Þjóðólfur - 13.01.1899, Blaðsíða 2
6
Þú reistir í æskunnar blóma hér bú,
En bráðfieygar stundirnar líða;
Og hniginn að aldri þú hjá oss ert nú
Og horfir til liðinna tíða:
Hve glatt er að líta yfir lífdaga skeið,
er Ijómaði brautin svo fögur og heið.
Á heimili þfnu með heiðri þú bjóst,
Sem höfðingi fornaldarinnar.
Hvað býlið þýtt prýkkaði, lýðum er ljóst;
Er lengi naut búsnilldar þinnar.
Þess lengi sjást menjar að lifðirðu hér,
Og lofstír þinn jörðin til framtíðar ber.
I sveitinni tyrirmynd fögur þú varst,
Og framfarabrautir þú ruddir,
Með öflugu þreki þú byrðarnar barst.
Og búnaðinn efldir og studdir.
Vor öndvegishöldur í öllu varst þú;
I öndvegi heiðurs því siturðu nú.
I héradi vannstu þér virðing og traust;
Með viturleik, framkvæmd og dáðum;
Þú almennings fylgis og ástsældar nauzt,
Og ætíð varst kvaddur að ráðum.
Með hógværð og stilling þú stýrðir um sjá.
Og stórsjóa skerjunum sneiddir þú hjá.
Á alpingi stóðst þú með öruggum móð,
Þú elskaðir landið hið fríða.
Þú öflugum skildi hélst æ fyrir þjóð
Og aldreii þreyttist að stríða.
Þú stóðst eins og bjarg, þegar hörðust var hríð,
Og hopaðir ekki með líðandi tíð.
Þú heimilis, sveitar og hérads og lands
Varst heiður og styrkur og prýði.
Þú foringi bœnda, vér knýtum þér krans,
Þú kominn ert senn heim úr stríði.
En sigrinum krýni þig konungur sá,
Er kraptana gaf þér, og treystir þú á.
Þá flutti Sigurður Einarsson barnakennari
heiðursgestinum „ávarp frá æskumönnum í Vest-
ur-Eyjafjallahreppi“, og afhenti honum það, á
þessa leið :
„Á hinum síðastliðnu 75 árum er margs að
minnast, og eitt af því mesta er það, að þú, vor
elskulegi æskuvinur fegraðir þau með Iffi þínu,
og framkoma þfn hefur fegrað það. En eitt hið
tegursta af framkomu þinni er það, að þú sýndir
það í verkinu, að þú unnir hinni fögru æslcu og
gerðist því frömuður þess, að lög voru sett um
það, að alþýðubörn fengju frekari fræðslu, en átt
hefði sér stað frá landnámstfð.
Vér leyfum oss því hér með, fyrir hönd alls
æskulýðs Islands, að færa þér hinar hjartanlegustu
þakkir fyrir starf þitt, um leið og vér þökkum
guði fyrir líf þitt, og biðjum hann að viðhalda
því lengi með sömu fegurð og nytsemi sem hingað
til“.
Heiðursgesturinn þakkaði með viðkværnum
og vel völdum orðum þann sóma, sem sér væri
sýndur, svo og fyrir það traust og þá almennings-
hylli, er hann hefði notið fyr og síðar og sem
hefði gert sér ljúft og ánægjulegt, að gegna störf-
um sínum í þarfir hreppsins. Viðvíkjandi ávarp-
inu gat hann þess, að það gleddi sig á gamals
aldri, að lögin frá 9. jan. 1880, væru nú farin að
bera heillaríkan ávöxt.
Að því loknu settust menn að kveldverði nál.
kl. 6.; var þá mælt fyrir minnum:
Kjartan prófastur Einarsson talaði fyrst fyrir minni
heiðursgestsins; tók hann það fram meðal annars,
hve vel og lengi hann hefði gegnt ýmsunfstörfum í
hreppsins þarfir, sem hreppsy'óri (32 ár), sátta-
semjari o. fl., svo og hve mikils góðs menn hefðu
notið af ráðum hans og tillögum, sem jafnan hefðu
þótt vel gefast og sem optast hefði verið leitað,
þegar einhvern vanda hefði að hendi borið. Þakk-
aði hann að sfðustu heiðursgestinum fyrir hið
langa og vel unna starf og óskaði, að hans mætti
enn lengi njóta við til heilla og heiðurs fyrir
hreppinn, héraðið og landið í heild sinni.
Jón Sveinbjörnsson bóndi á Ásólfs-Skála tal-
aði fyrir minni Önnu Þorvarðardóttur húsfrú heið-
ursgestsins, með fáum, en fagurlega völdum
orðum.
