Þjóðólfur - 09.09.1898, Qupperneq 2
ióó
stöndum á, ísl. lopt sem við öndum að okkur,
ísl. sumarhiminn, sem yfir okkur skín, ísl. nátt-
úrufegurð, sem við okkur blasir í allri sinni dýrð
ög ísl. blóð, sem rennur í okkar æðum og 'herð-
ir hjartaslögin, þegar farið er að íala um Island.
I’að er satt, að sveitin okkarer aðeinslítill blett-
ur afIslandi, en sá blettur hefur aldrei verið talinn með
þeim ófríðustu; svo lengi sem minnstverður áísl. nátt-
úrufegurðverðurgetiðumGeysi og Gullfoss. Oghún
hefúr aldrei verið talin með þeim ómerkilegustu
og ætti aldrei að verða; svo lengi sem ísl. tunga
verður til og nokkur þekkir Islands sögu verður get-
iðum Skálholt og Haukadal. • Það væriþvf sér-
stakt rænuleysi af okkur Tungnamönnum, ef við
myndum ekki éptir því, að við erum íslending-
ar. En það má minnast þess með mismunandi
tilfinningum, það má minnast þess með ánægju,
með hljýum huga til landsins, sem hefur borið'
okkur og nært okkur á brjóstum sínum og með
heitri löngun til að geta einhverju áorkað til
að efia heiður þess eða hagsæld og það má llka
minnast þess með óánægju, með gremju yfir því
að vera fæddur á Islandi en ekki einhverju öðru
landi, sem á að vera betra, sem menn ímynda
sér, að orðið hefði blíðari móðir og betri fóstra,
og svo er viðkvæðið, að hér sé ekki lifandi, hér
sé engum manni verandi. Eg ætla ekki að á-
mæla neitt þeim mönnum, sem þessa síðari skoð-
un hafa, en aðeins óska, að þeir séu sem fæstir
og fari alltaf fækkandi, þangað til ekki er eptir
ein sál á Islandi framar af því tagi. Eg ætla
ekki heldur að gera neitt lítið úr öðrum lönd-
um og þeirra gæðum, en það segi eg fyrir mig,
að ekki vildi eg skipta á minni fóstru og nokk-
urri annari, þó að hún láti með köflum kenna á
hörðu. Auðvitað vildu menn, að margt væri hér
öðruvísi en er. Einn. óskar að landið. væri komið
nokkrum mælistigum sunnar á hnöttinn, svo að
við yrðum lausir við hafísinn. Annar óskar að
jöklarnir væru orðnir að ökrum og engjum;þfiðji
að fjöllin væru orðin full af gulli og silfri o. s.
frv. Þetta eru náttúrlega meinlausar óskir, en
þær hafa ósköp lítið upp á sig og mér fyrir
mitt leyti dettur ekki í hug að gráta það; eg
held að það sé satt, sem sagt hefur verið »hvert
land bjargist af sínum gæðum« ef vel er áhald-
og eg er viss um, að Island er engin undantekn-
ing frá þeirri reglu. Hitt kannast eg við, að
hér er margt öðru vísi en vera ætti, og Island
vantar margt og vanhagar um margt. En á eg
að segja ykkur um hvað eg hygg að Island van-
hagi mest. Eg hygg, að það vanhagi mest um
góð börn, góða sonu og góðar dætur, sem elska
það af hjarta, vilja vinna fyrir það, líðaogstríða
fyrir heill þess og sæmd. Það er fyrir sig, þó
að lítið sé um gullið, ef ættjarðarástin er# nóg;
hún getur skapað gull, auð og hagsæld, og hún
getur skapað það, sem meira er vert en gull:
unað og ánægju. Opt köma mér í hug orðin,
sem Runeberg skáld kvað um ættjörð síná
Finnland:
»Af gulli lítil gnægð er hér,
en glöð er lund vor þó,
oss þykist fremri þjóðin hver,
en þetta landið elskum vér,
með útsker, fjöll ogeyðimó
er oss það gullland nóg«.
Þessi orð eiga svo vel við ísland, að það
mætti vel ætla, að það væri ort um það, og eg
minnist þeirra eigi optar en það, að eg óska
um leið, að þau bergmáíuðu frá hverju ísl. hjarta
Þá mundu menn ekki svo mjög sakna gullsins,
og þá kæmi líka gullið og gleðin og ánægjan.
