Þjóðólfur - 11.11.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.11.1898, Blaðsíða 3
2ri til stjömur, er vér aldrei fáum skyggnt.) Og samt sem áður kemur hún og knýr með hinni smáu ljósör sinni á plötu, sem efnafræðislega er undir það búin að bíða hennar og veita henni viðtöku. Og það er svo, að ljós hennar hefur verið á ferð í milljónir ára. Þegar það fór á stað, var jörðin eigi til, sú jörð sem nú er með mannkyni sínu; það var ekki ein einasta hugs- andi vera á vorri plánetu, heimur vor var á leið- inni að verða til; það getur hugsazt, að 1 frum- höfunum, sem léku um hnöttinn, áður en nokkru meginlandi skaut upp, hafi þá í skauti vatnanna verið að myndast frumskapningar, er smátt og smátt undirbjuggu framfarir (evolution) komandi alda. Þessi ljósmyndaplata kippir oss yfir í um- liðna sögu alheimsins. Meðan þessi Ijósgeisli, sem nú kemur fram á þessari plötu var á ferð- inni í geiminum, hefur öll saga jarðarinnar gerst, og í þeirrisögu er mannkynssagan ekki nema ein alda, eitt augnablik. Og á meðan sá tími hefur verið að líða, hefur og saga þessarar fjarlægu sólar, sem nú kemur fram á ljósmyndinni einnig gerst, ef til vill er hún fyrir löngu slokknuð -ef til vill er hún ekki lengur til. . . Þetta nýja auga, sem flytur oss þvert i gegn- um óendanlegleikann, hefur þannig um leið leitt í ljós tímabil úr eilifð, sem löngu er liðið. Óendanlegleiki! eilífð ! Stjörnufræðin nú á dögum kaffærir oss í henni, og kæfir oss ihenni. Hvernig eigum vér að fara að? Ef vér flýjum með hraða leiptursins, þá mundum vér þuria miljónir ára til þess að komast á þær stöðvar, þarsem þeir blika þessir fjarlægu heimar; en þó að vér værum komnir þangað, þá værum vér samt sem áður ekki komnir einu hænufeti nær endimörkum rúmsins, því að rúmið er takmarka- laust, og hvervetna í öllum áttum eru svo marg- ir heimar, svo margar sólir, er hver tekur við at annari, að ef vér létum ljósmyndaplötuna vera nógu lengi kyrra, mundi hún að siðustu verða -alþakin ljósum blettum, svo þéttum og saman- hangandi, að loks sæist eigi annað en skser ljós- himinn, því að alstaðar, hvert sem vér miðum sjóngeisla vorum, alstaðar er óendanlegur fjöldi sólna, sem hver tekur við af annari. Og vér lifum á einum af þessum hnöttum, einum af hinum lakari, einhversstaðar í hinum endalausa algeimi; ein af hinum óteljandi sólum lýsir oss innan takmarka sjóndeildarhrings, sem með sanni má líkja við hýði um silkiorm; oss eru allar frumorsakir ókunnar, vér erum dægur- flugur eins augnabliks, sköpum oss ímynd- aða mynd af heiminum, og sjáum annars þ>ví nær ekkert, erum svo smásálarlegir, að vér þykumst þekkja nokkuð til hlítar, ljúgum því jafnvel í sjálfa oss með sælli drambsemistilfinn- ingu, að vér drottnum yfir náttúrunni, drembi- látir af tómri ímyndun, sem vér látum eins og eigi sér verulegan stað. Vér höggvum sundur spurningarnar. Vér nefnum oss efnistrúarmenn, án þess að þekkja agnarögn af veruleik efnisins, andatrúendur, án þess að þekkja agnarögn af eðli andans; en innst i hjarta hverrar hugsandi veru býr efagirnin, af því að vér erum þess ó- máttugir að bera um nokkurn hlut. Þessi aumingja vesaldarhnöttur vor, er þ)ó enn of stór fyrir skilning vorn, því að vér höfum vakið upp hrepparíginn, og allt fyrirkomu- lag hinna ýmsu mannfélaga, sem skipizt hafa niður á hnöttinn, er byggt á vopnunum. Ó! Stjarnfræðingurinn vildi óska sér, að leiðtogar lýðsins, löggjafarnir, stjórnmálagarparn- ir hefðu tækifæri til að skoða uppdrátt himins- ins og skilja hann. Ef þeir skoðuðu hann f ró, niundi það vera mannkyninu gagnlegra en öll ræðuhöld stjórnmálagarpanna. Ef menn vissu, Eve smá jörðin er, hættu menn ef til vill, að hluta hana 1 sundur. Friðurinn mundi ríkja á jörðunni, auðlegð mannfélagsins mundi koma 1 stað hinnar fjáreyðandi, svívirðilegu og við- bjóðslegu hernaðar-vitfirringar, stjórnmála-flokk- drættirnir mundu hverfa og mannkynið mundi þá geta hafizt frjálst handa, lagt stund á al- heimsþekkinguna, á þekkinguna á náttúrunni og lifað í nautn skynsemdar-lífsins. En því miður! vér erum eigi svo langt komnir, og ljósmyndun- araugað mun afhjúpa margan himneskan leynd- ardóm, áður en mannsaugað lítur skynsemina og vísindin