Fyrir minniíslands talaðiVigfús bóndiBergsteins-
son á Brúnum. Tók hann það fram, að frá því
fyrst hófust sögur af landinu og allt til þessa dags,
hefðu komiö fram ólíkar skoðanir á kostum þess
og löstum, það hefðu ætíð verið til þeir menn,
sem hefðu lastað landið og sagt, að hér væri ekki
lifandi, eina ráðið væri að flýja! En þessum
mönnum missýndist hraparlega, þeir kenndu land-
inu um það, sem þeim væri sjálfum að kenna.
Sannleikurinn væri það, að hér mætti lifa, ei
hyggilega væri að farið. Landið hljóti að eiga
fagra og góða framtíð fyrir höndum, og ef menn
sýni samheldni og félagsskap, þá muni það sann-
ast, að „Eyjan hvíta á sér enn vor“ og að hér
drýpur smjör af hverju strái. Lauk ræðunni
með þessum orðum skáldsins Stgr. Th. „Guð
styrki hvern frækinn og frjálsan mann“ o. s. frv.
Sigurður Einarsson barnakennari talaði fyrir
minni Rangárvallasýslu; rakti hann sögu héraðs-
ins frá landnámstfð. Það mundi hafa verið öðru-
vísi um að litast, þegar Ketill hængur kom hér
fyrst, þá hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls
og Qöru, en mannshöndin hafi gengið í lið með
náttúruöflunum að uppræta skógana og sæust þvf
lítil mót hinnar fornu fegurðar. Nú væru menn
fyrsl taTiir að leitast við að bæta það upp, sem
eyðilagt hefði verið á liðnum öldum og óskaði
ræðum., að sú viðleitni mætti verða að góðu gagni.
Þá minntist hann ýmsra ágætismanna, sem hér-
aðið hefði átt, svo sem Njáls, Gunnars á Hlíðar-
enda, Jóns Loptssonar í Odda, Sæmundar fróða
o. fl. Og enn ætti héraðið ýmsa ágætismenn og
þar á meðal þann, sem nú væri heiðursgestur
vor Eyfellinga. Lauk hann máli sínu með þeirri
ósk, að Rangárvallasýsla ætti jafnan marga slíka
(ágætismenn).
Þá mælti heiðursgesturinn tyrir minni Magn-
úsar Stephensens landshöfðingja, og gat þess með-
al annars, að staða landshöfðingjans væri marg-
fallt vandasamari, en nokkur önnur embættis-
staða hér á landi, og á ýmsan hátt mikið óþægi-
legri; landshöfðingi hlytiopt að vera í miklum vanda;
á aðra hliðina væri þjóðin og þingið, en stjórnin
á hina og þyrfti hann að taka tillit til hvortveggja,
en gæta þó jafnan sinnar eigin virðingar. Það
vantaði ekki, að M. St. hefði fengið ýmsar að-
finningar, síðan hann varð landsh., og tók t. d.
Skúlamálið; en hvað, sem því máli liði, og að
því slepptu, hefði landsh. áunnið sér sæmd og
virðingu fyrir margt í embættisstöðu sinni, og þar
á meðal það, hver bjargvættur hann hefði verið
ýmsra framfaramála vorra, svo sem brúarmála
og allra samgöngumála yfir hötuð o. m. fl., enda
væri það svo að sínu áliti, að sæti hans yrði vand-
fyllt, þegar hans missti við, og því vildi hann
óska, að vors núverandi landshöfðingja M. St.,
mætti sem lengst njóta við, sem æzta embættis-
manns landsins.
Því næst komu samsætismenn sér saman um,
að stofna sjóð til minningar um heiðursgestinn
og skutu þegar saman nokkrum krónum til að
byrja með, og skyldi heiðursg. ráða tilgangi sjóðs-
ins og skipulagi.
Síðan skemmtu menn sér með samræðum,
söng og dansi fram undir dag; fór það allt vel
fram og siðsamlega.
* * *
* * * * * *
Það getur verið, að menn séu ekki á eitt
sáttir um það, hvort undirbúningur og tilhögun
samsætisins hafi verið á þann hátt sem æskilegast
hefði verið,—um það getur sitt sýnst hverjum. —
En um það, að heiðursgesturinn hafi verið mak-
legur þess sóma, er honum var sýndur með sam-
sætinu, um fiad eru allir á einu máli, og sýna það
bezt þær góðu undirtektir, sem samskotin til
minningarsjóðsins hafa þegar fengið jafnt hjá fá-
tækum sem ríkum, og jafnframt er það gleðileg-
ur vottur þess, að alþýða er farin að skilja, hvað
slíkir ágætismenn eru uppbyggilegir fyrir land og
lýð, og hvað áríðandi er, að nafn þessara manna
geymist til lofsverðrar eptirbreytni fyrir alda og
óborna. Blessist og blómgist bændastétt íslands!
5. des. 1898.
Einn gestanna.
Skemmtistaður á Melunum,
Skemmtigarður og kirkjugarður eru tvær ó-
líkar hugmyndir, er eigi geta samrýmzt. En nú
er einmitt allmikil hreyflng hér í bænum um
það, hvort taka eigi lóð suður á Melunum und-
ir kirkjugarð e ð a skemmtigarð (leikvöll o. fl.).