Island vantar sannarl. ekki gull eða gulls ígildi,
það er óvíst, hvort það efu svo mörg lönd bet-
ur úr garði ger í því tijliti, en það liggur ekki
laust fyrir hér heldur en annarsstaðar, það gerir
það hvergi. Ættj arðarástina þarf að brýna og
saníeina kraptana til að ná því. Það má segja
um hana, sem Jónas segir svo fagurlega um vís-
indin, að hún »eflií álla dáð, orkuna styrkir,
viljann hvessir, vonina glæðir, hugann hreSsir
og farsældum vefur Gýð og láð«. — ísland vant-
ar ekki heldur fegurð, 6g yndisleik bömúm Sín-
um til gleði og unaðar; það er háfla óvíst hvort
nokkurt land í víðri veröld er f því tilliti betur
úr garði gert. En ættjarðarástin þarf að opna
augun og hjörtun til að sjá. fegurðina og njóta
hennar. Það vantar ekki heldur hæfileikana á
Islandi; það hafa ýmsir borið hinni ísl. þjóð það
vitni, sem bærir eru um að dæma, að hún standi
ekki öðrum þjóðum að baki í því efni. Eg veit
vel, að það er satt, sem Grímur kvað, að »Táp
og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn«.
Og eg gæti meir að segja trúað því, að mikið sé
hæft í því, sem hann segir seinna í sama kvæð-
inu, að hér sofi hetjá á hverjum bæ. Eg vona
það og er enda viss um það, að ánauð og kúg-
un undanfarinna alda hefur að. eins svæft. en
ekki drepið hinn forna ísl. hetjuanda. Það er
tiezta eign hvers lands að eiga hetjur; það ér
vitanlega stór galli, ef þær eru sofandi, en það er
samt betra en ekki, þ. e. a. s. ef þær einhvern
tíma vakna, en deyja ekki úr svefni. Ættjarðar-
ástin þarf að vekja allar þessar sofandi hetjur;
ef hún gerir fþað, ef hún kemur þeim öllum til
að rísa upp og hefjast handa Og taka höndum
saman og skipast undir merki Islands í barátt-
unni fyrir frelsi þess og framförum, þá væri það
enn þá fríð fylking og harla sigurvænleg; þá
mætti reiða sig á það, að Island á sér enn þá
vor; þá yrðu börnin fyrst samboðin móðurinni,
hin ísl. þjóð samboðin landinu fagra og svip-
mikla, sem hún byggir. Eg óska, að þessi sam-
koma og allar .aðrar slíkar megi verða spor í
áttina til þessa. Eg óska að þessi stund, sem
við erum hér nú saman og allar aðrar gleðistund-
ir og ánægjustundir, sem þið njótið f kjöltu ís-
lands verði til þess að glæða ykkar ást og rækt
við blessað landið: og eg heiti á ykkur öll ..að
taka af heitu hjarta og sál undir þá ósk, sem
eg enda nú þessi orð mín með: Blessist og
blómgist Island! Lifi hin ísl. þjóð!
Skammir um Islendinga
óvenjulega svæsnar og illgirnislegar birtust nafn-
laust í blaðinu »Deutsche Warte« í Berlín 14. aprll
f. á. Hefur dr. August Gebhardt í Niirnberg,
sá hinn sami, er snúið hefir Landafræðissögu Þorv.
Thoroddsen á þýzku, minnzt á óhróður þennan
í grein einni, er hann hefur ritað um Island í
frægt tímarit þýzkt, og nefnir þetta sem dæmi
upp á, hversu almenningur í öðrum löndum fái
ramöfuga hugmynd um land vort og þjóð. Til
allrar óharningju segir hann, að þetta númer blaðs-
ins, er skammirnar voru í, sé útselt, en að þær
séu engin »fínindi« má ráða af því, að hann seg-
ist blygðast sln við að taka þær upp, en sárlangi
þó til þess, »Þetta sjómannaþvaður« segir dr.
Gebhardt« lýsir með sérstakri ánægju óþverraskap
íslendinga og ósiðsemi þeirra, ersé svo frámuna-
leg, að stúlka, sem hafi verið frilla útlendrar búð-
arloku eða sjómanns, og átt börn í lausaleik, sé
einmitt sakir þess því útgengilegri til hjónabands
meðal landa sinna. Borðsiðum íslendinga og hegð-
un þeirrahversdagslegaer lýst hryllilega og viðbjóðs-
lega, bústaðir þeirra talin hin andstyggilegustu
greni, og landsmenn sagðir hinir verstu drykkju-
rútar og meinsærismenn og þar fram eptirgötun-
um«. Frekara sýnishorn af ósóma þessum gefur
Gebhardt ekki, enda er þetta ærið nóg til áð
sýna, hvernig honum hefur verið háttað. Bæði
dr. Gebhardt og aðrir mikils metnir útlendingar,
er hnekkja opinberlega slíkum álygum og illgirn-
isþvætting um land vort, eiga miklar þakkir
skiiið af oss, því að orð slíkra manna verða þó
jafnan tekin trúanlegri en nafnlaus óhróður, að
minnsta kosti þjá öllum skynsömum mönnum.
Og sem betur fer eigum vér á Þýzkalandi marga
góða drengi, sem unna landi voru og þjóð og
taka málstað hennar, er því er að skipta.
