Þjóðólfur - 29.11.1898, Side 1
ÞJÓÐÓLFIJR.
50. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 29. nóvember 1898.
Nr. 56.
Árbók
Fornleifafélagsins 1898
er nú komin út. Fylgirit hennar eru 2 rit-
gerðir eptir Daníel Bruun fornfræðing um
rannsóknir hans hér á landi, önnur á dönsku,
prentuð í Kaupmannahöfn, hin á íslenzku á-
samt mörgum myndum af ýmsum stöðum hér
á landi, bæjum, rústum o. fl. Er þetta allt
mikilsverður viðauki við Árbókina, og hef-
ur félagið orðið að verja allmiklu fé til út-
gáfunnar. Bókhlöðuverð Árbókarinnar með
þessu fylgiriti er 5 kr., en félagsmenn fá
hana fyrir 2 kr. árstillag, og ættu menn nú
að sæta tækifærinu og ganga drjúgum í fé-
lagið, þá er slík vildarkjör bjóðast, auk þess
sem menn jafnframt styrkja gott og þarf-
legt félag með því að gerast meðlimir þess.
Menn verja ekki öðrum 2 kr. betur.
í sjálfri árbókinni er stærsta ritgerðin
eptir Brynjólf Jónsson um eyðibýli í Land-
sveit, Rangárvallasvéit og Holtasveit. Er
hún fróðleg og allítarleg. Væri nauðsynja-
verk að láta greinda og kunnuga menn safna
skýrslum urn eyðibýli víðar á landinu, því að
það verður því erfiðara, sem lengur dregst,
því meir, sem þær sagnir fyrnast, sem við
eyðibýlin eru tengd, og ýms gömul örnefni,
gleymast smátt og smátt, svo að hin yngri
kynslóð verður jafnan fáfróðari og fáfróðari
um slíka hluti. En auðvitað er mjög hæp-
ið að byggja um of á sögusögnum manna,
að því er snertir þann tíma, þá er jarðirnar
hafa lagzt í auðn. ef langt er um liðið. I
ritgerð Brynjólfs getur það t. d. eigi verið
rétt, að Sandgil hafi eyðzt til fulls nálægt
1760, því að í jarðabók Árna Magnússonar
yfir Rangárvelli 1709, er sagt, að það hafi
lagzt í eyði af blástursandi, þá fyrir 19 ár-
um (þ. e. 1690), hús öll séu í burtu og tópt-
ir fullar af sandi, en túnið allt sandi kafið.
Er eigi sennilegt, að þar hafi byggzt aptur,
enda er eigi getið þar um neinn ábúanda á
18. öld, svo vér vitum. Hinn síðasti, sem
þar mun hafa "búið var Guðni Brandsson, (ekki
Bjarnason) föðurfaðir [ekki móðurfaðir) Guðna
Sigurðssonar á Geldingalæk. Þessar mis-
sagnir um Guðna í ritgerð Brynjólfs stafafrá
sögumanni hans. Guðni bjó í ÁrbæáRang-
árvöllum 1709 og býr þar enn 1729, kom-
inn á sjötugsaldur. Hann hefur því verið
ungur, er hann bjó í Sandgili fyrir 1690 og
sjálfsagt byrjað þar búskap, en flutt síðar
að Árbæ, þar í grennd. — Eigi er það rétt
tilgáta hjá Brynjólfi, að séra Guðmundur
Magnússon (síðast í Hrepphólum) hafi verið
aðstoðarprestur hjá séra Magnúsi Einarssyni
í Fljótshlíð, því að séra G. var prestvígður að
Kálfatjörn 1786, en hafði áður (að afloknu
háskólanámi 1772) búið embættislaus á KeLd-
um, Rauðnefsstöðum og Barkarstöðum, og
mun hann hafa verið þar síðast, áður en
hann flutti að Kálfatjörn, því að 1784 býr
Guðmundur Erlendsson á Keldum, og mun
því Keldnasel hafa lagzt í eyði um 1780.—-
Legsteinn sá í Klofakirkjugarði, er Brynjólf-
ur gat lesið á nöfnin: „Jon Magnusson og
Valgerður Guðmundsdóttir" mun eigi vera
eldri en frá síðari hluta næstliðinnar aldar,
því að hjón með þessum nöfnum bjuggu í
Klofa 1756, en eru látin fyrir 1784, og mun
steinn þessi eflaust reistur yfir þau.—Á einn
legsteininn í Gunnarsholtskirkjugarði hlýtur
Brynjólfur að hafa lesið skakkt á tveimstöð-
um. Hann hefur t. d. lesið „siera Grims Einars-
sonar", sem eigi getur verið rétt. Á steinin-
um hefur líklega staðið: „sgr." = signor, herra,
sem var mjög algengur titill á heldri bænd-
um, og Grímur þessi var bóndi, en eigi prest-
ur. Föðurmóðir hans var Solveig Einars-
dóttir (Grímssonar frá Möðruvöllum), sem
elzti legsteinninn frá Gunnarsholti er reistur
yfir (sbr. Árbókina). Svo getur það heldur
eigi verið rett lesið á legsteini Gríms, að
hann hafi andazt á JJ. aldursári 1671, því
að Solveig amma lians giptist 1607. Það
mun eiga að vera á 33. (fremur en 23.) ald-
ursári (í stað 73), enda sézt á legsteininum,
að Grímur hefur látizt á 2. hjónabandsári
sínu með Margrétu H. D. (þ. e. Halldórs-
dóttur prófasts í Hruna Daðasonar), Kristín
dóttir þeirra giptist séra Þorsteini Oddssyni
í Holti undir Eyjafjöllum. Þetta fólk er nfl.
