Þjóðólfur - 27.01.1899, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.01.1899, Blaðsíða 3
4 Eyrarbakka 15. jan. Nú er ágætur afli, þegar á sjó gefur og er ™ mjög vel stundað á Stokkseyri, en miklu miður hér, eins og vant er, utan vetrarvertíðar- 1Qnar og er þó synd að segja, að fólk hafi miklu annríki að gegna um þessar mundir. Einstöku ^ttn eru líka svo hyggnir að vilja ekki lána skip s*n upp á nokkra róðra og fyrir það sama verð- Ur niargur fátæklingurinn að sitja í landi og fara ^ ttis við björgina. Sannleikurinn er sá, að hér getur ekki heitið, að sjór sé stundaður nema á vetrarvertíðinni og Stokkseyringar eru miklubetri sJómenn en Eyrbekkingar yfirleitt, þó það eigi s^r auðvitað undantekningar. i’að lítur út fyrir, að menn verði að fara að ..hátta í björtu", heyrist sagt hér um þessar mund- lr> því steinolía fæst hvergi í verzlunum hér aust- anfjalls, það menn vita, og er það bagalegt svona Snemma á vetri. Hefur það og sjaldan hent Lefoliisverzlun fyr, að verða uppiskróppa með no-udsynjavöru, því eins og menn vita, hefur opt- ast lengst balað á henni með þær. Væri nú þörf h, að mannvinir þeir, sem sýnt hafa mestan ötul- 'eik sinn og ósérplægni í því, að sækja marga hestburði af brennivíni til Reykjavíkur á vetrum, ■°pt í afarillu veðri og ófærð, vildu nú snúa við blaðinu og flytja steinolíu á ankerum sínum, í staðinn fyrir brennivín, þó dýrmætt sé alltaf að eiga það, þegar eitthvað fæst í soðið úr sjónum. Ný Good-Templar stúka var stofnuð hér á fýjársdag og gera menn sér góðar vonir um hana, enda kvað hún fjölga meðlimum og vera 'skipuð mjög nýtum mönnum. „Skuggasveinn" og „Æfintýri á gönguför" hafa verið leikin hér öðruhvoru á vlxl í vetur, til hgóða fyrir hið alkunna góðgerðafélag, Kvenn- félagið og að hálfu leyti til ágóða fyrir Lúðrafé- 'agið og hefur verið gerður góður rómur að báð- nm sjónleikunum. Einnig voru þeir leiknir á •Stokkseyri í sama tilgangi, um síðustu helgi, í vörugeymsluhúsi hr. kaupm. Olafs Arnasonar og voru vel sóttir. Hafa leikendurnir gert mikið Orð á því, hve hr. Olafur Arnason og kona hans frú Margrét Árnason hafi tekið sér vel og verið rS þeim hjálpleg með allt, sem þá vantaði og enga borgun tekið fyrir húsið og fleira, er þeir þurftu að fá lánað hjá þeim. Hjón þessi fá almennings lof fyrir lipurð slna við alla, æðri og lægri, og láta sér annt um að styrkja hverskonar gott og þarflegt málefni og eru laus við sýtingssemi og smásálarskap. Aptur á móti höfðu einhveijir sýnt leikendum smá ónot, svo sem að kæra þá fyrir að hafa tekið upp á því að leika þar aust- urfrá, en haldið er að minna hafi orðið um ár- angurinn af því, en til var ætlazt. Taugaveiki kvað vera í þrem mönnum á Stokkseyri eða þar í grennd' og læknir hefur bannað samgöngur við þau heimili, sem veikin er á, og kennslu í barnaskólanum þar um tíma. I dag dó úr lungnabólgu Sigurður bóndi Eyjólfsson á Kaðlastöðum -'ið Stokkseyri, 65 ára gamall, mjög heppinn sjósóknari um langan tíma á fyrri árum, mesta