Þjóðólfur


Þjóðólfur - 02.09.1898, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 02.09.1898, Qupperneq 3
163 göngu af ensku fé, og hefur blaðamaðurinn George Newnes í Lundúnum lagt mest fram (400,000 kr.). Drepsótt (austurlenzka pestin) geisar nú í Kanton og deyja þar um 1000 manns ádag, en talið að 80,000 hafi dáið þar í sumar. Látinn er skáldsagnahöfundurinn Georg Ebers, kennari í egypzkum fræðum við háskól- ann 1 Leipzig. Einnig er dáinn þjóðsagnasafnarinn danski Thyregod, er þótti mjög vel að séx í sinni grein. ____________ Af Stokkseyri erjÞjóðólfi skrifað 28. f. m. »Plássið hér er í miklum uppgangi og mun það draga frá Lefolii ekki svo lítið nú, hvað þá síðar. Samlyndi og félagsskapur milli kaupmanna hér er svo góður, að enda sumir eldri menn hefðu gott af, að taka sér það til eptirbreytni. Einn af þeim, sem liðu skipbrot a Eyrar- bakka, þegar „Reykjavíkin“ kom síðast, skildi við í gær af afleiðingunum af því og eru það þá 3 alls, sem eru dánir. Varð að eins einum báts- farmi náð við illan leik úr „Reykjavíkinni" á Eyrarbakka sakir ósjóar þar og er þó Guðmund- ur Isleifsson, sem er afgreiðslumaður hennar þar og sér um uppskipunina úr henni orðlagður fyrir dugnað og hagsýni í allri sjómennsku. A Stokks- eyri var þar á móti viðstöðulaust skipað upp all- an daginn, án þess að vörur skemmdust neitt, því að sundið var þar alfætt, Það er mjög leitt, að ekki skuli optar koma skip hingað; að sögn fróðra manna gæti „Reykjavíkin" farið hér inn á höfnina, sem öllum ber saman um, að sé hið bezta skipalægi og er sagt, að með tiltölulega litl- um tilkostnaði mætti bæta hana stórkostlega.» Frá Seyðisfirði er skrifað 23. f. m. „Afli er og hefur verið góður næstliðinn hálf- an mánuð, stundum hlaðfiski. Slldarveiði einnig góð. Utlit því heldur skárra nú en verið hefur". Mannalát. Nýdáin eru: Hannes Þorldksson, er lengi bjó 1 Axlarhaga i Blönduhlíð, bróðir Guðmundar cand. mag. og Gísla hreppstj. á Frostastöðum „góður maður og vel látinn" og Þórunn Jónsdóttit (Ólafssonar prests í Eyvindar- hólum Pálssonar) ekkja Sigurðar Eyjólfssonar, er lengi bjó í Múlakoti í Fljótshlíð, og áttu þau sam- an mörg börn, öll mannvænleg. Hún var mjög heppin yfirsetukona og vel metin. Hmn 16. f. m. andaðist eptir langvinnan sjúk- leik húsfrú Ingibjörg Pétursdóttir, kona séra Magn- úsar Blöndals Jónssonar í Vallanesi umi þrítugt frá mörgum börtmm í ómegð, góð kona og vel metin. Hún var dóttir Péturs Eggerz kaupm. frá Akureyjum (f 1892) og fyrri konu hans Jakobínu Pálsdóttur amtmanns Melsteð. Hinn 3. f. m. andaðist að Eyrar-Uppkoti í Kjós húsfrú Gudrún Kortsdóttir (Kortssonar frá Flekkudal, Þorvarðssonar) kona Jóns bónda Guð- mundssonar 67 ára að aldri (f. 20. febr. 1831), giptist eptirlifandi manni sínum 1864 og áttimeð honum 3 mannvænleg börn, sem öll lifa. Hún var góð kona, fríð sýnum, trygglynd og ljúflynd, og vildi hvervetna koma fram til góðs. Var heimili hennar orðlagt fyrir staka gestrisni og var hún í því, sem öðru samhent manni sínum. {X.) Hinn 9. f. m. andaðist að heimili