Þjóðólfur - 21.10.1898, Page 3
sögnina, eins og hún var í Þjóðólfi síðast, og
eigi haft annað fyrir sér, er undarlega ófróð um
bankann, þar sem hún segir, að þetta sé í fyrsta
skipti sem hann hafi orðið fyrir beinum fjár-
svikum þau 12 ár, er hann hefúr staðið, því að
það er skakkt. Vér getum bæði frætt »ísafold«
og aðra á því, að fyrir 3—4 árum lánaði ófull-
veðja piltur norður í Skagafirði öðrum manni
jörð að veði, og fékk sá maður 600 kr. úr
bankanum út á þann pappír. Þessum peningum
tapaði bankinn alveg, þá er veðleyfið var ólög-
legt. En bankastjómin gat auðvitað ekki varað
sig á þessum prettum, svo að henni er ekki um
það peningatjón að kenna, heldur hinum þáver-
andi sýslumanni í Skagafjarðarsýslu, sem ritaði
upp á veðleyfið, eins og ekkert væri athugavert
við það, og því vottorði varð bankastjómin að
treysta. Að líkindum hefði sýslumaður orðið
að borga þessar 600 kr. fyrir vangá sína, ef til
málssóknar hefði komið, en hann andaðist nokkru
síðar, og mun þá bankastjórnin hafa látið þetta
niður falla svo búið. En þetta dæmi sýnir, að
bankinn hefur orðið fyrir fjársvikum áður en
þessi bíræfni náungi, sem fyr er getið, flekaði
hann í fyrra haust.
Ljósmyndan af
himinhvolfinu.
Eptir Camille Flammarion.
(Frh.) Allir vita, að með beram augum sjást eigi
minni stjömur, en af 6. stærð, og að þetta orð
«stærð«, er að skilja að eins um hið sýnilega
blik stjarnanna, þannig, að stjörnur af fyrstu
stærð eru skærastar, af annari stærð óskærari og
þannig framvegis, en að stjörnur af 6. stærð era
hinar síðustu, er menn geta greint með beram
augum. Skulu hér nú taldar eins og sennilegt
þykir stjömuraf hverri stærð, allt aðhinni fjórt-
ándu. .Stærð. Tala. Hinar síðastnefndu stjörn-
x. . . . 20 ur eru sýnilegar í sjón-
2. . 59 aukum þeim, er menn
3- • 182 nú hafa í stjöruuturnum.
4. . • • 530 Eins og sjá má, eru stjörn-
5- • . . 1,600 ur af þessum 14 fyrstu
6. . . . 4,800 flokkum samanlagðar yfir
7- • . . I3,000 40 miljónir. Að reyna
8. . . . 40,000 að skrásetja þessa her-
9. . . . 120,000 fylkingu himnanna, væri
10. . . . 380,000 eigi aðeins meira en
11. . . . 1,000,000 nokkurs manns færi, held-
12. . . . 3,000,000 ur væri það alls ómögu-
13- • . . 9,000,000 legt, því að óumflýjan-
14. . . . 27,000,000 legar villur mundu læð-
fjölda, ast inn í slíkan athugana- við útreikning og við þáð, að koma þeim
fyrir á uppdrætti. Ár og aptur ár mundi eigi
nægja og meðan menn væru að vinna að þessu,
mundu stjörnumar færast í geimnum, því að
sérhver þeirra á sér hreyfingu, þó mismunandi sé.
En ljósmyndanin getur gert allt þetta, svo
að segja leikandi, og á mjög óbrotinn hátt, svo
fullkomið stig, sem hún nú er komin á. Ogvit-
ið þér á hve löngum tíma þetta tröllvirki, þetta
■óafmlanlega minningarmark stjömufræðinnar nú á
dögum, mundi verða unnið? k. prettdn minútum!
Það er nefnilega svo, að fimm þúsundustu
hlutar úr sekúndu nægja til þess að ljósmynda
stjörnu af fyrstu stærð; hálf sekúnda nægir til
þess, að ljósmynda hinar minnstu stjömur, er
sýnilegar era beram augum; þrettán mínútur þarf
td að ljósmynda þær, sem eru affjórtándu stærð.
Ef menn á sama tilteknu augnabliki gaetu
miðað 8000 ljósmyndapípum, er menn hefðu
skipað umhverfis alla jörðina, á 8000 sam-
anhangandi staði á himinhvolfinu, þá myndu þaer
8000 Ijósmyndir, er fram kæmu, sýna gervallt
*9S
himinhvolfið og þær hinar fjöratíu miljónir stjama,
er nýlega voru nefndar. Ef þessar 8000 mynd-
ir, er hver (þeirra) næði yfir fimm gráður, væru
settar hver við hliðina á annari, þá mundu þær
sýna þær 41,000 ferhymingsgráður, er himin-
hvolfið innibindur.
Þessi augabragðs-ljósmyndan himinhvolfsins
er hagsýnileg, en verður eigi framkvæmd verk-
lega; í fyrsta lagi af þvf, að á sérhverju auga-
bragði, sem væri, þá er eigi nótt nema á rúm-
um helmingi jarðhnattarins; því næst af því, að
gufuhvolf jarðarinnar er aldrei gersamlega heið-
rfkt; og loks af þvf, að þessi 8000 verkfæriværa
tilfinnanlega kostnaðarsöm, svo að það er ein-
faldara og viðráðanlegra, að láta þau vera sem
fæst að unnt er.
Verkinu hefur verið skipt milli hér um bil
20 stjörnuturna, og menn ætla, að á 3 til 4 ár-
um muni menn verða búnir að fá ljósmynd af
öllum himninum alstirndum.
Hér skal skýrt frá, hvernig verkinu lfklega
muni skipt milli hinna ýmsu stjömuturna:
Stjömuturnar. Tala ljósmyndaplatanna.
París
Bordeaux
Toulouse
Algier
Greenvich . . . . • 1149
Oxford . 1180
Helsingfors . . . .
Potsdam • 1232
Róm
Catanía
San Fernando . . . . 1260
Taenbaya
Santiago . 1260
La Plata • 1360
Rio Janeiro . . . . • 1376
Góðrarvonarhöfði . . • 1512
Sydney
Melboume . . . . • 1149
Þannig munu vísindi 19. aldarinnar láta ó-
komnum kynslóðum eptir sig órækt og óafmá-
anlegt skilrfki um stjörnuheiminn, er á komandi
öldum getur verið áreiðanlegur grandvöllur til að
byggja á úrlausnma um fyrirkomulag alheimsins.
Sannarlega er mannsaugað aðdáanlegt sjón-
verkfæri; hvílíkt gagnsæi er eigi í þessum lifandi
krystalli, hve yndislegar tilbreytingar í regnboga-
himnunni, hvílfk dýpt og hvílík fegurð 1 Það er
lífið, það er ástríðan, það er Ijósið. Lokið öll-
um þessum augum, hvað mundi þá verða eptir
af sköpunarverkinu? Og samt sem áður er það
svo, að glerið í Ijósmyndunarverkfærinu má með
sanni nefna nýtt auga, er fullkomnar vort eigið,
er enn næmara og enn furðulegra.
Þetta tröllauga hefur fernt, og það þýðing-
armikið, um fram mannsaugað; það sér hraðar,
lengra, lengur og — það, sem eigi er minnst um
vert, það geymir það, sem það sér. Það sér
hraðar; á hálfum þúsundasta hluta úr sekúndu
ljósmyndar það sólina, bletti hennar, loga henn-
ar og eldmekki á varanlegt skjal. — Það sér
lengra, hvert sem því er stýrt á himinhvolfið, og
þó að svarlnætti sé, þá skyggnir það í smáögn-
um algeimsins stjörnur, hnetti, heima, skapanir,
er auga vort aldrei, aldrei fær litið, hvaða kík-
ira, sem það notar. Það sér lengur; það, sem
vér eigi fáum séð með því að horfa nokkrar sek-
úndtir, það eygjum vér aldrei; það, aptur ámóti
þarf eigi annað, en horfa nógu lengi; eptir hálfa
klukkustund fær það greint það, er það eigi sá
[fyrst]; eptir heila kl.stund sér það enn betur, og
því lengur sem það starir yfir f hið ókunna, því
'betur nær það því, þreytulaust, nákvæmar og
nákvæmar. Og það geymir á sjáaldursplötu sinni
allt, sem það hefur séð. Auga vort geymir eigi
myndir sínar nema augnablik. ímyndið yður t.
d., að þér rotuðuð mann, þar sem hann sæti ró-
legur í hægindastól sínum með opin augun gagn-
vart vel björtum glugga, (hugmynd þessi getur
vel átt sér stað á plánetu, þar sem allir borgar-
amir eru hermenn og myrðast á, svo að lágt
reiknað nemur ellefu hundraðum daglega); þvf
næst að þér rifuð úr honum augun, (við skul-
um nfl. setja svo, að hér sé um óvin að ræða),
og að þér dýfið þeim í álúnsvatn. Augu þessi
mundu þá halda myndinni af glugganum með
dimmum þverrákum og ljósum rúðum á milli.
En eins og vanal. er ástatt, geyma augu voreigi
myndimar. . . Það mundi fá sig fullsatt, ef svo
væri. Tröllsaugað, sem vér voram að tala um,
geymir allt, sem það hefir séð. Það þarf ekki
annað, en skipta um sjáaldur. Þannig sér auga
þetta fljótar og skýrar og þreytist ekki.
(Meira.)
Fornleifafélagsfundur var haldinn
hér í bænum 18. þ. m. Forseti (séra Eiríkur
Briem) lagði fram reikninga félagsins umliðið ár.
Atti það 1 sjóði við árslok (1897) 1391 kr.
56 a. Þá skýrði forseti frá efni »Arbókarinnar«,
sem nú er nær fúllbúin, og verður hún með
langfjölskrúðugasta móti. Sem fylgirit hennar verður
íslenzk þýðing á ritgerð D. Brauns um rannsókn
eyðisveita og eyðibýla. Þá skýrði forseti frá rann-
sóknum Brynjólfs Jónssonar, er verið hafði f
þjónustu félagsins næstliðið sumar, eins og að
undanfömu. Hafði hann rannsakað sögustaði
og ömefni í Gullþórissögu og víðar þar um slóð-
ir, og verið ásamt D. Braun við uppgröpt fom-
mannadysa hjá Hymingsstöðum f Reykhólasveit.
En þar fannst fátt markvert, og hafði verið graf-
ið í dysirnar áður, en sannfærðir þóttust þeir um,
að þær mundu vera frá heiðni.
Gufubiturlnn »Reykjavík« fór héðan
til Noregs 17. þ. m. Hann verðurhafður til strand-
ferða þar í vetur, og mátti því eigi lengurdvelja
hér, en hann hefði samt eflaust haft nóg að gera
til loka þ. m., einkum í ferðum til Akraness og
^Borgarness nú í haustkauptíðinni.
Nýtt með Laura.
SINGERS stál-SAUMAVÉLARNAR
viðurkenndu komnar aptur.
LOPTÞYNGDARMÆLAR vandaðir og mjög
skrautlegir.
Teikniáhöld — Teiknibestikk mjög margar
sortir.
GULLSTÁSS alls konar, þar á meðal óvenju-
lega mikið úrval af GULLHRINGUM með
ekta steinum, verð frá 4—40 kr.
TRÚLOFUNAR HRINGUNUM
má heldur ekki gleyma. Það er þægilegt að
geta fengið þá eptir eigin vali án fyrirvara,
fyrir lægsta verð.
Mesta úrval í bænum, af fínum STOFUÚR-
UM — Regulatorum. —
VASAÚRUM, ÚRFESTUM o. m. fl. hjá
Guðjóni Sigurðssyni.
hefur úr vöktun hér í R.vík.
brúnn hestur, 6 vetra gamall, al-
járnaður, f hapti mark: tvístýft framan hægra.
Hver sem hitta kann hest þennan, er vinsamlega
beðinn að koma honum til Þorgríms Jónssonar söðla-
smiðs f Reykjavfk.