ljúfmenni og ráðvandur mað- ur. Hann var giptur eptirlifandi ekkju sinni, Þóru Jónsdóttur frá Oseyrarnesi og bjuggu þau saman á Kaðlastöðum í full 30 ár, þau eignuðust 4börn og eru 3 þeirra á lífi, öll uppkomin og mann- vænleg. Mannalát. í Austur-Landeyjum létust 2 merkii bænd- ur síðastl. haust: Markús Þórðarson á Lágafelli 31. okt. og Guðmundur Guðmundsson frá Hallgeirs- ey, er lengi bjó á Voðmúlastöðum og Kirkjulandi. Hann lézt 1. nóv. úr lungnabólgu, 65 ára gamall talinn „einhver hinn læknisfróðasti ólærðra manna þar í sýslu, og hjálpaði opt og vel bæðimönnum og skepnutn“. Látinn er 23. þ. m. Björn Jóhantisson bóndi á Þúfu í Ölfusi, eptir langa legu. Þrein dögum áður ándaðist systir hans Anna Jóhannsdóttir ekkja Gísla heit. Hannessonar, er bjó á Kotferju. Hér í bænum andaðist í gær Jóhannes Han- sen kaupmaður, eptir þunga og langá legu, rúml. fertugur að aldri. Hann var danskur að ætt, en hafði alið mestan aldur sinn hér á landi. Var lengi verzlunarstjóri fyrir H. Th. A. Thomsen kaupmann hér í bænum, og gat sér almennings- lof fyrir lipurð, dánumennsku og drenglyndií við- skiptum. Hann var kvæntur og á mörg börn á lífi. Almennur safnaðarfundur, mjög fjölsótt- ur, var haldinn hér í bænum 24. þ. m. til að ræða um nýtt kirkjugarðstæði, er kirkjustjórnin vildi fá suður á Melunum, eins og skýrt var frá í 2. tölubl. þessa blaðs. Eins og vænta mátti voru allir á einu máli um, að kirkjugarðstæði þar suðurfrá væri öldungis óhæfilegt, bæði sökum vatnsaga í jarðveginum mestin hluta ársins o. fl., og var í einu híjóði skorað á kirkjustjórnina að útvega annan hentugri stað. Var í umræðunum skýrt tekið fram, að Melshúsalóðin væri lang heppileg- astur og langbeztur staður fyrir grafreit, eins og vikið var á í Þjóðólfi. Samkvæmt þessum úrslitum mun bæjarstjórnin synja kirkjustjórninni um kirkju- garðstæði á Melunum, svo að þessi flugamunþann- ig dauð, og Melarnir því lausir til annarar notk- unar fyrir bæjarfélagið í framtíðinni. Munu fá- ir vera samdóma einum bæjarfulltrúanum (dr. J. Jónassen) um það, að þar sé svo „hryllilega ljótt(!)« að staðurinn sé meðal annars fess vegna óhæfur fyrir kirkjugarð, þá er allir vita, að útsýni er það- an hið fegursta í allar áttir. F rá þeirri hlið skoðað eru Melarnirhið ákjósanlegastaskemmtigarðsstæði, auðvitað með nokkrum tilkostnaði, en tiltölulega þó margfalt minni, en til þess þyrfti að gera þar viðunanlegan kirkjugarð.Þar er sinn háttur á hvoru. 5 Nýja Öldln«, blaðið, sem stofnað var eptir þinglausnir 1897, sællar minningar, er nú að kveðja, eptir i'/4 árs útivist, og munu flestir segja henni að »fara í friði«, En hún kvað eiga að endurfæðast í alþýðlegu tímariti, og er von- andi, að nokkrar arkir af þvl verði að minnsta kosti prentaðar fyrir næsta þing, sem sýnishorn handa fulltrúum þjóðarinnar. tsiand var og í þann veginn að taka andvörpin nú um áramótin, en nokkrir »brjóstgóðir menn« hafa lagt á það líkn- arlófana í bráðina, svo að það á fyrst um sinn að korna út að eins einu sinni í hálfum mánuði og í nokkru minna broti en fyr. En hvað sem segja má um það blað og ritstjóra þess, þá er það ekki neitt sérlega göfugmannlegt, að sparka 1 keppinaut sinn, er hann liggur flatur í fjörbrotunum, á þann hátt, sem »Isafold« hcfur gert það. 4 Hann er ef til vill veikur — eða ef til vill dauður" sagði hún hægt ■°g andvarpaði þungan. „Er langt síðan að þú hefur frétt af honum?