Þjóðólfur - 28.10.1898, Síða 3

Þjóðólfur - 28.10.1898, Síða 3
199 °g hósmóðir, guðrækin og göfuglynd, og er henn- ar því sárt saknað af eptirlifandi börnum hennar, sem öðrum er henni kynntust. (E. G.) Hitt og þetta. Hið saltasta vatn í heiminum er i Ur- umiavatninu í Persíu, sem liggur xooo fet yfir sjávarflöt. Það er miklu saltara en vatnið í Dauðahafinu. því að í því er nærri 22% af salti, €r í Dauðahafinu aðeins 8r/a. Urumiavatnið er 12 mílna langt og allur norðurhlutinn er alþak- iun þéttu saltíagi, sem er hvítgljáandi í sólskin- inu. Þrjú hin söltustu vötn í heiminum eru Ur- umiavatnið, Dauðahafið og hið mikla saltvatn í fnorrnónalandinu Utah í Norður-Ameríku. Biekupinn vann. Á skemmtigöngu “fyrir utan bæinn hitti biskup nokkur einhverju sinni nokkra verkamenn, sem sátu á barminum á skurði einum. „Hverju eruð þér að skemmta ykkur með þarna á skurðbarminum" sagði hinn háæruverðugi bisk- up vingjarnlega. „Með því að Ijúga" sögðu þeir í einu hljóði. Af þvi að biskupinn varð hissa á þessu skýrði einn af verkamönnunum honum frá, að þeir hefðu fundið gömul stígvel á leiðinni og ákveðið að sá þeirra sem væri snjallastur að ljúga, skyldi fá þau. Biskupinn varð gramur, sýndi þeim fram á, hversu viðbjóðsleg synd lygin væri og sagði að síðustu, að hann hefði frá blautu barnsbeini haft hinn megnasta viðbjóð á lyginni, og hann vissi fyrir víst, að hann hefði einungis einu sinni logið á allri æfi sinni. „Það er ágætt; við skulum láta hann fá stíg- vélin" kallaði einn af verkamönnunum. Biskupinn þagði og hélt áfram leiðar sinnar. Fallbyssur úr pappir. Meðal hinna inörgu kynlegu hluta, sem nú eru búnir til úr pappír, má einnig nefna fallbyssur, sem Krupp garnli hefnr smíðað handa þýzka fótgönguliðinu, Fallbyssukjapturinn er 5 centimeter(tæpir 2 þuml.) að ummáli, og fallbyssan er svo létt, að hermað- Ur getur borið hana fyrirhafnarlaust, en mótstöðu- hrapturinn er meiri heldur en í stálfallbyssu af sömu stærð. Það er þó ekki tilætlunin, að þessar pappírsfallbyssur komi í staðinn fyrir þær, sem nú eru notaðar, heldur á aðeins að nota þær á þéim stöðum, þar sem stórskotaliðið kemst ekki að. Mönnum finnst auðvitað hálf kynlegt að heyra talað um pappírsbrynjur á vígvellinum, en í raun og veru er það ekkert óeðlilegra held ur en að hjólin á járnbrautarvögnunum eða vatns- fötur geti verið búnar til úr pappír. Sitt af hverj u. Englendingur, er Ham- ilton hét, dó fyrir skömmu í grennd við Vínarborg og lét eptir sig nokkur markverð söfn, svo sem t. d. 20,000 hnappa af einkennisbúningum um all- an heim, safn af rándýratönnum og loks 352 blævængi, sem hinar fegurstu konur heimsins höfðu átt. Finkennileg erfðaskrá. Fyrir nokkr- um árum dó ríkur pólskur jarðeigandi Zal- isky að nafni, er lét eptir sig mjög einkennilega erfðaskrá og hefur hún fyrst nýlega komið mönn- um íyrir sjónir. Auðæfi hans voru 100,000 rúblur og erfðaskrá hans fannst vel umbúin í forsigluðu umslagi, sem á stóð: „Má ekki opnast fyr en 6 vikum eptir dauða rninn". Menn biðu með þol- inmæði í 6 vikur og opnuðu síðan umslagið, en innan í því var annað forsiglað umslag, sem á var ritað: „Má fyrst opnast einu ári eptir dauða minn;“ og þannig gekk það þangað til tíminn var orðinn 5 áf, þá 'loks var komið inn að erfðaskránni, sem auðvitað bar einnig vott um sérvizku manns- ins. Hann arfleiddi þann erfingja sinn, er flest börn átti, að helmingi eigna sinna, en hinnhelm- inginn átti að láta á vöxtu í 100 ár og átti síðan að útbýta honum ásamt rentunum til ættingja hans. Flókiii spurning. Professorinn (við prófí sögu): Hvenær og hvar, eptir hvaða bar- daga og í hvaða ófriði, með hvaða skilmálum og milli hverra var pessi friður saminn.? Fagrar hendur. Það er kunnugt, að írskar konur hafa skarpasta sjón, mestan skilning og fegurstan litarhátt, en þær hafa einnig hinar fegurstu hendur í öllum heiminum. Hendurnar á enskum konum eru of stórgerðar, á amerískum konum of langar og mjóar, á þýzkum konum of breiðar og þykkar, á spánverskum konum mjög ófagrar og illa hirtar, en á írskum konum eru þær aptur á móti bæði fagrar að lögun og lit. Raddir ýmsra þjóða. Það er mælt að Tartarar hafi sterkasta rödd og Þjóðverjar veik-’ asta. Kínverjar og Japanar hafa mjög veika rödd og yfir höfuð hafa Evrópubúar skærri og fegurri rödd heldur en -íbúar hinna álfanna. í London lifa 10,000 menn og konur af vasa- þjófnaði. Svefn