Þjóðólfur - 03.03.1899, Síða 2
38
Alrup og Daríum, sem eru um 3000 engjadagsl.
Eptir þessu engjaflæmi rennur á og er vatnið úr
henni notað til áveitu um þetta land, og tekið
upp með vindmylnum. Til og frá með ánni
eru 40—45 slíkar mylnur, sumar stærri og sumar
minni. Þessar mylnureru vanalega með tveimur
vængjum en sumar með fjórum. Mylnan sjálf
stendur á árbakkanum og frá henni gengur
möndull niður í vatnið. Þessi möndull »Snegl«,
er tíðást 16—18 þuml. að þvermáli, og í lögun
eigi ósvipaður nafar. Þegarmylnan gengursnýst
möndullinn og skrúfar eða leiðir vatnið upp á
bakkann á þann hátt. Hæðin frá yfirborði vatns-
ins og upp á bakkann er optast 10—n fet;
þykir eigi hentugt að hafa þennan útbúnað, ef
hún er meiri. Á einni af mylnum þeim, er eg
skoðaði voru vængirnir 13 álnir. Hún kostaði
600 kr. og gefúr 10—12 tunnur af vatni á mín-
útu, sem nægir ^24 dagsl. Önnurmylna miklu
stærri var þar nálægt, sem kostaði 2000 kr., og
gefúr 50 tunnur af vatni á mínútu. Möndullinn
var 24 þuml. að þvermáli. Með þessum myln-
tim er veitt á, bæði vor og haust. En þær
ganga auðvitað ekki nema þegar vindur blæs af
einhverri átt. Hæfilegur vindhraðifyrirmylnur
yfir höfuð er 7 metrar eða nálægt 22 fetum á
sekúndu. Sé vindhraðinn yfir 10 metrar (c. 32
fet), þá er hann of sterkur og verður e1gi notað-
ur. Nú kann einhver að spyrja sem svo, hvort
hægt sé að nota þessar vatnsveitingamylnur, þeg-
ar mest á liggur. Um þessar slóðir er skortur á
nægum vindi mjög sjaldgæfur og sízt að vorinu
eða haustinu. Á fléstum stöðum, þar sem land-
ið er flatt og víðáttumikið, eruvindar stöð-
ugir og jafnir. Þannig er því varið t. d. á Jótl.
eða í Danmörku, Norður-Þýzkalandi, Hollandi og
víðar. Vindmylnur eru því í þessum löndum al-
mennar og notast bæði til þess að taka upp
vatn með, mala korn o. s. frv. Aptur á móti
eru þær ekki eins hentugar, þar sem yfirborð
landsins er mjög ójafnt, fjöll og dalir, því þarer
vindurinn óstöðugri og misjafn. Þar með er þó
eigi sagt, að þær séu undir öllum kringumstæð-
um óhæfar. Vindmylnur, sem t. d. mala korn,
mætti víða nota til hagsmuna í fjallalöndunum,
þrátt fyrir það, þó vindurinn sé hvikull og ó-
stöðugur. Öðru máli er að gegna, ef þær eiga
að gefa vatn til áveitu um ákveðinn tíma; þá
getur vindleysið komið í bága við vatnsþörfina
og valdið skaða. En við kornmölun kemur slíkt
ekki beinlínis til greina; þar getur það átt við
og gert gagn, »að grípa gæsina þá hún gefst«,
þvf undir þeim kringumstæðum, er það eigi
svo nauðsynlegt, að vindurinn sé stöðugur, held-
tir hitt, að nota hann, þegar hann er.
Meira um fátækra-
málefnafrumvarp efri deild-
ar 1897.
Séra Þorkell Bjamason hefúr ritað um þetta
mál í þessu blaði nr. 45. 46. og 47. f. á. og
skýrt frá skoðun sinni á málinu. Hann á heiður
skilið fyrir það, hvem áhuga hann sýnir almenn-
um málum, þessum sem öðmm. Að öðm leyti
má það furðu gegna, að ekki hafa fleiri alþingis-
menn skrifað um þetta mál, þeim ætti þó sem
slíkum að vera það áhugamál, og sem hrepps-
nefndar- eða sýslunefndarmönnum kunnugt.
Málefni þetta er mikilsvert, þar sem það
snertir hvem einasta sjálfstæðan mann á landinu
og marga í hinum ósjálfstæðu, og sem einn af
þeim, er þetta mál tekur til, vil eg láta mína
skoðun í Ijósi umnokkrar greinar. 1. gr. segir:
»Hvermaður skaleiga rett til framfærslu í þeim
hreppi eða bæjarfélagi, er hann hefur dvalið 1
eitt ár búsettur, vistfastur eða haft löglegt heim-
ilisfang eptir 16 ára aldur». Hvað vill nefndin
gera við þá, sem alstaðar síðan þeir voru ióára
hafa verið lengur en 1 ár?. Það er víst ekki mein-
ingin að senda þá á fæðingarhreppinn eða að
gamall maður, sem aðeins 17. árið var 1 ár í
sama stað, en alstaðar síðan lengur, skuli rek-
ast þangað? Meiningin mun vera sú, að reka
þurfaling þangað, sem hann átti lögheimili árið
áður, en hann varð styrkþegi.
