Þjóðólfur - 07.10.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.10.1898, Blaðsíða 3
gipti honum systur sína. Fóru þau þá að búa á Borg undir Eyjafjöllum, svo í Teigi i Fljótshlíð. Svo komst ættin að Barkarstöðum og var þar í 200 ár og hétu þar á víxl Eiríkur og Erlendur. Svo stóð einn þeirra upp frá Einari ríka Brynj- ólfssyni f Hjálmholti og komst undir Eyjafjöll. Eptir það fór ættinni að hnigna. Móðir Eiríks gamla frá Brúnum var komin í beinan karllegg frá ættinni. — Nú er næsti merkur bær Holt und- ir Eyjafjöllum. Það er prestssetur. Þar bjó Þor- geir skorargeir. Þar skammt fyrir austan erÞor- valdseyri með stóru timburhúsi, þar býr rausnar- maðurinn Þorvaldur Bjarnarson; hann er óefað gestrisnasti maður á íslandi og tekur öllum jafnvel ríkum og fátækum, útlendum og innlendum. Þar er allt af húsfyllir nótt og dag, þar er mál- drykkja að dögurðarborði, en að kvöldverði ó- mælt drukkið, eins og Snorri segir að verið hafi hjá Erlingi á Sóla; hann hetur aldrei verkað hend- ur sínar á að taka nokkurn eyri í næturgreiða, hvorki af innlendum né útlendum. — Nú kemur næst að sjá Rútshelli hjá Hrútafelli, hann er fall- •egur. ÞaF skammt frá er drangur merkilegur á rennsléttu túninii í Drangshlíð. Þegar svo kemur austur fyrir neesta núp, opnast allt í einu hinn nafnkunni og fríði Skógafoss, hann er iítið eitt lægri en Seljalandsfoss, en miklu vatnsmeiri. Und- ir Skógafossi á að vera gullkista Þrasa landnáms- manns, eins og hin gamla vísa bendir til: Þrasakista auðug er, undir fossi Skóga, hver sem þangað fyrstur fer, finnur auðlegð nóga. Sumir hafa svo: fiiisku hefur nóga, ¦og gengur það jöfnum höndum. (Niðurl. næst). Dalasýslu 29. sept. Héðan er að frétta mjög votviðrasama tíð í allt sumar, en einkum þó seínni partinn, svo hey hröktust víða, en siðan haustið kom má heita góð tíð. Verzlunin er hér sem víðar erfið, því þótt kornvara hafi lækkað utanlands, þá heyrist ekki enn þá, að hún hafi lækkað hér. Kaupmenn vor- ir eru allt fijótari að heyra, þegar vörur hækka ytra, en þegar þær lækka. Svo bætist núofan á, .að íslenzka varan er í lágu verði, svo sveitabú- :skapurinn er í sökkvandi skuldum ogmjöghættu- lega staddur og eigi gott að finna ráð við því, en það er samt mesta þörf. Fjármarkaðir eru að •eins byrjaðir hér, og einungis hjá Boiðeyrar- kaupmanninum. Verð á geldum kindum erþetta um 8 kr. 50 a. fyrir 90 % kind; 10 kr. 50 a. fyrir 100 'B kind og 12 kr. 65 a. fyrir 110 S kind. A •ám er verðið mjóg lágt. 183 þessa daga. Um það hvort héraðinu verði kaup- staðurinn til böls eða bóta, eru nokkuð skiptar skoðanir. Reynslan ein getur skorið úr því. — í suðurhluta sýslunnar hefur verið mikil vega- gerð á póstleiðinni í sumar, lagður vegur alla leið írá Þorbergsstöðum suður að Tunguá eitt- hvað 8—9 rasta langur og vandaður vel. Það virðist sem verkstjórinn Árni Zakaríasson sé bæði laginn og heppinn með að útvega sér dug- lega menn í vinnuna. Verkinu hefur miðað svo vel áfram. Að sumri mun eiga að halda vega- gerð þessari áftam fyrir sunnan Tunguá og að Miðá einhversstaðar fram hjá Þórólfsstóðum. Þá er og í ráði að Haukadalsá og Tunguá verði brú- aðar, en í sumar var Bakkaá í Hörðudal brúuð. Um stjórnmál er hér lítið hugsað og talað nú. Menn eru svo önnum kafnir á sumrin og haustin við heyskapinn