Þjóðólfur - 02.12.1898, Síða 1
ÞJOÐOLFUR
50, árg.
Reykjavík, föstudaginn 2. desember 1898.
Nr.
Til
kaupenda ÞJÓÐÓLFS.
Loksins er þó fengin nokkurnveginn á-
reiðanleg vissa fyrir því, að myndablaðið,
s«n átti að fylgja 50 ára afmælisblaði Þjóð-
°lfs komi frá Höfn með næstu ferð póst-
•skipsins (síðast í janúar). Útgefanda þykir
mjög leitt, að geta ekki látið -myndirnar
verða samferða afmælisblaðinu út um land,
en það verður svo að vera, og getur útgef-
andi ekki að því gert.
Nýir kaupendur
að næsta (51. árg.) Þjóðólfs 1899 eru beðn-
lr að gæta þess, að þeir fá í kaupbæti
þrjú sérprentuð sögusöfn
kjóðólfs (1895, 1896 og 1897) °S þar að
auki, ef þeir borga árganginn fyrir-
fram, hið skrautprentaða afmælisblað á-
samt myndunum, Og hafa þegar ýmsir nær-
sveitamenn notað sér þessi kostaboð. En
areiðanlegum útsölumönnum Þjóðólfs, eða
öðrum, er útgefandinn þekkir, verður þó
sent blaðið frá ársbyrjun 1899, ásamt sögu-
söfnum, afmælisblaði og myndum, þótt þeir
ekki borgi fyrirfram, heldur síðar á árinu t.
d. í gjalddaga.
Þetta boð stendur eigi lengur en
til
I. marz 1899, Og ættu menn þess vegna að
sæta því sem allra fyrst.
Fiskiveiðasamtök á Færeyjum.
í ritstjórnargrein í Þjóðólfi í haust (7.
°kt.) var stungið upp á því, að æskilegt
vseri, að íslenzkir skipaeigendur og útgerðar-
menn byndust í félagsskap innbyrðis, þannig
kraptarnir væru sameinaðir, svo að hér
Sseti myndazt einn öflugur fiskifloti með gufu-
skipum til milliflutninga fyrst um sinn og til
fiskiveiða síðar meir, þá er félaginu yxi fisk-
Ur um hrygg. Jafnframt var það tekið fram,
aö hið danska fiskveiðafélag „Dan“ mundi
fáanlegt til að ganga í þessi samtök. En
^tteðan hér er ekkert gert til að þoka máli
þessu áleiðis, hafa Færeyingar ekki verið að-
■Serðalausir. Skipstjóri þar á eyjunum, Jens
■^ndreasen að nafni, hefur nú þegar leitað
Samninga við ,Dan“ einmitt í þessa átt, að
því
er Færeyjar snertir, og er útlit fyrir, að
félagsskapurinn komist á fót. Skýrir blaðið
sklimmalætting« frá því (29. okt.) að hug-
Dlyndin sé að byrja á næsta vori á heilag-
fiskveiðum við ísland með einum gufubát og
fiskiskútum, og séu að minnsta kosti 14
Þeirra fi-á Færeyjum. Svo eiga 2 gufuskip
vera stöðugt í förum til að flytja fiskinn
jvjan á markaðinn, og fáist ekki nægur ís
r til að geyma fiskinn í, þá eiga gufu-
skipin að flytja hann með sér frá Englandi,
bæði til notkunar fyrir þau sjálf og hinn
sameiginlega fiskiflota, er veiðarnar stundar.
Er gerð ítarleg grein fyrir þar í blaðinu,
hvernig menn hugsi sér fyrirkomulagið og
virðist það vera hið hagfeldasta og vænlegt
til góðs árangurs. Heppnist þessitilráun nokk-
urnvéginn aðsumri, getur blaðið þess, að félag-
ið hafi í hyggju,að láta annaðmilliflutningaskip-
ið fara reglulegar ferðir milli Færeyja og
Aberdeen á Skotlandi næsta vetur, til að reyna
að selja á Skotlandi og Englandi nýjan \'etr-
arfisk frá Færeyjum, er markaðsgengur sé,
á sama hátt, eins og nýr fiskur er fluttur
frá Hjaltlandseyjum og Orkneyjum um það
leyti árs til Skotlands og Englands.
Þessi samtök Færeyinga og samband
við „Dan“, sýna, að þeir eru oss fremri í
forsjá og framkvæmdum, að því er fiskiveið-
ar snertir. Þeir sáu það undir eins og
ensku botnverplarnir fóru að skafa hjá
þeim botninn, að aðalatvinnuvegur þeirra —
fiskveiðarnar — var dauðadæmdur, ef eigi
væri skjótt við brugðið til að bjarga honum
við, og það hafa þeir einnig gert drengilega.