Eg hef leitað í nmræðum um þetta mál í
tíðindum frá síðasta þingi, og ekki getað
fundið ástæðu til að binda sveitfestistakmarkið
við heimilisfang þiggjanda árið áður en hann
þiggur, öllu heldur er það skýrt tekið fram í
hinni snjölluræðu framsögumanns málsins í efri
deild Kristjáns Jönssonar, »að aðallega væri það
rétt, að þurfamenn væru framfærðir þar sem þeir
eiga löglegt heimilisfang, þegar þeir þarfnast
sveitarstyrks«, (Alþt. A. bls. 364.) Hann álítur
þörf að koma í veg fyrir þá smánarlegu réttar-
institution, þurfamannaflntninginn og hann þykir
ekki ofnefndur svívirðingarblettur á fátækrastjórn
þessa lands. (Alþt. A. 1897 bls. 365.) Hér er
alls ekki offrekt komizt að orði, en þó eru menn
ekki einhuga í því að koma að svo miklu leyti
sem unnt er í veg fyrir hinn illræmda fátækra-
flutning. Það má sjá reikningslega, hvað fátækra-
flutningamir árlega um allt land kosta, en hitt
er ekki unnt að telja tölum, hvert tjón hreppun-
um er gert með því að hrinda fullvinnandi fólki
út á sveitina og þar með optast að drepa alla
sjálfstæða tilfinning í huga þess.
Það er langt frá því, að komið sé í veg fyr-
ir fátækrafl. með því að láta mann eiga þar fram-
færslurétt, sem hann átti heima, árið áður en hann
varð þurfandi. Dæmi: Ung hjón með 2-3 börn
flytja úr Skaptafellssýslu vestur á land eða aust-
ur á firði, geta verið fullhraust og vel vinnandi;
maðurinn verður handlama allt sumarið og kon-
an elur3.eða4. barnið; honumer veittur sveitarstyrk-
ur og síðan verður hann »eptir gömlu lagi« að
sendast á sína sveit samkvæmt frumvarpinu. Mörg
dæmi mætti benda á, þar sem eptir frumvarpi
efrideildar 1897 sveitarflutningar yrðu líkt ogáður.
Hið eðlilega er, að þar sem hver á lögheim-
ili eigi hann og tramfærslurétt, því þar er hann
skyldur að greiða öll lögboðin gjöld. Séra Þor-
kell Bjamason hefur fyrstar vakið máls á þessu
og síðan hefur það verið endurtekið af fleirum,
en enginn mælt á móti, svo eg hafi séð, en þó
hefur sú ákvörðun ekki orðið viðtekin í frumvarp-
inu og er það nokkuð undarlegt, þegar litið er
til framsögu yfirdómara Kristjáns Jónssonar í
málinu.
Eg vil reyna að gera mönnum dálítið ljóst
afleiðing af því að hver maður eigi þar rétt til
framfærslu, sem hann á lögheimili eptir 16. ár.
Þá munu fátækraflutningamir hverfa að mestu
en það er ekki lítilsvert, þá hverfur og að mestu
sú tortryggni, að þurfalingum annara hreppa sé
lagður sveitarstyrkur að þarflausu. Eg ætlast til,
að þeir menn, sem þegar hafa þegið sveitarstyrk
eigi þar framfærslurétt, svo lengi sem skuld sú er
ekki borguð, ogeins hér eptir, þó þessi breyting
kæmist á, sé hver bundinn við það sveitarfélag,
sem [hann hefur þegið af, þar til styrkurinn er
að fullu borgaður.
Það - að hrer hreppsnefnd á að semjavið
sjálfa sig um þurfalinga, sem þiggja í 1. sinn, eða
sem ekki era bundnir við aðra sveit — hefúr þá
eðlilegu afleiðingu í för með sér, að sveitarstjórnin
munáallan mögulegan hátt varnaþví, að menn kom-
ist á sveitina, og gjöld til fátækraframfærslu
þar afleiðandi minnka að mun. Eg get fundið
að þá myndi fátæku fólki verða nokkuð erfiðara
að komast í húsmennsku en nú á sér stað, en —
er nokkuð misst við það; væri ekki heppilegra,
að fyrirkomulagið væri á þann hátt, að lausafólk
og vinnufólk fyndi nauðsyn vera að eiga nokk-
uð til, svo það gæti farið að búa. Fyrirkomu-
lagið á að vera þannig, að maður verði að
sýna dugnað, svo honurn verði trúað fyrir að vera
húsfaðir.
