Þjóðólfur - 02.12.1898, Síða 2
226
hálfdimmum göngum í byggingunni. Eg heyrði
undurfagurt fornt orgelspil og sé kórinn og
háaltarið í Þrándheimsdómkirkju (meistaraleg
eptirstæling). HvíHkt heiiagt listaverk! og
hvílíkt Requiem, eða útfararsáimur yfir leiði
lands og lýðs, frá kristninnar Jmorgunstund í
Niðarósi, — yfir leiði Olafanna frægu og
alls stórmennis, guðsmannanna, spekinganna,
kappanna, einnig allra vorra fornu biskupa
og ótal öðlinga, sem í því musteri hófu sál
til himins og hrærðust í anda til hárra og
stórra hugsana og athafna. Allt annað varð
mér þá smátt; eg mundi draum Ólafs helga,
því þar var sálunni sýnt í helgumdraum yfir
láð og lög og lýða stríð, gegnum rúm og
tíð. — Menn sjá einatt ekki skóginn fyrir eik
um, laufi og limi. Svo er og mörgum, sem
koma á slíka sýningarstaði, þeir sjá ekki hið
mikla fyrir hinu marga, ekkí gull andansfyr-
ir glysi, flúri og fordild.
Hinar bráðu og stóru breytingar til fram-
sóknar, sem vísindaþekkingin veldur, allt þetta
flug-gan nútímans í uppgötvunum, samgöng-
um, viðskiptum og vélasmíði gerir þjóðirnar
ærðar og eins og „fullar af víni“ — ekki
andans, eins og við komu kristindómsins,
heldur materíunnar. Framfarirnar mynda eins
og stóra kesti, sem vísindin eða andinn hefur
kveikt í, en sá eldur er víða ósýnilegur enn,
enda blandast gamla „barlestin" (traditión-
irnar), fortíðararfur þjóðanna saman við og
fipar og tefur, eða þá varar við og heldur
til hófs. Hér er því allt fyrir flestum, eins
og reykur og glóð. Þeir sem horfa á tóm-
an reykinn, halda að þeir, séu á leiðinni nið-
ur á við, en hinir, sem logann sjá, trúa að
hann beri lífið til hæstu hæða. En aldrei
hafa öfgar lífsskoðananna fylkt sér eins fast
og freklega hverjar gegn annari. Nú þegar
allir sýnast trúa (að m. k. í verkinu) a3 „vís-
indin efii alla dáð“, hamast heilar þjóðir og
kirkjudeildir niðri í „barlestinni" — við að
binda menn aptur við helgiveldistrú horfinna
alda, innri-missiónskristindóm og allskonar
ofsatrú bókstafsins, byggðri á kenningum
forn- og miðalda, t. d. að hver bókstafur
bifl. sé innblásinn af guði, og r.ð vit manna
og hugsjónir sé synd og sérvizka. Og þess-
ar stefnur dáleiða ekki einungis kennimenn-
ina sjálfa, og þá einfeldninga, sem þeir uppala,
heldur og marga hálærða vitringa og þjóð-
skörunga, þó slíkir kunni betur hóf og mát,
og venjulega myndi milliliðina milli hinna
andvígustu, svo sem Gladstone gamli og Mann-
ing gerðu á Englandi. Vísinda- og vantrú-,
ar meginn drottnar einnig ofsi og öfgar, en
þó með meira hófi og hyggindum, og kem-
ur helzt fram á tvennan hátt, annaðhvort
eins og viðbjóður gegn heimsku og frekju
oftrúarmanna og hræsnara, ellegar sem alls-
konar draumórar og fardagaflan sjúkrar í-
myndunar; má þar nefna leynifélög nútím-
ans, trúna á anda framliðinna (Spiritismen)
og á allskonar töfra og tröllskap í tilverunni.