sínu Búð- um í k áskrúðsfirði, merkisbóndinn Benedikt Bjórns- son. haðir hans var Björn sál. Hallgrímsson á Búðum, en faðir Björns sál. var Hallgrímur bóndi á Búðum, sonur Hallgríms bónda á Stóra-Sand- felli í Skriðdal. Móðir Benedikts sál. var Vilborg Sigurðar- dóttir frá Njarðvík. — Benedikt sál. var maður vel látinn af öllum, er hann þekktu; hann var hátt- prúður og hógvær f allri framkomu, friðsamur og hjálpfús þeim, er til hans leituðu. Hann var sannnefnd bændaprýði og sómi sinnar stéttar. Hann var atorkumaður mikill og bar heimili hans og bújörð þess Ijósastan vott. Hann var hinn mildasti og bezti húsfaðir, og syrgja hann því all- ir, er hann þekktu, bæði nær Og fjær. (G. E.) Prentvillur syrgilegar hafa slæðst inn í söguritling minn „Einir“ og eru þessar verstar: Bls, 8. stendur á Grænudrög fyrir i Gr.dr. 10. Hallur sneri saman lófunum; á. a. v. Hallar neri saman knefa og lófa 0. s. frv. — G- — 3. 1. a. n. skókreppu, á að vera skókreppuna. — 3i- — er bera ofaukið. — — — er fyrir var. — 34- — útsýning f. útsýnin. — 35- — tóan kominn f. komin. — 38- — Svo þegar krimti, þar vantar: í priðja króanum. — 39- — forarlaga f. forarlagar. —7 4 7- — félagsskipunum f. félagsskipun- inni. — 5i- — kirknakrókanaá leið»;f«avantar. — 53- — geitábreiðu f. g/ifábreiðu. — 53- — hlið, á að vera hlíð (og hamri). — 54- — skein á — sjórinn, áað vera sjóinn. .— 59- — aðrar á að vera ceðar. Þessi meinvilla er í 5. 1. a. n. — 67. — á f. í (þessum sviptingum). — 69. — Skyldurækni, en á að vera: Skyldu§-« Jrækni. — 75- — krökktu á a. v. krökktir. — 79- — Gunnar Grund á að vera: Gunnar á Grund. — 88. — á fyrir í (út í strjálbýli útkjálkanna Framangreindar lokleysur eru menn vinsamlega beðnir að leiðrétta — og þau blöð í Rvík að prenta, er eg skipti við. ellihruma, og þannig létt á okkur þeirri helgu, en þungu skyldu, sem við ekki vorum fær um að upp- fylla. Aföllu hjarta biðjum við hinn eilífa kærleikans guð að umbuna þeim, þegar uppskerudagurinn kem- ur. Harln vill ekki láta vatnsdrykk ólaunaðan. Vík á Akranesi io. ágúst 1898. Jón og Anna V. Bjarnadóttir Mýrdal. Skilvindur. Umboðsmaður óskast til þess að selja frábærlega hentugar skilvindur, sem nokkuð hefur nú þegar flutzt af til íslands. Tilboð ásamt meðmælum sendist með utanáskri pt „ Landbrugsartikler “, poste restante, Christiania, Norge. Leðurverzlun í Hamborg. óskar eptir duglegum umboðsmanni, sem hefur gott vit á leðri, til þess að selja hesta- kiða- og lakk-leðurtegundir. Tilboð merkt H. T. 254.3 sendist Rudolf Mosse, Hamburg. F»ðl, húsnæði og þjónustu geta nokkrir einhleypir menn fengið frá 1. október næstkomandi fyrir mjög væga borgun. Ritstjóri vísar á. Sandi, 30. júlí 1898. Gudmundur Eriðjónsson. Reykjavlk 2. sept. Póstskipið „Laura" kom hingað snemma morg- uns 28. f. m. Með henni kom frá Höfn dr. Jón Þorkelsson (yngri) með frú sinni og syni þeirra Guð- brandi, alflutt hingað. Með „Lauru“ komu einnig stúdentarnir Guðm. Eggerz, Jens Waage og Jóhann- es Jóhannesson. Ennfremur um 15 Englendingar og þýzk ungfrú