Kirkjugarðurinn þykir orðinn oflítill, einkum sak-
ir þess, að aldrei er greptrað eptir neinni vissri
niðurröðun, eða neinni mælingu, eins og tíðk-
ast erlendis, heldur svona einhvernveginn af
handahófi og út í bláinn. Af því leiðir, að miklu
meira rúmi er eytt í kirkjugarðinum, en þörf er
á. Nú vilja stiptsyfirvöldin láta stækka kirkju-
garðinn suður á Melana, af því að þar geta þau
fengið lóð fyrir ekki neitt, i stað þess að kaupa
Melshúsalóðina, bæjarmegin víð kirkjugarðinn,
sem er miklu betri og þokkalegri greptrunar-
staður, af því að jarðvegurinn er þar miklu þurr-
ari. En sú lóð kostar auðvitað eitthvað. Allur
þorri bæjarbúa mun vera eða ætti að vera þvf
algerlega móthverfur, að stiptsyfirvöldin fái út-
mælda lóð undir kirkjugarð á Melunum, bæði
sakir þess, að annar hentugri staður mun fáan-
legur til þess — og einkum af því, að Melam-
ir eru eini bletturinn hér í grennd við bæ-
inn, sem getur komið til greina, að gerður yrði að
skemmtistað (Park) Reykjavíkurbæjar, og bæj-
arstjórnin má ekki vera svo þröngsýn, svo nagla-
leg liggur oss við að segja, að hún að ó þ ö r fu,.
að gamni sínu hreint og beint, geri þann blett
að dauðrareit, þar sem væntanlegur skemmti-
garður bæjarins ætti að vera. Hún hlýtur þó að
vita það, að í öllum siðuðum löndum er það
ekki að eins talin sjálfsögð prýði, heldur óhjá-
kvæmilegt lífsskilyrði hvers bæjar að hafa
eitthvert haglega skreytt, umgirt svæði, til
almennra skemmtana, þar sem bæjarbúar af
öllum stéttum geti dvalið sér til ánægju og hress-
ingar á helgidögum og tyllidögum. Slíkan garð
vantar Reykjavík tilfinnanlega. og það er ein-
mitt einhver slíkur skemmtistaður, er þeir menn
sakna mest, er einhverntíma hafa skroppið út
yfir pollinn, ogséð, hvað þar er gert til þæginda
og skemmtana fyrir fólkið á slíkum stöðum. —
Og þótt þetta yrði auðvitað í smáum stýl hérog
lítilsháttar fyrst um sinn, þá er vonandi, að eng-
ir skynsamir menn, sem hér eiga nokkru að
ráða í þessu bæjarfélagi, séu svo auðvirðilega
smásálarlegir, svo afstyrmislega aptur úr tíman-
um í öllum hugsunarhætti, að þeim geti ekkL
skilizt, að það sé hrein og bein skylda þeirra
að vinna að því af öllum mætti, að Reykjavík,
höfuðstaður landsins, staður, sem allir útlending-
ar dást að sakir náttúrufegurðarinnar, fái eitthvert
ofurlítið bæjarsnið á sig, og geti borið nafn með
réttu sem öndvegisbær landsins. £n þá verða
menn að leggja eitthvað í sölurnar til þess, og
það munu bæjarbúar gera, ef þeir fá þess ráðið
fyrir óskynsemi og skammsýni stjórnendanna. All-
ir, sem hafa einhvern snefil af trú á framtíð Reykja-
víkur verða að skipa sér saman og sporna harð-
lega gegn því, að stjórnendur þessa bæjar eða stipts-
yfirvöld eða hverju nafni sem þeir nefnast, geri
það glappaskot, að svipta bæinn hinum eina bletti,
sem um getur verið að ræða fyrir skemmtigarð og
setjaþar kirkjugarð. Vér erum þeirra skoðunar, —
með allri virðingu fyrir hinum dauðu — að hinir
lifandi eigi að vera dálítið rétthærri en þeir, og að
fyrst og fremst eigi að líta á hag bæjarins og þæg-
indi fyrir íbúa hans á komandi tíð, svo að Reykja-
vík verði það sem hún á að vera — landinu til
sóma en eigi til minnkunar, eða útlendingum til
hneykslis. Hér er um þýðingarmeira og alvar-
legra efni að ræða, en margur ætlar og munum
vér víkja nánar að því síðar, þá er það kemur í
ljós, hvernig bæjarbúar snúast við þessu máli, og
hvort þeir skilja það rétt. Vér vonum að svo
verði.
Samtök. Allir skósmiðir bæjarins, er
stunda skósmíði sem sjálfstæða iðn, en þeir eru
nál. 30 að tölu, hafa nú um nýárið bundizt f
félagsskap um að veita ekkert lán á skófatnaði
þeim, er þeir selja, — hvort heldur hann er til-