Það er náttúrlegt, að fólk sæki í þau héruð,
sem það nýtur beztrar atvinnu, en það er eitt-
hvað óeðlilegt, að þegar maður hefur unnið í
einni sveit, þar sem hann helzt vildi vera, sé svo,
ef hann ekki getur bjargað sjálfum sér, rekinn
heim á sína framfærslusveit, þar sem hann sízt
vildi vera.
Þá kemur 2. gr. með alla mannúðina við
þurfalinga, sem langa til að giptast.
Éf maður hefur þegið sveitarstyrk af orsök-
um, sem honum voru ósjálfráð, og hann svo lang-
ar til að giptast, áður en 5 ár eru liðin, þá má
ekki eptir frv. sína neina miskun, en að 5 áram
liðnum er öðru máli að gegna. Hafi maður
vegna heilsubrests þegið sveitarstyrk og á næstu
5 árum ekki fengið heilsu, svo að hann geti end-
urgoldið hann, og sé konuefnið eða aðrir nákomn-
ir heldur ekki færir um að borga, hvaða er-
indi á slíkur maður í hjúskap og búskap? Það
er lítil mannúð í þeirri löggjöf, sem vill hjálpa
þeim, sem ekki hefur vit fyrir sjálfum sér, í það á-
stand, er leiða mundi til þess að heimta þyrfti
með valdboði peninga úr vasa saklauss fólks til
handa honum, og vel getur verið, ef sveitarstyrk-
ur, eins og nú era lög til, hindrar slíka ráðleysu-
giptingu, að annaðhvort persónanna eða bæði
komist seinna að betri ráðahag. Auðvitað dett-
ur mér ekki í hug, að með því að hindra gipt-
ingar sé komið í veg fyrir barnaeignir, enda
geta börn, sem alin eru utan hjónabands orðið
nýtir menn, eins og þau, sem alin eru í hjóna-
bandi, eins og líka ef foreldrarnir seinna kom-
ast að því að giptast, verða þau börn sem alin
eru áður hjónabandsbörn.
En mörg sveitarskuld hefur borgast af því
hún stóð í vegi fyrir giptingu, og ættu lögin ekki
að varna því. 10. gr. vill láta dvalarsveit og
framfærslusveit þurfalings annast flutning hans,.
eins og þær séu sekar í því að flutningurinn
þarfaðeiga sér stað. Dæmi: Maðurverður styrkþegi í
Reykjavík,en á framfærslu í Hornafirði. Eptir framv. á
þá fátækrasjóðurinn í Hornafirði auk þess að borga
til R.víkur á annað hundað krónur að annast
flutning hans að 3/4 sem vel getur o'rðið mörg
hundruð krónur. Slík ákvörðun gæti leitt til ó-
bærilegra útgjalda fyrir einstaka sveitarsjóði.
Guðtn. Magnússon.
Lausn frá prestskap sakir heilsubrests-
hefur séra Vilhjálmur Briem í Goðdölum fengið
21. f. m. — Umsóknarfrestur um Goðdali til 10»
apríl. Brauðið metið 770 krónur. Veitist frá
næstu fardögum.
Prentverk það hér í bænum, sem kennt
hefur verið við Jón Ólafsson næstliðna 3 mán-
uði, var afhent í fyrra dag D. Östlund trúboða
til eignar og umráða. Kaupverð talið 3600 kr.
Sagt hefur verið í einu blaði, að Jón mundi eiga
að verða ráðanautur Ísafoldar-Bjarnar og um-
sjónarmaður við prentsmiðjuna þar, en kunnugir
segja, að Björn vilji ekki kannast við það. En
eigi er ósennilegt, að þeir gangi 1 einskonar
bræðralag fram yfir þing í sumar að minnsta
kosti, því að eigi mun af veita, þótt þá sé róið
á bæði borð, undir Valtýspólitíkinni annars vegar
og einhverjum skildingum af almannafé hins
vegar.
Jarðskjálfta hefúr orðið vart hér að mun
undanfarna daga, einkum aðfaranóttina 27. f. m.
Þá komu 3 allharðir kippir hver á fætur öðrum
kl. 1—2 um nóttina. I ýmsum húsum varð
fólk svo hrætt, að það rauk á fætur og hafðist
sumt við á götum úti, það sem eptir var
næturinnar. Daginn eptir varð einnig vart við
nokkra kippi, og var hinn stærsti kl. 4^/2 slð-
degis 27. f. m. Síðan hefur minna á þessu bor-
ið. Eigi hefur frétzt, að hér í nærsveitunum eða