byggja ríki sitt á vorri litlu, veltandi kúlu. (Snúið úr La Lecture.) Tombólu heldur hið íslenzka Kvennfélag laugardags- kveldið 19 og sunnudagskveldið 20. þ. m. í Handiðnamannabúsinu. Ágóðinn gengur í sjóð félagsins. Þeir sem góðfúslega gefa muni á tombóluna eru beðnir að snúa sér til einhverrar af undirskrifuðum. Veðurátta hefur mátt heita ágæt það sem af er vetrinum, hægt frost og stillur nokkra daga um næstliðna helgi, en síðan úrkomur. Jörð nú alauð til sveita hér syðra. „Ve«ta“ (skipstj. Corfitzon) kom hingað norðan og vestan um land 5. þ. m. Hafði orð- ið 3 daga á eptir áætlun fra Skotlandi, sakir stór- viðurs, og komið auk þess við á 4 höfnum hér umfram áætlun: Hjalteyri, Dýraafirði, Arnarfirði og Patreksfirði. Með henni komu um 30 farþeg- ar, þar á meðal einn frá útlöndum (Englandi): Einar Benediktsson málaflutningsmaður. »Vesta« fór héðan til útlanda aðfaranóttina 9. þ. m., ogmeð henni P. Nielsen verzlunarstjóri frá Eyrarbakka, Brynjólfur Þorláksson landshöfðingjaskrifari, Ein- ar Helgason jarðyrkjufræðingur, Páll Snorrason verzlunarm. o. fl. Hefur »Vesta« hingað til siglt með sænskum fána, sem sænskt skip upphaflega, en eptirleiðis verður hún látin sigla undir merki sameinaða gufuskipaféglasins, og afleiðingin af þeirri breytingu verður sú, að hr. Corfitzon, sem er Svíi, verður ekki eptirleiðis skipstjóri hennar, því að til þess þyrfti hann að ganga undir danskt skip- stjórapróf. Munu margir sakna hr. Corfitaon's, því að hann hefur kynnt sig hér að lipurð og kurteisi við æðri sem lægri. Er því skarð hans á »Vestu« vandfyllt. PRÉDIKUN í BREIÐFJÖRÐSHÚSI á sunnudögum kl. 6V4 síðd. og á miðviku- dögum kl. 8 síðd. D. Östlund. Nýjar vörur, Nýjar vörur. með „Vesta“ í verzl. jEDINBORG*1 Hafnarstræti 12. Nýlenduvörudeildin: Kaffi, Export, Kandis, Melis, Púðursykur, Kartöflumél, Sago, Riis, Roel, Reyktóbak margar teg., Eldspíturnar þægilegu, Kerti stór og smá. Margar teg. tekex. Epli, Soya, Lax, Lemonade, Gingerale, Ginger Bier og Hudson's sápan, sem því miður ekki allir þekkja enn þá, hún er sú bezta til að þvo úr allskonar fatnaði, léreft, hendur, gólf, við, málaðan og ómálaðan, postulín, leir, silfur, hnífa og gafla og alskonar tau, sem ekki á að upplitast. Hudson’s sápan kostar aðeins IO aura pakkinn. Pakkhúsdeildin: Kartöflur, Bankabygg, Haframél, Flourmél, Rúgmél, Klofnar Baunir, Malað Bygg, Mais- mél, Overheadmél, Fálka-Margarinið bragð- góða og Baðlyfið bezta. Ásgeir Sigurðsson. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónasen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Þorbjörg Sveinsson. Katrtn Skúladóttir. Olafia Jónsdóttir. Ingibjötg Johnsson. Ingibjórg Bjarnason. Magnea Jóhannessen. Kristín Benediktsdóttir. Pálina Pálsdóttir. Kristín Sveinbjarnardóttir. Hólmfridur Rósenkranz. Sigþrúður Pi iðriksdóttir. María Kristjánsdóttit. Ingunn Hansdóttir. Ragnhildur Skúladóttir. Sigríðut Eiríksdóttir. Sigþrúður Guðmundsdóttir. Anna Pétursson. Anna Jakobsen. Sólrún Einksdóttir. Briet Bjarnhéðinsdóttir. Rannveig Felixsou. Helga Árnadóttir. Pálina Pálsdóttir. Guðrún Brynjólfsdóttir. Guðrún Pétursdóttir. Guðrún Sigurðardóttir. Guðleif Stefdnsdóttir. Ingunn Bjarnason. Jónina Hansen Guðlaug Jónsdóttir. Þbra Ólafsdóttir. Margrét Pálsdóttir. Agústa Magnúsdóttir. Ólafta Jóhannsdóttir. Kristin Thorlacius. Ný-komið í verzlun KJÖLATAU margar teg„ frá 0,55 til 1,10. LÍFSTYKKI 1,00, 1,15, r,95, 2.25, TVISTTAU 0,16, 0,22, 0,30. LEGGINGARBORÐAR, margar tegundir. REGNKÁPUR 18,50 19,00, 21,50, 24,50. LÉREPT í regnkápur mjög margar teg. FLANELETTE, hv. og mis!, 0,16, til 0,30 alinin. VASAKLÚTAR, hv. og misl. KRAGAR, flippar, húmbúg. FATAEFNI, flannel o. m. fl. Ásgeir Sigurðsson. Gísli Þorbjarnarson búfræðingur hefir alltaf til sö!u hús og jarðir. Hann tek ur að sér innköllun skulda. Hann tekur kort af húsum ög lóðum eptirmáli. Hittist bezt virka daga kl. 8—10 síðdegis í innsta húsinu við Laugaveg. Baðhúsið verður fyrst um sinn opið 3 daga í viku, sunnudaga, miðvikudaga og laugardaga. Þó geta þeir, sem æskja, fengið böð aðra daga, en þá verða þeir að biðja um þau daginn áður hjá. H. Ó Magnússyni, Austurstræti 6.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.