Þjóðólfur - 16.09.1898, Side 2

Þjóðólfur - 16.09.1898, Side 2
Álíti hann t. d. að 16 vikna gjöf sé í garði handa hrossum og sauðfé og álíti að það nægi vel í rúmlega meðalhörðum vetíi, mun hann ekki þora að ráða til skurðar, en svo leggst hagleysa að um jól og stendur til loka eða lengur. Enginn kvíðir heyleysi, menn vona að sumar komi með sumri, en það bregst. Útifénaði þarf að gefa öllum fulla gjöf, þangað til mánuð af sumri. Lamb- ám þarf að gefa meira og minna fram um farcfaga og kúm til Jónsmessu; þessa er opt dæmi, en hver ásetningsmaður leyfir sér að gera árlega ráð fyrir slíku? Eg held enginn, Þessu til frekari skýringar skal eg taka tvö dæmi, hvorugt gamalt, sem bæði eru mér vel kunn. — Árið 1881—82 var eg í hreppsnefnd, og bar oddviti þá upp á almennum haust- fundi hreppsins, hvort menn vildu ekki hafa heyásetning, eins og vant væri, og féllust all- ir á það, og voru ásetningsmennirnir kosnir á fundinum. Ásetning fór fram líðandi ný- ári, og álít eg það yfir höfuð hentugasta tíma, og ólíkt skynsamlegri en ákvarðanir laganna. Að eins einn bóndi var þá talinn fremur heytæpur og ráðlagt að lóga einhverju, sem hann og mun hafa gert. Veturinn 1881— 82 var með hinum harðari og gjaífeldari, en þó heyrðist engin umkvörtun um hey- skort eða vanhöld á fé. Þó skoðun þá hefði ■ verið framkvæmd síðari hluta marzmánaðar, er enginn efi á því, að ástandið hefði verið taiið gott, og engum ráðlagt að skera; en líðandi sumarmálum dundi yfir harðindabálkur sá, sem flesta mun reka minni til og stóð langt fram á vorið fram milli fardaga og Jónsmessu. Þá fóru menn smámsaman að gefast upp og endirinn varð æði almennur og mikill fellir. Stafaeinföldunin og Réttritunarsamtökin. (Niðurl.) Þá tek eg reglu blaðamannafélagsins. Hún vill ávallt láta rita einfaldan samhljóðanda á undan öðrum samhljóð., þótt tvöfaldur sé eptir upprunan- um í rótinni. Eptir henni á þá t. d. að rita skamt (af skammur), grend (af grannur) o. s. frv. samkvæmt framburði en móti uppruna og látum nú svo vera. En eptir henni á líka að rita: mötlar (af möttull), stöklar (af stökkull), eklar (af ekkill), dotnir (af dott- inn), hepnir (af heppinn), soknir (af sokkinn), hygni (af hygginn), gretni (af grettinn), steknum (af ítekk- urinn, alveg eins og stráknum (af strákurinn), — !! hrepnum (af hreppurinn), staknum (af stakkurinn), lepnum (af leppurinn) og þetta fram eptir götunum, allt saman þvert á móti uppruna og það er nú sök sér, en einnig þvert á móti framburðinum og það er allt verra tilvikið. Það munu nú allir, sem vilja, geta séð, að þessi regla er með öllu óhæfileg sé henni fylgt með fullri samkvæmni, og þótt líkur ritháttur sé optlega hafður í fornum handritum, þá er reglan engu betri eða réttari fyrir það. Eg get naumast skilið, að kennarar í skólunum fari að taka hana upp, því þeir hljóta að komast í mótsagnir og vandræði með hana -nálega í hverjum kennslu- tíma. Að minnsta kosti er það hart og óeðlilegt að vera að skipa nokkrum manni að rita rangt, þeg- ar hann veit réttan uppruna, sem Iangoptast á sér stað, hvað þetta snertir, og þó er enn þá verra að neyða nemendur, til að rita rangt þvert ofan í þeirra réttan framburð. Þessi regla er heldur engu sfður en hin næsta á undan sjálfri sér ósamkvæm, því hún fylgir framburðinum í sumum orðum, en gengur aptur beint á móti honum i öðrum og þau eru fleiri. Það er auðsýnt, að hennar gallar eru fleiri og verri, því það er háskalegra að brjóta bæði á móti upp- runa og framburði, en á móti öðru aðeins. Þá kemur loks til umtals fjórða reglan, það er sú sem fylgt hefur verið í latínuskólanum af 170 Halldóri yfirkennara Friðrikssyni og hún hljóðar svona: „Rita. skal einfaldan eða tvöfaldan sam- hljóð á undan öðrum í sömu samstöfú, allt eptir því sem uþpruni sýnir að vera eigi, en framburð- urinn skal eigi tekinn til greina, sé hann þessu gagn- stæður". Eptir henni er til dæmis ritað: fremd (af framur), mennt (af mann), ekklar (af ekkill), drottn- ing (af drottinn), sloppnir (af sloppinn), sekknum (af sekkurin-n), lyklar (af lykill), prútnir (af þrútinn), kropnif' (af kropinn), lœknum (af lækurinn) og svo áfram alveg eptir upprunanum, hvorki einfaldaðir stafir á undan d og t, né tvöfaldaðar á undan l og n, á móti réttum málslögum. Þessi regla hefur fleiri kosti, en hinar hver um sig og fæsta ókosti, því hún er einföld og auðlærð, ruglingslaus og skynsamleg. Hún fylgir upprunanum, en tekur þó tillit til framburðarins. Að vísu fer hún á móti framburðinum í því að rita t. a. m.grennd (afgrann- ur), hollt (af hollur) og gætni (af gætinn), hnyklar (af hnykill), o. s. frv. eptir því sem að framan hefur fram verið tekið, en það er nærri því svo ómerkjL anlega lítið úr áttinni,-að þess gætir eigi, enda er uppruninn optast ljós í þessu atriði og sífelt við höndina að gera regluna svo auðskiljanlega, að hún virðist sjálfgefin og alveg náttúrleg. Eg tek sem dæmi orðin gœtni (af gætinn) og %lettni (af glettinn), bæði hafa nú tvöfallt t í framburðinum, þó í öðru sé aðeins eitt t eptir upprunanum, en fyrst nú þykir ótækt að elta framburðinn og aflaga ritmálið með því að skrifa gættni, þá er greinilegt að fylgja þar upprunanum og þar með fylgir að rita glettni bæði eptir uppruna og framburði; rithátt- urinn gletni er þar öfugur við hvorttveggja. En svo er þessi regla samkvæm sjálfri sér o> því leið- ir af henni að rita einnig tvöfaldan staf, þótt eigi heyrist í framburði, ef uppruni sýnir, að svo beri að gera. Það er nú vinsamleg áskorun mín til uppá- stungumanna hinnar nýju réttritunar, að þeir felli burt úr stefnuskrá sinni hina óheppilegu einföldun- reglu, sem ríður í bága bæði við glöggvan upp- runa og réttan framburð. Þar að auki afskræmir nún allt ritað mál, sé henni fylgt svikalaust. Það væri til að gera illt verra í ritháttarruglingi vorum að fara að gefa út réttritunarorðabók og réttritun- arreglubók, þar sem slíkri fjarstæðu yrði haldið fram, sem opt gæti heitið gagnstæð heilbrigðri skynsemi. En að öðru leyti fellst eg á réttritunartil- lögurnar og óska félaginu til sigurs með þær. Eg hefi verið nokkuð margorður um þetta málefni, en það er af því, að það er svo feikilega' þýðingarmik. ið atriði í íslenzkri réttritun. Eg vil feginn fá sam- komulag í öllu góðu, en eigi í hinu og eg vona að uppástungumennimir, sem sjálfir hafa sýnt að þeir eru svo einstaklega lausir við hégómalega kreddu- fýsi, muni geta slakað til í þessu atriði. Við það verða tilraunir þeirra enn þá virðingarverðari. Rétt- ritun, sem á að gilda sem almenn framvegis og ætl- azt er til, að ávinni sér samþykki allra, þarf að vera vandlegá skoðuð og undirbúin áður, því það ber vel að vanda, sem stöðugt skal standa. Kvennabrekku í ágúst 1898. Jóhannes L. L. Jóhannsson. * * Þeirri athugasemd viljum vér hnýta við þessa glöggu og skorinortu grein séra Jóhannesar, að oss furðaði á, að hann jafn skýr og málfróður mað- ur skyldi verða svo fljótur á sér að skrifa óskorað undir réttritunarreglu þessa svonefnda Blaðamanna- félags, en honum hefur eflaust farið sem fleirum, er hafa tekið þessu tveim höndum, að hann hefur ekki íhugað það nógu rækilega, hvaða leik hér var ver- ið að leika. Reglan um stafaeinföldunina er ein út af. fyrir sig næg til að gera allt þetta réttritunar- humbug óhafandi, og það nær engri átt, að önnur einsforsmán verði lögleidd ískólum. Ogsvoeru sumir þessara nýju réttritunarfræðinga farnirað skrifat.d. Rús- ár, Frakar, Grikir. o. s. frv. Það eni framfarirað tarna, Auðvitað gliðna samtök þessi öll í sundur, eins og náttúrlegt er, því að þau eru á sandi byggð. Vér höfum einnig heyrt á ýmsum, er skrifað hafa undir þessa réttritunarskuldbindingu, að þeim dytti ekki í hug _að fylgja öllum reglunum. En hvað verður svo úr allri samkvæmninni og einingunni, þá er hver fer eptir sínu höfði, eptir sem áður? Hvað Þjóðólf sérstáklega snertir, þá er ritháttur hans og hefur verið í vorri tíð að miklu leyti samkvæmur flestum