Þjóðólfur - 06.01.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.01.1899, Blaðsíða 3
3 arkrapt, þó hún hefði fullan vilja til að framfylgja lögunum, og Heimdall þurfti ekki að óttast. Hann er ekki eins sjónskarpur, oins og nafnihans gamli með Gjallarhornið var hoyrnarhvass. Hér í sýslu er sauðfjárrækt aðalatvinnuvegur, en þar vill verða mörg búmannsraunin. Fjall- göngur eru dýrar, þvi leitarsvæðin eru víðlend; vantar menn opt margt „af fjalli". Þegar svo heim kemur, fækkar fénu bæði í hríðarbyljum og fyrir ýmsa kvilla. Nú í haust hefur bráðafár gert þegar óvenjulega víða vart við sig.enbólusetn- ingarefni ekki fáanlegt. Verzlun er fremui erfið bæði fyrir kaupfélags- menn og aðra. Að vísu varð kjötverð á Akureyri 18 aura pundið, og 16 aura í kroppum, sem vigt- uðu 32 pund, en vörur eru dýrar á móti; varla mun um peningaborgun að ræða. Ull og smjör í lágu verði. Ullin selst illa erlendis, og kaupmenn búast við skaða á kjötkaupum sínum, sem tæpast munu byggð á traustum vonum um hækkandi saltkjöts- verð erlendis. Kaupfélögin halda við horfið, og hefðu þau eigi sent út sauðfé á fæti, er hætt við að kjöt- verð hjá kaupmönnum hefði orðið lægra. Rjúpur hafa að góðum mun aukið gjaldeyri hjá mörgum manni í haust, Kaupfélag Þingey- inga seldi ofurlítið af vönduðu skilvindusmjöri á Englandi í sumar og heppnaðist sú tilraun vel. En vandhæfi er á því, að landsmenn spilli eigi þeim markaði, því Bretar firtast fljótt, ef þeir fá óvandaða vöru. Komi nú illa verkuð smjörsend- ing frá íslandi, meðan skriðið er ekki komið á, má búast við, að útséð sé um þann markað um langan tíma. í þessum mánuði eru menn sem tíðast að baða sauðfé, lækna hunda og hlýða horfellislög- unum í því að skoða búpening og heybirgðir. Það cr engin furða, þó hin stærri pólitlk liggi í dái á meðan á öllu þessu gengur. Það hefur ekki bært neitt á henni síðan menn kusu til Þingvallafundarins, ekki heyrzt stun né hósti, frekar en til Njáls forðum undir uxahúðinni. Ekki ■svo að skilja, að eg líki Þingeyingum við uxahúð, uei, öðru nær. Eg vil heldur ætla, að þeir hugsi sér að fara að dæmi bjarnarins, að sjúga löppina í hýðinu í vetur, og hrista svo duglega af sér xykið með vordögunum. Ýmsir eruað vísu að kvarta yfir horfellislög- unum, en ekki bólar á því, að menn búi sig und- ir að fá þeim breytt. Obúmannlegur þykir sá liður, að fella úr fuilri tíund kýr, sem bera snemma í október. Telja menn það skaðlítið, þó í heilum hreppi yrði engin kýr leigufær, eptir htn- um nýju lögum, ef beljurnar annars bera kálfa i heiminn og reynast vel. Hér skal samt eigi telja allt það, er menn finna að gerðum alþingis, það verður allt fúslega fiyrirgefið, sem þar þykir vanhugsað, ef næsta þing fylgir eindregið fram sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar, og biður ekki danskinn um stein fyr- ir brauð. Gráskeggur. Úr Vestur-Skaptafellssýslu (Mýrdal) er ritað 6. des. Héðan er fátt tíðinda, heilsa manna upp og niður, enda ekki að furða, þegar veikindi ganga þó þau séu'lengur viðvarandi, þar serri hér er ár eptir ár alveg læknislaust, og má því hver deyja drottni sínurn opt og einatt, að minnsta kosti fá- tækir menn; bæði er það, að ekki eru heimatök é. vetrardag að sækja Ólaf lækni á Stórólfshvoli Og svo er opt svo ástatt þar, að fleiri þar innan sýslu eru að vitja hans þá undir eins, svo að hon- um er ómögulegt að koma, þó að hann vildi, svo menn verða að fara erindisleysu öðru hverju en bæði er það, að lcngri vegur er austur á Síðu að vitja Bjarna læknis, sem þó mun vera jlæknir hér, (eða svo mun það vera talið að Mýrdalur eigi að fylgja hans umdæmi), enda mun hans aðeins hafa verið vitjað tvisvar eða þrisvar, síðan hann kom eða að jafnaði ekki einusinni á ári, og lítið verið leitað til hans með ráð, sem líklega stafar mest af fjarlægð, því mönnum mun þó kunnugt, að hanner optast að hitta heima. Héðan hefur opt verið beðið um lækni en allt árang- urslaust og útlit fyrir, að svo verði framvegis. Þó illt sé þá verður maður að sætta sig við það. Tíðarfarhefur verið mjög óstöðugt seinni hluta haustsins og ákaflega storma- og úrkomusamt;um miðjan fyrra mánuð gerði hér ákaflegt hafveður með svo miklum sjávargang, að elztu menn muna ekki eptir öðrum eins, tók þá út 4 róðrarbáta í Vík (úr svo nefndum Bás) og ráku á land aptur nokkru austar og brotnuðu í spón; nokkra daga var viðvarandi ofsastormur á hafútsunnan, þar á eptir gerði snjó og bleytu, gaddaði svo alt og hefir hér verið síðan viðast haglaust og er það of- snemmt að þurfa að taka allan fénað strax á fasta gjöf. Heyskoðun framfór hér og munu sumir hafa þótt illa staddir, aðrir nokkuð betri, en því nær enginn meira en vel fyrir sig. Lítið má heita að kveði hér að jarðabótum Mýr- dal, aðeins stöku menn, sem dálítið kveður að í því efni; þó mun það vera sá hluti sýslunnar, sem dálítið gerir i þá átt, aðrir hreppar sýslunnar sýnast ekki bera það við, eða ekki sem neitt heit- ir. Búskapur í allri sýslunni er í vondu horfi nú og talsverðri apturför; menn hafa hleypt sér í of- mikiðípöntunarfélagi, sem hér myndaðist,pantað og tekið meira, en þeir gátu borgað, söxkt svo félag- inu og sjálfum sér í skuldir, svo félagið verður nú að hætta eða sér sér ekki fært að halda áfram; mun þó félagið hafa heldur bætt vöruverð, enda mun verzlun J. P. T. Brydes í Vík vera fremur góð eða að mörgu leyti ekki lakari og að sumu betri en verzlanirnar á Eyrarbakka; en til að gera ný- breytni þá eru fjöldamargir að lofa vörum til kaupmanns eins í Reykjavík, sem sagt er að hafi gert út mann til aðferðast um alla Vestur-Skapta- fellssýslu til að fala ull á móti vörum; kvað hann lofa á útlendri og innlendri vöru betra verði en hér í Vík, en hvað mikið, eða um vörusendingar á milli og um allt fyiirkomulag á því er okkur alveg ókunnugt; ef þessiverzlunarviðskipti reynast engu betri en hér við verzlanina að kostnaði frá- dregnum,þá væru þau til einskis annars, en að verzlanin hér gæti því síður staðizt við að gefa gott verð næsta ár, því verzlunin yrði minni. Vegabætur eru hér mjög litlar í samanburði við umferðina, sem árlega eykst; vegir fara hér því ekkert batnandi, því aldrei er neitt gert nema það allra minnsta í hvert skipti, og rigmngar (sem óvíða munu vera eins miklar) og umferð eyðileggja svo veginn. Hvort leitað er eptir að fá til póst- vegarins úr landsjóði vita menn ekki, en hitt er víst að lítið er gert við hann, þó hann sé í köflum ófær að kalla má. Eyrarbakka 21. des. Hér er verið að leika „Skugga-Svein" og þykir takast allvel, sumar persónurnar mjög vel leiknar. Allskæð hestapest hefur gengið hér um mán- aðartíma og vita menn ekki, hvað veldur; drepizt h.ifa 7 eða 8 hross, flest eða öll 2—4 vetra. Magnús Einarsson dýralæknir er nú staddur hér, að rannsaka veikindin, og er sagt að hann sé enn í vafa um, hvort þau séu miltisbrandur eða eitt- hvað annað. I nótt var framinn þjófnaðurá Stokkseyri og stolið tveim hveitisekkjura, talsverðu af smjöri, rullu og einhverju dálitlu af peningum úr verzl- unarbúð Ásgeirs Sigurðssonar,(„Edinborg á Stokks- eyri„). Sagt er, að um kl. 10 í gærkveldi, hafi verzlunarstjóranum Jóni JónasSyni og fleiri verzl- unarmönnum sömu verzlunar, sem búa uppi á lopti yfir sölubúðinni, heyrzt vera gengið um niðri í búðinni eða jafnvel eitthvað detta niður, hafi þeir þá strax brugðið við og lýst með logandi Ijósi um öll húsin, en einskis orðið varir; en í morgun, er komið var á fætur, hafi útidyr á pakk- húsinu verið opnar, (en úr því er innangengt í sölubúðina) ýmsu umrótað og vegglampi brotinn í sölubúðinni. Talið er vfst, að fleiri en einn hafi framið verkið og látið loka sig inni og komizt út úr pakkhúsinu, sem aðeins hafi verið krækt aptur að innan, hveitisekkirnir og smjörið, sem hvarf, hafi naumast verið eins manns meðfæri. Veðurátta hefur verið afarstirð um há- tíðirnar, einkum síðan nýja árið hófst, fannkom- an feikimikil, en frost vægt. Austanpóstur, er lagði af stað héðan 3. þ. m. varð að snúa apt- ur sakir ófærðar, og lét smíða sér sleða til að draga póstflutninginn á, þar sem hestum yrði eigi komið við.— Norðan- og vestanpóstur lögðu af stað í fyrra dag, og mun þeim að líkindum sækjast ferðin seint, því að snjóþyngsli munu nú öllu meiri, en þá er mesf var í fyrra vetur (í mar.mánuði). Upsahlaup mikið kom hér inn á höfn- ina í næstliðinni viku, og hefur verið veitt ógrynni af honum í 4 vörpur. Upsi þessi er smár, en ljúffengasta fæða og ágætt skepnufóður. Tunnan seld á 1 kr.—1 kr. 50 a. Er þetta mik- ill fengur fyrir bæinn og mun verða mörgum fátæklingi til hjálpar. Þessi veiði er einnig ný- lunda fyrir Reykjavík, því að hér hefir aldrei upsi veiddur verið á þennan hátt. og hefur þó sjálfsagt verið hér nægur á hverju hausti. Má það kallast dæmalaust rænuleysi, að þetta hefur eigi fyrri reynt verið hér. Menn trúðu því fast- lega, að upsinn gengi að eins í Hafnarfjörð (I) en aldrei hingað. Nú sjá menn, að sú heimska hefur illa orðið sér til skammar. En svona er um margt fleira. Það eru mikil auðæfi í sjón- um hjá okkur, er vér höfum látið og látum enn ónotuð fyrir atfærzluleysi og ódugnað. Héðan af verður þó að minnsta kosti upsi veiddur hér á Reykjavíkurhöfn, og það er þó spor í áttina til annars fjölbreyttari veiðiskapar. Menn ættu eptirleiðis ekki að rígbinda sig við þorskinn ein- an, heldur fara nú að gera alvarlegar tilraunir til að veiða t, d. lax og silung hér úr sjónum ná- lægt landi, því að það er enginn vafi á, að það gæti borgað sig vel. Skemmtanir um hátíðirnar hafa verið fremur fábreytilegar í höfuðstaðnum í þetta sinn. Stúdentafélagið hélt veizlu á Þorláksmessu til dýrðar hinum heilaga Þorláki, og voru þar 2 kvæði flutt. Skólapiltar léku nokkur kvöld í jólaleyfinu og Hjálpræðisherinn hélt jólatréssam- komu fyrir böm éptir nýárið. Svo voru dans- leikir haldnir í ýmsum félögum öðru hvoru. Fyrirlestur um áfengl hélt Guðmund- ur Björnsson héraðslæknir á annan jóladag, og vargerðurgóðurrómur að. Fyrrihluti hans er nú þegar prentaður í læknaritinu. »Eir«, svo að menn geta kynnt sér hannþar. Ný blöð, 3 að tölu hafa nú lagt út á djúpið hér í bænum um nýárið. Merkast þeirra er mánaðarblaðið »EIR«, er þeir læknarnir dr. Jónassen, Guðmundur Magnússon og Guðm. Björnsson rita, en hr. Sigfús Eymundsson gefur út og var full þörf á slíku riti, því að það bætir úr brýnni nauðsyn, og mun því geta gert sér vonir um allmikla útbreiðslu utan læknastéttar- innar. Það fæst vitanlega eingöngu við heil- brigðismálefni. Þá er annað nýja blaðið, bún- aðarblað, er nefnist »PLÓGUR« og hr. Sigurð- ur Þórólfsson búfræðingur gefur út. Það á að koma út 8 sinnum á ári og kosta 75 a. Getur það og komið að einhverjum notum fyrir bænd- ur. Minnst þörf virðist vera á 3. blaðinu, er nefnist »FRÍKIRKJAN« og séra Lárus Hálldórs- son gefur út. Það er mánaðarblað á stærð við »Verði ljós«. Mun hr. D. Östlund einna helzt sjá um útgáfu þess hér. Trúlofuö eru hér í bænum: Þorleifur H. Bjarnason adjunkt við lærða skólann og ungfrú Adeline Rittershaus, dr. í germönskum fræðum 1 Zúrich, sú er dvaldi hér um tíma í haust. Hún er dóttir þýzka skáldsins Emils Rittershaus kaup- manns í Barmen, sem látinn er fyrir stuttu. — Einnig eru nýtrulofuð: Júlíus Jörgensen, stjúp- sonur Halbergs veitingamanns á »Hótel ísland« og ungfrú Petrea Halldórsdóttir frá Grund á Akra- nesi. Dáin er i Hafnarfirði aðfaranóttina 31. des. hús- frú Guðrún Svetnsdóttír (prests Skúlasonar síðastjað Kirkjubæ í Tungu) kona Ögmundar Sigurðssonar kennara við Flensborgarskólann, ung kona, vel að sér ger, og vel metin.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.