Innlendar fréttir.
Úr Norður-Þingeyjarsýslu(Kelduhverfi)er
skrifað 23. f. m.: „Spretta í betra lagi, einkum á túnum.
Nýting heyja og allgóð, þó þurkar stándi heldur
stutt og voðalegar illviðrahrinur á milli. í dag er
grenjandi foráttuveður af norðvestri. Hniprarsigþvf
flest f skjól og skuggá. fietur að allar óþjóðemis-
skráveifiir skömmuðust sín og gerðu hið sama, all-
ar kláðafargans- óg gangnafærslu vitleysur og margt
fleira illt, sem of mjög veður nú uppi. Flest er
kúgað, þvingað og niðurdrepið með endalausum
fyrirskipunum, sem allt hefur aukinn kostnað í för
með sér, en gefur í aðra hönd gremju þeirra, sem
undir slíku verða að búa, líka vel lagað til að
drepa niður öllu sjálfstæði manna og dáð, þegar
varla má um frjálst höfuð strjúka. Lög eru samin
á lög ofan; allt skal gerast með þeim. Sannar ein-
mitt hið viðtekna: Þvf fleiri lagaboð þvf heimskari
þjóð. Vitrir menn og góðir þurfa engin valdboðin
lög, meira að segja skemma þau þá einmitt. Þá
eru botnverpingar. Þeir hafa haft það náðugt hér
á flóanum í sumar. Stundum verið 2—3 skipin, og
farið með ströndum fram. Einkum hafa þau hald-
ið til við Núpasveitina, og skipverjar stundum verið
í landi, setið að sumbli f Presthólum að sagt er.
Myndi „Heimdalli" hafa gefizt þar gott færi, ef
hann nokkurn tíma liti hér inn, en það vill ekki
verða og eru hér öruggar friðarins hafnir fyrir þessa
spillvirkja. — A pólitík er nú lítið minnst. Allt er
í heyskapnum, meðan hann stendur yfir.“
Skipströnd. Hinn 14. f. m. strandaði við
Sauðanes í Önundarfirði gufuskipið „Thomas Aml-
ie“ frá hvalveiðastöðinni á Langeyri. Var það
fullfermt kolum en litlu eða engu var bjargað, og
var skipað með öllu saman selt á uppboði fyrir
200 kr.
í ofsarokinu 23. f. m. rak á land 3 fiskiskip
Asgeirs kaupm: Asgeirssonar við Hörn á Hornströnd-
um, og fór botninn úr einu, en hin 2 löskuðust eitt-
hvað minna. — Menn komust allir lífs af.
Drukknim, Hinn .24, f. m. fórst bátur á.
Borgarfirði eystra, rakst á sker og brotnaði. For-
maðurinn Sigurður Einarsson Straumfjörð drukkn-
aði, en 2 hásetanna björguðust: séra Stefán Sig-
fússon, fyrrum prestur á Hofi f Alptafirði og son-
ur hans um tvítugt; komst prestur upp á skerið
og gat haldið sér þar um 3 klukkustundir, unz
honum var bjargað á kaðli, en sonur hans hafði
áður synt í land, og fengið mannhjálp.
Mannalát, Gudleifur Þorleifsson bóndí f
Bolungarvík á Hornströndum lézt seint í júní um
fertugsaldur. — Hannes Halldórsson í Furufirði dó
2. júlí. Var ættaður af Suðurlandi og hafði flutzt
yestur með séra Kjartani á Stað.— Þorbergur Jóns-
son húsmaður í Furufirði létzt 6. ágúst og Pettína
Jakobsdóttir ekkja í Kvíum í Grunnavík 15. ágúst.
Fyrir skömmu andaðist í Dakota í Bandaríkj-
unum Hallur Asgrímsson, bróðurson séra Jóns heit.
Hallssonar í Glaurnbæ. Hann var allmörg ár um:
sjónarmaður konungsverzlunarinnar á Grænlandi, en
flutti hingað til lands aptur, og svo að nokkrum ár-
um liðnum til Ameríku.
UPPBOÐ
verður haldið hjá verzlunarhúsum undirskrifaðs
næstk. miðvikudag 14. september og selt heil-
mikið at tómum tunnum og kössum, brúkaðir
lampar og fleiri góðir munir, sem fólk þa.rfn-
ast.
B, H. Bjarnason.
Til kaups og ábúðar
1 næstu fardögum fæst jörð í Biskupsturtgum i't.
3 hdr. að dýrleika, Hún er afbragðs fjáijörð
og hefur bæði skóg og mótak rétt hjá bænum'.
Túnið fóðrar nú aðeins eina kú, en stendur
mjög til bóta og af útengi fæst kúahey fyrir 1—
2 kýr.
Kaupverð mjög lágt. Semja verður viðséra
Magnús Helgason á Torfastöðum fyrir 1. marz.
1899.