En gleðiríkt er það þeim, sem trúa á fram-
farir (Evolútion) mannkynsins, að andleg ver-
aldarskoðun og enda trú á guðsríkisboðskap
Krists, magnast og útbreiðist sýnilega nú
undir enda aldarinnar, enda helzt f hendur
við vaxandi skilning á hinu guðlega og sann-
ara í öðrum trúbrögðum. Materíu-fræði-
menn fækka en hinir svo nefndu »Pósitívistar«
fjölga f öllum löndum, en þeirra lífsskoðun
liggur miklu nær andlegri heimsskoðun, þar
sem guð er allt í öllu og hin ógurlega tví-
skipting (Dualismus) kemst síður að til að
ógna og’trufla. Komast þar miklu betur að hinar
stóru, alkunnu setningar postulans Páls: t. d.
»Af guði, frá honum og til hans eru allir
hlutir«. En nú muntu Þjóðólfur minn, fara
að halda að annaðhvort sé eg að verða Sól-
on íslandicus eða Sölvi Helgason, og skal
eg því aptur snúa við blaðinu.
Ljósálfarnir.
Dönsum við á sumriu
á dagglöðrandi
storkablágresi
og birkilaufi, —
stígum við loptblæinn
léttan hringdans
um bala lyng-gróna
brunum glaðir.
Dönsum við á votin
þar’s dagsól gefur
hlíðum grænkandi
hlýjan koss, —
leikum í laufskógi,
lautum brosandi,
flögrum syngjandi
í sólargeislum.
Dönsum við á haustin
á hrímkrystöllum,
þar’s geisli sígandi
sóla brotnar;
beð okkur búum,
á bleikum kvistum
og lyngi molnuðu,
við mánans ljós.
Dönsum við á vetrum
er dagur líður
þar’s brotna tunglgeislar
á björtu svelli.
— Sumar, vetur,
vor. og haust,
erum við síglaðir
sídansandi.
Kom þú með ástvin
árla’ á vorin
heim í hlíðina
heimkynni vort.
Við skulum dansa
við skulum syngja
Guðm.
ungum elskendum
ástar ljóð.
Kom þú á sumrin
sæll til fjalldala!
Hlustaðu’ á sönginn
við hólinn okkar;
— léttur sem ljúflingur,
ljúfur sem dalgolan
skal þinn hugur
í hæðir lyptast.
Kom þú á haustin
ef þú kvíðir vetri,
hélar vanga
og hár þín grána, —
við skulum vagga þér,
við skulum hvetja þig,
við skulum halla þér
að hjarta okkar!
Kom þú á vetri
er kólgur næða
ef þér finnst eyðilegt
allt og dimmt, —
við skulum kringum þig
kátir dansa,
létta þér sérhverja
sörgarstund!
En veiztu hvar okkar
er að leita?
Landið sagnauðga,
landið sægirta,
eyjan afskekkta,
aldna, heimsfræga:
„Eldgamla Isafold",
er okkar fóstra,
unnusta og móðir.
— Þangað áttu að leita
ef þig fýsir
at okkur gista!
Guðmundsson.
Feröaáaetlun gufuskipanna millum Kaup-
mannahafnar og. íslands 1899, kom nú með
»Laura« frá hinu sameinaða gufuskipafélagi. Er
áætlun þessi að sumu leyti hagkvæmari en hún
hefur verið þetta ár. Ferðirnar verða jafnmarg-
ar, 18 alls, og sömu skipiníförum (Laura8 ferð-
ir, Vesta 5, Thyra 3 og Bothnia eða annað svip-
að fólksflutningaskip 2 ferðir). Aðalbreytingin
er fólgin i því, að í stað »Thyru«, sem kom
hingað frá Kaupm.höfn 6. ágúst í sumar og fór
þá héðan norður og vestur um land, kemur nú
»Bothnia« hingað til Rvíkur frá Höfn 9. ágúst,
og fer héðan sunnan um land til Eskifjarðar
hinn 12., kemur hingað aptur umhverfis land
hinn 24., og svo beint til Hafnar hinn 28. s. m.
