Þjóðólfur - 03.02.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.02.1899, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. febrúar 1899. Nr. 6. Um notkun skóga eptir Helga Jónsson. Menn munu ef til vill segja' sem svo, að það sé að bera íf bakkafullan lækinn, að fara enn þá einusinni að skrifa um notkun skóganna. Eigi er því þó svo varið. Þrátt fyr- ir hinar mörgu ritgerðir, * er ^birzt^'hafa JjJí blöðum og tímaritum um skóga*og skógar- högg, er full nauðsyn á að skýrajþaðjmál frekar fyrir alþýðu. Aðalatriðið er, að alþýð- an fái svo ljósa þekkingu á málinu, að hún geti skilið það frá rótum og^sjálf kveðið á um, hvort nauðsynlegt sé að hlífa skógunum eða ekki, og hvort jafn nauðsynlegt sé að hlífa öllum skógum. Það sem áður"r,hefur verið ritað um skóganáj hefur auðvitað haft nokkur áhrif. Sæmundur Eyjólfsson skrifaði allítarlega um þá. Auk þess að hann tók fram, hvílíkt tjón það er fyrir landið, að skóg- arnir eyðast, hlífðist hann jafnvel þekki |,við að nefna einstaka menn, er eigi höfðu spar- að skógana, og hefur það auðvitað™ haft nokkra þýðingu. Það mun vera almennt álitið, að með- ferð skóga hafi farið stórum batnandi ' hina síðustu áratugi. Mun það sennilega að nokkru leyti stafa frá því, að menn vilji hlífa skóg- unum. Að minni hyggju er aðalástæðan til þess sú, að skógarnir eru nú svo tilþurð- ar gengnir, að það borgar sig;ekki að nota þá svo mjög sem áður, og að hin almenna þörf á að höggva skóginn er minni nú en .áður. Aður var skógurinn almennt notaður til kolagerðar, bygginga, eldsneytis og fjár- beitar. Nú er hann minna notaður til bygg- inga, en til eldsneytis og fjárbeitar er hann mjög notaður enn. Kolagerð. Áður var skógurinn mjög notaður til kolagerðar. Má sjá þess ljósan vott enn þann dag í dag víða á landinu, bæði þar sem skógur er og þar sem skógur er nýlega eyddur. Merkin, er sýna það, eru hinar mörgu kolagrafir, er sjást hingað og þangað opt í þéttum hnöppum hver við aðra. Það er líka deginum Ijósara, að það hefur ekki verið neitt smáræði af kolum, er þurfti til að dengja við alla ljái landsins. Það er því ekki að furða sig á, að skógarnir hafa gengið til þurðar. Maður gæti heldur furð- að sig á, að nokkuð skuli vera eptir. Þegar menn lögðu niður íslenzku ljáina og tóku »ensku« ljáina (Torfaljáina) hvarf hin almenna þörf á viðarkolutn. Eptir það hafa því skóg- arnir verið höggnir minna. Ef ekki hefði verið skipt um ljái er jafnvel líklegt, að nu væri enginn skógur til í landinu; á því sá maður, er því kom til leiðar, mikla þökk skilið. Raptskógur. Áður voru skógar mjög höggnir til bygginga; peningshús voru að miklu leyti rept með birkiröptum. Nú er slíkt með öllu horfið, því skógarnir eru orðn- ir svo smávaxnir, að ekki getur verið að tala um að höggva þá til raptviðar. Tróð. Að höggva skóg til að tróða með hús hefur verið og er almennt enn þá. í tróð hafa menn venjulega smáhrís, erþeir leggja ofan á raptana undir torfið. Menn segj- ast gera það til að spara timbur. Manni verður fyrst fyrir að spyrja um, hvernigþeim sparnaði er varið. Til að svara því verður að bera saman verðmæti og varanleik tróðs- ins og hins sparaða timburs. Það er auð- velt að reikna timbursparnaðinn, og mun hann aldrei nema stórri upphæð. Það er líka auðvelt að reikna flutningskostnað og vinnulaun við tróðhöggið. Sú upphæð mun •opt jafnast við timbursparnaðinn. En það nægir ekki að meta verð tróðsins á þennan hátt. Það verður að taka tillit til þess hvaða gildi skógunnn hefur fyrir jörðina. Það verð- ur að taka tillit til þess, að afleiðingin af því, að rjóður er höggvið í skógi opt og tíðum er sú, að það svæði verður arðlaust að minnsta kosti í margar aldir. Þegar þessa er gætt nemur verð tróðsins feikistórri upp- hæð. Þá er að athuga varanleik tróðsins. Það hefur verið tekið fram, að menn hafa venjulega smáhrís í tróð. Smáhrlsið er ungt birki. Ytribörkurinn (korkbörkurinn) er þunnur, innri börkurinn (safabörkurinn) er til- tölulega miklu meiri, viðurinn er veigalítill eins og hlýtur að vera í ungum greinum. Sé fellt birki ekki afbirkt fúnar það mjög fljótt, sérstaklega ungt, safamikið biiki. Það stoðar lítið, þó menn þurki tróðið, áður en tróðað er, því það sýgur í sig raka úr lopt- inu. Jafnvel þótt ytri börkurinn, sé