allt fullkunnugt merkisfólk, og hefði því þurft
að setja skýringargrein um það. Viljum vér
skjóta þeirri bendingu til þeirra, er láta
prenta grafletur af legsteinum, að þeir láti
skýringar fýlgja um mennina, ef þeir eru
kunnir, svo að menn viti um, hvaða fólk sé
að ræða. Annars koma grafletur eigi að
fullum notum fyrir þá, er eigi þekkja til
mannanna. En sérstaklega verður að gæta
þess, að lesa rétt úr öllum tölum á legstein-
um, því að það er eigi ávallt víst, að leið-
réttur verði rangur lestur eptir öðrum heim-
ildum. Óhultast er að taka mót („Aftryk1)
af legsteinaletri, því að það er alhægt svo
allglöggt sé, með þeim tilfæringum, er menn
nú hafa, og þessi mót ættu svo að geymast
á Forngripasafninu, svo að menn hefðu að-
gang að þeim, því að flytja legsteinana sjálfa
hingað getur sjaldnast orðið um að ræða,
bæði sakir þyngsla og annars, enda öldung-
is óþarft, ef mótin eru geymd, og gerðar
allar nauðsynlegar ráðstafanir til, að legstein-
arnir séu varðir skemmdum, eigi hafðir í
gangstéttir o. s. frv., sem er svívirðilegur ó-
siður.
Þótt vér höfum í þessum fáu atriðum
gert athugasemdir við ritgerð Brynjólfs, þá
hnekkir það eigi gildi hennar að öðru leyti,
því að hún er yfirleitt vel og skipulega rit-
uð, og htfur margan fróðleik að geyma, eins
og flest, er höf. ritar.
Hinar aðrar ritgerðir í „Árbókinni" eru:
Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski
eptir dr. Finn Jónsson og smágrein eptir dr.
Jón Stefánssón í Lundúnum um leiði Guð-
rúnar Ósvífursdóttir á Helgafelli, er höf. gróf
í 1897 ásamt félaga sínnm Collingwood mál-
ara. Þykist dr. Jón hafa fundið líkur til, að
leiði þetta sé kvennmannsleiði frá öndverðri
11. öld, og þá helzt leiði Guðrúnar, með því
að munnmæli og sögusagnir kenni leiðið við
hana m. fl. Brot af tygilkníf(i) og stein með
fægðum flötum fundu þeir í gröfinni, en fátt
annað markvert, enda virtist svo sem áður
hefði verið grafið í leiðið líklega til fjár.
Síðast í Árbókinni er yfirlit yfir muni
þá, er forngripasafninu hafa bætzt 1897, fund-
arskýrsla og reikningur félagsins ásamt fé-
lagatali, uppdráttum af þingstöðum, Guðrún-
arleiði o. fl.
Heyásetning og horfellislög.
I ói.tölubl. »ísafoldar« hefur ritstjórinn birt
nýjan búnaðarbálk með fyrirsögninni »Heyásetn-
ings-óforsjálnin«. I grein þessari telur hann vist,
að markaðsleysið og hið rýra fjárverð verði þung
freisting fyrir sveitabændur til að setja meira á,
en góðu hófi gegnir og telur þeim mun nauð-
synlegra að brýna hið gagnstæða fyrir mönnum
»sem hinir heimslcingjarnir eru að mæla upp í
mönnum opinberlega skaðræðisóvandann, að setja
eingöngu, eða því sem nær eingöngu, á guðs
náð og gaddinn«.
Eg man ekki eptir, að eg nýlega hafi séð
nokkra grein í blöðum vorum eða annarsstaðar,
sem ræði um heyásetning aðra en grein mína í
«Þjóðólfi«. »Athugasemdir um landbúnað«.—En
hafi ritstjórinn dregið þær ályktanir út af þessari
grein minni, sem gefi honum tilefni til áður-
nefndra stóryrða, þá hefur hann lesið grein mína
of fljótlega, eða óskiljanlega misskilið hana. Hið
eina, sem eg vildi taka fram og tók fram, var
það, að nýju horfellislögin væru óhentug, fljót-
færnislega og illa hugsuð og gæti því ekki kom-
ið að þeim notum, sem til er ætlazt. En þetta
sjá allir, að er allt annað en að ráða mönnum
til að »setja eingöngu á guðs náð og gaddinn«.
Ritstjórinn getur annars sparað sér það ó-
mak, að brýna fyrir mönnum nauðsyn hyggi-
legrar ásetningar, hana viðurkenna allir, og hvað
sem ritstjórinn segir um þetta löndum sínum til
skammar og til að sverta þá í augum þeirra út-
lendinga, sem kynnu að líta í blað hans, þá get-
ur hver sem vill, sannfærst um það, að búnaður
vor hefur á þessari öld, einmitt í þessu atriði, tek-
ið ósegjanlega miklum framförum, í því tilliti eru
fellisárin fyr og nú vitni, sem ekki verður mót-
mælt. Hitt er annað mál, að í þessu sem öðru
hljóta að vera misjafnir sauðir í mörgu fé og svo
vitum við það, sem kunnugri erum í sveitunum
en ritstjórinn, að ýmsar kröggur, fátækt og skulda-
basl neyða menn tíðum út í ýmsa ófæru, ekki
síður hvað ásetning snertir en annað. Það er
enn sannfæring mín, að nýju horfellislögin séu ó-
hafandi, blátt áfram skaðleg og ættu sem fyrst
að nemast úr gildi og er hægt að færa langtum
fleiri rök að því, en gert er í áðurnefndri grein
minni, en eg áleit það nægja, sem þar er sagt.
Yfir höfuð er það álit mitt, að löggjafar- og
umboðsvaldið eigi sem minnst að láta til sín
taka t öllu því sem að eins snertir einstakling-
inn, dagleg störf hans og ráðlag. Þetta finnst