réttritunarreglum Blaðamannafélagsins, nema að því er einföldun samhljóða snertir, en hún er líka ærin til þess, að Þjóðólfur gengur aldrei í þessi samtök, meðan hann er í vorum , höndum, þótt öll önnur blöð landsins og allir rithöfundar þess geri það. Séra Jóhannes hefur fært svo skýr dæmi þess, hversu þessi vanhugsaða regla afskræmir málið og afbakar, að það er óþarft að bæta fleirum við. En eptirleið- is verða engar stælur um mál þetta teknar í blaðið og verða málfræðingarnir að leita sér annarsstaðar húsaskjóls, ef þá langar til að rífast um þetta. Það er nóg, að almenningi hefur einu sinni verið bent á gallana með .skýrum og glöggum rökum, eins og séra Jóhannes hefur gert. Frekara þarf eigi að sinni. En þeir sem mestu ráða í skólamálum vorum æðri og lægri æ.ttu að varast að hleypa annari eins rangrit- unarreglu að í skólunum, er bæði kemur víðast hvar í bága bæði við réttan framburð og við upp- runa, enda er ótrúlegt, að þeir gerist svo misvitrir. Ritstj. Sagnir um Jón biskup Vídalín. (Eptir hdr. á Landsbókasafninu). (Niðurl.) Þórður Þorkelsson, bróðir biskups Vídalíns,. var nafnfrægur maður sökum lærdómsgáfna; hann var frægur læknir og mikið latínuskáld. Hann vár nokkra hríð skólameistari í Skálholti. Var jafnan stríðlyndisrígur milli þeirra bræðra, biskups og hans, því Þórði lék mjög öfund á. upphefð og metorðum biskups. Svo er frásagt, að þájón Vídalín varkirkju- prestur í Skálholti; var Þórður þar við skólann; það var eitt haust, að Jón (sem optar) tók við mörgu fólki til sakramentis; Þórður bróðir hans var í kirkju um daginn. Eptir messuna þá flest fólk var úr kirkju gengið voru þeir biskupsbræð- ur eptir, og ræddu um ýmislegt, og heldur f stríði sem optar; Þórður skaut þá inn í viðtalið, hversu hinn evangeliski lærdómur og trúarbrögð væru tælandi og ljúgandi að einföldum almúga, og þó einkum fyrirmæli og handtéring sakra- mentanna, »og þú bróðir minn hefur, eins og aðr- ir, tekið hluttekning í þessari andlegu lýgi. Lá mér blóð í skinni í dag að sjá þig og heyraljúga að hverjum manni, að þetta væri Jesú sannur líkami og blóð, sem þú að þeim réttir, sem öll- um er þó vitanlegt af hverjum toga hvorttveggja er spunnið«. Jón (sem nærri má geta) bevísaði hátlðlega réttferðugheit innsetningarorðanna, en Þórður lét sér ekki segjast; kom síðan í hina ströngustu kappræðu með þeim; loksins bauðst Jón til að sýna Þórði undir augun sannan verð- leika kvöldmáltíðarinnar, og skyldi drottinn sjálfur hljóta að forsvara verk sitt og stiptun. Síðan kallaði hann á djáknann og hina helztu menn, er ei voru farnir, og bað þáí kirkju fara og kveikja á altarinu. Síðan lét hann djáknann klæða sig að nýju og syngja altarisgöngusálm, og tónaði síðan innsetningarorðin með vanaleg- um seremóníum, og á meðan hellti hann víni á kaleikinn, tók eina oblátu og lét ofan í vínið á kaleiknum, signdi og blessaði vanalega, síðan bað hann alla að koma nær sér, og sjá hvað í gerðist. Tók hann þá lítinn silfurgaffal og dró með honum oblátuna upp úr víninu; sáu menn þá með fullri sjón, að oblátan var 'að sjá sem blóðug holdpjara á gaffalnum, en vínið á kal- eiknum sem nýrunnið blóð. Dáðust menn mjög að jarteikn þessari; er þá mælt. að Þórður hafi slegið saman höndunum og mælt: »Ó. mikill trú- maður ert þú bróðir minn, og er sem guð megi til að láta að orðum þínum«. Síðan lét prestur oblátuna aptur niður í kaleikinn, fékk síðan hvorttveggja sitt náttúrlega eðli. Það var eitt sinn á þessum tímum, að maður andaðist í Skálholtssókn úr sjúkdómi; líkið var flutt í kirkjuna, og grafið tilsettan dag. Jón prestur Vídalln söng yfir manninum. Þórður bróð- ír hans var ei heimá um daginn og kom, þá menn voru að syngja yfir gröfinni og fylla hana með mold. Þórður reiðí hlað og var mjög drukkinn, sem opt bar við (því hann var maður drykkfeld- ur). Hann heyrði líksöng í garðinum og hljóp af hestbakí og óð út í kirkjugarð og talaði tiL

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.