heill sem sjaldan mun vera á hrísi, sem óvægi- lega er farið með, sýgur það í sig rakann en þó mest um höggfletina. Eptir tiltölu- lega skamma hríð er tróðið fúið og það löngu fyr en raptarnir. Tróðið er ekki eins varanlegt byggingarefni, eins og timbrið, sem menn spöruðu. Þegar tróðið fer að fúna brotna smágreinarnar smámsaman og hrynja lnn í húsið; þakið fer að sveigjast inn á við milli raptanna; að utan verður þakið óslétt, húsin hætta að verja sig og fara að leka, og raptarnir fúna, áður en varir. Afleiðing þess að menn tróða er því sú að húsin verða ekki eins varanleg. í stuttu máli: til að spara fáeinar krónur í timbri höggva menn tróð f skógunum til tjóns fyrir sjálfa sig og stórtjóns fyrir niðja sína. (Frh.). íslenzkar bókmenntir erlendis. — Svo er að sjá sem hin alkunna bók Poestions í Vínarborg, sem út kom í fyrra, um skáldskapíslendinga(»Islándische Dichter« o.s. frv.) hafi ekki vakið mikla eptirtekt hjá nánustu þjóð- frændum vorum á Norðurlöndum, að minnsta kosti hefur ekki borið fyrir oss ritdóma um hana í blöðum þar eða tímaritum. En nú hefir fyrir eigi alllöngu staðið (19 okt.) grein um hana í »Wiener Abendpost«, eptir Bruno Wald- en, sem talinn er meðal hinna merkari fagur- fræðis ritdómenda í Austurríki og er því ekki ó- fróðlegt að sjá, hverjum augum hann lítur á skáldskap vorn, þótt ekki sé dómur hans bygð- ur á öðru en sýnishomunum í bók Poestions; skal því nokkuð skýrt hér frá helzta inntaki grein- arinnar: »Fyrir allan þorra menntaðra manna«, segir höf., »er Island lítið meira en landfræðisleg hug- mynd. Menn heyra það sjaldan nefnt, og þó það vaki fyrir mönnum, að miklir náttúravið- burðir eigi sér stað á þessu fjarlæga eylandi, þá ómaka fæstir sig á því, að afla sér þekkingar á hinni tápmiklu þjóð, sem berst þar fyrir lifi sínu við erfiði og hættur, eða á því að kynna sér hennar andlega líf. Það er meira að segja flestum ókunnugt, að þjóð þessi lifi nokkru and- legu lífi, hvað þá að hún lifi því kröptuglega og sérstaklega leggur stund á skáldmenntina af innsta hug og hjarta. Það má því með sanni segja, að það er nýr heimur, sem J. C. Poestion opnar fyrir oss í hinni stóru bók sinni. »Islándische Dichter«, sem er feikna mikið ritverk, ítarlegt og grundað, og ber hvervetna vott um með hví- líkri ást og alúð höfundurinn hefur sökkt sér nið- ur í efni það, er hann tóku sér til meðferðar. Með þessari bók innlimar P. skáldskap þessarar oss náskyldu og þó svo rangþekktu þjóðar í heims- bókmenntirnar, þar sem fornsögurnar elligráu voru áður einar til að helga henni sæti. Og hvilíkur auður er nú í hennar sérkennilega skáld- skap: djúp tilfinning, eins og hún getur að- eins þróazt, þar sem hugurinn er einn um sig í fjarlægðar einangrun* frá heimslífinu; innileg náttúrutilfinning, sem einungis getur sprottið at sí-nánum samkynnum við náttúruna og hennar lifandi vald, jafnt í ógnum og ótta sem blíðu og blessun; hin trúarlega hugarlypting frá alvarlegri íhugun forgengilegleikans til eilífðar útsýnis, og að endingu sú hin brennandi föðurlandsást, sem finnur og veit, að á óðaltorfunni hafa eigi að eins fundin verið megin-skilyrði líkamlegu tilver- unuar, heldur einnig að frá henni er runnið hreyfi- magn hins andlega lífs í landinu og þess frum- eiginlegu þróunar. Þetta má opinberun heita, þegar þess er gætt, að málfræðingurinn mikli Jakob Grimm kom fram með þá staðhæfingu, að nýíslenzkan væri að eins tórandi og alls ekki lífvæn til langframa; öðru er þó nær; hún elur eins fríð blóm og hvert þeirra tungumála, sem á ^Parnassus1 óma«. * ** ** * * ** * »Hin íslenzku nútíðarskáld hafa snúið sér frá sagnaljóðum (Epos) að »lýriska« skáldskapn- um, sem germanska þjóðkyninu er svo vel gef- inn, að önnur þjóðkyn komast þar eigi til jafns við. Sú skáldskapartegund blómgast fullfögur og ilmandi á hinu fjarlæga eylandi við norðurheims- skaut. Uppáhalds yrkisefni skáldanna þar er fósturland þeirra, hrikafegurð þess og náttúruöfl þess, sem að einu leyti veita því undursam- lega prýði, en opt einnig hinsvegarj búa þvl grimmilegt tjón. Stundum hvarafl fyrir semsvipir væru, ýmsar myndir frá hinni frægu, söguríku fomöld. I mörgum kvæðum lýsir sér sjált- *) „Parnassus'* = fjall sönggyðjunnar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.