og réttarsýslið, að fiest annað hlýtur að liggja i þagnargildi. í rigningunni miklu I5. p. m., drukkn- ¦aði unglingsmaður um tvítugt i Haukadalsá fyrir neðan Jörfa. Hann var frá Hömrum í Hauka- dal og hét Ingólfur sonur Jóns og Lilju, er lengi bjuggu á Vatni í Haukadal, en síðast á Melum * Hrútafirði. Áin var flugmikil og ófær í rauninni daginn sem slysið vildi til. Drukknun. Hinn 7. f. m. fórst bátur í fiskiróðri á Skagafirði með 5 mönnum. For- maður var Rögnvaldur son Rögnvaldar bónda á Óslandi, ungur maður og efnilegur, nýkvæntur. Bátinn rak upp á Reykjaströnd lítt skemmdan. Þilskipið .Helgl' frá Siglufirði telja menn vist, að farizt hafi með 8 mönnum í ofsaveðrinu seint í ágúst síðastl., og hefur jafnvel heyrzt. að fiok úr því hafi rekið á land þar norður í vík- unum. 'Mjög hræddir eru menn einnig orðnir um þilskipið »Comet« frá Melshúsum á Seltjarn- arnesi, með því að ekkert hefur spurzt til þess síðan í ágúst snemma. Skipstjóri á því var Oddgeir Magnússon, ungur efnismaður, nýkvong- aður, en hásetar 16 alls, fiestir af Seltjarnarnesi og nokkrir kvæntir barnamenn. Um Svalbarð eru í kjöri: séra Fáll H. Jónsson í Fjallaþingum, séra Sigurður Jóns- son á Þönglabakka, og Vigfús Þórðarson cand. theol. á Eyjólfsstóðum á Völlum. í prestaskólanum eru nú aiis 9 guðfræðisnemendur í 3 deildum, þar á meðal að eins einn nýr: Þorsteínn Björnsson frá Bæ í Borgarfirði. í læknaskólanum erunúallsionem- endur i fjórum deildum, og eru þar aðeins 2 nýir: Jóhannes Jóhannesson, er kom frá Kaupmanna- höfn í sumar, og Þorvaldur Pálsson.—Efaðsókn- in að hinum æðri menntastofhunum vorum verð- ur eptirleiðis jafnlítil hlutfallslega, eins og hún hefur verið í þetta skipti, — aðeins 2 af 17 nýj- um stúdentum í vor, — þá koma þeir tímar, ef nýjum stúdentum fækkar, að kennararnir verða jafnmargir og nemendurnir, eða jafnvel alveg nemendalausir, svo að loka megi, nema ef ein- hverjir hröklast hingað aptur úr Hafnarvistinni, án þess að hafa lokið prófi við haskólann, og sætta sig þá við skólana hérna. Veðuráttan helzt enn óbreytt hér syðra, sífelldar rigningar nú í samfieytta 2 mánuði að heita má, þótt ofurlitlar þurkfiæsur hafi komið nokkra daga í bili, og þykjast menn ekki muna jafnmikla óþurkatíð. I Borgarfirði kvað veður- áttan hafa verið nokkru betri, nú upp á síðkast- ið, ogjjiestir þar náð heyjum sínum um réttir, eða upp úr þeim, en í Arness- og Rangárvalla- sýslum kvað hey allviða vera úti enn. Kjötverð hérí bænum um þessar mund- ir er 18 a. bezta kjöt (45 pd. og þar yfir) en 14 aura hið lakasta (30 pd. og þaðan af minna) — Mör 22 a. pd. — Gærur 20—22 a. pd. Innan úr 75 a. — 1,50, [ekki pundið(H), einsogsísa- fold« segir og »Fjallkonan« tekur orðrétt eptir henni(!!)]. HÓlar fóm austur um land 3. þ. m., síð- ustu ferðina á þessu ári. Með bátnum fóru: Kristján Sigurðsson cand. phil., Sigurður Sigurðs- son bókbindari, Árni Gíslason leturgrafari í bindindiserindum til Vestmannaeyja, Lára Ólafs- dóttir o. fl. Nú er nýreist verzlunarhús í Búðardal við Hvammsfjörð og byrjar verzlun þar að líkindum Hitt og þetta. Frjóvsemi fiskanna. Frjóvsamastur fisk- ur er þorskurinn, sem framleiðir 45 miljónir eggja um árið. Það hafa fnndizt 8 og 9 og jafnvel gJh miljón eggja í hrogninu á eínum einstökum þorski. í Skotlandi kvað