Þjóðólfur - 28.10.1898, Síða 4

Þjóðólfur - 28.10.1898, Síða 4
200 KVÖLDSKEMMTUN heldur Guðm. Magnússon. með vinsamlegri aðstoð lii*. Brynjólfs Þorlákssonar og Gísla Guðmundssonar, sunnudaginn 30. þ. m. kl, 8V2 síðd. í GOOD-TEMPLARHÚSINU. Sjá götuauglýsingarnar á sunnu- daginn. GULLHRINGUR fannstefst í Svínahrauni í 16. viku sumars. Ritstjóri vísar á finnanda. Gísli Þorbjarnarson búfræðingur hefir alltaf til sö!u hús og jarðir. Hann tek- ur að sér innköllun skulda. Hann tekur kort af húsum og lóðum eptir máli. Hittist bezt virka daga kl. 8—10 síðdegis í innsta húsinu við Laugaveg. SYIPA látúnsbúin, fundin á veginum frá Reykjavík að Árbæ 3. ágúst 1898. Eigandi vitji hennar hjá Jóni Þorsteinssyni á Fossi í Grímsnesi. — Jðrðin Laugarás í Biskupstungum 21,4 hdr. að nýju mati fæst til kaups og á- búðar í næstu fardögum. Jörðunni fylgir laxveiði. Semja má við eiganda hennar og ábúanda Guðmund Vigfússon. JÖrðin Fossnes í Gnúpverjahreppi 14,2 hdr. að nýju mati; fæst til kaups og á- búðar í næstkomandi fardögum. Landkostir mjög góðir. Jörðunni fylgja 3 kúgildi. Landskuld 40 kr. í peningum. Söluskilmál- ar sérlega góðir. Semja má við Sigurð Arnason trésmið í Reykjavík eða Björn Björns- son á Brekku í Biskupstungum fyrir næst- komandi jól. Þegar vér undirskrifaðir vorum aðfaranótt hins 27. f. m. staddir 1 hinum mestu hörmungum á þilskipinu „Blue Bell", sem var að molast und- ir oss í stormviðri og næturmyrkri innan um öld- ur og kletta, urðu nokkrir menn af félagsbræðr- um vorum til þess að veita oss óvænta hjálp og urðu þanmg verkfæri í hendi Drottins, til þess að frelsalíf vort. Það eru víst fádæmi til, að annar eins dugnaður og snarræði hafi verið sýnd við björgun i sjávarháska, eins og þá sýndu þeir Nikulás Eiríkssonog Ámi Amason í Gerðum, á- samt öllum þeirra ötulu skipverjum, sem hvað eptir annað lögðu sig í ítrustu lífshættu til að bjarga oss, og tókst það fyrir frábæra snilld og gætni. Öllum þessum kærleiksríku mönnum, sem að þessu stóðu, vottum við vort hjartanlegasta þakklæti, og biðjum guð að styðja þá jafnan og styrkja, á sjó og landi. Þeim hjónum, Finnboga kaupmanni Lárussyni í Gerðum og konu hans, þökkum vér einnig fyrir þá hugulsemi, nærgætni og aðhlynningu, er þau í svo ríkum mæli veittu oss, er vér komum til þeirra um nóttina úr þessum voðalega hrakningi. Jón Einarsson. Ólafur Ólafsson. Jón Ólafsson. frá Endagerði. frá Gauksstöðura. frá Eiði. 800 smáap blikkdósip kaupi eg mót peningum út í hönd. Rafn Sigurdsson. Ekta anilínlitir Ekta anilínlitir. fæst hvergi eins góðir og ódýrir eins og í verzlun Sturlu Jónssonar Aðalstræti Nr. 14. Ekta anilinlitir. ■jii-nuiiiu^ Jörðin Hólar í Biskupstungum 17 hndr. að dýrleika fæst til kaups og ábúðar f næstu fardögum(i899). Semja má við eig- anda hennar Þórð Þórðasson í Hólum. OTTO MÖNSTED’S, —n, -pMTQ 'M'l |ryráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng- 11ÍCÍ.X ILJ 43LjL Aa.Æ.^?asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Biðjið því ætíð um: OTTO MÖNSTED’S margarine, er fæst hjá kaupmönnunum. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 118 Aðstoðarmaður minn, Moritz Plötz, var jafnstór og eg sjálf- ur. Hálsinn var breiður, brjóstið hraust, vöðvarnir stæltir, hend- ur og handleggir sem úr járni. Yfir höfuð var hann duglegur og fimur, og það var einmitt það, sem eg þarfnaðist. Þess vegna hafði eg hann einnig sífellt í minni þjónustu. Nálægt árslokum 1886 hætti eg. Eg hafði fengið hitasótt í St. Louis og þá hélt eg að bezt væri nú að hvílast. Eg var 44 ára að aldri og hafði safnað dálaglegri fjárupphæð. Þá sagði eg sem svo við sjálfan mig: „Eg fer til Berlínar, það er sagt að þar sé orðið svo fallegt". Þetta sagði eg Plötz og kenndi honum, hvernig hann skyldi fara að, þegar hann sjálfur væri orðinn glímu- maður. Eg sat opt lengi á tali við hann, og kenndi honum ýms brögð, sem eg hafði aldrei sagt neinum manni frá áður, einkum hvernig hann skyldi treina andardráttinn, svo að hann yrði ekki móður. Þannig sagði eg honum loks allt, og síðan bauð eg honum að glíma við mig enn þá einu sinni, síðasta sinni á æfi minni hugsaði eg, og eg sagði við Plötz, að í þetta sinn skyldi það vera í alvöru. Hann neytti allra krapta, svo að það var unun að sjá það, en hann var einungis 26 eða 27 ára, enn of ungur, þolið vantaði. Eptir 6V4 mínútu var eg bú- inn að leggja hann. Við tókumst í hendur og eg óskaði honum allrar ham- ingju í list sinni og bað hann um að skrifa mér opt og síðan skildum við. En áður en við skildumst hafði eg enn einu við að bæta. Eg leyfði honum að kalla sig „hinn eina lærisvein Kanada-Karls, heiinsglímumeistarans frá 1886" þangað til hann sjálfur hefði öðlazt eitthvert frægðarnafn. Það voru þó nokkur meðmæli — og hví skyldi eg ekki leyfa honum þaðf Síðan fór eg til Berlínar, en tók brátt að leiðast, því eg 119 hefi unnið alla mína tíð og eg gat ekki unað aðgerðal eysinu. Árið 1888 kynntist eg frú Elise Heinck, sem átti matsöluhús í Königgrátzerstræti, Okkur kom saman um að giptast. Við lifðum góðu og fríðsömu lífi, þangað til í fyrra. Eg undi mér vel í hinni nýju stöðu og skeytti aldrei neitt um glím- urnar. Nei, aldrei, jafnvel þótt glímurnar í Berlín hefði byrjað’ með Karl Abs, heimsglímu-meistaranum. Þá stóð elnhverju sinni auglýsing um það í blöðunum, að »Orpheum leikhúsið* væri að undirbúa opinbera glímu. Eg hefi lesið hana hundrað sinnum og eg kann hana alveg utan að. Takib eptir! Oss hefur tekizt að fá glímukappann frá Ameríku, Mr. Moritz Plötz fxá Chicago. til þess að sýna list sína í leikhúsi voru, írá því á mánudaginn hinn 16. þ. m. Hann er einnig reiðubúinn að þreyta glímu (grísk-róm- verska), við hvern sem er, og geta menn veðjað um það hvað miklu er menn vilja. Menn geta gefið sig fram nú þegar. Stjórn „Orpheum leikhússins". Allt var gott enn, ágætt, en það sem stóð þar fyrir neð- an, það var það, sem vakti eptirtekt mína. Fyrir neðan var prentað með feitu letri: »Vér leyfum oss f stað ónauðsynlegra meðmæla að taka það fram, að Mr. Moritz Pl'ótz frá Chicago hefur sigrað eptir 9 mínútur „heimsglímu-meistarann frá 1886",, sem kallaður er »Kanada-Karl«, í Boston. En sá þorparil Hvílíkur blygðunarlaus lygari. „Kanada- Karl" sigraður í Boston á 9 mínútum. Það er alveg dæma- laust. Hann hafði þó aldrei sigrað mig. Að hann þorparinn, sem hafði lært öll brögðin af mér, hefði sigrað mig,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.