Er með þessu ráðin bót á versta galla áætlun-
arinnar þetta árið, þá er engin ferð féll héðan
frá Reykjavík beint til útlanda fulla 2 mánuði
frá 26. júlí til 25. sept. — Útlendir ferðamenn,
sem koma hingað nú með fyrri ferð »Botníu»
30. júní, geta nú ferðazt hér 2 mánuði og farið
aptur með sama skipi til útlanda 28. ágúst, og
getur það verið hentugt fyrir þá, er ætla að
dvelja hér sumarmánuðina. Önnur breyting er
sú, að burtfarartími gufuskipanna frá Reykjavík,
er nú fastákveðinn kl. 6 e. h. 1 stað kl. 1 á
nóttunni, eins og áður hefur tíðkazt, og er þessi
breyting til mikilla bóta og verulegra þæginda
fyrir bæjarbúa og alla afgreiðslu. — Ferðaáætl-
un strandferðabátanna næsta ár, er ekki komin
enn.
Veitt embætti. Skagafjarðarlæknishér-
að er veitt 8. f. m. Sigurði Pálssyni aukalækni
í Húnavatnssýslu austanverðri.
Skemmtiferð hingað til lands aru
Vestur-íslendingar að hugsa um að fara árið1
1900, margir saman. Það er nokkuð langt sfð-
an þessu máli var hreyft opinberlega þar vestra,
en nú virðist áhuginn á því orðinn lifandi, og;
þv( líklegt, að eitthvað verði úr þessu.
Mannalát. Fyrsta sunnudag í vetriokt. 23.
andaðist af barnsförum Sigríður SKúladóttir hús-
freyja að Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Hún var
dóttir Skúla Þorvarðarsonar fyrv. alþingismanns
að Berghyl, og giptist fyrir 7 árum Halli Guð-
mundssyni, bónda að Stóra-Fljóti. Hún var 31
árs að aldri, og lætur eptir sig 5 börn. Hún var
afbragð kvenna að dug og atorku og jafnframt.
hvers manns hugljúfi fyrir mannkosta sakir og
hjartagæzku.
30. okt. andaðist Þorsteinn Þorsteinsson bóndi
í Lambhúskoti í sömu sveit, hálfsjötugur að aldri,
vænn og vandaður maður. Hafði dauðinn þá
slitið 6. hvert hjónaband í Torfastaðaprestakalli
á rúmu misseri (9 af 54).
(M.)
Allar skuldir
fyrir I og II. árgang “Dagskrár" borgist til'
Kristjáns kauptnanns Þorgrímssonar í Reykja-
vík, sem hefur tekið að sér innheimtu á
þeim. —
Hinar útistandandi skuldir frá fyrri ár-
göngunum eru ekki seldar með blaðinu og
eru menn beðnir að aðgæta það, þá er þeir
gera skil fyrir III. árgangi til þess, sem nú
hefur blaöið.
Reykjavík 1. des. 1898.
Einar Benediktsson.
Laukur og Epli.
nýkomið í verzlun
Sturlu Jótissonar.
Ný cylinderúr úr silfri með gullrönd
U 20'kr., bændaúr (Landmandsur) 10
kr., brúkuð cylinder-úr úr silfri 10
kr., akkerisgangsúr, er ganga í 15 steinum
16 kr., brúkuð silfur-spinnilúr 5 kr., fallegar,
frakkneskar, gylltar úrfestar 1 kr. Allt er selt
gegn 2 ára tryggingu.
S. Rasmussen Sværtegade 7.
Kj'óbenhavn K.
Karlmannsskór fást hvergi eins ó-
dýrir og í verzlun-
Sturlu Jónssonar.
V ottorð.
í rúm 8 ár hefur kona mín þjáðst mjög
af brjóstveiki, taugaveiklun og slœmri melt-
ingu og hafði hún þessvegna reynt ýmisleg
meðul, en árangurslaust. Eg tók því að
reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír
hr. Valdemars Petersens i Friðriksh'ófn og
keypti eg því nokkrar flöskur hjá J. R. B.
Lefoli á Eyrarbakka. Og þegar hún hafði
brúkað tvær flöskur, tók henni að batna,
meltingin skánaði og taugarnar styrktust. Eg
get því af eigin reynslu mælt með bitter
þessum og er viss um, ef hún heldur áfram