Þjóðólfur - 05.11.1898, Síða 2

Þjóðólfur - 05.11.1898, Síða 2
IV 29), Eggert Jóhannsson og Gestur Páls- son (IV 30—V 3), Gestur Pálsson (einn) (V 4—35), Jón Ólafsson (VI 10—VIII 12). Eggert Jóhannsson (VIII 13—XI), Einar Ó- lafsson (XII 1—21), B. F. Walters (XII 22 og síðan). 42. f ÍSLENZKI GOOD—TEMPLAR. Mánaðar- blað um bindindismál. 7 árg. Rvlk. okt 1886—1. des. 1893. Ritstjórar: Jón Ólafsson, Indriði Einarsson og Þórhallur Bjarnarson (I 1—6), Guðlaugur Guðmundsson, Indriði Einarsson, og Þórh. Bjarnarson (I 7—10), Jón Ólafsson, Guðl. Guðmundsson og Indr. Einarsson (I11—IIs), Indr. Einarsson (einn) (II9—IIIs). Jón Ólafsson (III 9—12), Guðl. Guðmundsson (IV—V6), Bjarni Jónsson (V7—12), BjörnJónsson(ritstj. ísaf.)(VI—VII). 43- f ÞjÓÐVILJINN. Hálfsmánaðar- og viku- blað. 5 árg. ísafirði 30. okt. 1886—9. sept. 1891. Ritstjóri ónefndur, nema að nr. 29. af 5. árg. (pr. á Akureyri 3. júlí 1891) voru Skúli Thoroddsen og Sigurður Stefánsson ritstjórar. 44. LÖGBERG. Vikublað í Winnipeg. Byrjaði 12. jan 1888. Ritstjórar: Einar Hjörleifsson (I—II.), Einar Hjörleifsson og Jón Ól- afsson (III), Jón Ólafsson (einn) (IV 1—3), Einar Hjörleifsson (IV4—VIII9), Sigtryggur Jónasson (VIII10 og síðan). (Millibilsritstjóri W. H. Paulson (VIII síðasta nr. — IX2). 45. f LÝÐUR. Hálfsmánaðarblað. 2 árg. Ak. 19. sept. 1888—2. febr. 1891. Ritstjóri: Matth. Jochumsson. 46. f VIÐ OG VIÐ. 2 tbl. ísaf. 29. marz 1889. Ábyrgðarm. Kristján Kristjánsson, Jón Þor- kelsson, Jóakim Jóakimsson. 47. REYKVÍKINGUR. Mánaðarblað fyrir Reykjavíkurbæ. Byrjaði 5. jan. 1891. Kem- ur út í Rvík. Ábyrgðarm. Jón Erlendsson (Ii). Ritstjórar: E. Egilson (I2—13) og W. Ó. Breiðfjörð (II—VIII). 48. f LANDNEMINN. Fréttir fiá Canada og íslendingum þar; 28 tbl. Rvík. 9. jún! 1891 — apr. 1894. Ritstjóri: B. L. Baldwinson. 49. f KIRKJUBLAÐIÐ. Kirkjulegt mánaðar- blað 7 árg. Rvík. júlí 1891—des. 1897. Rit- stjóri: Þórhallur Bjarnarson. 50. SUNNANFARI. Mánaðarblað, 1.-5, og 3. tbl. 6. árg.: Khöfn.júlí 1891—sept. 189614— 12. tbl. 6. árg. Rvík okt. 1896— júní 1897. Síðan varð hann missirisrit. Ritstjórar: Jón Þorkelsson, (I—'V) og Þorsteinn Gíslason (VI). Meðritstjórar: Valdemar Thorarensen (I7—12) og Sigurður Hjörleifsson (I7—IIIi). Millibilsritstjórar: Sig. Hjörleifsson (III2—4), Kristján Sigurðsson, Ólafur Davíðsson og Þorsteinn Gíslason (III11—IV4). 51. AUSTRI. Hálfsmánaðar- og vikublað á Seyðisfirði, Byrjaði 10. ág. 1891. Ritstjóri: Skapti Jósepsson. 52. ÞjÓÐVILJINN UNGI. Fyrst hálfsmánað- ar- ogvikublað, nú vikublað. Byrjaði 15. sept. 1891. Kemur út á Isafirði, nr. 18—29 af 2. árg. og 23—34 af 5. árg., kom út í Reykja- vík. Ritstjóri: Skúli Thoroddsen (II—VIII). 