Þjóðólfur - 03.03.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.03.1899, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 51. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. marz 1899. Nr. ÍO. Þingmál í sumar. ii. Samhliða stjórnarskrármálinu verður að sjálfsögðu hlutverk næsta þings að ráða eitt- hvað fram úr vandræðum þeim, er nú kreppa svo alvarlega að þjóðiuni á ýmsa vegu. En það er óhugsandi að ætlast til þess, að þing- ið finni nokkur óbrigðul ráð til að kippa því fljótlega í lag, er nú gengur öfugt á landi voru í atvinnumálum og öllum viðskiptum. ■Geri menn sér nokkrar slíkar vonir um þing- ið hljóta þær að bregðast hraparlega, því að sú martröð, er nú grúfir yfir þjóð vorri er þyngri en svo, að henni verði velt burtu á svipstundu með laganýmælum eða þingsá- . lyktunum til stjórnarinnar. En menn hljóta að krefjast þess, að þingið geri allt sem í þess valdi stendur til að afstýra frekari vand- rædum, og er þá nógu mikið af þvíheimtað og ágætt, ef það gæti leyst það hlutverk nokkurn veginn viðunanlega af hendi, því að geti þjóðin komizt nokkurn veginn klaklaust út úr hinum fjárhagslegu ógöngum, sem hún nú er í, og fari ekki lengra niður á við en orðið er, þá er venginn efi á því, að hún kemst alveg á réttan kjöl aptur innan skamms, IVIenn mega ekki vera svo vonlausir og víl- samir um framtíð landsins, að þessi alda, er nú gengur yfir muni allt í kaf keyra, svo að eigi sé framar viðreisnarvon. Lífið gengur ekki ávallt jöfnum fetum, leikur ekki ávallt í lyndi, hvorki hjá einstaklingnum né heilu þjóðfélagi. En sá er munurinn, að þá er vel gengur, er lítið orð á því gert, en þá er miður farnast, heyrast kveinstafir úr öllum áttum, eins og eðlilegt er, því að erfiðleik- arnir eru skuggahliðar lífsins, sem flestir vilja vera lausir við. Það getur reyndar opt ver- ið svo, að vandræðin séu svo alvarleg, svo tilfinnanleg, fyrir einstaklinginn, að eigi verði við neitt ráðið, og ekki tjái að herða sig og bíta á jaxlinn, en í lífi heillar þjóðar er því nokkru öðruvísi háttað, því að þjóðin lifir og verður að lifa. Him má aldrei leggja árar í hát. Hún má aldrei örvænta, þótt óbyrlega blási um sinn. Eltt meinið, sem nú þjáir þjóðfélag vort, er peningaeklan og þar afleiðandi erfiðleikar í öllum viðskiptum. Næsta þing mun sjálf- sagt leitast við að ráða einhverja bót á þessu, líklega helzt með lánsstofnun eptir því fyrir- lcomulagi, er Halldór Jónsson bankagjaldkeri hefur stungið upp á í Andvara og ítarlega var skýrt frá í Þjóðólfi í vor, svo að það virð- ist óþarft, að lýsa þessu nú aptur frekar. En menn mega ekki gera sér svo miklar vonir um þessa stofnun, þótt hún komist á, að menn verði þá allra meina bættir eða að hún losi menn úr öllum peningakröggum og það bráð- lega, því að það væri sannarlega til ofmikils ætlazt. Hún er aðeins tilraun til að örfa menn til gagnsamlegra framkvæmda í búnaði o. fl., og gera þeim léttara fyrir með greiðslu lána, með því að veita þau til margra ára og með mjög vægum árlegum afborgunum, er að eins séu fólgnar í hærri vaxtagreiðslu. Það yrði adalmarkmid \>es$>&ra.r stofnunar, auk þess sem hún á annan hátt gæti orðið til þess að greiða fyrir viðskiptum manna. Felstir sem á stofnun þessa hafa minnzt, hafa verið henni hlynntir og talið það til mikilla bóta, ef hún kæmist á. Þó hafa sumir ver- ið hræddir við, að hún mundi lenda í sama farinu, sem bankinn, einkum ef hún stæði í sambandi við hann, og að það yrði aðeins stundarléttir í peningaviðskiptum manna, er hún gæti veitt. — Merkur maður hér nær- lendis, gamall og reyndur búmaður, virðist vera á þessari skoðun, samkvæmt því sem hann ritar Þjóðólfi seint í f. m. Hann segir meðal annars svo: »Menn kvarta um peningaeklu o. fl. þess háttar og eru að »spekúlera« í að fá á stofn nýjar peningastofnanir, en eg álít þetta að miklu leyti missýningar. Aðalmeinið er, að hér um bil eklcert bú ber sig, framleiðsla og eyðsla standast ekki á. Þetta verður ekki læknað með neinum sérstökum stofnunum, ekki með horfellislögum, sem gera vont verra, eða neinu því líku, heldur með því einu að auka grasvöxt, efla af ítrasta megni alla gras- rækt en sér í lagi túnræktina. Sé ekki und- ið að þessu bráðlega og að því starfað sleitu- laust tel eg allt í voða. Eg gæti sýnt með fjölda dæma, að menn, sem ekkert láta ó- gert til að bjarga sér og stunda slátt af mestu alúð heyja ekki svo mikið sem þarf til þess að íramfæra þann fénað, sem heimilisþörfin útheimtir. Eina ráðið verður því að setja á vogun, sem annars allflestir bændur gera nú að meira eða minna leyti og að mínu áliti hljóta að 'gera, meðan öll grasrækt er í því óefni, sem hún er enn. Kannske næsta þing sjái einhver ráð önnur en að rjúka í bjarg- argripi aumingja fátæklinganna og drepa þá niður. Þeirri lækning vil eg líkja við það að læknir, sem eg beiddi að skera fingurmein skæri hendina af mér og segði mér svo hróðugur, að fingurmeinið væri læknað* Svona farast þessum heiðursmanni orð, og það er auðvitað hverju orði sannara hjá hon- um, að túnaræktina eigum vér að efla, sem frekast er unnt, eins og vér höfum fyrir löngu bent á í Þjóðólfi (bezt að allur heyskapur- inn væri túnaheyskapur). En skyldi ekki ein- mitt lánsstofnunin geta allmikið flýtt fyrir þess- ari ræktun? Jú, sjálfsagt, því að lán hennar gætu verið mjög hentug, einmitt til verulegra jarðabóta, helzt túnabóta, er gætu borgað allt lánið í raun og veru löngu áður en gjald- fresturinn til stofnunarinnar væri út runninn, því að skynsamlegar jarðabætur borga sig á skemmri tíma en 30—40 árum- Það er eng- in hætta á því. Og þá fáum vér ekki betur séð, en að oss og hinum gamla, reynda bú- manni komi mæta vel saman um lánstofnun- ina. Fyrir hinu viljum vér ekki ráð gera, sem líklega hefur vakað fyrir honum, að lánum stofnunarinnar yrði aðeins varið beinlínis til eyðslueyris eða einhvers óþarfa, og þeirra sæi hvergi stað, svo að menn yrðu jafnvel vesalli eptir en áður. Það má vanbrúka allar pen- ingastofnanir á þann hátt, hversu góðar sem þær eru í sjálfu sér. Það er einmitt íþróttin, — sem ef til vill lærist oss íslendingum seint, — að kunna að fara með peninga, verja þeim svo að vit sé í, og meðal annars grafa þá ekki í jörðu öðruvísi en svo, að jörðin skili þeim aptur eigandanum með margföldum rent- um og renturentum. Að því er horfellislögin nýju'snertir get- um vér verið samdóma gamla búmanninum Þau verða eflaust að einhverju eða öllu leyti felld úr gildi, þegar á næsta þingi, því að það mun vera eins dæmi, að nokkurlögfrá þinginu hafi mætt svo alvarlegum og almennum mótmælum hjá þjóðinni, jafnharðan sem þau gengu í gildi, eins og þessi lög hafa gert. Svo að segja úr öllum áttum, landshornanna á milli, hafa Þjóðólfi borizt skammir um þau síðan í haust, svo að hann hefur ekki séð sér fært að taka nema hrafl af því. Um vatnsveitingar á Jótlandi. Eptir Sigurd Sigurdsson. II. Vatnið er tekið upp, og veitt á með ýmsu móti. Til þess eru notaðir i.skurðir, 2. vind- urinn (vindmylnur), 3. gufuaflið, 4. vatnsafl- ið (straumhjól) og 5. dælur. Skal nú stuttlega minnast á þettahvert fyrir sig.—Skurðirnir eru það, sem almennastir eru og mest notaðir til þess að veita á með, Sumir þeirra eru langir og stórir, og hafa kostað mikið fé. Þannig get eg nefnt Skérnárskurðinn, sem er nm 3 mílur á lengd, og flytur vatn á 680 engjadagsláttur. Hann er 12—20 fet á breidd að ofan ogtiljafn- aðar 5—8 fet á dýpt. Með fram honum liggja engjarnar, sefn vatninu er veitt á. Eru það ná- lægt 50 jarðir, sem eiga tilkall til vatnsins og nota það. Þessi skurður er hinn lengsti vatns- veitingaskurður á Jótlandi. Við Kongá, að sunnanverðu, er einnig stór aðfærsluskurður um 2milurá lengd og 12—i8fet á breidd. Sömuleið- ís var þar verið að gera annan aðfærsluskurð, að norðanverðu við ána, er eg var þar á ferð í vor. Hann átti að verða míla á lengd og var áætlað, að hann mundi kosta um 30 þúsund kr., fyrir utan alla hliðarskurði, brýr o. fl, Þessi skurður var víða um 24—32 fet á breidd ogum 6—12 fet á dýpt. Fyrir utan þessa stóru skurði eru'*vlða|aðrir minni, sem gerðir eru til þess að leiða vatnið yfir, og flytja það aptur burt. Slík- ir skurðir eru, sem gefur að skilja, bæði stærri og minni, eptir vatnsþörfinni og öðrum kringum- stæðum og verður eigi minnst frekar á þá. Á Suður-Jótlandi eru stórir engjaflákar milli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.