hafa verið veiddur áll 1890, sem var 32 þuml. langur og vóg hér um bil 3 pund. Hrognið var 12 þuml. langt, eins og það lá í áln- um, en það var í raun og veru 30 þumlungar, og í því voru 10 miljónir eggja, svo að állinn er að því leyti fremri en þorskurinn, en þetta er víst sérstök undantekning og yfir höfuð er þorsk- urinn talinn frjóvsamastur. En aðrar fiskategund- ir eru einnig mjög frjóvsamar; það hafa fundizt 36,000 egg í einni síld, 38,000 f kola, 1 miljón í skötu, 3 miljónir í styrju, 342,000 í karfa, 546,000 i makríli, 992,000 í lúðu og 1,357,000 í aborra. Ostran er einnig mjög frjófsöm; það hefur nýlega verið uppgötvað, að með smæðarsjónauka geta menn séð hinn litla ostru-unga synda í hinu svo- kallaða ostruvatni, sem er innan í ostrunni og þar eru 120 ungar á hverjum ferhyrningsþuml- ungi. Af þessum feiknalega fjölda af eggjum þroskast auðvitað tiltölulega fá, en menn hafa reiknað það út, að frádregnum eggjum þeim sem farast, geti ein síldarhjón hryggnt 154 miljónum sílda. Buffon hefur reiknað, að afkomendur einna síldarhjóna mundu margfaldast svo á 20 árum, að þeir fylltu öll heimshöfin, ef allar þessar síldir fengju að lifa. Dýrmætar sængur. Árið i883var6ýndíPar- ís óvenjulega dýrmæt rekkja, sem var tilbúin handa indverskum höfðingja. Hún kostaði nærri 90,000 kr. Sængurhimininn var borinn af 4 vél- brúðum í spönskum, ítölskum, og frönskum þjóð- búningi og fornum grískum búningi. Með blæ- vængjum sínum kældu þær loptið og þær gátu hreyft augun. I sængurdýnunni var stór söngdós, sem lék alls konar tónleikalög, þegar maður lagðist á hana. Vagga sú, sem sonur Napoleons I. var í, var einnig óvenjulega dýrmæt; hún var nærri óll úr gulli og var gjöf frá bænum París. Kona amerísks auðkýfings á gyllta látúnssæng alsetta perlum; ofan á gafibríkinni eru grindur úr látúni með fangamarki konunnar ur gulli og gimsteinum. I helli nokkrum á milli Beyrut og Damaskus fannst 1890 skrautlegt rúm úr gulli og silfri, alsett gimsteinum og með áletran, sem sýndi, að Elenora af Poitou, drottn- ing Henriks 2. hafði átt hana. Viktoría drottn- ing á einnig gullrekkju og er hún gjóf frá „ma- harajahinum" í Kasjmir. Agrip af islenzkri bókmenntasögu eptir dr. Fínn Jónsson, síðari hluti, er til sölu á afgreiðslustofu Þjóðólfs Kostar 75 aura. OlNDINDISFÉLAG ÍSL. KVENNA heldur fund í kvöld, f Good-Templarhúsinu kl. 8V2 síðd. Ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir flytur tölu. Þeir sem hafa fengið sér aðgöngumiða að fundinum mæti kl. g. 8KEMMTIFUNDUR verður haldin í hinu íslenzka kvennfélagi ld. 8. þ. m. kl. 8 e. h. í Iðnaðarmannahúsinu. Þeir sem eiga óborguð árstillag sitt fyrir 1898 eða fleiri ár eru beðnir að greiða þau á fundinum. Hafi þeir eigi fengið borgunar- umslag, eru þeir beðnir að gera svo vel og taka þau hjá Ingibjörgu Bjarnason Aðal- stræti 7 og Þorbjórgu Sveinsdóttur Skóla- vörðustíg 11. FYRIRLESTUR um „ Verði Ijós" og hvíldardagsmálið heldur undirskrifaður í Iðnaðarmannahúsinu sunnud. kl. 674 Aðgangur eins og við aðra fyrirlestra mína með miðum, er áður fást hjá mér og í afgr. Isafoldar. Gamlir miðar gilda einnig. Davíð Ostlund. 4 herbergi ásamt eldhúsi á góðum stað í bænum fást til leigu nú þegar. Semja má við Kristján Þorgrímsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.