53. f ÖLDIN. Vikublað. 21 tbl. Winnipeg 7. okt. 1891—24 febr. 1892. Ritstjóri: Jón Ólafsson. Öldin sameinaðist 1892 Heimskringlu, er þá kallaðist, „Heimskringla og Öldin“. 54. f SÆBJÖRG. Mánaðarblað fyrir sjómenn. 1 árg: Rvík. jan.—des. 1892. Ritstjóri: Oddur V. Gíslason. 55. f THE TOURIST IN ICELAND. Ferða- mannablað. 1 tbl. Rvík. jan. 1892. Ritstjór- ar: Þorlákur Ó Johnson og Bjöm Jónsson. 56. f DAGSBRÚN. Mánaðarblað til stuðnings frjálslegri trúarskoðun. 1—2. árg. Gimli (í Nýja- íslandi) jan. 1893—des. 1894. 3—4. árg. Winnipeg. jan. 1895—des. 1896. Rit- stjóri: Magnús J. Skaptason. 57. STEFNIR. Hálfsmánaðarblað á Akureyri. Byrjaði 3. jan. 1893. Ritstjórar: Páll Jóns- son (I—II), Páll Jónsson, Matth. Jochums- s°n og Bjöm Jónsson. (III 1—8), Páll Jóns- son og Björn Jónsson, (III 9—24), Björn Jónsson (IV—VI). 58. f ÖLDIN. Mánaðarblað. 4 árg. Winnipeg, apr. 1893—des. 1896. Fylgirit með Heims- kringlu. Ritstjórar: Jón Ólafsson (I—III), og Eggert Jóhannsson (IL—IV), 59- Ý HJÁLPRÆÐISORÐ. 4 tbl. Um trúmál. Rvík. 1893. Ritstjóri: Oddur V. Gíslason. 60. f NÝ KRISTILEG SMÁRIT. 25 tbl. Rvík. j893—1897. Fylgirit með Kirkjublaðinu. Gef- ið út að tilhlutan biskupsins. 61. f GRETTIR. Hálfsmánaðarblað. 1 árg. ísaf. 27. okt. 1893—31. okt. 1894. Ritstjóri: Grím- ur Jónsson. 62. f GARÐAR. Mánaðarblað fyrir Reykjavíkur- bæ. 7 tbl. Rvík. 2. jan.—7. júní 1894. Rit- stjóri: Jónas Jónsson (áður ritstj. Mána). 63. f HEIMILISBLAÐIÐ. Mánaðar- og hálfs- mánaðarblað um bindindismál, kennslumál o. fl. 2 árg. Rvík. 15. febr. 1894—31. des. 1895. Ritstjóri: Björn Jónsson (ritstjóri ísaf.) 64. f VIÐ OG VIÐ. 2 tbl. ísaf. 12. maí 1894. Ábyrgðarm. Jóakim Jóakimsson. 65. FRAMSÓKN. Mánaðarblað á Seyðisfirði fyrir kvennfólk. Byrjaði 8. jan. 1895. Rit- stjórar: Sigrfður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. 66. KVENNABLAÐIÐ. Mánaðarblað í Reykja- vík. Byrjaði 21. febr. 1895. Blaðstýra: Brt- et Bjarnhéðinsdóttir. 67. HERÓPIÐ. Mánaðarblað Hjálpræðishersins í Reykjavík. Byrjaði í okt. 1895. Ritstjóri Þorsteinn J. Davíðsson. 68. VERÐI LJÓS! Kirkjulegt mánaðarblað í Reykjavík. Byrjaði í jan. 1896. Ritstjórar: Jón Helgason, Sigurður P. Sivertsen og Bjarni Símonarson(I—II5), Jón Helgason, og Sig. Sivertsen (II6—12), Jón Helgason, Sig. Sivertsen og Haraldur Níelsson. (III.) 69. BÓKSALATÍÐINDI. Kemur út í Reykja- vík. Byrjaði 16. marz 1896. Ritstjóri: Björn Jónsson (ritstj. ísafoldar). 70. DAGSKRÁ. Kemur út í Reykjavík. Byrj- aði 1. júlí 1896. Fyrst hálfrar vikublað, síð- ar dagblað, nú vikublað. Ritstjórar: Einar Benidiktsson (I—IIIs) og Sigurður Júl. Jó- hannesson síðan. 71. BJARKI. Vikublað á Seyðisfirði. Byrjaði 9. okt. 1896. Ritstjóri: Þorsteinn Erlingsson. 