Þjóðólfur - 13.01.1899, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 13. janúar 1899.
Nr. 2.
Frá Noregi og Danrnörku.
Ferðasöguágrip
Eptir
MATTH. J0CHUM8S0N.
VII.
Frá Kristjanssand létum við út í dögun
og lentum í Friðrikshöfn á hádegi. Það er
allsnotur, nýr bær með 8— io þús. íbúa;
verzlar með trjávið, fisk, ostrur o. fl. Aðal-
prýði bæjarins er hin nýja, mikla höfn, hin
einasta nyrzt á Jótlandi. Þaðan lagði eg
jafnharðan af stað á járnbraut, fyrst alllanga
leið í vestur til Hjörungs (Hjörring). Er
það flatt land og svo allt norður um Vend-
ilskagann og vestur með öllum Limafirði. Er
það allmikið land og dável yrkt. Bóndi sat
bjá mér í vagninum, er bjó þar í Hjörungi
(héraðinu). Hann var vel búinn og vöxtu-
legur. Hann spurði mig margs af íslandi
og var vel heima í mörgu. Eg spurði, hve
margar kýr stærsti bóndinn í því amti ætti.
Hann svaraði: „400“. Hvað heitir sá herra?
spurði eg. Hann rétti mér nafnkort sitt og
stóð þar á „Behrenz“. Kom það þá upp,
að hann sjálfur var þessi Krösus; átti hann
og marga stórgarða, og var „herramaður".
Frá Hjörungi (bænum) snýr brautin í suður,
og fórum við skömmu síðar yfir brúna miklu
hjá Álaborg, yfir hið undarlega þrönga op
eða ós á Limafirði, sem er afarbreiður, þegar
vestar kemur og nú opinn til hafs gegnum
Lísbreið. Heitir enn Vendilsýsla allt fyrir
norðan Limaljörð, og 'Þjóða (Thy) þegar vestur
með honum kemur. Mjörs (Mors), er ey mikil
í miðjum firðinum. Álaborg virtist mér enn
vera með fornlegum brag, en ekki stóð eg
þar neitt við mér til gagns. Var komið
myrkur, þegar við náðum Hábrú við botninn
á Maríuakursfirði. Næsti viðkomustaður að
marki var Randarós, þar sem Goðn fellur í
fjörðinn. Loks náðum við Árósum. Þar fékk
eg beztu viðtökur hjá Sveinbirni kennara
Sveinbjarnarsyni (prests Hallgrímssonar) Og
Sigríði systur hans. Hann er kennari þar
við latínuskóla bæjarins, og í áliti fyrir lær-
dóm og list sína við kennslu. Kippir þeim
börnum í kyn með lipurð og hæfileika. Var
Sveinbj. nýkominn fra París; talar hann frönsku
hverjum manni betur, svo og fleiri tungur.
Þau systkin sýndu mér öll stórmerki bæjar-
ins. Dómkirkjan er mjög fögur innan, og
gotneskt listasmíði; turninn er heljarmikill
stöpull, en allluralegur og ekki í samhljóðan
við kirkjuna; þar hjá er klausturgarður forn,
og fleiri eru þar stórhýsi. Skipakvíar og
bryggjur eru þar miklar og dýrar, enda er
þaðan mest sigling og verzlun austan til á
landinu. Landið umhverfis er öldótt, snoturt
og frjótt, og skemmtiskógur hinn fegursti norð-
anvert við bæinn, sem Hrísskógur heitir.
Annars er lítið um fagra skóga á Jótlandi.
Fyrir 50 árum taldi bærinn vart 10 þús. í-
búa, nú nál. 50 þúsund; svo er um flesta
bæi, sem vel liggja við siglingum nú á dög-
um; stendur hafnarleysið nálega hvergi í
vegi, því menn smíða hafnir Og gera örugg-
ar, þar sem áður var hvert skip í veði, Af
hæðunum í Hrísskögi er útsýni hið inndæl-
asta í fögru -veðri yfir Stórabeltið, og er
Sámsey í því miðju og fleiri smærri eyjar.
Sámsey er h^ilt greifadæmi — 3 prestaköll.
12 mílur eru yfir beltið til Kalundborgar á
Sjálandi. Fór eg þar yfir í fögru veðri.
Kapteinninn komst að því, að eg var Islend-
ingur, og spurði mig um holdsveikisspftala
þeirra dr. Beyers, kvaðst hann hafa safnað
drjúgum fé þar „um borð" fyrir félagið —
„eiginlega samt fyrir þurfandi frændur á ís-
landi", sagði kapteinninn; hann benti mér
líka á matsalann, og sagði: „í honum átt-
uð þið líka vin, sem safnaði drjúgum". Kap-
teinn þessi var gamall maður, en bæði rösk-
legur og góðmannlegur. Við ýmsa aðra
hefdri Jóta talaði eg, og lá flestum vel orð
til lands vors. Er sem Dönum taki nú sár-
ara en áður til meðþegna sinna í hjálöndun-
urn, síðan þeir misstu öll sín hertogadæmi.
