigi einföld- un og tvöföldun sama hljóðs, heldur tvö eðlisólík hljóð. Framburðarreglan í rithætti að þessu leyti verð- ur þá þessi: „Allir samhljóðar eru einfaldaðir á und- an d og i, þótt tvöfaldir eigi að vera eptir uppruna, en aptur tvöfaldaðir á undan / og n, þótt einfaldir eigi að vera eptir því sem uppruni segir til“. Hér má nú hugsa sér fjórar ritháttarreglur, og hvernig fer þá ef farið er að rita eptir framburðar- reglunni? Af gömlum vana getur auðvitað gengið allvel að rita t. d. mentun (f. menntun), alt (f. allt), þó að á móti uppruna sé, en eptir henni á þá líka að rita t. d. rottuun (f. rotnun), og lykklar (f. lyklar); það yrði vissulega næsta óviðfeldið, en samkvæm er reglrn þó sjálfri sér, þótt enginn hafi verið svo djarfur að koma með hana, og hún sé eigi hóti vorri, en sumt annað, sem upp á hefir stungið verið í íslenzkri réttritun. Önnur reglan er sú, sem optast er nú fylgt í útgáfum fornritanna og hún segir „að hafa einfaldan samhljóð á undan tannstöfum, hvað sem upprunanum líður, en að hafa tvöfaldan eða einfaldan staf annars staðar, eptir því sem uppruni bendir á“, rita t. d. pykt, þunt (afþykkur, þunnur) en aptur drottnar (af drottinn) og brotnir (af brotinn). Þessi regla hættir á miðri leið og er því sjálfri sér ósamkvæm, svo sem sjá má af því sem áður er sagt. Og eigi hefir Konráði Gíslasyni líkað hún og því fundið upp sína góðu upprunareglu, er flestir nú fara eptir. (Niðurl.) Jóh. L. L. Jóhannsson. Jeyes-fluid. Af því eg er dálítið kunnugur böðun og blöndun hinna ýmsu baðtegunda, sem hér eru brúkaðar, þá vil eg leiðrétta það, sem stendur í augl. frá A. Sigurðssyni viðvíkjandi baðlyfinu Jeyes-jluid. Þar segir, að úr einu galloni megi baða 80—ioo kindur. Þetta er auðvitað alveg rétt, því það má baða úr eínu galloni iooo, ef mjöðurinn er nógu þynntur. En af því að al- menningur að líkindum tekur augl. þessa svo, að eitt gallon nægi til að drepa sauða- og felli- lús ásamt eggjum þeirra í 80—100 kindum, þá vil eg leyfa mjer, að skýra frá því, að á síðast- liðnu hausti, er mér með öðrum var falið á hendur, að hafa umsjón með böðun sauðfjár í Seltjamarneshreppi, að úr einu galloni var ekki baðað fleiri en 45—50 kindur, til þess að vera viss um að drepa sauða- og fellilús og þau ó- þrif, er þeim fylgja. Til þess að drepa regluleg- an kláðamaur, þarf baðið að minnsta kosti að vera helmingi sterkara. Að öðru leyti er óhætt að mæla fram með Jeyes-fluid, sem ágætu baðlyfi, bara að eitt gallon sé ekki þynnt meir en með 160—180 pottum vatns,, er þá nægir í 45—50 kindur, því reynsla er fyrir því, að vel ullað fé að hausti- til fer með kringum 4 potta af lög hver kind. Að eitt gallon nægi í 80—100 fjár getur átt sér stað, þar sem fé er með öllu lúsalaust og án allra hör- undskvilla, en að gefa slíkt út hér, þar sem fjárkláðinn vofir yfir nær engri átt. Vil eg þvf ráðleggja öllum þeim, er brúka Jeyes-Jluid til böðunar á næsta hausti, að blanda ekki daufara, en eg hefi bent á, því ónýtt bað er eintómur kostnaður, þar sem gott bað hlýtur að vera á- bati og það þó um engan kláða sé að ræða. Hólmi 23. ág. 1898. Eggert Guðmundsson. íjí ifí tfi Hinn heiðraði höf. þessarar athugasemdar hefur sjálfsagt rétt fyrir sér í því, að þynningin: eitt gallon í 80—100 fjár, sé ofmikil, til að drepa reglulegan kláðamaur, en utsölum. baðlyfsins „Jeyes-Fluid" hr. Asgeir kaupmaður Sigurðsson hefur skýrt oss frá, að þessi þynning sé einmitt höfð við böðun fjár á Skotlandi, en þar við sé að athuga, að Skotar þurfi ekki að baða til lækn- ingar reglulegum fjárkláða heldur að eins óþrif- um, og þessvegna muni að líkindum þessi fyr- greinda þynning baðlyfsins vera hér ofmikil til kláðalækninga. Kveðst hann hafa beðið dýra- lækninn að gefa almenningi reglur fyrir hæfilegri blöndun baðlyfsins, og þyrfti hann að birta þær sem fyrst í blöðunum, því að þótt hann hafi áð- ur eitthvað minnzt á þetta í sérstökum bækling, þá er hætt við, að öllum þorra almennings sé það ekki nógu vel kunnugt. Ritstj. Frá Útíöisdum er fremur fá tíðindi að segja önnur en þau, að ófriðurinn milli Spán- verja og Bandamannavar til lykta leiddur, er sfðast fréttist. Friðarskilmálar tii bráðabirgða voru undirskrifaðir í Washington 12. f. m. og var Cambon sendiherra Frakka í Washington fyrir Spánverja hönd. Svo verður síðar samið nánar um einstök atriði skilmálanna af nefnd, er þur til verður skipuð af Spánverjum og Banda- mönnum, og heldur hún fundi sína í París. Enn er eigi með öllu ljóst, hvernig skilmálum þessum er varið, en að minnsta kosti sleppa Spánverjar öllum yfirráðum á Kúbu, en Filippseyjum munu þeir fá að halda, þó með vissum skilyrðum. Mælt er, að Bandamenn muni eigi krefjast her- kostnaðarskaðabóta af Spánverjum og þykirþeim þar vel farast. Viðsjár allmiklar eru milli Rússa og Eng- lendinga austur í Kína. Hafa Rússar gerzt þar mjög uppivöðslusamir og hnekkt Englendingum, hvar sem þeir hafa getað, svo að nú er farið að þykkna í Jóni Bola, er þykist ekki lengur geta látið þennan yfirgang Rússans hlutlausan. Hef- ur enska stjórnin skipað Miðjarðarhafsflotanum, er liggur við Gíbraltar að halda austur til að vera þar til taks, ef eitthvað kynni í að skerast, en þó er ekki enn sem komið er nein vissa fyrir því, að til ófriðar dragi að þessu sinni, en marg- ir spáþó, að þess geti naumast verið mjög langt að bíða, að Rússum og Englendingum lendi saman austur þar og verður það enginn gamanleikur. Tveir Ijósmyndarar frá Hamborg voru svo bfræfnir að laumast á næturþeli inn um glugga í höllinni Friedrichsruh nóttina eptir að Bismarck lézt og tóku þar ljósmynd af Ifkinu. Flöfðu þeir mútað líkverðinum til þess, og ætluðu sér að græða fé á þessu, en" nú hefurHerbert greifi sonur Bismarcks látið höfða mál á móti þeim fyrir tiltækið og verður þeim eflaust dýrkeypt förin. Ættmenn Bismarcks bönnuðu öllum óvið- komaridi mönnum harðlega að nálgast líkið, og leyfðu aðeins einum manni að taka ljósmynd af því, en neituðu keisaranum um að láta Begas hinn nafnkunna myndasmið taka dánargrímu af því. Norðmaðurinn Borckgrevink er lagður af stað til suðurheimskautsins á skipi því, er nefnist »Suðurkrossinn«. Er fyrirtæki þetta kostað ein-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.