72. ÍSLAND. Vikublað í Reykjavík. Byrjaði 8. jan. 1897. Ritstjóri Þorsteinn V. Gíslason. 73. GOOD-TEMPLAR. Mánaðarblað í Reykja- vík, um bindindismálefni. Byrjaði í jan. 1897. Ritstjóri: Ólafur Rósenkranz. 74. SVAVA. Mánaðarrit á Gimli í Canada. I. árg. (1895) var ársrit II. árg. (mán.rit) byrj- aði 1897. Ritstjóri: G. M, Thompson. 75. HAUKUR. Hálfsmánaðar- og vikublað á ísafirði (skemmtiblað.) Byrjaði 14. sept. 1897. Ritstjóri: Stefán Runólfsson. 76. NÝJA ÖLDIN. Vikublað í Reykjavík. Byrj- aði 2.okt. 1897. Ritstjóri: JónÓlafssonl—II. Millibilsritstjóri, Guðm. Guðmundsson (I 63-68). 77. ÆSKAN. Hálfsmánaðarblað í Rvík., handa börnum. Byrjaði 5. okt. 1897. Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson. 78. KENNARINN. Mánaðarblað um barna- uppfræðslu í Minneota, Minn. Ameríku. Byrjaði f nóv. 1897. Ritstjóri Björn B. Jónsson 79. BARNABLAÐIÐ. Mánaðarblað í Reykja- vík. Byrjaði í des. 1897. Blaðstýra: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. 80. BERGMÁLID. Kemur út á Gimli í Nýja- Islandi. Byrjaði 18. des. 1897. Ritstjórar: G. M. Thompson og G. Thorsteinsson. 81. FREYJA. Mánaðarblað í Selkirk í Man., fyrir kvennfólk. Byrjaði í febr. 1898. Rit- stjóri mrs. M. J. Benedictsson. 82. f FRAM. Blað um kaupfélagsmálefni. 1 tbl. ísafirði í marz 1898. Ritstjóri: Skúli Thor- oddsen. 83. ÍSFIRÐINGUR. Kemur út á ísafirði v'ð ogvið. Byrjaði 9. sept. 1898. Ritstjóri: Jó- hannes Fr. Tóhannesson. » * » * * * » * * Blaðaskrá sú, sem hér birtist, hygg eg, að ýms- um þykji eigi ófróðleg. Hún er ofurlítil aukageta til kaupenda Þjóðólfs á þessu afmæli hans. Er þetta í fyrsta skipti, sem menn sjá öll íslenzk blöð- dauð og lifandi talin upp, og hefur það verið allerfitt verk og umfangsmikið. Getur vel verið, að eitt- hvert smáblað sé vantalið, en margt mun þó ekki vanta. Af þessum 83 íslenzku blöðum og mánaðarrit- um, er stofnuð hafa verið næstliðin 50 ár og orðið samferða Þjóðólfi lengri eða skemri tíma eru 69 stofnuð hér á landi, 12 meðal íslendinga í Vestur- heimi og 2 í Kaupmannahöfn. En 2/3 hlutar allra. þessara blaða eru nú hnigin að velli, svo að það er aðeins r/3, sem nú er tórandi. Af blöðunum hér heima hafa látizt 48 af 69, en 21 er lifandi, og er það tæpur þriðjungur, en í Ameríku lifa enn 7 af 12, er þar hafa verið stofnuð, og annað blaðið, er stofnað var í Kaupm.höfn er látið, en hitt (Sunnanfari) f rauninni komið úr blaðatölu og orðið missirisrit. Þá er vér athugum blaðafjöldann hér heima er það eptirtektavert, hve afarmikið hann eykst eptir 1890. Á 42 árum (1848—1890) eru 40 blöð stofn- uð hér á landi eða hér um bil eitt á ári að með- altali, en á 8 sfðustu árum hafa