Þjóðólfur - 27.01.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.01.1899, Blaðsíða 2
14 Þú manst eftir högunum, hrauninu’ og gjánum þar hyldjúpa áin rann; þar áttum við heima á kotum í kring, en á kirkjusetrinu hann. Hann lék sér við okkur svo ljúfur og kátur —hann lék sér við hvern einn mann, og hvað hann var góður og lítillátur, það löngum var sagt um hann Þú manst, hvað hann kunni af söngvum og sögum og sagði skarplega frá, og hraunið var endalaus álfabyggð, sem opin við huga hans lá. Hann heyrt hefur aldrei allar þær sögur------ en einskonar dularmál talaði eldsteypta hraunið til hans, og það heillaði alla hans sál. Og allt þétta draumaland endursöng og í hverri hraunborg var dans, þá klukkurnar hringdu um kyrláta helgi frá kirkjunni’ hans föður hans. Hans trú á hið góða, hans gleði og von á góðlega enninu skein, og alstaðar heyrði hann um sig talað, sem aíbragðs gáfaðan svein. Svo skildi með okkur: — í skóla fór hann —hann skyldi hinn lærða veg; og þú fórst til sjóar;—en heima við hraunin og hyldjúpu gjárnar varð ég. I skólanum gekk honuin alt að óskum og áliti fékk hann þar náð, þeir kölluðu’ hann »góðan og gáfaðan« þar og gáfu’ honum seinast »láð«. Svo fannst honum, eins og ótal fleirum, að utan við hafsins rönd þar dagaði’ af hamingju, heiðri og frægð og það heillaði hann burtu af strönd. Eg segi’ ekki hót um það Hafnarlíf, þú hefur það sjálfur reynt; en það verður aldrei að eilífu sagt að allt sé þar flekklaust og hreint. Að lýsa því öllu sem allra minnst mun eflaust koma sér bezt; en þeim, sem er »góður og gáfaður« standa þar gildrurnar opnar mest. Og hver vill nú telja og tína saman hans tíu ára spor? Svo kom hann nú loksins sem, Kkandídat fhil« frá Kaupmannahöfn í vor. Og nú er hann allur annar, og ekkert likur og þá er þekktum við hann sem svolítinn svein er sagði’ okkur álfunum frá. Mér finnst hann sem lifandi liðinn og likbleikur svipur hans er og allur hans framgangur einungis vott um endalaust volæði ber. Og það hefur ei verið áfengið tómt, sem að hefur komizt hér, um ýmislegt annað — og verra — hans útlit nú vitni ber. Nú leikur hann ekki við aðra menn nei, öllum hann heldur sig frá, og nú á hann enga kunningja kæra í kotunum rétt þar hjá. Og hraunið er engin álfabyggð og aldrei hann heyrir þar dans; og klukkurnar honum til kvalar hringja frá kirkjunni’ hans föður hans. Hann leggur ekki með gleði í gröf, síns gráhærða fööur bein; og aldrei er lengur um hann talað sem afbragðs gáfaðan svein. Já — lifandi finnst mér hann liðinn og líkbleikuf svipur hans er, hans framkoma vitni um ekkert annað en endalaust vonleysi ber. Þú rnanst eftir högunum, hrauninu’ og gjánum þar hyldjúpa áin rann. og kannske við fréttum einn fagrán dag, að finnist þar örendur hann. Guðm. Magnússon. Landnám. (Niðurl) Sem dæmi þess, hve náttúran btður fram krapta sína á hentugum stað skal eg leyfa mér að benda á þessa staði hér í tveim næstu sveitum við Reykja- vík: Sunnan viðBleikdalsá, þar sem breiðast er undir- lendið á Kjalarnesi liggja mýraflákar allmiklir: Bakkaflóð, Arnarholtsmýrar og Hofstlóð (Hofs- hverfismýrar) Það eru graslendisilæmi ofanvert við bæina, sem standa í röð með sjónum. Mýrar þessar liggja allar í hægum halla, svo bæði er auðvelt að ná kyrstöðuvatni