Þjóðólfur - 14.10.1898, Blaðsíða 3
i88
Það, sem um er að ræða, er það, að ljós-
mynda gervallt himinhvolfið, og að draga upp
mynd af því, eins og það kemur fyrir sjónir
vor jarðbúa, eingöngu eptir ljósmyndinni, án þess
að í það blandist nokkur villa af kíkisrannsókn-
um. Mynd af himinhvolfinu er að vísu til, en
hún er enn bæði ófullkomin og ósamstæð til
móts við það, er hún mætti verða. Argelander
bjó t. d. til (1862) uppdrátt af stjörnunum á vor-
um nyrðra helmingi himinhvolfsins, eru í þeim
uppdrætti allar stjörnur af 9. stærð og þar yfir
og má þar líta á einu blaði 324,198 stjörnur.
Þetta er stjörnuuppdráttur Argelanders hinn mikli,
og er hann eitt af merkustu verkum vorrar
aldar.
Á skrá Schoenfelds yfir stjörnur á suður-
helmingi himinhvolfsins eru 133,659 stjörnum
markaðir staðir. Gould, forstöðumaður stjörnu-
turnsins í Cordoba í Argentiska lýðveldinu, hef-
ur fyrir nokkrum árum gefið út uppdrátt yfir
stjörnur á suðurhvolfinu, en á honum eru eigi
aðrar stjömur en þær, sem sýnilegar eru með
berum augum. Þetta eru tilraunir, er kostað
hafa mikla fyrirhöfn, en sem aldrei geta veitt
það, sem búast má við, ef menn blátt áfram
neyttu Ijósmyndarinnar.
En í stað þessara hádegisbaugaathugana ept-
ir fjölda stjarnfræðinga, sem eru mjög mismun-
andi bæði að því, hvernigþeir meta stærð stjam-
anna og í aðferðinni að því að ákveða stað
þeirra, í stað margra afskripta, mikils útreiknings
á athugunum, sem ná yfir mörg ár, ætti blátt á-
fram að taka nákvæma ljósmynd af himninum,
og það eigi að eins af stjörnum allt að 9. stærð,
heldur af 10., n„ 12., 13. og jafnvel 14. stærð;
mundi það eigi veita mjög örðugt, heldur að
eins þurfa nokkuð lengri tíma.
(Meira.)
Mannalát. Hinn 30 ágúst síðastl. andað-
ist á Akureyri Evald E. Möllet fýrv. verzlunar-
stjóri á 87. aldursári (f. 22. jan. 1812) Hann var
mesti dugnaðar- og sðmamaður, og var orðlagður
fyrir reglusemi og áreiðanleik f viðskiptum, Var
kvæntur Margrétu Jónsdóttur prests frá Grenjað-
arstað systur Björns Norðanfararitstjóra gamla
og eru 7 böm þeirra á lífi, þar á meðal Friðrik
Möller verzlunarstjóri á Eskifirði.
Hinn 30 f. m. andaðist N Chr. Gram stór-
kaupmaður og eigandi Þingeyrarverzlunar á Dýra-
firði og fleiri- verzlana þar vestra.
Hinn 15. f. m. andaðist úr lungnabólgu
Guðrún Jónsdóttir kona Árna bónda Helga-
sonar á Brekkum í Holtum, bróðursonar Árna
stiptprófasts. Helgasonar. Hún var á 75. aldursári
(f 22. febr. 1824) og eiga þau hjón eina dóttur á
lffi. (G.)
Hinn 1. þ. m. andaðist af afleiðingum barns-
burðar Sigriðvr Pdlsdóttir, kona Þorsteins bóndá
Tónssonar á Hrafntóptum í Holtum, 33 ára að aldri
Þau lifðu saman í hjónabandi p/2 ár og eiga 2
börn á lífi. Sigríður sál var einkar góð húsmóðir.
dugleg og ráðvönd kona, hjálpfús og gestrisin
og elskuð og virt af öllum, sem þekktu hana.
Drukknun Hinn 26. f. m. fórust tveir
vinnumenn Þorvaldar bónda Skúlasonar í Hrapps-
ey, en hinum 3. (Magnúsi Gíslasyni) var bjargað.
Þeir sem drukknuðu hétu Einar Sveinsson og Páll
Ólafsson (bróðir Sámúels söðlasmiðs hér í bænum.)
MeO „Thyru“ 11 þ. m. komu 136 farþeg-
ar, þar á meðal af Norðurlandi Sigurður Thor-
oddsen verkfræðingur, er verið hefur að sjá um
stöplabyggingu Hörgárbrúarinnar, Guðmundur
Þorláksson cand. mag. ungfrú Helga Havsteen,
ekkjufrú Friðrikka Briem frá Sauðárkróki. Enn
fremur fra Isafirði Björn Þórðarson verzlunarstjóri
og Stefán Runólfsson útgef. „Hauks", en úr Stykk-
ishólmi Davíð Sch. Thorsteinson læknir og kona
hans, Hjörleifur bóndi Björnsson frá Hofsstöðum,
auk fjölda kaupafólks víðsvegar að. — „Thyra“
á að fara héðan vestur og norður um land á
morgun.
Hitt og þetta.
Uppboð í Japan fara fram á mjög hátíð-
legan hátt. Kaupendurnir kalla ekki upp boð
sín, en skrifa nafn sitt ásamt upphæðinni, sem
þeir vilja greiða, á smáa pappfrsmiða, sem látnir
eru ofan í öskjur. Síðan eru miðarnir skoðaðir
og sá sem hæst verð hefur boðið fær hlut þann,
sem falur var.
Biblía Lúters. í gripasafni einu í Berlín,
er biblía sú, sem Lúther notaði ávallt. Á spássí-
urnar hefur hann sjálfur ritað ymislegt, sem á
daga hans drief. Hún var prentuð í Basel árið
1509 og kvað hafa verið vel geimd.
Hús^ái hjólum. Manni nokkrum, sem hef
ur umbætt hjólhesta og hreyfivjelar að ýmsu leyti,
hefur dottið í hug að byggja tvíloptað hús, semá
að vera á hjólum og vera knúð áfram af hreifi-
vél, sem á að vera undir því, því að maður þessi
er á þeirri skoðun, að það sé engin ástæða til
þess að hús séu endilega á einhverjum einum og
sama stað og geti aldrei annarsstaðar verið, og
þar eð það hefur komið í ljós við ýms tækifæri,
að í hreyfivélunum er ágætt hreyfiafl fyrir vagna,
þá ætlar hann nú að sýna, að það er ekki erfið-
ara að hreyfa hús heldur en vagn. Eptir tilætl-
uninni á að byggja húsið úr stálvír og í því eiga
að vera 4 herbergi og efra loptinu má þjappa sam-
an, ef fara þarf með húsið undir brú.
Kjöt
af sauðum og veturgömlu
fé úr Borgarfirði og Þingvallasveit, fæst í
dag og næstu daga í verzlun
Jóns Þórðarsonar
SíMON Jónsson
Á SELFOSSI
selur nú sem að undanfömu með mjög vægu
verði allskonar bækur, gamlar og nýjar, svo sem
guðsorðabækur, sögubækur, skáldsögur, riddara- .
sögur, kvæðabækur o. fl. Eins hef eg til mikið
af allskonar ritföngum og forskriptabókum handa
börnum, stafrófskver o. s. frv.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
J. Jónasen, sem einnig gefur þeim sem vilja
tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
116
lypt með báðum höndum hesti upp á pallinn til mín með því
að taka um belti, er bundið var undir kvið honum — og síðar
gat eg gert það með annari hendinni. En þetta var þó ekki
það, sem við mig átti. En verðlaunaglímurnar f „Cirkus Craf-
ton“. Eg hafði fengið atvinnu við »Cirkus Victoria" í Lundún-
um og sýnt þar meðal annars list mína í að taka upp hesta
eða þunga hluti. Þá var það einn dag, að einn vinur minn,
sem hét Bambino, segir við mig:
»Við skulum fara og horfa á glímumennina í »Cirkus
Crafton“. Menn segja að það séu knáir karlar, og þeir fá 100
pd. st. (1800 kr.) í laun".
„Já, það skulum við gera”, segi eg og síðan fórum við
þangað og horfðum á þá. Þeir voru litlir, en frábærlega liprir;
hvert kveld buðu þeir 10 pd. st. hverjum þeim, sem gæti lagt
þá. Eg réð mér ekki og hugsaði með sjálfum mér: „Þú verð-
ur að reyna það!“; eg gaf mig fram og síðan hófst leikur-
inn. Eg hélt eg gæti tekið þá báða undir hendina í einu, en
það fór allt öðru vísi. Fyrst glímdi eg við hinn stærri, en í
hvert sinn, sem eg var búinn að ná tökum á honum vatt hann
sér út úr höndum mér og varð laus, án þess eg gæti gert mér
grein fyrir, hvernig á því stóð; þá rasaði eg og lá með báðar
herðar við gólfið.
Það birtist auðvitað í blöðunum, að sterki maðurinn í
■■Cirkus Victoria", sem lypti upp tveim hestum í einu — því
eg var þá þegar farinn til þess — hefði verið 'yfirunninn á fimm
mínútum. Húsbóndi minn varð auðvitað fokreiður og vildi ekki
ler>gur hafa mig í þjónustu sinni og gramdist mér það mjög,
en n fiverju kveldi fór eg í „Cirkus Crafton« og kynnti mér
brögð glímumannanna. Síðan gaf eg mig aptur fram. Eg þreif
ri3
sem hann hafði haft með sér, en lagt frá sér á stól, er hann
fór að bisa við skápinn. En eg verð að gera enn eina játningu.
Eg vissi vel, að ungfrú Haines var ekki síður þjófur, en mað-
urinn, sem lá undir gólfinu í bankanum og allt þetta höfðu ver-
ið þeirra samantekin ráð. Hún hefur sjálfsagt verið mesta af-
hrak og ekki átt neina vægð skilið, en hver sem vill, má kalla
mig aula, því eg gat ómögulega fengið af mér að segja nein-
um frá, hvað gerzt hefði. Eg hélt fyrst til veitingahússins. Hún
var í gestastofunni og var albúin til þess að aka til járnbraut-
arstöðvarinnar, þegar félagihennar kæmi aptur, en þegar hún sá, að
eg kom inn rak hún upp hljóð og lá við öngviti.
„Hvar er hann bróðir minn?" spurði hún.
„Hann er vel geymdur í bankanum", svaraði eg.
„Eruð þér kominn til þess að taka mig höndum", spurði
hún mjög lágt.
»Nei, eg er kominn til þess að aðvara yður. Það er bezt
fyrir yður að komast sem fyrst af stað", svaraði eg. „Hafið
þér nokkra peninga?"
„Einungis 3 eða 4 pund", sagði hún.
„Þér eigið 100 pund inni í bankanum", sagði eg, „eg var
alveg búinn að gleyma því; eg skal fara og sækja þau“.
„En hann — vinur minn?"
„Hann verður þar sem hann er kominn, þangað til þér
eruð farin í burtu, en þá verður hann fluttur í fangelsi".
Eg fór síðan aptur til bankans, sótti peninga hennar og
ók með henni til járnbrautarstöðvarinnar. Eg beið þangað til
lestin var farin og þá fyrst tilkynnti eg, hvað gerzt hafði, fékk
menn með mér og flutti ræningjann úr kjallaranum og í fang-
elsi. Síðar var hann dæmdur til 8 ára betrunarhúsvistar, en
konuna, sem eg skildi við á járnbrautarstöðinni, hef eg aldrei