Svellur þeim mjög móður flestum, ef minnst
er á þjóðraunir landsins hinar miklu, er það
var limlest af hinu þýzka ofríki — ofan á
hinar voðalegu ófarir og manndráp. Sárast
bítur Dani missir Suður-Jótlands og finna því
næmara til niðurlægingarinnar, sem þeir forð-
um voru sigurþjóð, og metnaður liggur í
blóðinu, þó spaklátir séu að sjá. Hefur sú
þjóðareinkunn lengi fylgt þeim, að þeir eru
menn seinlátir, en drjúgir og opt beztir sein-
ast; sigursælir voru þeir og jafnan, ef þeir
höfðu dugandi herstjóra Gamall prestur
sagði mér þá þjóðsögu, að Vendilbúar og
Egðir eða Þilir í Noregi hefðu í fyrndinni
markað sér mót annað veifið og þreytt í-
þróttir og harðfengi. Hefðu Jótar optastfar-
ið halloka í fyrstu skorpunni, en að lyktum
hefði þó Jótinn orðið drjúgari. Þó kvað
hann ekki víst, hvort hin norska útgáfa sög-
unnar væri hinni dönsku samhljóða, enda
bæru sögur vorar þess vitni, að þar segði
Norðmenn frá en ekki Danir. Kannaðist
hann við söguna um Svoldarorustu og hrak-
yrði Ólafs konungs um Dani. Sýndust hon-
um þau orðin aéði hörð og ofmetnaðarfull
um þá sömu kynslóð, sem taldi Jóms-
víkinga sín börn og næstu ár á eptir lagði
margfalt voldugra land undir sig (England).
í Kalundborg steig eg strax í brautar-
vagninn og „súrraði" á stað til þeirrar háæru-
verðugu Hafnar. Lá leiðin yfir hálendisdrög
yfir til bæjarins Holbæk, og var alllöng leið,
og ekki þéttbyggð. Holbæk liggur við vík
úr ísafirði, sem skiptist í tvennt fyrir utan
Hornshéraðið; sást þar af hæðunum austur á
dökkbláar strendur og sveitir hinum megin.
Við hinn fjarðarbotninn liggur Hróiskelda,
auðþekkt, er farið er hjá, af hinni tígulegu
dómkirkju; er hún langfegurst til að sjá allra
kirkna í Danmörku; turnar hennar svo háir
og himinbornir, að bærinn eins og liggur á
grúfu fyrir þessu musteri drottins. Eptir
lítinn tíma þótti mér fara að fjölga húsin,
og rétt í somu svifum sé eg reyk og turna
fram undan. Gamla Höfn kom þarna alsköp-
uð! Alstaðar sá eg veifur á stöng; hugsaði
eg fyrst, að merin væru að fagna mér, enda
sat eg einn sér í vagni, eins og keisari; varð
eg heldur en ekki upp með mér, én spdrði
þó til vara karlbjálfa, sem stóð hjá mér, þeg-
ar eg ætlaði upp í vagninn, fyrir hverju
væri flaggað. »‘Ded ka’ eg slets inte si’«,
svaraði hann, en í því gellur maður við og
segir: »Saa De ved ikke, det er vor Dronn-
ings Födselsdag". Brá mér syo við þessi
orð, að siðan hefur mér ekki dottið í hug,
að skoða mig sem keisara! — Frá Kalund-
borg hafði eg sent syni mínum hraðboð unt
komu mína; tók hann á móti mér á stöð-
inni; vissi hann ekki af komu minni fyr en
1 tíma áður, og hugði mig horfinn heim til
íslands. Varð þar fagnaðarfundur. Atti
hann nú og að fylla mér skarð margra vina,
sem eg á fyrn árum átti í Höfn, en nú voru
flestallir liðnir undir lok. Yrði hér of langt
að minnast þeirra með nöfnum. En fleiri
en minn efnilegi Steingrímur tóku mér þó
vel í Höfn, ekki sízt mínir ungu lands-
menn á Garði og víðar; sýndu þeir mér mikla
ástúð og ærusemi, enda stórgladdi mína sá|,
að verða þess betur og betur áskynja, hve
marga efnilega og vel siðaða námsmenn ís-
land nú á í Kaupmannahöfn. Eg fékk leyfi
til hjá ljúfmenninu Larsen prófessor, að búa
hjá syni mínum á Garði. Veitti hann mér
það skjótt. Hann gætti þá reglu og bjó
þar inni, því að minn fornvinur Eiríkur Jóns-
son vice-prófastur la þá sjúkur; er hann nú
maður gamall og mjög fatlaður og farinn;
kona hans, frú Petrína. sem margir landar
þekkja líka að góðu einu, var og mjög las-
burða; en mjög fögnuðu þau mér vel, og
sál og hjarta var enn ungt í báðum,
Heiðurssamsæti.
Hinn 29.nóv. síðastl., var heiðurssamsæti haldið
að Yzta-Skálal \restureyjafjallahreppi. Höfðu nokkr-
ir hreppsbúar stofnið-til þess, til heiðursviðurkenn-
ingar við alþingismann og hreppstjóra Sigkvat
Arnason í Eyvindarholti á 75 ára afmæli hans.
Voru þar samankomnir nálega 30 manns, karlar
og konur. Nokkrir fleiri höfðu ætlað að taka
þátt í samsætinu, sem ekki gátu snúizt við því af
ýmsum ástæðum.
Samsætið hófst nál. kl. 3 e. hád. með því, að
próf. Kjartán Einarsson í Holti lýsti yfir, í hvaða
tilgangi menn væru hér samankomnir og las því
næst upp kvæði, sem ort hafði verið til heiðurs-
gestsins af einu af þjóðskáldum vorum. Kvæðið
var því næst sungið og er þannig: