Þjóðólfur - 10.02.1899, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 10.02.1899, Blaðsíða 4
28 |>að algert mishermi hjá Isaf., að hann fylgi yfir- leitt (!) sömu réttrituninni, sem Blaðamannafélagið, nema í samhljóðendaeinfölduninni. Það var vissara að hafa* þetta „yfirleitt" með, því að það er nokkuð óákveðið. Með því að rétt- ritun á Þjóðólfi hefur alls ekkert breyzt, síðan Blaða- mannafélagið var stofnað, þá lítur út fyrir, að þeir herrar hafi lagt einmitt réttritun hans til grundvall- ar, er þeir sömdu reglurnar sínar, ef það væri „yfir- leitt" rétt, sem „ísafold" segir. Þetta kynnu sumir að telja heiður, og þakka fyrir „komplimentin". En vér viljum ekkert hafa af þeim heiðri að segja og getum ekki eignað oss hann, einmitt af því, að það er ekki í samhljóðendaeinfölduninni einni, sem Þjóð- ólfur víkur frá blaðamannastafsetningunni, held- ur í öðrum mikilvægum meginatriðum t. d, með **■ í stað ft., og í því að rita z alstað- ar, en sleppa henni ekki sumstaðar, einmitt þar sem auðveldast er að rita hana, eins og Blaða- mannafélagið gerir. Þá er þetta o. m. fl. ber á milli ímyndum vér oss, að enginn geti talið „Þjóð- ólf“ á skránni hjá Blaðamannafélaginu. Hún er víst annars nokkuð skrítin þessi „skrá“ þeirra, því að fyrst og fremst eru þar birt nöfn margra manna, er aldrei skrifa nokkurn staf, er komi fyrir almenningssjónir, en hinsvegarmunu flestir hinna, er eitthvað rita opinberlega og skrifað hafa undir þetta skuldbindingarskjal, hafa áskilið sér að halda ýmsum tilbreytingum, er hver þeirra hefur, frá blaðamannaréttrituninni? Og hver er svo vinningurinn? Alls enginn. Eintómt humbug og öllu meiri glundroði en fyr. Það er allt og sumt. Og svo segir „Fjallkonan" að þessi réttritun sé orð- inalmenn(!)svo að árangurslaust séaðandmælahenni1). Þjóðólfur hefir hingaðtil látið þessi réttritunar- samtök Blaðamannafélag'sins svo að segja hlutlaus, en úr því Isafold fór mjög svo ófyrirsynju að sletta halanum framan í Þjóðólf og Stúdentafélagið, þá má hún gjarnan vita, að ef Þjóðólfur hatarnokkuð, þá er það ekkt „einn eða fleiri menn í Blaðamannafélaginu" heldur sá ritháttur, sá andi sem lýsir sér í öllu atferli Isafoldar og jafnan skín í gegnum, þótt stund- um sé varpað yfir hann annarlegum hjúp. Og gegn þeim anda mun Þjóðólfur telja sér skylt að vinna, meðan hann er í vorum höndum og Isafold breytist ekki til batnaðar. Hann mun teljasérskylt aðsýna al- menningi Iram á, hvílíkt þokkablað ísafold er, og hversu mikill smekkmaðurritstj. hennar er, þegarhann talar af sínu eigin. Hannhefði sannarlegagott af því að íhuga alvarlega hina hógværu hugvekju dr. Ólsen’s hér í blaðinu, færa sér hin vingjarnlegu heilræði hans í nyt, og kappkosta að verða eptirleiðis að nýjurri og betra manni sem blaðamaður, áður en það er um seinan, því að „betra er seint en aldrei" segir máltækið. *) Ritstj. Fjallk. virðist vera mjög gramur yfir því, að konan hans er ekki talin, sem blað- stjóri í sömu röð, sem hann og Björn Isafoldar. Það var ljóta glappaskotið! í Þjóðólfi var talað um, hversu margir blaðstjórar væru í félaginu. Látum þá svo vera, að þeir séuþrlr með frú Bríet. Ritstj. „Fjall.k." talar um 9 félaga(!) en fáir vita víst, hverjir þeir „félagar" eru. „Nú eru líka níu menn, sem nóttina eiga að stytta". Misprentað í síðasta blaði 2. bls. 1. dálki neðanmálsgr.: hið sýnilega: les: hið kýmilega. Með ,LAURA‘ kom.til verzlunar Sturlu Jónssonar: Kafifrbrauð, margar teg. Brjóstsykur, margar teg. Ostur. AUskonar matvara. Þorskalýsi Bronse. Bronsetinktúra. tslenzk fjallagrös óskast keypt á Þýzkalandi. Tilboð (n>eð sýnishornum í bréfi) sendist sem allrafyrst, merkt B. L. 837 til G. L. Daube Sr.Co Berlin W. 8. Leipzig- erstr. 