Þjóðólfur - 14.10.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.10.1898, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 50, árg. Reykjavík, föstudaginn 14. október 1898. Vítaverður ósiður. Síðan Sigurður Hansen samdi ritgerðina „um mannaheiti á íslandi", er prentuð var í Skýrslum um landshagi 1855, hefur engin skýrsla um þetta efni birzt, og má undar- legt þykja, því að málefnið er í sjálfu sér svo mikilsvert, að það er hreint og beint nauðsynlegt að vekja eptirtekt manna á því optar en einu sinni á öld. Það er auðvit- að sjálfsagt, að ritgerð um þetta efni verði samin, þá er almennt manntal verður tekið næst árið 1900, þótt seint sé. Þá mun koma í ljós, hversu smekkvfsi Islendinga í nafn- gjöfum barna sinna hefur spillzt síðari hluta þessarar aldar, og hvílík ómyndar ónefni og "hneykslanleg skrípanöfn nú eru farin aðtíðk- ast á landi voru, tungu vorri til vansæmdar og þjóðinni í heild sinni til minnkunar. Sé það rétt, sem enginn mun geta neitað, að tunga vor, málið sem vér tölum, og talað var á Norðurlöndum í fornöld, sé hin allra styrkvasti þáttur þjóðernis vors sem Islend- inga, þá er það eins víst, að afkáraskapur og útlendur andhælisskapur í nafngjöfum, er eitthvert hið öflugasta meðaltil að drepanið- ur virðingu þjóðarinnar fyrir öllu góðu og gömlu og spilla smekk hennar eða tilfinn- ingu fyrir því, hvað sé fagurt og smekklegt og hvað samboðið eðli málsins og göfgi þess. Og þessi afkáraskapur í nafngjöfum hefur færzt ískyggilega í vöxt síðari hluta þessarar aldar og fer hríðversnandi. Það mun sannast, að nafnaskráin frá 1855 verð- ur konungborin hjá þeirri skrá, er samin verður eptir manntalið 1900. Og þó voru skrípanöfnin býsna mörg og fáránleg 1855, en tvínefni eða margnefni virðast þá eigi hafa verið ýkjamörg. í því hafa framfarirn- ar(!) verið einna stórstígastar næstliðin 40 ár, Jjví að nú munu þau börn fleiri, sem skírð eru tveimur eða fleirum nöfnum, heldur en einu. Það er eins og fólki þyki eitthvað fínna og meira í munni, að hrúga sem flestum nöfn- um á eitt höfuð án alls tillits til þess, hvort þau sóma sér vel eða illa. — í manntali úr Arness- og Rangárvallasýslum frá 1729, er ver höfum í höndum finnst naumast eitt ein- asta útlent nafn, því síður nokkurt skrípa- nafn eða ónefni og alls ekkert tvínefni. Nöfn- in voru þá flestöll góð og gömul íslenzk nöfn. Þott íslendingar á þeim tímum hefðu eigi almennt glögga eða ljósa hugmynd um fegurð eða gildi málsins, þá höfðu þeir samt ýmugust á Ijótum og óíslenzkulegum nöfnum, og gerðu gys að þeim. Sem sönnun þess, viljum vér nefna eitt dæmi. Maður er nefnd- ur Jón (eldri) son Sigurðar Iögmanns Jóns- sonar í Einarsnesi. Hann kvæntist erlendis 1672., danskri stúlku Bente Trúels (eða Trels) dóttur, og bjuggu þau á Bjargi í Mið- firði: Meðal barna þeirra voru Axel Frið- rik og Sesselja Kristín, eflaust fyrstu tví- nefnin, sem til eru hér á landi. Sesseljagipt- ist bóndamanni Snjólfi Bjarnasyni, ogbjuggu þau í Skál á Síðu. Sonur þeirra hét Trú- els, [hann bjó síðar á Gaddsstöðum á Rang- árvöllum.j Eptir skírn hans var þetta kveðið: Það er nýnæmt narranafn nú er komið upp í Skál heitir Túel herrum jafn hefur hann bæði líf og sál. Það er auðheyrt á þessari stöku, að nafnið hefur þótt hneykslanlegt ogkjánalegt. Skáld- ið hefur ekki einu sinni getað kveðið réttað því, („Túel“ í staðinn fyrir „Trúels"). Að þetta var ættarnafn úr móðurkyninu hefur engin afsökun þótt. Nú mundi enginn hneyksl- ast á þessu eða öðrum verri nöfnum. Menn hafa svo lengi vanizt þessum skrípanöfnum, að menn eru hættir að gera gys að þeim, nema fram úr hófi keyri. Prestarnir gætu haft góð áhrif í því að leiðbeina fólki í þessu efni, og vér vitum að sumir þeirra hafa gert sér mikið far um það, en því miður munu þeir prestar fleiri, er ekkert skipta sér af þessu og skíra börnhik- laust allskonar skrípanöfnum, sem foreldrun- um kann að detta í hug. Og margir for- eldrar eru svo þrálátir, að þeir vilja ekki annað heyra, en að bamið sé einmitt skírt því nafni, er þeim þykir