Þjóðólfur - 28.10.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.10.1898, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR. 50. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. október 1898. Nr. 50. Næsta blaO ÞjóOólfs flmmtiu ára afmælisblaO hans, meö fylgi- blöOum kemur út laugardaginn 5. nóvember. Otto Wathne hinn alkunni framkvæmdar- og dugnaðarmaður er látinn. Hann andaðist snögglega (úr hjarta- slagi?) á skipinu „Waagen" á leið frá Aust- fjörðum til útlanda um miðjan þ. m. En fregnir um það eru enn óljósar. Sagt, að gufuskipið „Egill" hafi á leið hingað til lands hitt „Waagen" nálægt Færeyjum, og hafi hann tekið lík Wathhes og flutt það til Seyðisfjarðar til greptrunar. Það er mikill mannskaðí að Wathne fyrir ýmsra hluta sakir, en einkum mega Austfirðingar sakna hans, því að hann hefur verið þar höfuðfrömuður margra mikilsháttar framkvæmda og atvinnubóta mörg ár undan- farin og lét sér jafnan mjög annt um vöxt Og viðgang þessa landshluta sér í lagi. En landið í heild sinni hefur einnig mikils misst við fráfall hans, því að hvernig sem menn skoða starfsemi hans, mun engum dyljast, að landi voru mundi betur vegna, ef vér ættum marga hans líka, að framkvæmdar- semi, áræði og dugnaði í því að hagnýta sér auðsuppsprettur landsins, og þótt Wathne sjálfur hafi, ef til vill, eigi orðið stórauðugur maður af viðskiptum sínum hér við land, þá mundu þó fáir í hans sporum hafa leikið það eptir honum, að gera það, sem hann hefur gert, og koma hingað frá Noregi alls- l?us og öllum ókunnur með tvær hendur tómar, enda mun enginn geta neitað því, að mikið hafi verið í manninn spunnið. — Hann mun hafa verið rúmiega fimmtugur, er hann lézt. Var kvæntur íslenzkri konu, Guðrúnu dóttur Jóns Oddssonar fyr hafnsögu- manns hér í Reykjavík. Þá er fregnin um fráfall hans barst hing- að með „Hólum" í gærmorgun voru iánar víðast hvar dregnir í hálfa stöng hér í bæn- um. Vítaverður ósiður. (Framh). í sálnaregistrum eða manntalsskrám frá 1896, er vér höfum fengið úr nokkrum presta- köllum landsins, má sjá, hversu allskonar ó- nefni eru nú farin að tíðkast. Einkum eru kvennmannaheitin yfirleitt miklu afskræmis- legri, en karlmannaheitin. Einkennilegt er það, hversu allskonar samsetningar við »ástc eru almennar, t. d. Ástmann, Ástmundur, Ástvaldur, Ástvin, Ástrós o. s. frv. Kvenn- mannaheitin: Snót, (í Dalasýslu), Fjóla (í Norðurmúlasýslu), Eygló (í Reykjavík), Hug- ljúf og Sumarrós (í Skagafirði) eru að vísu eigi ljót nöfn, en dálítið óviðkunnanleg eru þau. Sóley, Eyrarós, Baldursbrá, Hrafna- klukka, Ástljúf, Haustrós mundu t. d þykja skrítin eiginnöfn, en þau eru í fullu samræmi við hin fyrnefndu, og engu lakari. Svo ó- viðkunnanleg og tilgerðarleg, sem þessi nöfn eru, geta þau kallazt sómasamleg í saman- burði við önnur verri. Sem lítið sýnishorn þess, hversu undar- leg ónefni fólki getur komið til hugar að klína á börn sín tökum vér t. d. 5 presta- köll, er vér höfum fengið sálnaregistur frá, eitt í Dalasýslu, eitt í Strandasýslu, eitt í Skagafirði, eitt í Eyjafirði og eitt í Norður- múlasýslu. Úr hverri þessari sýslu höfum vér að eins fengið eitt sýnishorn, svo að fleiri eru ekki til samanburðar, en það má geta nærri, að ónefnin eru ekki fleiri tiltölu- lega í þessum prestaköllum, heldur en I hin- um, er oss vanta skýrslur úr. í prestakalli þvl í Dalasýslu, sem hér er um að ræða finnast t. d. einnefhin: Maríis. Sigurvin, Elísabjörg og Feldís, og eru þau ekki svo herfileg, en verri eru nöfnin Bjarna- sigrún, og Bjarnaþórey. Slíkur andhælis- skapur, eins og lýsir sér í þelm nöfnum get- ur gengið æði langt. Eptir því mætti eins skíra t. d. Bjarnasigríður, Eyjólfsþórunn, Ö- lafsþorbjörg, Þórðarragnhildur o. s. frv. Það eru dáfalleg nöfn eða hitt þó heldur. Af tvínefnum í þessu prestakalli eru t. d. Lilja