Þeir voru fljótir að sannfærast um það, að
eigi væri hyggilegt að halda gamla laginu
og leggja mesta stund á þorskveiðarnar,
heldur mundi ábatavænlegra að snúa meir
athygli sínu að öðrum fiskitegundum t. d.
heilagfiski og kola. Það hafa Færeyingar
lært af Englendingnum. En Islendingum
gengur allt lakar að skilja það. Þeir trúa á
þorskinn einan, ekkert annað en þorskinn,
trúa því ekki, að annar afli geti borgað sig
betur. Þorskurinn er ekki ófyrirsynju þjóð-
armerki íslendinga. Það er einhver andleg-
ur skyldleiki, ef svo mætti segja, sem marg-
ir landar vorir eru í við þorskinn. Ekki
skal því neitað, að hann hafi mörgum svöng-
um saðning veitt, og orðið sumum notadrjúg
féþúfa, en það heimilar ekki þá tröllatrú,
sem á honum er, að hann sé beztur fiskur
í sjó eða arðvænlegasti, þá er sannreyndin
er sú, að hann er harla lítils virði á heims-
markaðinum í samanburði við aðrar fiskiteg-
undir, sem þess vegna ætti að leggja meiri
stund á að afla en hans. Þetta ætti íslend-
ingum að skiljast úr þessu, einkum þá er
þeir hafa svo lengi séð, hvernig Englending-
ingar fylla heilan bát af þorski t. d. fyrir
eina whiskyflösku. Þeir mundu ekki gera
það, ef þeim þætti verðmæti þorsksins mik-
ið sem verzlunarvöru, en einmitt undir því
verðmæti er komið, hvort afurðir fiskveiðanna
verða miklar eða litlar.
Vér höfum gert þennan útúrdúr frá efn-
inu til þess að leiða athygli landa vorra að
því, að oss er bráðnauðsynlegt að breyta
um veiðiaðferð, ef sjávarútvegur vor á ekki
að fara alveg í hundana. Færeyingar eru
nú riðnir á vaðið í því, með félagsskap þeim,
er fyr var getið. Þeir hafa orðið skjótari
til. í „Dimmalætting" 5. f. m. ,pr borinn
57,
kvíðbogi fyrir því, að svo geti tarið, að ís-
lendingar skáki Færeyingum, ef vér kæm-
umst í félagsskap við »Dan«, eins og ráð-
gert sé(l) en blaðið hefur þar auðvitað ekk-
ert annað fyrir sér nema uppástunguna um
það í Þjóðólfi. Segir blaðið enn fremur, að
vér stöndum betur að vígi með síld tilbeitu
sakir frystihúsanna. En Færeyingar mega
vera alls óhræddir við samkeppni héðan,
líklega fyrst um sinn. Það gæti hugsazt, ef
þeim gengi vel, að vér þyrðum að ráðast í
eitthvað, en fyr naumast, hversu heppilegt
sem það kann að vera að bíða eptir því, að
aðrir komist á laggirnar.
Væri nógu rösklega viðbrugðið er ekki
óhugsandi að takast mætti fyrir einhverja öt-
ula útgerð.armenn vora, að komast í þennan
félagsskap með »Dan« og Færeyingum
þegar í upphafi, því að hann mun eigi svo
fastbundinn eða fullráðinn enn, að það væri
ekki unnt. Geti Færeyingar haft ágóða af
fiskiveiðum hér við land, svo langt í burtu
frá heimilum þeirra, þá ættum við að geta
það miklu fremur með jöfnum dugnaði. En
því er nú miður, að hann mun ekki jafn-
mikill hjá oss sem Færeyingum, þótt minnk-
un sé að játa það.
Þess skal loks. getið, að í »Dimmalætt-
ing«, sem jafnan hefur látið sér mjög annt
um fiskimál Færeyinga, er þýdd ritstjórnar-
grein- úr Þjóðólfi 30.|sept.: „Mikill ertu mun-
ur“, en í þeirri gtein er skýrt frá aðförum
ensku botnverplanna hér við land og
hversu árangurslaust sé að kvarta undan
þeim yfirgangi, að menn ættu heldur að
manna sig upp, hafa gufuskip til fiskiveiða
í stað seglskipa o. s. frv. Færeyingar hafa
nú sætt þungum búsifjum af þessum verpl-
um upp á síðkastið, en þeir hafa einnig lát-
ið sér það að kenningu verða. Sá er mun-
urinn, því að hvað gerum við?
Frá Noregi og Danmörku.
Ferðasöguágrip
Eptir
MATTH. JOCHUMSSON.
III.
Það eitt vil eg segja um þessa sýning
Norðmanna, að sérhver íslendingur með sál,
sem hana leit, las þar 1 einu andartaki miklu
fegri og fráhærri hetjusögu og sigurdrápu
um bræður vora, og jafnvel öll Norðurlönd,
en hann áður hafði heyrt eða grunað. Svo
máttug er sú tíð, sem vér lifum á og eptir-
látum börnum vorum, svo mikill máttur er
gefinn goðum vorum, þ. e. þeim meðulum,
sem menntun og kunnátta nú býður, og
svo eru þjóðirnar miklar og máttugar, þegar
þær upprísa og ganga í nýju líferni fyrfr
krapt sérstakrar köllunar! Eg stóð lengi
hrifinn á einum afviknum stað, einskonar