26. Við undirritaðir Fotografar lánum hér eptir engum andvirði mynda. Þeír sem óska að sitja fyrir verða því um leið að borga fyrir sýnishorn (,Prövekort‘): fyrir visit-mynd 1 kr., fyrir kabinet-mynd 2 kr. Við pöntun á myndum borgist helmingur fyrir fram, helmingur við móttöku. Reykjavik 3. febrúar 1899. Árni Thorsteinsson. Sigfú® Eymundsson. Drikkesyge helbredes aldeles og sikkert med Ph. WencksjAretieoholthé. Helbredelsej^kan fuldbyrdes uden Patientens Vidende; V2 Pk. 6 Kr. l/i Pk. 10 Kr. franco mod Belöbet förud. Gen. Agentfor Island söges- Aug Davids Gothersgadc 103. Köbenhavn Jörðin Ólafsvellir á Skeiðum fæst öll eða hálf til ábúðar frá næstu fardögum. Menn snúi sér til undirskrifaðs umráðanda eða ritstjóra Þjóðólfs. Br. Jónsson prestur. Ný cylinderúr úr silfri með gullrönd 20 kr., bændaúr (Landmandsúr) 10 kr., brúkuð cylinderúr úr silfri 10 kr., akkerisgangsúr, er ganga í 15 steinum 16 kr., brúkuð silfur-spinnilúr 5 kr., fallegar, frakkneskar, gylltar úrfestar 1 kr. Allt er seit gegn 2 ára tryggingu. S. Rasmussen Sværtegade 7. Kjöbenhavn K. Vottorð. I rúm 8 ár hefur kona mín þjáðst mjög af brjóstveiki, taugaveiklun og slœmri melt- ingu og hafði hún þessvegna reynt ýmisleg meðul, en árangurslaust. Eg tók því að reyna hinn heimsfræga Kína-lífS-elÍXlP hr. Valdemars Petersens i Friðrikshöfn °S keypti eg því nokkrar flöskur hjá J. R- Lefoli á Eyrarbakka. Og þegar hún hafð1' brúkað tvær flöskur, tók henni að batna, meltingin skánaði og taugarnar styrktust. Efl get því af eigin reynslu mælt með bittef þessum og er viss um, ef hún heldur áfram að brúka þetta ágæta meðal, nær hún með tímanum fullri heilsu. Kollabæ í Fljótshlíð, 26. jan. 1897. Loptur Loptsson. Við undirritaðir, sem höfum þekkt konu L. Loptssonar í mörg ár og séð hana þjást af ofannefndum veikindum, getum upp á ærU og samvizku vitnað, að það er fullkomlegn sannleikanum samkvæmt, sem sagt er í anrituðu vottorði hinum heimsfræga Kína- lífs-elixír til meðmæla. Bárður Sigurðsson. Þorgeir Guðnason, fyrverandi bóndi bóndi á Kollabæ. á Stöðlakoti. KÍNA-LÍFS-ELIXÍR fæst hjá flestum kaup' mönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel V p eptir því, að standi á fiöskumiðanum í grænu lakki, og einseptir hinuskrásettavörumerki áflösku- miðanum: Kínverji með glas í hendi, og firma- nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. í Austurstræti eru til leigu fyrir einhleypa menn 2 ágæt herbergi frá 14. maí næstk-- Ritstj. vísar á. 1871 — Júbileum — 1896. Hinn eini ekta Brama-Lífs-i (Heilbrigðis matbitter). Allan þann árafjölda, sem almenningur hefurnotað bitter þennan, hefur hann rutt sér fpemstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðzt út um allan heim. Honum liefur lilotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefur verið brúkaður, eykst öllum líkamanum þróttur og þ°^r sálin endurlifnar og fjörgast, maður verður glaðlyndur, hugrakkur og starffús, skilningar' vitin verða næmari og menn hafa meiri ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefur sýnt betur, að hann beri nafn með rentu en Brama-lífS" elixir, en sú hylli, sem hann hefur náð hjá almenningi, hefur gefið tilefni til einskis nýtra eptirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixir vorn einungis hjá útsölumönnum vorum, sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akureyri: Hr. Carl Höepfner. ----Gránufélagið. Borgames: Hr. Johan Lange Dýrafjörður; Hr. N. Chr. Gram. Húsavík: Grum & Wulff’s verzlun. Keflavík: H. P. Duus verzlun. ----Knudtzon’s verzlun. Revkjavík: Hr. W. Fischer Einkenni: Blátt Ljón og gullhani á einkennismiðanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, hinir einu, sem búa til hinn verðlaunaða Brama-llfs-Elixír. Kauþmannah'ófn, Nörregade 6. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. Raufarhöfn: Gránufélagið. Sauðárkrókur: ----- Seyðisfjörður:--------- Siglufjörður: — — Stykkishólmur: Hr. N Chr Gratn■ Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bry^e' Vík í Mýrdal: Hr. Halldór Jónsson- Ærlækjarsel: Hr. Sigurður Gunnlógss°n

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.