fallegt, þótt það sé í raun og veru hlægilegasta ónefni. „Eg held það geri rninnst til, hvað barnunginn heitir, ef hann verður. nýtur maður í mann- félaginu". Þetta segja margir, gætandi ekki þess, hversu mikil hugraun er að því, að druslast með eithvert hlægilegt ónefni alla sína æfi, enda hafa sumir verið svo skyn- samir, að hafna skírnarnafninu og taka ann- að nafn, er þeir hafa verið komnir til vits og ára, en það er ýmsum erfiðleikum og ó- þægindum bundið, og hefur eigi fullt laga- gildi nema með konungsleyfi, auk þess sem nafnabreytingin getur valdið ruglingi og mis- skilningi. Það þekkja víst margir söguna um karl- inn, sem vildi láta skíra barnið sitt „Jesú Krist“. Og það eru svo ótalmorg dæmi upp á samskonar sérvizku í þessu efni. Móðir Natans Ketilssonar ætlaði að láta hann heita Satan, af því að „sá gamli“hafði vitjað nafnshjá henni í draumi, að mælt var, en það er göm- ul trú, að hlýða beri slíkum vitrunum. Presti þótti samt Satansnafnið eigi sem viðkunnan- legast skírnarnafn, en til þess að brjóta þó eigi algerlega bág við gamlan átrúnað og styggja ekki myrkrahöfðingjann um skör fram, skírði hann drenginn Natan. Sami prestur, (séra Auðunn í Blöndudalshólum), , var þó ekki sérlega smekkvís í nafnvali, því að þá er sonur hans einn átti launbarn, vildi karl ráða nafninu og skírði drenginn Harpagos. Vildi hann (að sögn) tákna með því nafni, að drenghnokkinn hefði í óþakklæti og óboðinn Nr. 48. ruðst inn í heiminn sem þjófur á nóttu eð? ræningi, en Harpagos þýðir á grísku ræn- ingi eða ofbeldismaður. Svona kemst sér- vizkan stundum langt. Það er og í sögnum, hvort sem marka má eða ekki, að eigi alls fyrir löngu hafi stúlkubarn eitt hér á landi verið skírt Jedok eptir meinlegri prentvillu(l) í einni útgáfu íslenzku biblíunnar, því að þýðendurnir höfðu villzt hraparlega á þýzka orðinu „jedoch" (— þó, samt sem áður) og hugðu að þetta væri nafn á dóttur Faraós, Egyptakonungs(H) og svo var veslings barn- ið látið heita eptir þessari Jedok, sem aldr- ei var til. I 44. árgangi Þjóðólfs 1892 rituðum vér alllanga grein um „skrípanöfn, fleirnefni og ættarnöfn". Síðar höfum vér veitt þessu málefni nánar eptirtekt og komizt að þeirri niðurstöðu, að hin fallegu og óbrotnu ís- lenzku nöfn eru óðum að hverfa, en í þeirra stað komin ófögur og óviðkunnanleg útlénd nafnskrípi, og ýmsar hlægilegar nafnasam- setningar og ný ónefni, öldungis gagnstæð eðli íslenzkrar tungu og allri smekkvísi. En þetta er nokkuð mismunandi í hinum ein- stöku sýslum landsins, og mun það koma í ljós, þá er næsta almenn nafnaskrá verður samin. Eptir því sem næst verður komizt, munu fæst skrípanöfn finnast í Austfirðinga- fjórðungi, þar næst í Norðlendingafjórðungi, en í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi eru þau miklu tíðari, einkum í hinum síðast- talda. (Frh.) Fáheyrð villa í óbyggðum. Um eyfirzka manninn, er stuttlega var getið í síðasta blaði, að hefði fundizt aðfram kominn á Eystrihreppsmannaafrétti, hefur Þjóðólfi verið send eptirfarandi skýrsla: „Hinn 4. þ. m. fóru nokkrir menn úr Gnúpverjahreppi að vanda í skóg inn í Búr- fell, sem er syðst á afrétti þeirra, það er fram við Þjórsá. Eiríkur Ólafsson bóndi frá Minni Márstungum fór eitthvað að svipast eptir hesti, sem hann vantaði, gekk hann þá fram að, þar sem maður Iá, sem var að reyna til að standa upp en gat ekki; gekk hann þá til hans, og mátti þá sá, er fyrir var varla mæla, svo var hann aðfram kom- inn af þreytu, sulti og sárum. — Brá Eirík- ur sér þá til félaga sinna, sem brugðu þeg- ar við og veittu hinum aðframkomna manni hina beztu hjúkrun. Þegar hann fór að hresssast, sem varð vonum bráðar, spurðu þeir hann, hvaðan hann væri o. fl. Sagðist hann þá heita Kristinnjónsson, verafrá Tjörn- um í Eyjafirði, og vera 22 ára gamall; sagðist hafa farið frá heimili sínu þar fyrir 15 dægr- um, og farið þá í kindaleit, en komið yfir blindþoka, sem hafi haldizt í full 4 dægur. Villa hafi svo komið yfir sig, og hafi hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.