Lalíla, Lovísa Svafa, Indíana Torfhildur og Bjarney Sigurmey en af fleirnefnum: Guð- munda Valgerður Mikkelína og Jóhanna Eyj- ólfa Ólavía Seymora (eða Seymorca). Ekki vanta nöfnin. Þetta síðasta nafn er afar- hlægilegt ónefni á einu höfði, og er undar- legt, að prestar skuli ekki koma vitinu fyrir fólk með slíka vitleysu. Barn þetta hefur líklega átt að heita eptir Jóhönnu Seymour Englandsdrottningu á 16. öld(l!), en þá hef- ur orðið að breyta endingunni f Seymoura eða Seymorca, og svo hefur einhver Eyjólf- ur og Ólafur endilega þurft að komast að með drottningarnafninu, og þá hefur orðið úr því þessi fallegi samsetningur. — I þessu sama prestakalli finnst og annað nokkuð ein- kennilegt skírnarnafn: Olafur Þórðarson Guð- finnur(I). Það má nokkurnveginn gizka á, hvernig þetta nafn muni til orðið. Barnið hefur verið skírt svona eptir einhvsrjum Ó- lafi Þórðarsyni, er hefur verið andaður, og nafnið Guðfinnur hefur átt að sýna, að þessi Ólafur Þórðarson væri kominn til guðs,(!) og barnið hefur verið skírt „Þórðarson", til þess að menn skyldu ekki villast á því, hvaða Ó- lafur það væri, sem farið hefði til himuaríkis og barnið héti eptir, því að Ólafur pá og Ólafur uppá er ekki hið sama og allir Ó- lafar verða sjálfsagt ekki sáluhólpnir. — Slík °S þvílík nöfn eru blátt áfram hlægileg, og það ætti fólk almennt að sjá, en það sér það ekki, og þykir þetta bæði fallegt og eðlilegt. Annars er sá herfilegi ósiður víða farinn að tíðkast, að skíra börn fullu föður- nafni annars manns, t. d. Jón Árnason, Ó- lafur Jónsson o. s. frv. eða þá með eignar- fallsendingunni t. d. Jón Benedikts, Eyjólfur Einars, Jón Eyjólfs o. s. frv. og er hvort- tveggjasamaafmánin. Stundum erubörneinnig skírð fullum ættarnöfnum annara manna, þótt þau eigi ekkert skylt við þá ætt. Þannig var einhver Páll Briem vinnumaður suður í Krísuvfkurhverfi í hitt eð fyrra, þá á þrítugs aldri, og hefði aldurinn samsvarað, hefði manni dottið í hug, að amtmaðurinn yfir Norður- og Austuramtinu hefði sagt af sér embætti, og ráðizt í vinnumennsku suður £ Krísuvík. En þessi Kr<suvíkur-Páll á oss vitanlega ekkert skylt við Briemsættina, en þetta hefur verið skírnarnafn hans, er hann sjálfsagt tekur sem ættarnafn, og eykur svo kyn sitt í blóra við „Brímana". Vér höfum einnig heyrt, að á Norðurlandi væri einhver Eggert Briem og Ólafur Briem, er ekkert ættu skylt við þá bræður: sýslumann Skag- firðinga og umboðsmanninn. Hverveitnema þeir séu bræður Krísuvíkur-Páls, og karl fað- ir þeirra hafi látið alla syni sína heita bókstaf- lega í höfuðið á hinum bræðrunum, Eggerts- sonum, að svo miklu leyti, sem sonafjöldi hans hefir hrokkið til. Þeir séra Eiríkur Briem og póstmeistarinn mega ef til vill búast við, að einhver Eiríkur Briem og Sigurður Briem fari að gera þeim ónotalegar skrá- veifur, þá er minnst varir. (Niðurl. næst.) Ljósmyndan af himinhvolfinu. Eptir Camille Flammarion. (Frh.). Nú á tímum ljósmynda menn leiptrið, sem menn svo i nasði geta athugað á myndunum, er sýna baráttu rafmagnsneistans, þegar hann þýt- ur gegnum lopthafið og mætir þar þúsundum mótspyrna, þúsundum hvers kyns þröskulda, er koma honum til að breyta stefnu sinni, svo að hreyfing hans verður öll í hlykkjum. Menn ljós- mynda hest á harða spretti, svo sem stæði hann kyrr, menn Ijósmynda eimreið í skyndiferð, menn ljósmynda fallbyssukúluna og henda hana þannig á fleygingsferð sinni. Ojá, þetta tilbúna sjáaldur sér skjótar og betur, og af því að það hefir eiginlegleika, sem er alveg gagnstæður því, sem á sér stað um augu vor, £á fær það skyggnzt inn 1 þau hyldýpi, þar sem vér aldrei lítum og aldrei fáum litið neitt. Og það er ef til vill þessi hæfilegleiki, sem er enn furðulegastur af öllu. Lítum t. d. í kíki, þar sem fjarglerið er 3»

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.