Þjóðólfur - 11.11.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.11.1898, Blaðsíða 2
210 Ríkisdagurinn danski er nú tekinn til starfa, en ekkert sögulegt hefur gerst enn þá; sama er að segja um stórþing Norðmanna. Á Frakklandi er Dreyfusmálið komið svo vel á veg, að líklega verður úr endurskoðun þess, þótt enn sé ekki úrskurður um það fallinn. Sumir segja, að Dreyfus muni þeg- ar á heimleið. Esterhazy er flúinn til Eng- iands, griðastað allra varmenna; segja menn, að Henry yfirliði, sá er drap sig i varðhald- inu, muni hafa sagt svo mikið af afreksverk- um hans, að hann hafi ekki séð sér fært, að vera kyr í París. Hann kvað ætla að gefa út bók um Ðreyfusmálið; vænta menn sér mikils hneykslis af því, en Esterhazy sagður að gera það mest í gróðraskyni. Ofan á all- ar æsingar, hefur svo komið almennt verk-, fall meðal verkmanna í París, er valdið hef- ur miklum óspektum, og er ekki séð fyrir endann á því enn. Hertoginn af Orleans hefur þegar feng- ið makleg málagjöld fyrir afskipti sín af Dreyfusmálinu, sem áður er á minnst. Stjórn Frakka hefur skipað svo fyrir, að hann skuli tekinn fastur, ef hann vogar sér yfir landa- mærin. Emil Zola er enn þá ekki kominn úr ferð sinni. í gær átti að selja við uppboð húsbúnað hans og listaverk, sem kvað vera mjög fémætt, til lúkningar á skaðabót þeirri (um 30,000 fr.), er hann hafði verið dæmd- ur til að greiða „skriptlærðu", spekingun- um, sem báru vitni móti honum í máli því, er hann á sínum tíma komst í, út af afskipt- um sínum af Dreyfusmálinu, fyrir meiðyrði hans gegn þeim. Vinir hans fengu þó upp- boðinu afstýrt þannig, að þeir undir eins buðu yfir 30,000 fr. í fyrsta gripinn, er seld- ur var. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari er nú Jagð- ur af stað í ferð sína til Jórsalaborgar; ætlar meðal annars ?ð vígja kirkju þá, er þar hef- ir verið reist fyrir protestantatrúarmenn; heldur hann fyrst til Konstantínopel á fund Tyrkjasoldáns vinar síns og svo þaðan áleið- is til Palestína. Páfinn í Róm, Leo XIII, sem veit, að keisarinn skoðar sig, sem eins- konar æzta biskup prótestanta þar eystra, hefur notað tækifærið til þess að staðfesta verndarréttindi Frakka yfir kristnum lýð í austurlöndum, Vilhjálmur II. tekið þetta ó- stinnt upp og hefnt sín með því að skipta um sendiherra við hirð páfans, en líklega verður gamli Leó ekki höggdofa við það. Nefnd sú, er skipuð hefur verið til þess að semja friðarskilmálana milli Bandamanna og Spánverja hefur nú byrjað fundi sína í París. Samningsmennirnir hafa komið sér saman um, að halda öllum umræðum leynd- um. Heyrzt hefur þó, að Bandamenn hafi gefið erindsrekum sínum heimild til að slíta umræðum, ef Spánverjar verði baldstýrugir. Eptir seinustu fréttum eru Ameríkumenn nú að taka við völdum á Kúba og Portorico. Morðið á Elisabetu Austurríkisdrottningu. hefur orðið til þess, að farið er að gera gangskör að því, að stemma stigu fyrir ó- bótaverkum anarkista*). Stjórn ítala hefur “) Eg held orðinu óbreyttu, af því að eg þekki ekki neitt íslenzkt orð, sem svarar til þess. Orðið, „óstjórnarlýður”, sem sumir nota, er epíir minni skoðun óskiljanlegt og óbrúkandi. Hvers vegna má ekki gefa orðum eins og „sósíalisti" og „anarkisti" borgararétt í íslenzku, eins og t. a. orðinu „pólitík", sem engum nú dettur 1 hug að úthýsa ? Höf. \ gengizt fyrir samtökum í þessa átt og öll stórveldin hafa lofað að vera með. Heyrzt hefur, að Karl konungur í Rúm- eníu hafi nýlega verið í hættu staddur, lík- lega af völdum anarkista, og í Ameríku hef- ur mágur Mac Kinley, forseta Bandaríkjanna, Georg Saxton að nafni verið skotinn (af kvennmanni?) á strætum úti í bæ þeim, er Cant- on heitir í Ohio. Á Kretu hefur það gerzt til tíðinda, að stórveldin, (að undanskildu Þýzkalandi og Austurríki) hafa 5. þ. m. skorað á Tyrkjasold- án að taka allan sinn herstyrk burt af einni innan 4 vikna, ætla ella að grípa til vopna. Tyrkinn nístir tönnum yfir kröfu þessari, en kva) ekki sjá sér annað fært, en að beygja sig fyrir ofureflinu. Það virðist þannig vera alvara stórveldanna, að fara að friða eyna og koma þar á reglubundinni stjórn. SMÁVEGIS. Dönsku blöðin birta langan lista yfir þá, sem leggja blóm og silfursveiga á kistu Lovísu drottníngar, og segja að enginn af þeim kosti undir 25 kr. en margir 200—300 kr. og þaðan af meira, einn jafnvel 700—800 kr. Þess hefir og verið getið, að íslenzkar konur í Danmörku sendi stóran og fallegan lyngsveig; af einstökum íslendingum hefir að eins verið nefnd frú E. Thorberg, landshöfðingjaekkja. Það er nú farið að gefa út rit þau, sem gamli Bismarck hafði samið á seinustu árum sínum um það, er drifið hafði á daga hans, meðan hann sat í valdasessi; hafa menn búizt við að fá ýmsar sögulegar ný- ungar frá þessu tímabili, en nú er sagt, að karlsauðurinn hafi setið furðanlega á sér og að lítið sé um persónulegar hnútur í þess- um ritum hans. Viðauki. Eptir síðustu fréttum, er borizt hafa hingað til Reykjavíkur í ensk- um blöðum, horfir ófriðvænlega millum Frakka og Englendinga suður í Sudan. Þar er bær, er Fashoda nefnist, og höfðu Frakk- ar kastað eign sinni á hann og landið þar umhverfis, en Englendinger þykjast eiga hið rétta tllkall til þess, og kröfðust afFrakk- astjórn, að hún kallaði liðsforingjann þar Marchand að nafni, heim og sveit hans, en Frakkastjórn neitaði. Höfðu Englendingar þá í hótunum nokkuð svo, og stóð við það er síðast fréttist. Líklegt er, að þetta semj- ist þó friðsamlega. En Frakkar eru hinir stæltustu og þykjast hvergi hræddir. Eitt blað þeirra („Eclair") fer meðal annars þeim orðum um þetta: „Það væri að vísu ósk- andi að samkomulag kæmist á um þetta, en Frakkland getur aldrei gengið að því að kveðja Marchand majór og félaga hans heim fráFashoda, og ef Stórbretaland ætlar að setja hnífinn á háls vorn með ógnunarorðum, þá er öllum samningum slitið, þá vill Frakk- land heldur leggja allt í sölurnar, en að gera sér þá minnkun að láta Stórbretaland kúga sig“. Hinsvegar farast enska blaðinu »Stand- ard» svo orð: „Áður en Frakkland hugsar til að leggja út í styrjöld við Stórbretaland, þá væri því nær að auka flota sinn um helming. Og þetta er alls ekki af drambi mælti. Vér höfum alls enga löngun til að sýna í verkinu yfirburði flota vors gagnvart Frökkum, en þetta er sannléikur". Auð- vitað hrökkva Frakkar ekki við Englending. um á sjónum, nema Rússar komi til aðst°ð- ar, en það telja menn tvísýnt. í