“ „Já, það er mjög langt síðan". „Þá býr hann víst langt í burtu héðan?“. „Já, í Bischafrode". „I Bischafrode!" kallaði Arnaldur upp'yfir sig, „þar hef eg ktuð í fjórar vikur og þekki hvert mannsbarn i bænum“. „Hvað heitir hann “ ? „Henrik — Henrik Vallgutt", sagði stúlkan, hann er son- 'Ur skólameistarans í Bischafrode". „Nei!“, sagði Arnold, „eg heimsótti skólameistarann á hverj- úm degi, en hann hét Burlitig, eg veit ekki af neinum í bænum Sem heitir Vallgutt". „Hvernig getið þér þekkt alla menn í bænum"? sagði stúlk- atl með glettnislegu brosi, sem fór henni enn betur, heldur en ^ryggðarsvipurinn áður. „En frá Bischafrode geta menn gengið hingað á tveim eða Þrem klukkustundum". „Og þó kemur hann ekki, þótt hann hafi lofað mér því sbátt og stöðugt" sagði stúlkan og andvarpaði. „En hann kemur víst" sagði Arnaldur til þess að hugga ^afia, »því ef hann hefur lofað þér því, þá hlyti hann að hafa sí:einhjarta, ef hann efndi það ekki — og Hinrik þinn hefur það vfst ekki.“ »Nei«, sagði stúlkan, »en nú þori eg ekki að bíða lengur ePtir honum, því eg a að vera heima við miðdegismatinn, ann- ars ávítar faðir minn mig«. »Hvar býr þú«? Þorpiö horfna. Eptir Fr. Gerstdcker. Haustið 188— gekk ungur maður, glaður og kátur, með liðsmaunatösku á bakinu og staf í hendinni, í hægðuin sínum eptir akveginum, sem liggur á milli Marisfeld og YVichelhausen. Það þurfti ekki annað en að líta á hánn til þess að sjá, að hann var ekki iðnaðarpiltur, sem flakkáði um til þess að leita atvinnu, því að allt bar vott um, að hann væri listamaður. Uppmjói hattuánn hans, langa bjarta hárið, rnikla skeggið, og jafnvel flauelsjakkinn, sem var töluvert slitinn, skýrði frá því, að hann væri listamaður. Hann hafði hneppt frá séi jakk- anum, svo að það sást inn á hvíta, laglega skyrtu, sem var bundin saman með svörtum silkiklút, með stórri borðalykkju á. Þegar hann var farinn að nálgast Marisfeld, var hringt til tíða, svo að hann staðnæmdist, hallaðist fram á staf sinn og hlust- aði á klukknahljóminn, sem ómaði svo fagurlega í blíðviðrinu. Það var nú hætt að hringja, en þó stóð hann þarna kyr og horfði hugfanginn upp til tjallanna; hugsanir hans dvöldu við hið litla og vingjarnlega þorp, heima hjá móður hans og systrum og það komu ósjálfrátt tár fram í augu hans. En hinn glaðværi hugur hans gat ekki lengi dvalið við daprar hugsanir; hann tók brosandi af sér hattinn og heilsaði með hjartanlegu brosi í áttina til heimkynnis síns; síðan þreif hann stafinn og hélt hratt áfram eptir þjóðveginum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.