af þeim og þó unnt, að m. k. allvíða, að nota uppistöðu- eða tlóðvatn. Allar þessar mýrar mætti gera að ágætis engjum með áveitu úr Bleikdalsá, með réttu fyrirkomulagi og reglu- bundinni umhirðu. Hversu mikið ynnist við þetta, get eg eigi nú gert neina sennilega áætlun um, því eg hef ekki mælt landið, en fullyrða má, að áin gæti bætt mikið á 2. bundrað cngjadagsláttur með því að nota vatnið á- vfxl. En landið er sjálf- sagt enn stærra. Annað dæmið er Mosfellsvíðirinn. Þaö er nes állmikið (Tjaldanes) milli Köldukvíslar og Reykja- kvíslar, er tekur yfir allt Mosfellsdals undirlendið og tilheyrir jörðunum Mosfelli og Hrfsbrú, hinni fyrnefndu mikið meira. Öll miðja Yíðisins er smá- þýfið mýrlendi, en með ánum eru stórþýfðir móar. Halli er lítill, en vegna þess að árnar eru talsvert niðurskornar á báða vegu, er auðvelt að veita vatni af Víðinum. En báðar hinar fyrnefndu smáár má hæglega leiða yfir hann, og með lágum flóðgörðum, með svo sem 150—200 faðma millibili mætti koma landi þessu öllu undir tióðveitu, er á stuttum tíma mundi slétta það og gera að starungsengi. Heyskapur á Mosfelli er nú mest sóttur um langan og illan veg upp á Mosfellsheiði, og er jörðin þvf ákaflega „fólksfrek"; en við túnið og fram undan bæjarglugganum liggur efni í eins gott engi, eins og Elliðavatnsengjarnar, sem nú er fremar arðlltið land. Þriðja dætnið tek eg næst mér, dalverpið við Ulfarsá neðan frá Lambhagavaði oguppmóts við Reynisvatn og Kálfárkot. A þessu svæði liggur áin í „grafstokk" og er þvínær hallalaus, en að henni beggja vegna liggja þýfðar mýrar, tilheyrandi jörðunum Lambhaga, Kálfárkoti, Reynisvatni, Gröf og Keldum. Eru mýrarblettir þessir samtals nálægt 60 engjadagsláttur. Sem slægjulönd eru mýrar þessar mjög rýrar, þýfðar og þyrrnar, og mun fullmikið sagt að þær gefi af sér 130—150 hesta árlega (slegnar 2.—3. hvert ár) Vatnið í ánni er hið bezta áveituvatn, sem kostur er á, því áin fellur . úr allstóru stöðuvatni.1) — Með einni traustri stýflu í ánni við Lambhagavað mætti gera eitt flóð yfir alla þessa bletti, eða um 60 dagslátta engi, er vatnið þá á fám árum mundi gera að sléttum starengjum, er þornuðu svo að segja sam- dægurs, þegarvatninu væri hleypt af. Stýflugarður og nægilega traust flóðgátt (Sluse) járngátt geri eg ráð fyrir, að mundi kosta 6—700 kr., en sá kostnaður mundi fást meira en borgaður á einu án, eptir að engin væru komin í fulla rækt, en það yrði líklega eptir 5—6 ár. A jörðum þeim, sem hér eiga hlut að raáli, i) Þegar mikið slý eða grænka safnast í far- vegi vatns, er það vottur um, að í því sé mikið gróðrarmagn. núeru 4leiguliðarog einn sjálfseignarbóndi (áBeyn- isv.), allir fátækir, er því eigi geta framkvæmt verk þetta af eigin ramleik. Og líkt mun vera á- statt með ábúendur jarða þeirra, er í hlut eiga á hinum stöðunum. En legðust margir á eitt: eigend- ur jarðanna, ábúendurnir og búnaðarfélögin, þá eru hér nú ágæt tækifæri til að „nema lönd“ eins arðsöm og þó það væri út í Ameriku, og von um miklu vissari arð, en af þilskipaútgerð eða öðrum sjáfarafla. „Búnaðarfélag Suðuramtsins þyrftieigilengraaðfarameð vatnsveitingapeningana- frá bankastjórninni. A þessum þrem stöðum mætti með vatnsveitingum auka grasvöxtinn um 3000 hesta að minsta kosti (á 15—16 býlum), en rniklu víðar í þessum tveim sveitum rnætti gera veru- legar jarðabætur með vatnsveitingum, þó það liggi bezt við, sem hér er lýst. Hvergi gætu jarða- bótalánin komið betur niður en á svona stöðum- En þá vantar fyrst þekkingu og samtök hjá hlut- aðeigandi jarðaeigendum og ábúendum til að und- irbúa sig, láta skoða og gera áætlun um verkið, og sækja um lánið, og svo, er til sveitastjórnanna kemur, er hætt við að þröngsýni og tortryggni hamli þeim frá að greiða málinu þann veg $ framkvæmda, en reyna mætti þó þá leið, ef fé yrði veitt til slíkra lána framvegis. Eg hefi nú bent á þetta, en hefi því rniður ekki ástæður til að gera mikið annað eða meira emn, hversu sem það kvelur mig að sjá og vita svo góð lönd liggja ónumin. Leggi þeir sitt fratn, er betur mega, og eg vil gjarna verða með. Gröf í nóvember. 1898 Biörn Björnsson. Sjónleikar a Eyrarbakka. Kvennfélagið á Eyrarbakka hefur í vetur gengizt fyrir sjónleikium þar, og hefur nú horfið frá því, að sýna eingöngu þýdd leikrit, eins og áður hefur verið á Eyrarbakka; í vetur hefur ver- ið leikinn þar „Skugga-Sveinn" og hefur það sýnt sig, að það þóttu framfarir, því optast mun hafa- verið fullt hús, eða því sem næst, enda var félag- ið vel maklegt fyrir góða aðsókn og mikla pen- inga, því það er óhætt að segja, að það hefur vandað eptir föngum allan útbúnað, bæði þún- inga leikenda, sern þóttu góðir, eptir því, setn geta má sér til um búningaá þeim tíma, sem leikrit' ið á að sýna, (samt kann eg ekki við að sja »Astu« með nýja skautið, með koffur og í kirtn eptir nýjustu tízku í grasaferð „uppi á háfjalli“)r en — tjóldin, þau sýndust að vera — jafnvel vel máluð, þegar þess er gætt, að sá, sern það gerðt aðallega Guðm. Guðmundsson (bóksala), hefut enn ekki notið neinnar tilsagnar í þeirri list, en málaraefni eiga Eyrbekkingar þar, það er óhætt að fullyrða. Þá er að minnast á einstakar per' sónur. Sigurður í Dal (Br. Árnason) þótti takast jafnvel ágætlega og sömuleiðis Grasa-Gudda (Sol' veig Gísladóttir). Þá máminnastá Skugga-Svein (Guðm. Eelixson), hann er nú ekki allra meðfærr karlinn sá, og mjög vafasamt, hvort hægt er að leika hann, eins og höf. leikritsins ætlast til, Þ'^ vel og vandlega er gengið frá þeim pilti víða í ritinu, og þegar á allt það er litið virðist hann hafa tekizt framar öllum vonum, og furðanlefA hélt hann slnum „kyngikrapti" til enda, Þv' harðastur var hann seinast. Srúdentarnir báðit" Helgi (Guðm. Guðmundsson) og Grímur (J^n Vigfússon) þóttu báðir myndarlega leiknir). Sýslu maðurinn sjálfur (Gfsli Jónsson) þótti leikinj1 snyrtilega, en ungæðislegur nokkuð, þó það yre. ekki verulega að baga. Ástu er vafalaust vanu að Jeika, og sömuleiðis Ögmund og Harald, end* mun þessum persónum hafa lakast tekizt, og þú^* það einkum leiðinlegt, hve sjaldan maður sá n> eiginlega hlutverk Ástu koma í ljós á leiksviðinúr Gvendur var leikinn allvel og bænina sína Iff hann skemmtilega vitlaust. Eg minnist svo erí á fleiri persónur, en yfirleitt má segja, að leikur inn hafi tekizt furðanlega, og segi eg kvennfé'a? inu og leikendum að hafa þökk og heiður Ár^r viðvikið og »Hornafélagið« má hafa þökkog he' . ur fyrir þau kveldin, sem það hefur skemmtá m1 þátta. 5.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.