og heilsa. Sú spurning hefir komið fram, hvort ekki væri hyggilegast að sofa eins lítið og unnt væri, til þess að geta unnið þvl meira. Hinn mikli rafmagnsfræðingur Nikola Tesla hefir svarað þessu þannig: „Eg er sann- færður um, að það er mjögjröng skoðun, að menn eigi að sofa eins lítið og unnt er; ef menn gætu sofið mikinn hluta af deginum, gætu menn án efa orðið 200 ára gamlir. Blámennirnir, sem sofa mjög mikið verða venjulega fjörgamlir. Eg vil því ráða mönnum til þess að spara líf sitt með því að sofa eins opt og menn hafa tækifæri til þess". Fimmtíu ára afmælisblað Þ»jó;ðólfs kemur 5. nóvember% eins og auglýst hefur verið. Verður sent út um land með póstun- um snemma í desember. Þeir sem eiga óborgaðan Þjóðólf, œttu að borga hann sem allrafyrst úr þessu. Nýir kauþendur að Ji. \ðrg. gefi sig fram sem fyrst. Þeir fá ókeypis 10 síðustu bl'óð pessa árgangs ásamt afmœlisblaðinu og myndunum, ef þeir borga fyrirfram. Notið nú tœkifœrið. 120 drengurinn, sem eg hafði síðast lagt eins og sveskju eptrr 6V4 tnínútu. Já, því líkt! að þessi drengur hefði sigrað „Kanada. Karl"! Já, það var hlægilegt! En þetta stóð í blaðinu með stórum stöfum, svo að hver maður gat lesið það. Mér fannst sem eg sæi gesti mína og vini gjóta hornauga til mín, eins °g eg væri einhver gortari, sem hefði aðeins getað talið þeim trú um sigurvinningar mínar. Ha! ha! Enginn þeirra hafði þá verið í Berlín. Loks sagði kona mín í einfeldni sinni: „Karl! Þann hefur víst ekki leyfi til þess að prenta það, þegar það eru ósannindi?" Atti eg nú að láta mér þetta lynda?. Eg haíði með heiðri og sóma áunnið mér nafnið, „glímukóngur heimsins" og að þessi drenghnokki skyldi ætla að stela því af mér. Það var sannarlega, að ráðast á æru mína. Eg fór strax til leikhússtjórnarinnar og krafðist þess, að auglýsingin yrði apturkölluð. — Þeir sýndu mér bréf frá Plötz, Sem auglýsingin var í. Þeir báðu mig því um að koma aptur sfðar. Hinn 15. mundi Plötz koma til Berlínar og þá gætum við gert út um þetta. Hið bezta og heppilegasta væri, að eg r!taði mig sem mótstöðumann fyrsta kveldið. Eg roðnaði og ritaði nafn mitt og þar undir »Kanada- Karlt. „Plötz skal ákveða veðféð", sagði eg, „því eg hef nóga Peninga" Þegar eg var kominn heim og orðinn rólegri, og konan 111 ín tók að spyrja mig, þá vissi eg ekki, hvað eg átti að segja, en eg sagði henni ekki frá því, að eg hefði ritað nafn mitt, ®en> mótstöðumanns Plötz í leikhúsinu og tók nú að æfa mig kyrþey. Mér féll það ekki neitt sérlega þungt, en eg var þó ■°rðinn töluvert stirður. Eg er nú líka 52 ára gamall. En eg 117 þegar mótstöðumann minn, lagði hendurnar á honum niður með hliðunum og fleygði honum síðan niður. Auðvitað æpti fólkið, en eg fékk tíu pundin og það voru þó 180 kr. Hinn vann eg síðar, að vísu var hann örðugri við- fangs, en eptir sjö mínútur var hann fallinn. Síðan var eg ráð- inn með góðum kjörum sem verðlaunaglímumaður í Ameríku. Og þarna, hinumegin við hafið, var eg í fimmtán ár og fór um öll Bandaríkin, og hvar sem eg kom sigraði eg alla, t. d. Nigger-Jim, Le Benoit, Colderidge, Bill Jones, Kentucky-Bob, mestitzan Miquel, Passado, og Suður-Ameríkukappann. Eg byrjaði starf mitt í Kanada og var eg því kallaður Kanada-Karl. Að síðustu sigraði eg f hinni miklu glímu í San Francisko, O. Necle glímumeistara heimsins. Að 41 mínútu liðinnihafði eg sigrað hann, og hinn 14. júní 1868 varð eg glímu- meistari heimsins. Eg hefi sagt yður allt, og eg krefst þess að það sé bók- að, svo að það sjáist, að eg er ekki neinn flautaþyrill, sem glími á sunnudögunum fyrir 10 krónur, svo sem nú er orðin alvenja. Starf mitt er örðugt, mjög örðugt. Sífellt er maður hræddur um, að úti sé um allt. Ótta hef eg að vísu ekki þekkt, en geðshræringar. Eptir því, .sem maður eldist verðúr maður æfð- ari, því að fyrrum, þegar eg byrjaði að glíma, voru menn ekki eir.s duglegir og nú. En hinir ungu hafa lært ýmislegt og þá ríður á að vera ekki smeikur. Nú eru þeir komnir fram úr oss, maður eldist og kemst af bezta skeiðinu. Á þrítugsaldrin- um er maður enn ófullkominn, á fertugsaldrinum er maður á bezta skeiði, en á fimmtugs aldrinum fer manni að hnigna. Mað- ur ferðast auðvitað ekki einn. Maður verður að hafa einhvern með sér, sem maður geti æft sig við, og maður glímir við hann til þess að stirðna ekki.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.