Ritterhaus, er dvelur hér í bænum í vetur til að læra íslenzku. „Laura" fór héðan aptur vestur og norður um land 31. f. m., og með henni fjöldifólks, þar á með- al áleiðis til Hafnar: dr. Þorvaldur Thoroddsen, er nú hefur lokið rannsóknum sínum hér á landi, Ó. Olavsen kaupn^. frá Keflavík, Jón Vídalín konsúll og frú hans (landshöfðingi fylgdi þeim til Hafnar- fjarðar). Til Sauðárkróks fór Eggert Briem sýslu- maður, nýkvongaður (brúðkaupið haldið hér 30. f. m.). Þá fór ennfremur Jón Hjaltalín skólastjóri með frú sinni og fósturdóttur til Möðruvalla, en Jón Jakobs- son alþrn. í Landakoti til Austfjarða og fékk hann ókeypis far sem blaðamaður. Með strandferðabátnum „Hólum" komu 31. f. m.: biskupinn Hallgr. Sveinsson úr yfirreið sinni um Austfirði, Friðrik cand. theol. sonur hans, Ólafur Thorlacius læknir frá Djúpavogi, Björn Guðmunds- son kaupm., er brá sér norður að Svalbarði í Þist- ilfirðí, stúdentarnir Einar Gunnarsson og Sig. Júl. Jóhannesson, Guðrn. Jónsson bóndi á Húsey í Hróarstungu, Jón Ingimundarson bóndi á Brekku í Núpasveit, Haraldur Briem frá Búlandsnesi. Ennfremur D. Östlund trúboði, Bríet Bjarnhéðins- dóttir blaðastýra o. fl. 1 miðjum júlí týndi eg undirskrifaður áveg- inum frá Krossi í Ölfusi að Skeggjastöðum í Flóa 2 pundum af látúni og 1 pundi af nýsilfri; fleira smádót fylgdi. Góður og skilvís finnandi skili þessu annaðhvort til mfn eða Sigurðar Þor- steinssonar 1 Tryggvaskála. Arbæjarhjáleigu 16. ág. 1898. Gtiðmundur Þorleifsson. 1 verzlun B, H, Bjarnason NÝKOMIÐ: Rúgmjöl, Grjón, Baunir V* og >/i, Hænsnabygg, Flourmél, Kartöflumél, Sago, Semolíugrjón, Bygggrjón, Banka- bygg, Skonrok, Kringlur, Tvíbökur, Kafifibrauð og Tekex, Sveskjur, Rúsín- ur,Kúrennur, Döðlur, Gráfíkjur, Choco- lade marg. teg. Cacao, Brjóstsykur, Kaffl og allsk. sykur og m. fl. Þakpappi rúllan 15 □ áln. á V50 Lampar, Lampakúplar, og Lampagl'ós bdýrara en nokkursstaðar annarsstaðar. Munið eptir að kaupa baðmeðulin frá S. Barnekow, fyrir liaustið, þau reynast lang bezt. „Naftalins“ og „01íusætu"-bað fæst í smá- oc ■< o oc ■< S cc =0 co cc <0 Ólafur Thorlacius læknir og ungfrú Ragnhildur Eggerz halda brúðkaup sitt í Iðnaðarmannahúsinu í dag. um og stórum llátum hjá aðalumboðsmanni fyrir ísland. Th. Thorsteinsson. (Liverpool). Þakkar-ávarp. Það hefur allt of lengifarizt fyrir og dregizt, að minnast opinberlega göfuglyndis og mannkærleika þeirra heiðurshjóna: herra Friðriks Stefánssonar sjálfseignarbónda á Skálá í Sléttuhlíð í Skagafjarðarsýslu, og húsfreyju hans Hallfríðar Bjarnardóttur, þeim til verðugrar viðurkenn- ingar og þakklætis fyrir það mikla kærleiksverk, sem þau hafa gert á okkur undirskrifuðum, ásamt með tengdamóður, og móður okkar, ekkjunni Ragn- heiði Ólafsdóttur, og annast hana og meðhöndlað eins og ástrfkum eiginbörnum hefði verið frekast unnt, nú um 20 ár, á seinustu árum fjörgamla og 8UNDMAGI vel verkaður er keyptur fyrir 50 aura pd. í verzlun B. H. Bjarnason. Buchwaldstauin ágætu selur Björn Kristjánsson.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.