hin 29 verið stofn- uð, eða 3—4 á ári að meðaltali. Meðal þeirra. blaða, sem hér voru á ferli um árslok 1890 eru að- eins 2 („ ísafold" og „Fjallkonan") enn á lffi. Öll hin (19), sem nú er uppi, eru stofnuð eptir árslok 1890, því að „Þjóðviljinn ungi" telst sem nýtt blað frá 1891, þótt stofn hans „gamli Þjóðviljinn" væri áður til. Árið 1891 var mikill fjörsprettur í blaðastofn- un hér á landi. Þá hófust 5 ný blöð hér, og auk þess eitt f Vesturheimi og eitt í Kaupmannahöfn„ Áður en þetta fargan hófst hafði eg keypt Þjóðólf, og átti að taka við ritstjórn hans á næsta nýárir svo að mér þótti lftt byrlega blása, og allóvænlega áhorfast. Eg get því talið, að 30 ný blöð hafi ver- ið stofnuð hér á landi, þessi fáu ár, sem Þjóðólfur hefur verið á mínum vegum, og er það stórkost- legri samkeppni, en nokkru sinni hefur áður verið. Sum þessara blaða hafa einnig byrjað í mjög stórum stýl, og sjálfsagt átt að g era alveg út af við * Þjóðólf og öll eldri blöðin jafnframt. Og það hefur ekki verið farið neitt leynt með það. Það er því ekki aðeins blaðafjöldinn einn. sem kemur til greina í samkeppni þessara sfðustu ára, heldur stærð blaðanna og allt fyrirkomulag. Nú er varla nokkurt blað stofnað án þess að það sé á við meðalábreiðu að stærð, en hitt þykir gera minna til, þótt efnið sé að því skapi lélegra og hé- gómlegra, bara að pappírinn sé fylltur með ein- hverju. Og þá er emstöku menn þykjast ekki fær- ir um, að senda þessar ábreiður yfir landið, þá bindast menn samtökum til þess og leggja fé til. Eg hef opt verið að hugsa um, hvort það mundu nokkrar verulegar framfarir fólgnar í öllu þessu blaðafargani á síðustu árum, allri þessari prent- svertu, sem hrúgað hefur verið í fólkið, og mér hefur virzt, að svo væri alls ekki. Það væri auðvitað á- gætt, ef eitthvert nýtt blað væri svo úr garði gert,. að það skaraði að öllu leyti fram úr eldri blöðun- um, og gerði þau óþörf, því að þá væri það vafa- laust nytsamt blað, en enn sem komið er hefur eigi sú raunin á orðið. Það er ekki nóg, að eitt- hvað sé nýtt. Það verður að vera betra en hið gamla til að ryðja sér til rúms, þvf að „nýtt" og „ó- nýtt“ er einskisvirði. Eg skal taka það fram, að ummæli mfn um þetta efni verða að skiljast frá „almennu sjónar- miði“ en alls ekki sem neinn dómur um nýju blöð- in frá minni hdlfu. Hinir réttu málsaðilar til að- meta gildi nýju blaðanna í samanburði við hin gömlu eru auðvitað landsmenn sjálfir, kaupendur blaðanna. Og það er enginn efi á því, að allur þorri þeirra kann að meta það rétt. 5/,. '98. H. Þ. Eigandi og ábyrgðarmaður; HANNES ÞORSTEINSSON, cand. theol. Prcntsmiðja Dagskrár.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.