einu skozku blaði frá 18. f. m. er þess getið, að fregnir hafi borizt til Vínar- borgar um stórkostlegt samsæri, er orðið hafi uppvíst. Hafi það átt að koma til leiðar stjórnarbyltingu í Bosníu og Hersegowínu, og gera þau lönd óháð Austurríkiskeisara. Getur blaðið þess, að Nikulás Svartfellinga- fursti hafi verið aðalhvatamaður þessarar hreyfingar. En uppreisnin strandaði á því, að Nikulás vildi fyrirfram láta skipa Dan- ilo son sinn stjórnanda í Bosníu, er hún væri laus, en æsingamaður sá í Bosníu, Spa- hitsch að nafni, er uppreisnina átti að hefja, vildi sjálfur verða landstjóri, og því fór allt út um þúfur og var Spahitsch varpað í fangelsi. Þar hefir hann játað allt. Vilhjálmur keisari var kominn til Mikla- garðs á Jórsalaferð sinni, er síðast fréttist, og fagnaði soldán honum forkunnar vel, eins og við mátti búast, því að Vilhjálmur er hinn bezti vinur „morðingjans mikla". Mikl* ar varúðarreglur og óvenjulegar hafði sold- án tekið til að vernda Hf vinar síns á þess- ari ferð, gagnvart árásum »anarkista« því að> menn komust á snoðir um, að þeir ætluðu að sæta þessu færi til að stytta keisaranum aldur. Jarðaríör Lovísu Danadrotningar fór fram í Hróarskeldu 15. f. m. með mjög mikilli viðhöfn, en af því að flestum lesend- um Þjóðólfs mun þykja Htt sögulegt, hverjir höfðingjar gengu næstir kistunni við greptr- unina eða í hverri röð, þá er slíkri upptaln- ingu alveg sleppt hér. Sient í september andaðist Michael Marius Ludovico Aagaard birkidómari og skrifari á Faney við vesturströnd Jótlands, fyrrum sýslumaður í Vestmannaeyjum, sam- fleytt 19 ár (1872—1891), Hann var á 60. aldursári (f. 30. jan. 1839). Ljósmyndan af himinhvolfinu. Eptir Camille Flammarion. (Niðurl.) Aldrei hefur enn þá, í gervallri menningar- sögu mannkynsins, verið eins í lófa lagt vald til þess að skyggnast inn í hyldýpi óendanlegleik- ans. Eptir hinar nýustu umbætur tekur ljós- myndanin greinilega mynd af hverri stjömu, hve langt sem hún er brottu, og hún festir hana á skjal, sem hver og einn getur skoðað eptir eigin vild. Hver veit, hvort eigi rekurein- hverntíma að því, að ný aðferð við ljósmyndan- ina af Venus og Marz leiði til þess, að láta oss- sjá ibúa þeirra! Og þetta magn er óendanlegt. Hugsum oss stjörnu af fimmtándu, sextándu og seytjándu stærð, sól eins og vora, sem er svo langt burtu frá oss, að ljósið þarf þúsundir, eftil vill miljónir ára til þess að komast til vor, þrátt fyrir sinn óheyrða flýti, — þrjú hundruð þúsund kilómeter á sekúndu — og þessi sól er í slík- um íjarska frá oss, að svo má heita, að ljós hennar aldrei geti til vor komizt. Aldrei mundi mannsaugað eptir eðli sínu hafa litið hana, aldr- ei mannsandinn haft grun um tilveru hennar, án þess að njóta aðstoðar hjá sjónauka-verkfærum vorrar aldar. Og þó er svo, að þetta daufaljós, sem svo langt er að komið, nægir til þess að láta sjá merki sín á efnafræðislega tilbúinni plötu, er svo geymir myndina óbreytilega. Og þessi stjarna getur verið af nítjándu eða tuttugustus stærð og þar yfir, svo smá, að aldrei mundi mannlegt auga fá litið hana, hvað volduga sjón- auka, sem það notaði, (því að það verða ávallt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.